173. fundur sveitarstjórnar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
fimmtudaginn 4. júní 2015, kl. 15:15
í Aratungu
Mætt voru:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Kristinn Bjarnason sem varamaður Bryndísar Á. Böðvarsdóttur, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr dagskrárliður 8.3. Tillagan samþykkt samhljóða.
- Formleg opnun nýrrar heimasíðu Bláskógabyggðar.
Til fundar voru mætt Grétar Magnússon frá TRS og Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi, vegna opnunar á nýrri heimasíðu Bláskógabyggðar.
Oddviti sveitarstjórnar Bláskógabyggðar opnaði formlega síðuna.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með nýja heimasíðu og þakkar verktaka og starfsfólki fyrir hönnun og útfærslu á síðunni.
Grétar Magnússon vék af fundi.
- Ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu mætir á fund sveitarstjórnar og gerir grein fyrir stöðu ferðaþjónustunnar í Uppsveitum Árnessýslu.
Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi, gerði grein fyrir stöðu ferðaþjónustunnar í Uppsveitum Árnessýslu. Almenn umræða var um ferðaþjónustu á svæðinu og svaraði Ásborg fyrirspurnum.
Umræða varð um ákvörðun ríkisins um styrkveitingu til uppbyggingar ferðamannastaða, gerð grein fyrir verkefnum sem fengu úthlutun sem eru innan marka Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar styður Drífu Kristjánsdóttur, fulltrúa Bláskógabyggðar í vinnu við skipulagsmál Geysissvæðisins, til áframhaldandi vinnu að framgangi lausnar um uppbyggingu Geysissvæðisins.
Ásborg Arnþórsdóttir vék af fundi.
- Fundargerðir til staðfestingar:
3.1. 161. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
3.2. 89. fundur skipulagsnefndar Uppsveitanna ásamt afgreiðslufundum byggingarfulltrúa 15-06.
Mál nr. 19; Einiholt 1 land 1: Verslun- og þjónusta: Aðalskipulagsbreyting – 1502087.
Lögð fram að lokinni kynningu lýsing skipulagsverkefnis vegna aðalskipulagsbreytingar á spildu úr landi Einiholts 1 í Bláskógabyggð. Lýsingin var kynnt með auglýsingu dags. 9. apríl auk þess sem hún var send til umsagnar Skipulagsstofnunar. Sameiginleg athugasemdarbréf dags. 20. apríl 2015 barst frá eigendum jarðanna Einiholt 1 og 2 og Kjarnholts 1 auk þess sem fyrir liggur umsögn frá Skipulagsstofnun. Þá liggur fyrir bréf umsækjenda dags. 28. apríl 2015 þar sem fram koma viðbrögð við efni athugasemdar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi svæðisins samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Mál nr. 20; Einiholt 1 land 1: Deiliskipulag – 1505030.
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á spildu úr landi Einiholts 1 og er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem fjallað var um í máli nr. 17. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja 10 allt að 60 fm gistihús auk allt að 160 fm þjónustubyggingar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við ofangreinda tillögu og mælir með að hún verði kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
Mál nr. 21; Frístundasvæði VM: Snorrastaðir: Deiliskipulagsbreyting – 1505015.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi orlofshúsahverfis VM á spildu úr landi Snorrastaða í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að bústöðum fækkar úr 16 í 12 auk breytinga á staðsetningu húsa. Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir að 8 hús séu 100 fm og 8 allt að 50 fm. Nú er gert ráð fyrir að 6 hús verði allt að 95 fm auk 10 fm geymslu og 6 hús allt að 110 fm auk 10 fm geymslu.
Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
Mál nr. 22; Efri-Reykir lóð 1: Deiliskipulagsbreyting – 1505021.
Lögð fram umsókn dags. 4. maí 2015 um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efri-Reykja sem nær til lóðarinnar Efri-Reykir lóð 1. Lóðin er skráð 3 ha að stærð og í dag er á lóðinni 100 fm frístundahús og 39,6 fm baðhús. Samkvæmt uppdrætti sem fylgir með umsókn er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að tíu 60-65 fm hús til útleigu og komið verði fyrir allt að 15 bílastæðum við innkomu inn á lóðina. Fyrirhugað er að nýta núverandi hús sem þjónustuhús.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir ekki ofangreinda umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðar í grónu hverfi sem felur í sér umfangsmikla atvinnustarfsemi. Að mati sveitarstjórnar á svona starfsemi heima á svæðum sem í aðalskipulagi er skilgreind fyrir verslun- og þjónustu.
Mál nr. 23; Brekkugerði 1674060: Deiliskipulagsbreyting – 1505027.
Lögð fram umsókn dags. 6. maí 2015 frá tilvonandi eigendum lóðarinnar Brekkugerði/Austurbyggð 20 í Laugarási, Bláskógabyggð, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta íbúðarhúsinu í gistiheimili. Húsið er 350 fm á tveimur hæðum og er hugmyndin að útbúa 8 herbergi á efri hæð hússins auk tveggja minni íbúða á neðri hæð. Miðað er við um 18-20 gesti að hámarki á nóttu. Lóðin er í aðal- og deiliskipulagi skilgreind sem íbúðarhúsalóð.
Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar samræmist ofangreind beiðni ekki gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins þar sem svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði. Þar sem um er að ræða mun umfangsmeiri starfsemi en heimagistingu þyrfti lóðin að vera á svæði sem skilgreint er sem verslunar- og þjónustusvæði. Erindinu er því hafnað.
Mál nr. 24; Brekka 167067: Lóð undir hesthús og reiðhöll: Stofnun lóðar – 1505029.
Lögð fram umsókn dags. 8. maí 2015 ásamt meðfylgjandi uppdrætti þar sem óskað er eftir reisa 1300 fm reiðhöll á jörðinni Brekku í Bláskógabyggð. Gert er ráð fyrir að reiðhöllin verði reist rétt við núverandi hesthús sem stendur við Brekkulæk. Þá hefur verið afmörkuð lóð sem nær utan um hesthús og fyrirhugaða reiðhöll.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Þá er ekki gerð athugasemd við byggingu reiðhallar á þessum stað og þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða en umsækjendur er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga.
Mál nr. 25; Aphóll 11 og 12: Apavatn 2 167621:Breytt afmörkun lóða – 1505034.
Lögð fram umsókn dags. 8. maí 2015 þar sem óskað er eftir smávægilegri breytingu á afmörkun tveggja lóða úr landi Apavatns 2, lóðirnar Aphóll 11 og 12. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir breytingu á afmörkun en hún felur ekki í sér breytingu á stærð lóðanna. Lóðirnar tvær eru innan svæðis þar sem afmarkaðar hafa verið 13 lóðir og hefur afmörkun þeirra áður verið samþykkt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við ofangreindar breytingar á afmörkun lóða 11 og 12. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 29; Afgreiðslur Byggingarfulltrúa – 15-06 – 1504002F.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2015.
3.3. 90. fundur skipulagsnefndar Uppsveitanna ásamt afgreiðslufundum byggingarfulltrúa 15-07.
Mál nr. 13; Efling: Reykholt: Aðalskipulagsbreyting vegna aðkomu að svæði – 1412012.
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan Reykholts sem felst í að gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að íbúðarsvæði (svæði Eflingar) upp á holtinu austan við grunnskólann. Fyrirhugað er að leggja nýjan um 220 m langan veg frá Kistuholti sunnan Aratungu, framhjá skólastjórabústað og þaðan upp á holtið. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi svæðisins þann 9. apríl 2015 með athugasemdafresti til 22. maí. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða aðalskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 14; Efling: Reykholt: Deiliskipulagsbreyting – 1502074.
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis innan lands Eflingar sem liggur austan við grunnskólann í Reykholti. Í breytingunni felst að íbúðarhúsalóðum fjölgar úr 7 í 12 auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að svæðinu sem liggur um land Brautarhóls frá íbúðarbyggð við Kistuholt. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna nýs vegar er auglýst samhliða.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða deiliskipulagið óbreytt og felur skipulagsfulltrúa að senda það Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Mál nr. 15; Sandamýri: Einiholt 1: Stofnun lóðar – 1502085.
Lagt fram lagfært lóðarblað sem sýnir 5,37 ha spildu úr landi Einiholts lnr. 167081. Fram kemur að landið sé landbúnaðarland og sýnt er hvar fyrirhuguð aðkoma er að landinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga, með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar vegna tengingu við þjóðveg og samþykki aðliggjandi landeigenda á landamörkum.
Mál nr. 16; Fljótsholt: Reykholt: Fyrirspurn – 1502075.
Lögð fram endurskoðuð tillaga að nýtingu íbúðarhúsalóðarinnar Fljótsholt í Reykholti, Bláskógabyggð. Samkvæmt fyrri tillögu var gert ráð fyrir uppbyggingu 16 orlofshúsa á lóðinni en nú er gert ráð fyrir að húsin verði íbúðarhús. Gert er ráð fyrir tólf 50-70 fm íbúðarhúsum og fjórum 70-90 fm íbúðarhúsum. Óskað er eftir að farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Að mati skipulagsnefndarinnar þarf, í ljósi þéttleika byggðar, að gera betur grein fyrir byggingaráformum t.d. með tillöguteikningum af fyrirhuguðum húsum. Þá telur nefndin ekki að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða.
Sveitarstjórn Bláskógabyggar hefur borist endurskoðuð tillaga að nýtingu íbúðarhúsalóðarinnar Fljótsholt. Þar kemur fram að minnsta bil á milli húsa er 8 metrar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan fari í kynningu skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Mál nr. 18; Brennimelslína: Aðalskipulagsbreyting – 1505060.
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016, Bláskógabyggð, er varðar endurbyggingu Brennimelslínu 1. Breytingin er gerð vegna stækkunar Brennimelslínu úr 220 kv í 400 kV. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bárust þá athugasemdir varðandi landamerki.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.
Mál nr. 22; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-07 – 1505002F.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa dags. 20. maí 2015.
3.4. Vorfundur þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi ásamt samnings um þjónustu við fatlað fólk og samnings Bergrisans bs við Sveitarfélagið Árborg um sameiginlega þætti.
Lögð fram fundargerð vorfundar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi sem haldinn var að Borg í Grímsnesi þann 30. apríl 2015.
Afgreiðsla einstakra dagskrárliða:
- Samingur um þjónustu við fatlað fólk.
Lagður fram þjónustusamningur um málefni fatlaðs fólks sem sveitarfélög sem standa að byggðasamlaginu Bergisinn hafa gert með sér.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar staðfestir samhljóða að öðru leyti fram lagða fundargerð.
3.5. 18. fundur atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
- Kosningar:
4.1. Kosning fulltrúa í byggðaráð Bláskógabyggðar til eins árs.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að eftirtaldir aðilar verði kosnir sem aðal- og varamenn byggðaráðs Bláskógabyggðar næsta starfsár:
Aðalmenn: Valgerður Sævarsdóttir, formaður
Helgi Kjartansson, varaformaður
Óttar Bragi Þráinsson
Varamenn: Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún Magnúsdóttir
Eyrún Margrét Stefánsdóttir
4.2. Kosning nýs fulltrúa og formanns samgöngunefndar í stað Kjartans Lárussonar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að kjósa Trausta Hjálmarsson, Austurhlíð, sem aðalmann og jafnframt formann samgöngunefndar Bláskógabyggðar.
4.2. Skipun í vinnuhóp um þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að skipa eftirtalda aðila í vinnuhóp um þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Bláskógabyggð:
Eyrún Margrét Stefánsdóttir, formaður.
Valgerður Sævarsdóttir
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir
4.3. Skipun í vinnuhóp um framboð byggingarlóða í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að skipa eftirtalda aðila í vinnuhóp um framboð byggingarlóða í Bláskógabyggð:
Kolbeinn Sveinbjörnsson, formaður.
Bryndís Ásta Böðvarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson.
4.4. Skipun tveggja kjörinna fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til þátttöku á fundum um svæðisskipulag Suðurlands
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að skipa eftirtalda aðila til þátttöku á fundum um svæðisskipulag Suðurlands:
Helgi Kjartansson.
Eyrún Margrét Stefánsdóttir.
- Leikskólinn Álfaborg; ráðning skólastjóra.
Sveitarstjóri kynnti innsendar umsóknir um starf skólastjóra leikskólans Álfaborgar sem auglýst var með umsóknarfresti til 17. maí s.l.
Tveir umsækjendur voru teknir í starfsviðtöl.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ráða Regínu Rósu Harðardóttur í starf skólastjóra Álfaborgar.
- Beiðni um framlengingu samnings milli Bláskógabyggðar og Fýlsins slf vegna umsjónar með hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni.
Lagt fram tölvuskeyti Fýlsins slf þar sem óskað er eftir framlengingu á gildandi samningi milli aðila um umsjón og rekstur hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni. Einnig voru drög að endurskoðuðum samningi milli aðila lögð fram og rædd. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að framlengja samning við Fýlinn slf á forsendum endurskoðaðs samnings, sem tæki þá gildi þann 1. janúar 2016. Gildistími verði til 31.12.2019 með árlegu 6 mánaða uppsagnarákvæði. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningum milli aðila á þessum grundvelli og undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar.
- Umhverfisþing Bláskógabyggðar 2015, niðurstöður vinnustofu og könnunar.
Lögð fram skýrsla vegna umhverfisþings Bláskógabyggðar 2015 þar sem fram koma niðurstöður vinnustofu og könnunar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þakkar umhverfisnefnd og vinnuhópi sem sá um undirbúning og framkvæmd umhverfisþingsins fyrir góða og faglega vinnu við umhverfisþingið. Einnig þakkar sveitarstjórn fyrir vel unna og greinargóða skýrslu með niðurstöðum verkefnisins.
Sveitarstjórn hvetur umhverfisnefnd að vinna tillögu að umhverfisstefnu Bláskógabyggðar sem byggð verður á niðurstöðum þessarar vinnu. Þegar tillaga að umhverfisstefnu liggur fyrir mun sveitarstjórn taka tillöguna til formlegrar afgreiðslu og stefnumörkunar í umhverfismálum.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að birta framlagða skýrslu á heimasíðu sveitarfélagsins.
- Innsend bréf og erindi:
8.1. Bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna móttekið 1. júní 2015; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þar sem óskað er eftir styrk við útgáfu fagblaðsins Slökkviliðsmaðurinn í formi styrktarlínu. Erindinu hafnað.
8.2. Tölvuskeyti Kvenréttindafélags Íslands, dags. 1. júní 2015; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Kvenréttindafélags Íslands þar sem óskað er eftir styrk við útgáfu tímarits Kvenréttindafélags Íslands í formi styrktarlínu. Erindinu hafnað.
8.3. Bréf stjórnar Gufu ehf, dags. 28. maí 2015; tilkynning til hluthafa Gufu ehf.
Lagt fram bréf stjórnar Gufu þar sem kynnt er fyrirhuguð sala á hlutum Byggingarfélags námsmanna ses í Gufu ehf. Kaupandi er Eignarhaldsfélagið Arev hf. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar, sem hluthafi í Gufu ehf, fellur frá forkaupsrétti sínum á umræddum hlutum í félaginu skv. 6. gr. samþykkta félagsins.
Fundi slitið kl. 17:45.