174. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 3. september 2015, kl. 15:15

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    162. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.2.    163. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.3.    164. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.4.    94. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa, 23. júlí 2015.

 

Mál nr. 6; Stíflisdalur lóð 170789: Afmörkun og stærð lóðar – 1508003.

Lögð fram umsókn dags. 15. júní 2015 ásamt lóðarblaði sem nær til landsins Stíflisdalur lóð lnr. 170789. Í dag er lóðin án stærðar en skv. hnitsetningu lóðarblaðs er hún 2,7 ha. Á lóðinni er sumarhús byggt 1965.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar eins og hún er sýnd á lóðarblaði, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands.

 

Mál nr. 8: Einiholt 1 land 1: Verslun- og þjónusta: Aðalskipulagsbreyting – 1502087.

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps á spildu úr landi Einiholts. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði á spildu milli Einiholtslækjar og þjóðvegar, sunnan bæjartorfu Einiholts þar sem fyrirhugað er að byggja upp gistiþjónustu. Tillaga var kynnt með auglýsingu sem birtist 25. júní 2015. Athugasemd hefur borist frá eigendum Einiholts 1 og 2 og Kjarnholta 1 auk þess sem fyrir liggja umsagnir Vegagerðarinnar og Minjastofnunar Íslands við deiliskipulagstillögu svæðisins sem kynnt var samhliða.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða deiliskipulagi svæðisins.

 

Mál nr. 9: Einiholt 1 land 1: Deiliskipulag – 1505030.

Lagt fram tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á spildu úr landi Einiholts 1. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja 10 allt að 60 fm gistihús auk allt að 160 fm þjónustubyggingar. Fyrir liggja umsagnir Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Leita þarf umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

 

Mál nr. 10; Fljótsholt: Reykholt: Fyrirspurn – 1502075.

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykholts sem nær til lóðarinnar Sólbraut 8 (Fljótsholt). Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að reisa 12 íbúðarhús á bilinu 50-70 fm og 4 íbúðarhús sem geta verið 70-90 fm. Athugasemdafrestur rann út 7. ágúst 2015 og bárust tvær athugasemdir.

Afgreiðslu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að óskað eftir viðbrögðum umsækjenda deiliskipulags við þeim atriðum sem fram koma í athugasemdum.

Haldinn var fundur 1. september 2015 með lóðareiganda til að fara yfir innkomnar athugasemdir og fá fram viðbrögð við þeim.

Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að bregðast við fyrirliggjandi athugasemdum á þann veg að ekki verið gert ráð fyrir eins mörgum, stökum, litlum húsum og auglýst deiliskipulagsbreyting gerir ráð fyrir. Sveitarstjórn er sammála um að stefna að þéttingu byggðar á þessum stað, en ekki er farið fram á að íbúðareiningum fækki heldur að grunnflötur húsa verði í takt við gildandi skipulag og þeim komið fyrir í einbýlis-, par- eða raðhúsum sem eru að lágmarki 100 fm að grunnfleti.

 

Mál nr. 11; Skálabrekka lnr. 170163: Austur-, mið- og vesturhluti: stofnun lóða – 1508015.

Lagt fram erindi dags. 23. júlí 2015 þar sem óskað er eftir umsagnar um skiptasamningi fyrir jörðina Skálabrekku í Bláskógabyggð. Varða skiptin eingöngu eystri hluta jarðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar 26. maí 2011 var sambærilegt erindi lagt fyrir, þ.e. skipti á eystri hluta jarðarinnar, og var það samþykkt með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu landamerkja.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun landsins með fyrirvara um samþykki aðliggjandi eigenda á hnitsetningu landamerkja og að útbúinn sé sérstakur lóðaruppdráttur þar sem eingöngu er fjallað um þessi landsskipti. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Mál nr. 21; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-11 – 1507002F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2015.

 

1.5.    95. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa, 24. ágúst 2015.

 

Mál nr. 6; Höfði 2 lnr. 211605: Höfði II: Breyting á heiti lóðar – 1508057.

Lögð fram umsókn Erlendar Hjaltasonar dags. 18. ágúst þar sem óskað er eftir að nafni Höfða 2 verði breytt í Höfða II. Jafnframt er óskað eftir að fá að skrá landið sem er 86 ha að stærð sem lögbýli.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á landinu né að nafni verði breytt úr Höfða 2 í Höfða II.

 

Mál nr. 8; Geysir: Haukadalur: Deiliskipulag – 1502036.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðið að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Tillagan var kynnt með auglýsingu dags. 13. maí og var þá jafnframt send til umsagnar. Fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 9; Vatnsleysa 1 land 5: Frístundalóðir: Deiliskipulag – 1504043.

Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóða úr landi Vatnsleysu 1. Deiliskipulagið var samþykkt fyrr í sumar og sent til afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Er nú lagður fram tölvupóstur stofnunarinnar með fyrirspurn um nýtingarhlutfall lóðarinnar og hæðarkóta botnplötu. Þá liggur jafnframt fyrir að eigendur hafa óskað eftir breytingu á ákvæðum deiliskipulagsins um mænisstefnu.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið að nýju með þeim breytingum að mænisstefna húsa er felld út auk þess sem gerð er smávægileg breyting varðandi orðalag í greinargerð um mænishæð. Varðandi rökstuðning fyrir hámarksstærð húsa á lóð að þá eru skilmálarnir í samræmi við samþykkt Bláskógabyggðar um nýtingarhlutfall og í samræmi við það sem almennt gerist í sveitarfélaginu.

 

Mál nr. 15; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-12 – 1508002F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2015.

 

1.6.    Minnisblað vegna fundar vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, dags. 19. ágúst 2015.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.7.    2. fundur fjallskilanefndar Laugardals, dags. 20. ágúst 2015 ásamt yfirliti yfir útjöfnun fjallskilakostnaðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    25. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. ásamt minnisblaði.

2.2.    173. fundur fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.

 

  1. Samþykktir:

3.1.    Drög að samþykkt fyrir ungmennaráð Bláskógabyggðar (fyrri umræða). Lögð fram drög að samþykkt fyrir ungmennaráð Bláskógabyggðar sem unnin hafa verið af æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar. Umræða varð um fyrirliggjandi drög.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til annarrar og síðari umræðu á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

3.2.    Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar nr. 592/2013 (fyrri umræða).

Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar. Um er að ræða breytingu vegna breytinga á 48. grein gildandi samþykktar, B hluta „Stjórnir og samstarfsnefndir“. Breytingarnar taka til 7. og 8. liðar. Ástæða breytinga er sú, að stofnuð hafa verið byggðasamlög um annars vegar skóla- og velferðarþjónustu og hins vegar málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi.

Umræða varð um fram lagða tillögu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa þessari tillögu til annarrar og lokaumræðu á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

3.3.    Tillaga að breyting á samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð, nr. 624/2008 (fyrri umræða).

Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð. Tillagan felur í sér endurskoðun á lágmarks og hámarks gatnagerðargjaldi.

Umræða varð um fyrirliggjandi tillögu að breytingu samþykktar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessari tillögu til annarrar og lokaumræðu á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

  1. Íþróttamiðstöðin Reykholti. ARKHD – Arkitektar Hjördís & Dennis mæta til fundar undir þessum dagskrárlið og kynna hugmyndir sínar um lagfæringar á húsnæði íþróttamiðstöðvarinnar og hönnun á nýrri sundlaug og sundlaugarsvæði. Einnig eru mætt til fundar undir þessum dagskrárlið Sigurjón Pétur Guðmundsson og Ásta Rut Sigurðardóttir.

Eftir kynninguna urðu umræður um fyrirliggjandi tillögur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fjalla um þær tillögur sem komu fram.

 

  1. Minnisblað JP lögmanna, Óskars Sigurðssonar, vegna ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagi í Brekkuskógi, orlofssvæði BHM mál 1502035, sem afgreitt var á 172. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram minnisblað JP lögmanna vegna ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagi í Brekkuskógi. Einnig lögð fram öll málsgögn sem lögð hafa verið fram hjá embætti skipulagsfulltrú í meðferð málsins, svo og tölvuskeyti frá Helgu Maríu Jónsdóttur, dags. 2. september 2015.

Umræða varð um málið og málsmeðferð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fyrri afgreiðsla frá 172. fundi sveitarstjórnar standi. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.    Tölvuskeyti Tónsmiðju Suðurlands, dags. 6. júlí 2015; samstarfssamningur milli Tónsmiðju Suðurlands og Bláskógabyggðar.

Lagt fram tölvuskeyti Tónsmiðju Suðurlands ásamt drögum að samstarfssamningi milli Tónsmiðjunnar og Bláskógabyggðar. Samkvæmt samningi þá skal Bláskógabyggð greiða kr. 358.820 fyrir hvert nemendagildi, miðað við fullt nám eða 60 mínútur á viku í einkatíma. Hálfur tími (30 mínútur) kostar 179.410.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að gera samning við Tónsmiðju Suðurlands allt að 3 nemendagildum.

 

6.2.    Tölvuskeyti frá Maríu Björk Ingvadóttur, dags. 28. ágúst 2015; framhald þáttagerðarinnar „Að sunnan“ hjá N4.

Lagt fram tölvuskeyti Maríu B. Ingvadóttur, N4, þar sem boðin er gerð á 12 þáttum til viðbótar við þáttaröðina „Að sunnan“.   Erindi þetta er sent til allra þeirra sveitarfélaga sem komu að fjármögnun fyrri þátta sem sýndir hafa verið. Kostnaður við gerð nýrra 12 þátta er kr. 250.000 + vsk fyrir hvert sveitarfélag.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að taka þátt í verkefninu.

 

6.3.    Tölvuskeyti Páls Gíslasonar, f.h. Fannborgar, dags. 31. ágúst 2015; Girðingarhreinsun.

Lagt fram tölvuskeyti Páls Gíslasonar ásmat bréfi sem barst 2. september 2015.

Í erindi Páls Gíslasonar, f.h. Fannborgar, er óskað eftir leyfi um að aka frá Kjalvegi að Jökulfalli, sunnan Innri Skúta. Þar er hugmyndin að aka yfir Jökulfallið sunnan Fremri Skúta til að hreinsa upp gamla mæðiveikisgirðingu sem lá frá Blágnípu að Gullfossi, austan Hvítár og Jökulfalls. Einnig er boðist til að taka upp þann hluta girðingarinnar vestan Jökulfalls ef leyfi fæst.

Þrátt fyrir að verkefnið sé þarft og gott þá getur sveitarstjórn ekki heimilað akstur utan vegar.

 

6.4.    Bréf Vegagerðarinnar dags. 31. ágúst 2015; umsókn um framkvæmdaleyfi, Kjalvegur – Hvítá – Árbúðir (35).

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi lagfæringum á Kjalvegi. Um er að ræða endurbætur á 2,9 km kafla sem byrjar norðan Hvítár frá enda þess kafla sem lokið var við 2014 og endar við Árbúðir. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 21. ágúst 2015 um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Meðfylgjandi er skýrsla dags. júlí 2015 þar sem farið er yfir hvernig staðið verður að framkvæmdum.

Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi erindi Vegagerðarinnar.

 

6.5.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi dags. 1. september 2015; umsókn um rekstrarleyfi.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki 2 að Miðdalskoti. Umsækjandi er Margrét S. Lárusdóttir, kt. 080859-5039.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

 

Fundi slitið kl. 19:30.