175. fundur sveitarstjórnar

  175 fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

miðvikudaginn 7. október 2015, kl. 15:15

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    165. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.2.    96. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa, 15-13. fundur 3. september 2015.

 

Mál nr. 6; Heiði lóð 10: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1509010.

Sótt er um leyfi til að flytja á lóðina sumarhús úr timbri 44,2 ferm. Húsið verður flutt úr Botnsdal.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Málinu vísað til byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 7; Fellsendi land lnr. 222604: deiliskipulag – 1509016.

Lögð fram umsókn um deiliskipulag á 119,6 ha spildu úr landi Fellsenda í Bláskógabyggð. Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis dags. 10. ágúst 2015 ásamt tillögu að deiliskipulagsuppdrætti. Fram kemur að á svæðinu megi byggja 260 fm íbúðarhús, 200 fm starfsmannahús, 100 fm móttökuhús, 300 fm aðstöðuhús fyrir rekstur og dýrahald, og 6 allt að 50 fm smáhýsi til útleigu.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar samræmist tillagan ekki gildandi aðalskipulagi svæðisins. Ákvörðun um uppbyggingu svæðisins er vísað í vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

 

Mál nr. 8; Böðmóðsstaðir 1 lnr. 167625: Kolviðarholtsmýri 1-3: Stofnun lóða – 1509017.

Lögð fram umsókn dags. 4. september 2015 þar sem óskað er eftir stofnun þriggja lóða í Kolviðarhólsmýri í landi Böðmóðsstaða 1. Landið er í aðalskipulagi skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð og eru tvær lóðanna 11 ha og ein 14,1 ha.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um lagfæringar á lóðarmörkum lóðar nr. 1 í samráði við skipulagsfulltrúa. Þá er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Tekið er fram að engar byggingarheimildir fylgja landinu fyrr en unnið hefur verið deiliskipulag fyrir svæðið.

 

Mál nr. 9; Laugarvatn: Fjallahjólabraut í landi skógræktarinnar: Fyrirspurn – 1509018.

Lögð fram fyrirspurn um heimild til að útbúa fjallahjólabraut í landi Skógræktarinnar ofan þjóðvegar við Laugarvatn. Í meðfylgjandi erindi kemur fram að fyrirhugað er að brautin liggi frá gömlu skíðalyftunni og endi ofan við núverandi skógarstíg við innkeyrsluna að tjaldsvæðinu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við ofangreinda framkvæmd með fyrirvara um samþykki landeigenda.

 

Mál nr. 10; Þingvellir, Bratti 170796: Umsókn um byggingarleyfi: Fjallaskáli – 1504004.

Á fundi skipulagsnefndar 25. janúar 2012 var tekið fyrir erindi Íslenska Alpaklúbbsins um heimild til að flytja skálann Bratta til byggðar, breyta lítilsháttar og flytja aftur á núverandi stað við Botnssúlur. Var erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki Þingvallanefndar. Búið er að fjarlægja húsið en nú liggur fyrir að óskað er eftir að flytja á staðinn töluvert stærra hús, þ.e. 71 fm hús sem fékk tímabundið stöðuleyfi við Uxahryggjaveg. Eldra húsið var 22 fm.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt í samræmi við ofangreint, með fyrirvara um samþykki landeigenda.

 

Mál nr. 11; Brúarvirkjun; Mat á umhverfisáhrifum – 1508024.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2015 þar sem óskað er umsagnar um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun fyrir Brúarvirkjun í Tungufljóti, Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu a matsáætlun Brúarvirkjunar. Jafnframt er vísað í bókun sveitarstjórnar undir dagskrárlið 6.6 í þessari fundargerð.

 

Mál nr. 14; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-13 – 1909001F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa dags. 3. september 2015.

 

1.3.    97. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa, 15-14. fundur 16. september 2015.

 

Mál nr. 1; Hverabrekka 1: Laugarás: Breyting á vegi – 1508025.

Lagt fram að nýju erindi eigenda Hverabrekku 1 í Laugarási þar sem óskað er eftir að aðkomuvegur að Lindarbrekku verði færður austur fyrir lóð Hverabrekku 1. Tillaga um færslu vegar var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu með bréfi dags. 12. ágúst 2015 og gefinn frestur til 14. september til að koma með athugasemdir. Athugasemd barst frá eigendum Lindarbrekku í bréfum dags. 26. ágúst og 2. september 2015.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir ekki að gerð verði breyting á skipulagi sem felur í sér færslu vegarins.

 

Mál nr. 3; Böðmóðsstaðir 1 land 222890: Spennistöðvarlóð: Stofnun lóðar – 1509060.

Lögð fram umsókn dags. 22. september 2015 um stofnun lóðar undir spennistöð úr landi Böðmóðsstaða lnr. 222890. Meðfylgjandi er lóðablað sem sýnir afmörkun lóðarinnar sem er 55 fm að flatarmáli.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar og byggingu spennistöðvar með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum aðliggjandi lóðarhafa.

 

Mál nr. 4; Kjarnholt 3 167129:Steinsholt 2-12: Stofnun lóða – 1509054.

Lögð fram umsókn um stofnun sex lóða úr landi Kjarnholta III sem eiga að fá nafnið Steinsholt 2, 4, 6, 8, 10, 12. Um er að ræða beitarhólf í óræktaðri jörð.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna og er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Borist hefur bréf þar sem umsækjendur hafa óskað eftir að lóðirnar fái heitið Gilbotnar. Skv. fasteignaskrá eru engar lóðir með því nafni í sveitarfélaginu eða innan póstnúmers svæðisins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir því engar athugasemdir við að nafnið Gilbotnar verði notað.

 

Mál nr. 5; Brekka: Frístundabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1506082.

Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi um 7 ha svæðis í landi Brekku þar sem gert er ráð fyrir að landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundabyggð var kynnt með auglýsingu sem birtist 3. september auk þess sem hún var send til umsagnar. Frestur til að koma með ábendingar var til 24. september og hafa engar borist. Fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Skógræktar ríkisins.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mælir með að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita þarf umsagnar ráðherra landbúnaðarmála um breytinguna þar sem hún varðar stærra svæði en 5 ha.

 

Mál nr. 6; Höfðaflatir í Úthlíð: Malarnáma: Framkvæmdaleyfi – 1509053.

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir námu við Höfðaflatir í sameignarlandi Úthlíðar, Stekkholts og Hrauntúns. Framkvæmdin hefur verið tilkynnt til skipulagsstofnunar um hvort að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum og þarf álit Skipulagsstofnunar að liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er ekki talið að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda.

 

Mál nr. 7; Brattholt 167065: 2 nýjar spildur: Stofnun lóða – 1509048.

Lögð fram umsókn dags. 10. september 2015 þar sem óskað er eftir að stofnaðar verði tvær spildur úr landi Brattholts lnr. 167065. Annarsvegar er um að ræða 8,65 ha spildu sem kallast Brattholt 3 og liggur umhverfis núverandi íbúðarhúsalóð, Brattholt lóð 4. Hinsvegar er um að ræða 38,42 ha spildu við Gullfoss og er óskað eftir að hún fái nafn fosssins, til vara Gullfossland eða Sigríðarholt.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Varðandi nöfn lóðanna að þá er ekki gerð athugasemd við heitið Brattholt 4. Hvað varðar heiti á spildu við Gullfoss þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar nafnið Sigríðarholt.

 

Mál nr. 9; Skyggnisvegur 7: Smáhýsi til útleigu: Fyrirspurn – 1509051.

Lögð fram fyrirspurn dags. 9. september 2015 um hvort að heimilt verði að byggja 10-15, 14 fm smáhýsi til útleigu fyrir ferðamenn á sumarhúsalóðinni Skyggnisvegur 7 í Úthlíð. Er vísað í að margar eignir á svæðinu sé í útleigu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir ekki ofangreinda umsókn þar sem hún samræmist ekki skipulagi svæðisins.

 

Mál nr. 10; Lyngbraut: Reykholt: Aðkoma: Deiliskipulagsbreyting – 1509065.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykholts til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nýlega tók gildi. Í breytingunni felst að hluti Lyngbrautar verður botnlangi út frá Biskupstungnabraut.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að ofangreind tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 32; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-14 – 1509004F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa dags. 16. september 2015.

 

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    26. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

2.2.    27. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

2.3.    167. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.4.    11. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings.

2.5.    242. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

 1. Samþykktir:

3.1.    Drög að samþykkt fyrir ungmennaráð Bláskógabyggðar.

Lögð fram drög að samþykkt fyrir ungmennaráð Bláskógabyggðar:

Samþykkt fyrir ungmennaráð Bláskógabyggðar

 

Um verkefni ungmennaráðs

1.gr.

Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 14 til 25 ára í sveitarfélaginu, í umboði sveitarstjórnar, eftir því sem nánar kemur fram í samþykkt þessari.

 

2. gr.

Ungmennaráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um hvert það mál sem ráðið telur tengjast hagsmunum og aðstæðum ungs fólks. Ráðið fylgist með því, eins og við á, að stofnanir sveitarfélagsins vinni með hagsmuni ungs fólks að leiðarljósi og að þjónusta sveitarfélagsins taki mið af þörfum þeirra. Með þessu móti er reynt að efla umfjöllun innan stjórnsýslu sveitarfélagsins um málefni er tengjast ungu fólki.

 

3. gr.

Helstu markmið og hlutverk ungmennaráðs eru:

 • að koma skoðunum og tillögum ungs fólks í sveitarfélaginu til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins.
 • að gæta hagsmuna ungs fólks í sveitarfélaginu t.d. með umfjöllun og umsögnum um mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega.
 • að fulltrúar ráðsins þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi sveitarfélagsins.
 • að vera ráðgefandi um framtíðarsýn í frístundastarfsemi fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu.
 • að efla tengsl nemenda í Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti við sveitarstjórn með því að standa fyrir umræðu innan skólanna um þau mál er geta verið til hagsbóta fyrir nemendur.
 • að efla tengsl ungs fólks á aldrinum 17-25 ára og sveitarstjórnar um þau mál er geta verið til hagsbóta fyrir ungt fólk á þessu aldursstigi.
 • gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkum um málefni ungs fólks.

 

4. gr.

Ungmennaráð tekur til umfjöllunar þau mál sem sveitarstjórn og nefndir sveitarfélagsins óska eftir hverju sinni og önnur þau mál sem ráðið telur nauðsynlegt að fjalla um í samræmi við hlutverk og markmið ráðsins.

5. gr.

Ungmennaráð starfar samkvæmt fjárveitingu sem samþykkt er af sveitarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert, sem það getur notað til fræðslu, útgáfu eða annars sem þörf þykir á. Ungmennaráð gerir starfsáætlun fyrir starfsárið.

 

6.gr.

Ungmennaráð starfar í samræmi við eftirfarandi samþykktir sveitarstjórnar Bláskógabyggðar:

 • skólastefnu Bláskógabyggðar
 • forvarnarstefnu Bláskógabyggðar
 • aðrar samþykktir sveitarstjórnar sem tengjast starfsemi ráðsins
 • samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar

 

Um skipan fulltrúa og fundi

7.gr.

Ungmennaráð skal skipað fimm fulltrúum og fimm til vara á aldrinum 14 til 25 ára. Allir fulltrúar skulu hafa lögheimili í Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn óskar eftir því að eftirfarandi nefndir, stofnanir og félagasamtök tilnefni árlega fulltrúa í ungmennaráðið og skal tilnefningin eiga sér stað fyrir 20. september ár hvert.

 • Bláskógaskóli, Laugarvatni tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara.
 • Bláskógaskóli, Reykholti tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara.
 • Ungmennafélögin og björgunarsveitirnar skulu sameiginlega tilnefna tvo fulltrúa og tvo til vara sem komnir eru af grunnskólaaldri.
 • Æskulýðsnefnd tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara eldri en 20 ára.

 

 

Starfstími ungmennaráðs skal vera frá 1. október til 1. júní, ár hvert.

 

8.gr.

Á fyrsta fundi ráðsins kýs ráðið sér formann og varaformann. Formaður ráðsins stjórnar fundum og sér um að allt fari þar löglega og skipulega fram. Fundarmönnum er skylt að lúta valdi formanns að því er varðar fundarsköp og góða reglu.

 

9. gr.

Ungmennaráð heldur a.m.k. þrjá fundi á hverju starfsári. Auk þess fundar ungmennaráðið í mars, ár hvert, með sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Dagskrá fundarins skal undirbúin í samráði við sveitarstjóra.

 

10. gr.

Sveitarstjórn skipar starfsmann ráðsins. Hann situr að jafnaði fundi ungmennaráðs með málfrelsi og tillögurétt. Heimilt er að boða aðra á fundi ráðsins til að ræða tiltekin mál. Einnig skal ungmennaráð taka vel í ef ósk kemur frá öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins um að fá að sitja fundi þegar fjallað er um verkefni sem tengjast verksviði þeirra.

 

Um yfirstjórn ungmennaráðs

11. gr.

Formaður ungmennaráðs hverju sinni er í forsvari fyrir ungmennaráð um tillögur og áherslur þess eftir því sem við á. Sveitarstjóri ber ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu ráðsins, framkvæmd ákvarðana þess, eftirfylgni við ályktanir og fjármálum.

 

Um fundarsköp ungmennaráðs

12. gr.

Um fundarsköp á fundum ungmennaráðs gilda ákvæði sveitarstjórnarlaga og samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar og fundarsköp sveitarstjórnar. Ráðið fellur undir sömu reglur og nefndir hjá Bláskógabyggð.

 

13. gr.

Þóknun er greidd fyrir hvern fund samkvæmt samþykktum um fundarþóknun nefnda sveitarfélagsins.

 

14. gr.

Um ritun fundargerða ungmennaráðs gilda sömu reglur og um ritun fundargerða sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins.

 

15. gr.

Um hæfi fulltrúa ungmennaráðs gilda ákvæði 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar. Um hæfi starfsmanna ráðsins gilda ákvæði II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

 

Gildi samþykktarinnar

16. gr.

Samþykkt þessi tekur gildi með staðfestingu sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessum drögum til umsagnar hjá æskulýðsnefnd. Afgreiðslu er frestað þar til umsögn hefur borist.

 

3.2.    Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar nr. 592/2013 (önnur umræða).

Lögð fram til annarrar umræðu tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar nr. 592/2013:

 

Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagins Bláskógabyggðar nr. 592/2013.

 

 • gr.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar kýs einn fulltrúa og annan til vara til setu í stjórn byggðasamlagsins (NOS).Fulltrúar í Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings eru sjö auk jafnmargra varamanna og koma þeir úr Sveitarfélaginu Ölfusi, Hveragerðisbæ, Hrunamannahreppi, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi og Flóahreppi.         Framsals- og valdheimildir til skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, stjórnar byggðasamlagsins og forstöðumanns byggðasamlagsins fara eftir ákvæðum samþykkta byggðasamlagsins, erindisbréfum og starfslýsingu.8. liður breytist og verður svohljóðandi:     Bergrisinn bs. Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur, Sveitarfélagsið Árborg, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur reka byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi skv. sérstökum samþykktum. Sveitarfélögin mynda sameiginlegt þjónustusvæði á Suðurlandi um þjónustu við fatlaða í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólk, Stjórn þjónustusvæðisins er skipuð þremur fulltrúum, þ.e. einum frá hverju félagsþjónustusvæði. Stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs (NOS) skipar einn fulltrúa í stjórn þjónustusvæðisins og annan til vara.   Framkvæmd þjónustusamningsins er í höndum þriggja manna þjónusturáðs og skipar NOS einn fulltrúa í þjónusturáðið sem skal vera forstöðumaður skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

 

  1.  
  2.  
  3.  
  4.          Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings fer með stjórn sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla og félagsþjónustu sveitarfélagsins skv. lögum um leikskóla nr. 90/2008, lögum um grunnskóla nr. 91/2008, félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, málefni aldraðra skv. lögum nr. 125/1999 og málefni fatlaðra skv. lögum nr. 59/1992. Þá skipar nefndin fulltrúa í þjónustuhóp um málefni aldraða skv. 7. gr. laga nr. 125/1999 sem verður fulltrúi allra sveitarfélaganna sem að nefndinni standa, fer með áfengisvarnir skv. lögum nr. 75/1998 og barnaverndarmál skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002. Nefndin fer með önnur málefni skv. erindisbréfi sem henni er sett.
  5. Fulltrúi Bláskógabyggðar í stjórn (NOS) hefur umboð til að taka þátt í skipun í sjö manna sameiginlega skólaþjónustu- og velferðarnefnd á starfssvæði skóla- og félagsþjónustu sveitarfélaganna í samræmi við ákvæði samþykkta byggðasamlagsins og á grundvelli 7. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, 21. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og 40. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Skóla- og velferðarþjónustusvæðið heitir Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings og nefndin Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings.
  6. Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs. Sveitarfélagsið Ölfus, Hveragerðisbær, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur reka byggðasamlag um sameiginlega skóla- og velferðarþjónustu í sveitarfélögunum skv. sérstökum samþykktum.
  7. 7. liður breytist og verður svo hljóðandi:
  8. Eftirfarandi breyting verður á 48. gr. undir liðnum“ B. Stjórnir og samstarfsnefndir“:
 • gr.Samþykkt þessi var samþykkt í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. október 2015 og öðlast gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.Tillagan samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma henni til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.3.3.    Tillaga að breyting á samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð, nr. 624/2008 (önnur umræða). 

 

 1. Lögð fram tillaga til annarrar umræðu að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð:
 2. Gildistaka

Samþykkt um gatnagerðargjöld í þéttbýli í Bláskógabyggð

 

1.gr.

Almenn heimild.

Af öllum nýbyggingum, svo og stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignarlóðum eða leigulóðum í þéttbýli, skal greiða gatnagerðargjald til sveitarsjóðs samkvæmt samþykkt þessari. Um gatnagerðargjald fer að öðru leyti eftir lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006.

 

 1. gr.

Ráðstöfun gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í þéttbýli á Laugarvatni, Laugarási og Reykholti í Bláskógabyggð, svo og til viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja.

Tengi- og heimæðargjöld eru innheimt sérstaklega og ekki innifalin í gatnagerðargjaldi

 

 1. gr.

Grunnur gatnagerðargjalds.

 1. a) Gatnagerðargjald vegna nýrra lóða eftir gildistöku þessarar gjaldskrár.

Gatnagerðargjald er reiknað út frá margfeldi lóðarstærðar ( í fermetrum) og hámarks nýtingarhlutfalli lóðar og byggingarkostnaði vísitöluhúss eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir miðað við byggingarvísitölu 641,4 stig í september 2015.

 

Húsgerð

Hlutfall

Einingarverð / m2 m.v. hámarks nýtingarhlutfall* Lágmarks-gjald ** Hámarks-gjald **
Einbýlishús með/án bílgeymslu 8% kr. 16.007 kr. 2.000.000 kr. 3.500.000
Parhús með/án bílgeymslu (hver íbúð) 7,5% kr. 15.006 kr. 1.800.000 kr. 3.000.000
Raðhús með/án bílgeymslu (hver íbúð) 7% kr. 14.006 kr. 1.500.000 kr. 3.000.000
Fjölbýlishús með/án bílgeymslu (hver íbúð) 4,5% kr. 9.004 kr. 1.200.000 kr. 3.000.000
Verslunar-, þjónustu-og annað húsnæði 5,5% kr. 11.004 kr. 2.500.000 kr. 6.000.000
Iðnaðarhúsnæði 2,0% kr. 4.001 kr. 2.500.000 kr. 6.000.000
Hesthús 4,0% kr. 8.003 kr. 1.500.000 kr. 2.500.000
Gróðurhús og fl. tengt landbúnaði 0,5% kr. 1.000 kr. 3.000.000 kr. 6.000.000

*      Verð breytist með byggingarvísitölu, viðmið 641,4 stig í september 2015.

**     Verð breytist með byggingarvísitölu, viðmið 641,4 stig í apríl 2015. Lágmarks skal þó aldrei vera hærra en skv. 4. gr. laga nr. 153/2006.

 

 1. b) Gatnagerðargjald vegna lóða sem úthlutaðar hafa verið fyrir 1. mars 2007.

Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir miðað við byggingarvísitölu 641,4 stig í september 2015.

 

 

 

Húsgerð

Hlutfall

Einingarverð / m2 húss * Lágmarksgjald / lágmarksstærð **
Einbýlishús með bílgeymslu 8,5% kr. 16.007 kr.   2.498.515   m.v. 160 m2
Parhús með bílgeymslu 7,5% kr. 15.006 kr.   1.585.136   m.v. 115 m2
Raðhús með bílgeymslu 7% kr. 14.006 kr.   1.350.191   m.v. 105 m2
Fjölbýlishús með bílgeymslu 4% kr. 8.003 kr.       844.730 m.v. 115 m2
Verslunar-, þjónustu-og annað húsnæði 3,5% kr. 7.003 Ekkert lágmarksgjald
Iðnaðarhúsnæði 3,0% kr. 6.002 Ekkert lágmarksgjald
Hesthús 3,0% kr. 6.002 Ekkert lágmarksgjald
Gróðurhús og fl. tengt landbúnaði 1% kr. 2.000 Ekkert lágmarksgjald

*      Verð breytist með byggingarvísitölu, viðmið 641,4 stig í september 2015.

**     Verð breytist með byggingarvísitölu, viðmið 641,4 stig í september 2015. Lágmarks skal þó aldrei vera hærra en skv. 4. gr. laga nr. 153/2006.

 

 1. c) Flatarmál byggingar skal reikna eftir ÍST 50. Af endurbyggingu þaka íbúðarhúsa, án aukningar á nýtingu skal ekki greiða gatnagerðargjald.
 2. d) Fyrir lagnakjallara og glerskála með gegnsæju þaki greiðist ekki gatnagerðargjald.
 3. e) Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (220.089 kr./m2, byggingarvísitala 641,4 stig í september 2015).

 

 1. gr.

Greiðsluskilmálar

Heimilt er að haga greiðslu gatnagerðargjalds sem hér segir: Innan eins mánaðar frá lóðarveitingu skal greiða 20% af gatnagerðargjaldi og 80% innan 10 mánaða. Að öðru leyti vísast til 5. greinar úthlutunarreglna lóða í Bláskógabyggð.

 

 1. gr.

Endurgreiðsla gatnagerðagjalds

Gatnagerðargjald skal endurgreitt í eftirtöldum tilvikum:

 1. a) Ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð.
 2. b) Ef gatnagerðargjald hefur verið greitt í tengslum við útgáfu byggingarleyfis, en leyfið fellur úr gildi.

 

Gatnagerðargjald endurgreiðist innan 30 daga ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóða eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð sbr. a) lið 1. mgr. eða ef byggingarleyfi felur úr gildi sbr. b) lið 1. mgr.

 

Gatnagerðargjald skal endurgreitt verðbætt miðað við vísitölu neysluverðs frá greiðsludegi til endurgreiðsludags, án vaxta.

 

Við framkvæmd ákvæða þessarar greinar skal stuðst við 9. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.

 

 1. gr.

Afturköllun lóðarúthlutunar, og heimild til afturköllunar byggingarleyfis, ef gatnagerðargjald er ekki greitt.

 

Nú greiðir lóðarhafi ekki gatnagerðargjald á tilskyldum tíma og er sveitarstjórn þá heimilt að afturkalla byggingarleyfið og/eða lóðarúthlutun og skal kveða svo á í úthlutunar- eða byggingarskilmálum.

 

Hafi teikningar af fyrirhuguðu húsi ekki borist byggingarnefnd til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun lóðar, fellur lóðarúthlutun úr gildi og endurgreiðast þá gatnagerðargjöld samkvæmt 5. gr. a-lið.

 

Varðandi frest til framkvæmda vísast til 10. greinar úthlutunarreglna lóða í Bláskógabyggð frá 4. október 2005.

 

 1. gr.

Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.

Lögveðsréttur.

Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds. Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

 

 1. gr.

Áfangaskipting framkvæmda.

Í þeim tilvikum að lóðarhafi eða lóðareigandi ætli að byggja í áföngum, getur sveitarstjórn heimilað áfangaskiptingu gatnagerðargjalds og skal þá gatnagerðargjald hverju sinni vera skv. gjaldskrá sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið.

 

Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í umsókn um úthlutun lóðar að hann ætli að reisa fyrirhugað mannvirki í áföngum.

 

Verði áfangaskipting heimiluð falla áætluð gjöld í gjalddaga í samræmi við samþykkta áfangaskiptingu eða samþykktir sveitarstjórnar.

 

 1. gr.

Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjald.

Samningar um gatnagerðargjöld af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við sveitarfélagið (eða sveitarfélög fyrir sameiningu í Bláskógabyggð árið 2002) fyrir gildistöku gjaldskrár þessarar, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjald, sem hreppsnefndir hafa sett fyrir sömu tímamörk og lóðarhafi eða lóðareigandi hefur undirgengist, halda gildi sínu, sbr. 2. tölulið í ákvæði til bráðabyrgða í lögum nr. 153/2006, nema aðilar séu um annað sáttir.

 

 1. gr.

Gildistaka.

Samþykkt þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Bláskógabyggðar x. október 2015 skv. heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.

Samþykktin öðlast gildi frá og með x. október 2015 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi samþykkt nr. 632/2007 um sama efni.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða samþykkt og felur sveitarstjóra að birta hana í B-deild Stjórnartíðinda.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að veita tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum skv. gjaldskrá til 1. júní 2016, fyrir lóðir sem liggja að gatnakerfi þéttbýla í Bláskógabyggð.

 

 1. Áhættumat vegna gróður- og kjarrelda.

Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveitanna, dags. 16. september 2015. Í umsögninni koma fram ábendingar um næstu skref í þessu verkefni sem unnin verði með landeigendum, félögum sumarhúsaeigenda viðkomandi svæða og Brunavörnum Árnessýslu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að kalla saman þá fyrrgreinda aðila vegna frístundahúsasvæða sem brýnast er að bregðast við og koma með upplegg um framhaldsvinnu verkefnisins.

 

 1. Eigendastefna fyrir þjóðlendur, verkefnislýsing.

Lagt fram bréf forsætisráðuneytisins, dags. 23. september 2015, þar sem kynnt er verkefnalýsing hvernig ráðuneytið hyggst vinna að gerð eigendastefnu fyrir þjóðlendur.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vill benda á að hvergi er minnst á stöðu og hagsmuni nytjaréttarhafa á þjóðlendum. Að gefnu tilefni vill sveitarstjórn árétta þann lögbundna óbeina eignarrétt sem landeigendur hafa þar sem afréttir eru. Þetta upplegg er því afar einsleitt hvað þessi mál varðar. Ákvarðanir um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, námur og önnur jarðefni og ferðaþjónusta geta haft bein áhrif á gras- og veiðinytjarétt. Þessu verður að halda til haga og koma á skilvirku fyrirkomulagi samskipta gagnvart ákvörðunartöku sem snertir bæði ríkið sem landeiganda og aðra landeigendur með hinn óbeina eignarrétt á afréttum innan þjóðlendna.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

6.1.    Bréf Fjölmenningaseturs, dags. 31. ágúst 2015; Móttökuáætlanir vegna innflytjenda.

Lagt fram bréf Fjölmenningarseturs þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Bláskógabyggð varðandi stefnumótun og áætlunargerð í málefnum innflytjenda.

Umræða varð um efni bréfsins og sveitarstjóra falið að svara erindinu og þeim spurningum sem þar eru settar fram.

 

6.2.    Tölvuskeyti velferðarráðuneytis, dags. 1. september og 9. september 2015; móttaka flóttafólks.

Lagt fram tölvuskeyti velferðarráðuneytisins vegna samstarfs ríkis og sveitarfélaga í móttöku flóttafólks.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sér sig ekki fært á þessu stigi að taka til sín flóttafólk á grundvelli skorts á stoðþjónustu, aðstöðu og faglegrar sérþekkingar á málefnum flóttafólks.

 

6.3.    Bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 18. september 2015; breyting Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008 – 2022.

Lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar þar sem kynnt er breyting Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008 – 2022 og gefinn kostur á að skila inn athugasemdum til 12. október 2015. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur skipulagsfulltrúa að fara yfir umrædda breytingu aðalskipulags og svara erindi Hvalfjarðarsveitar í umboði Bláskógabyggðar.

 

6.4.    Bréf Ferlis ehf, dags. 29. september 2015; íbúasýn.

Lagt fram bréf Ferlis þar sem sveitarfélaginu er boðið sérhannað íbúakerfi sem kallast Íbúasýn.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

6.5.    Tölvuskeyti Lögmanna Suðurlandi, dags. 23. september 2015; nafntökuleyfi – nýtt staðfang.

Lagt fram tölvuskeyti Lögmanna Suðurlandi þar sem óskað er eftir nafntökuleyfi – nýtt staðfang fyrir garðyrkjustöð að Böðmóðsstöðum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vísar erindinu til embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

6.6.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 3. september 2015; Brúarvirkjun í Tungufljóti, – beiðni um umsögn.

Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 30. september 2015, þar sem fram kemur að Skipulagsstofnun fellst á matsáætlun framkvæmdaaðila með viðbótum sem Mannvit hf. setti fram. Einnig koma fram athugasemdir Skipulagsstofnunar í framlögðu bréfi sem eru forsendur þeirrar ákvörðunar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi gögn og niðurstöðu Skipulagsstofnunar.

 

6.7.    Bréf frá verkefnisstjórn kvenfélaga í Uppsveitum, dags. 1. október 2015; umsókn um styrk.

Lagt fram bréf verkefnisstjórnar kvenfélaga í Uppsveitum þar sem sótt er um fjárstyrk vegna gerðar myndar „Svipmynda fyrir framtíðina um fortíðina úr nútímanum“. Kostnaður við gerð myndarinnar er áætlaður kr. 2.500.000. Verkefnisstjórn sækir um styrk frá Bláskógabyggð að upphæð kr. 200.000.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 200.000.-

 

 1. Þingmál.

7.1.    Skýrsla innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi skýrslu.

 

7.2.    Tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum ( þingmál 15).

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi þingsályktun.

 

7.3.    Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015 – 2026 (þingmál 101).

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir að svo komnu máli.

 

 1. Skýrsla Háskóla Íslands „Sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands“.

Lögð fram skýrsla Háskóla Íslands „Sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands“.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir áhyggjum af þeirri umræðu og hugmyndum um að HÍ hætti kennslu í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni. Háskólastarfið á Laugarvatni hefur verið einn af hornsteinum þessa samfélags. Án þeirrar starfsemi verður samfélagið fátækara og einhæfara sem mun veikja samfélagið í heild sinni. Sveitarfélögin, undir merkjum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Háskólafélag Suðurlands og vaxtarsamnings Suðurlands, hafa með markvissum hætti reynt að stuðla að og efla háskólastarf á Suðurlandi. Mönnum er fullljóst að háskólastarf er einn af hornsteinum og grunnstoð undir vöxt og eflingu landsbyggðarinnar. Hugmyndir um flutning háskólastarfseminnar á Laugarvatni til Reykjavíkur gengur í gagnstæða átt og getur sveitarstjórn Bláskógabyggðar ekki annað en mótmælt slíkum hugmyndum.

 

Nauðsynlegt er að hafa trú á verkefninu af heilum hug. Það er ljóst að kennarar, fagfólk og sérfræðingar innan greinarinnar hafa fulla trú á verkefninu. Nýta þarf þann áhuga, faglegan metnað og aðra styrkleika sókninni til framdráttar. Að flytja starfsemina til Reykjavíkur mun ekki leysa þann vanda sem við er að etja og slík ákvarðanataka sýnir ekki þann metnað sem þarf til að láta þetta nám blómstra og auka aðsókn að náminu sem full innistæða er fyrir í dag.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur rektor Háskóla Íslands og háskólaráð að halda starfsemi HÍ í íþrótta- og heilsufræði áfram á Laugarvatni og leggja metnað og alvöru í að markaðssetja námið á faglegan og markvissan hátt þar sem sérstaða þess er dregin fram. Skapa þarf alvöru almenna umfjöllun í samfélaginu um mikilvægi þessa náms og öll þau tækifæri sem þar leynast.

 

 1. Efni til kynningar:

9.1.    Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 16. september 2015; tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

9.2.    Bréf SASS, dags. 22. september 2015; Ársþing SASS.

 

 

Fundi slitið kl. 18:50.