177. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

177. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 12. nóvember 2015, kl. 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti lagði fram tillögu um dagskrárbreytingu, að inn komi nýr dagskrárliður 12 og aðrir dagskrárliðir færist til sem því nemur.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    166. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Staðfest samhljóða.

 

1.2.    98. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa 15-15 og 15-16.

Mál nr. 4; Sandamýri: Einiholt 1: Stofnun lóðar – 1502085.

Lögð fram umsókn dags. 1. október 2015 um stofnun 10,37 ha spildu úr landi Einholts 1 lnr. 167081. Áður hafði skipulagsnefnd samþykkt stofnun 5,37 ha spildu á þessu svæði með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á landamörkum og samþykki vegagerðarinnar á aðkomu. Fyrir liggur að Vegagerðin gerir ekki athugasemd við aðkomuna.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda. Jafnframt er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Mál nr. 5; Brennimelslína: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1505060.

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016, Bláskógabyggð, er varðar endurbyggingu Brennimelslínu 1. Breytingin er gerð vegna stækkunar Brennimelslínu úr 220 kv í 400 kV. Tillagan var auglýst 3. september 2015 með athugasemdafresti til 16. október 2015. Athugasemdir hafa borist frá Kjósahreppi og eigendum Fremri-Hálsi í Kjósahreppi sem varða landamerki sveitarfélaganna og jarðanna Fellsenda og Fremra-Háls.

Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Sveitarfélagsmörk Bláskógabyggðar eins og þau eru sýnd í aðalskipulaginu eru í samræmi við þau mörk sem fram koma í gildandi aðalskipulagi Kjósahrepps enda eru þau fengin frá Landmælingum Íslands. Varðandi landamörk einstakra jarða að þá er ekki verið að taka afstöðu til þeirra í aðalskipulagi. Aðalskipulag er stefnumörkun sveitarstjórnar um landnotkun innan stjórnsýslumarka sveitarfélagsins og í dag telst umrætt svæði til Bláskógabyggðar. Beiðni um breytingar á stjórnsýslumörkum ber að beina til Landmælinga Íslands sem heldur utan um gögnin.

 

Mál nr. 6;  Heiðarbær lóð 222397: Fyrirhugað deiliskipulag vegna byggingarframkvæmda: Fyrirspurn – 1507009.

Á fundi skipulagsnefndar 9. júlí 2015 var tekið fyrir erindi um heimild til gerðar deiliskipulags lóðar í landi Heiðarbæjar lnr. 222397. Taldi nefndin að deiliskipulagið þyrfti einnig að ná yfir lóð sem lægi aðeins sunnar. Nú er tillaga að deiliskipulagi lögð fram og nær það yfir tvær um 1,5 ha frístundahúsalóðir. Á annarri þeirra (lnr. 222397) er einn byggingarreitur þar sem byggja má allt að 250 fm frístundahús og 30 fm aukahús. Á hinni lóðinni (lnr. 170186) eru afmarkaðir 3 byggingarreitir og gert ráð fyrir að á hverjum þeirra verði heimilt að reisa allt að 150 fm frístundahús og 30 fm aukahús.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir ekki að  byggð verði þrjú 150 fm frístundahús auk þriggja 30 fm aukahúsa á einni og sömu fasteigninni (einni lóð).

 

Mál nr. 7; Heiði lnr. 167104: Ný lóð undir íbúðarhús: Stofnun lóðar – 1510033.

Lögð fram umsókn dags. 15. október 2015 um stofnun lóðar utan um íbúðarhúsið á jörðinni Heiði.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um lagfærð gögn í samræmi við ábendingar skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Mál nr. 8; Böðmóðsstaðir 1 land lnr. 222890: Breyting á heiti lóðar – 1510034.

Lögð fram umsókn dags. 1. október 2015 þar sem óskað er eftir að landið/lóðin Böðmóðsstaðir 1 land (lnr. 222890) fái heitið Garðyrkjustöðin Brúará eða þá eingöngu heitið Brúará.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er gerð athugasemd við báðar tillögur að nýju nafni á landinu. Æskilegt væri að landið héldi nafni Böðmóðsstaða með númeri á eftir.

 

Mál nr. 9; Syðri-Reykir 4 lnr. 167165: Syðri-Reykir 4, vegsvæði: Stofnun lóðar – 1510039.

Lögð fram umsókn dags. 25. september 2015 um stofnun 1,18 ha spildu úr landi Syðri-Reykja 4 lnr. 167165 undir vegsvæði vegna endurbyggingar Reykjavegar. Meðfylgjandi er lóðarblað unnið af Vegagerðinni dags. 12. maí 2015.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samræmi við ábendingar skipulagsfulltrúa. Að mati sveitarstjórnar eru fyrirliggjandi gögn ófullnægjandi. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Mál nr. 10; Syðri-Reykir 1 lnr. 167162: Syðri-Reykir 1, vegsvæði – 1510040.

Lögð fram umsókn dags. 25. september 2015 um stofnun 11,04 ha spildu úr landi Syðri-Reykja 1 lnr. 167162 undir vegsvæði vegna endurbyggingar Reykjavegar. Meðfylgjandi er lóðarblað unnið af Vegagerðinni dags. 12. maí 2015.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samræmi við ábendingar skipulagsfulltrúa. Að mati sveitarstjórnar eru fyrirliggjandi gögn ófullnægjandi. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Mál nr. 11; Vörðuás 7 og 9: Úthlíð: Deiliskipulagsbreyting – 1509005.

Lögð fram að nýju umsókn dags. 17. september 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á byggingarskilmálum fyrir lóðina Vörðuás 9 í Úthlíð. Óskað er eftir að byggingarmagn aukist í 490 fm. Lóðin er 28.488,7 fm að stærð. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsnefndar 28. september 2015 og í kjölfarið var fundur með fulltrúum sveitarstjórnar og umsækjenda um framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Þar kom fram að ekki eru uppi hugmyndir um breytingu á landnotkun lóðarinnar.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

 

 

Mál nr. 22; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-15 – 1509007F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. september 2015.

 

Mál nr. 23; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-16 – 1510001F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. október 2015.

 

 

1.3.    99. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa 15-17.

Mál nr. 1; Brekka: Frístundabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1506082.

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Brekku. Í breytingunni felst að um 7 ha svæði í landi brekku sem afmarkast af Vallá, Kóngsvegi og landamörkum við Efri-Reyki breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Tillagan var kynnt frá 22. október til 4. nóvember. Engar athugasemdir hafa borist en fyrir liggja umsagnir Skógræktar ríkisins, Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar við lýsingu breytingarinnar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 2; Fellsendi land.  Stöðuleyfi: Gámahús – 1510051.

Lögð fram umsókn um lagningu vegar á spildu úr landi Fellsenda auk þess sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 3 * 20 feta gáma á 2 hæðum.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við lagningu vegar innan spildunnar, með fyrirvara um samþykki vegagerðarinnar á tengingu við þjóðveg.   Sveitarstjórn hafnar beiðni um stöðuleyfi fyrir 3 * 20 feta gáma á 2 hæðum.

 

Mál nr. 3; Hótel Geysir: Stækkun bílastæðis:  Fyrirspurn – 1511008.

Lögð fram fyrirspurn dags. 26. október 2015 þar sem óskað er eftir heimild til að nýta tímabundið svæði sem í deiliskipulagi er skilgreint sem athafnasvæði Hótel Geysis sem bílastæði. Þá er einnig óskað eftir heimild til að stækka bílastæði við hlið athafnasvæðisins til suðurs, tímabundið. Fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við tímabundna stækkun bílastæða í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

 

Mál nr. 4; Reykholt:  Endurskoðað deiliskipulag:  Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1511002,

Lögð fram til kynningar niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlinda mála dags. 22. október 2015 varðandi endurskoðað deiliskipulag Reykholts í Bláskógabyggð. Deiliskipulagið var samþykkt í sveitarstjórn 2. júní 2009 en er fellt úr gildi með úrskurðinum.

Sveitarstjórn lýsir furðu sinni á því að hægt sé að fella úr gildi deiliskipulag þéttbýlis 6 árum eftir að það tók gildi. Sérstaklega þar sem niðurstaðan byggir á þáttum sem ekki er fjallað um í kærunni sjálfri og sveitarstjórn fékk ekki tækifæri til að útskýra eða svara á neinn hátt. Að mati sveitarstjórnar samræmist málsmeðferð úrskurðarnefndar ekki ákvæðum stjórnsýslulaga m.a. hvað varðar málshraða, rannsóknarreglu og meðalhófsreglu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að leita eftir áliti lögfræðings skipulagsembættisins og lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins.

 

Mál nr. 5; Heiðarbær lóð 170211 / 223275: Almennt mál: Kæra á frestun umsóknar – 1510056.

Afrit af kæru dags. 15/10 2015 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna frestun umsóknar um byggingarleyfi á Heiðarbær lóð 170211/223275 frá eigendum.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er ekki talið mögulegt að taka aðra ákvörðun en tekin var á fundi skipulagsnefndarinnar 10. september 2015 í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 71/2011 sem fjallar um viðbyggingu á sumarhúsalóð í landi Miðfells. Undanfarin ár hefur skipulagsnefnd samþykkt að grenndarkynna megi byggingarleyfi á svæðum þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir byggt á ákvæðum 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þrátt fyrir ákvæði aðalskipulags um að deiliskipulag skuli ávallt vera forsenda byggingarleyfa á þessu svæði fjórum árum eftir gildistöku aðalskipulagsins. Úrskurðir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eru fordæmisgefandi varðandi túlkun á ákvæðum skipulagsáætlana og skipulagslaga og reglugerða og því telur sveitarstjórn ekki hægt að líta framhjá niðurstöðu nefndarinnar í mál nr. 71/2011. Þá má benda á að um þessar mundir er unnið að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem tekið verður á þessu máli sérstaklega. Gert er ráð fyrir að nýtt aðalskipulag taki gildi um mitt næsta ár.

 

Mál nr. 6; Hverasvæðið Geysir: Laugar: Framkvæmdaleyfi fyrir brú – 1511012.

Lögð fram umsókn Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 19. október 2015 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð tilraunabrúar í landi Laugar við hverasvæðið á Geysi.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

 

Mál nr. 15; Koðrabúðir lóð 12 lnr. 193027: Heiði: Fyrirspurn – 1511006.

Lögð fram fyrirspurn dags. 27. október 2015 um hvort að breyta megi deiliskipulagsskilmálum frístundabyggðarinnar Koðrabúðir úr landi Heiðar þannig að byggja megi stærri hús en 80 fm.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að skilmálum hverfisins verði breytt á þann veg að byggingarmagn lóða miðist við nýtingarhlutfallið 0,03.

 

Mál nr. 17; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-17 – 1510004F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 28. október 2015.

 

 1. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:

2.1.    28. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

2.2.    29. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

2.3.    830. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.4.    831. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

 1. Árshlutauppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar janúar – ágúst 2015.

Lagt fram árshlutauppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar fyrir tímabilið 1. janúar – 31. ágúst 2015.  Uppgjörið hefur verið unnið af KPMG Endurskoðun.

Helstu niðurstöðutölur samstæðureiknings eru:

Rekstrartekjur              kr.      681.412.000

Rekstrargjöld              kr.      614.299.000

Fjármagnsgjöld           kr.       -27.086.000

Rekstrarniðurstaða       kr.        40.028.000

 

Í þessu uppgjöri er búið að hlutfalla fasteignagjöld við 8 mánuði, s.s. fasteignaskatt, sorpgjald, holræsagjald og vatnsskatt.  Þriðjungur af þessum álögðu gjöldum eru því ekki teknar inn í þetta uppgjör, en þeim er ætlað að mæta rekstrarútgjöldum á síðasta þriðjungi ársins.

 

 1. Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Bláskógabyggaðar 2015.

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2015.  Um er að ræða breytingar á eftirfarandi tekju- og útgjaldaliðum sveitarsjóðs:

Deild     Textalýsing                                       Samþykkt             Ný áætlun            Fjárauki

                                                                         áætlun                                       áætlunar

0001     Útsvar

            (0001)                                           -340.000.000          -371.000.000       -30.000.000

0006     Fasteignaskattur

            (0006)                                           -270.000.000          -277.000.000         -7.000.000

0010     Jöfnunarsjóður

            (0100)                                           -118.200.000          -122.200.000         -4.000.000

0200     Félagsþjónusta

            (0212, 0215, 0219, 0251)                   44.079.524            60.279.524        16.200.000

0400     Fræðslumál

            (04111)                                          428.797.002           433.797.002          5.000.000

0600     Æskulýðs- og Íþróttamál

            (06511)                                            41.541.116            43.541.116          2.000.000

0900     Skipulags- og byggingarmál

            (0922, 0951)                                     29.266.845            38.516.845          9.250.000

1000     Umferðar- og samgöngumál

            (1031, 10411, 1061, 1062)                 34.526.203            39.026.203          4.500.000

2800     Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

            (2802)                                             -21.103.000           -22.724.000         -1.621.000

3100     Eignasjóður

            (31101, 31102, 31151, 312012, 31358) -12.030.972           -7.030.972          5.000.000

            Samtals fjárauki 2015.                                                                            -671.000

 

Kostnaðarheimildir leikskóla- og grunnskóladeildar Bláskógaskóla að Laugarvatni er skipt niður á tvær deildir í bókhaldi en heimilt er að flytja fjárheimildir milli þeirra deilda.  Kostnaðarauka vegna aukinna útgjalda verður mætt með auknum áætluðum tekjum sveitarsjóðs.  Afkoma sveitarsjóðs batnar sem nemur kr. 671.000 fyrir rekstrarárið 2015.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fram lagða tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2015 og felur sveitarstjóra að senda upplýsingar um samþykktan viðauka til Hagstofunnar og innanríkisráðuneytis.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að annast og veita samþykki fyrir skiptingu fjárheimilda milli skólastofnananna á Laugarvatni og í Reykholti sem skipt var upp í tvær stofnanir í byrjun ágúst 2015. Í þessum viðauka eru ekki samþykktar auknar fjárheimildir til þeirra stofnana er gert var ráð fyrir ein stofnun í fjárhagsáætlun 2015.

 

 1. Drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2016 – 2019. Fyrstu drög fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2016 – 2019 lög fram og forsendur hennar kynntar. Tillagan var kynnt á fundi byggðaráðs þann 6. nóvember 2015.  Umræða varð um forsendur fjárhagsáætlunar og fyrirliggjandi drög að áætlun.  Sveitarstjórn samþykkir forsendur fjárhagsramma og felur sveitarstjóra og stjórnendum stofnana og deilda sveitarfélagsins að ljúka frágangi áætlana fyrir næstu umræðu í sveitarstjórn. Drög að áætlun vísað til næstu umræðu í sveitarstjórn en þá verða jafnframt teknar til afgreiðslu tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2016 sem verða hluti af forsendum áætlunargerðar.

 

 1. Tillaga að breytingu á stofnsamningi um Héraðsnefnd Árnesinga bs.

Lögð fram tillaga að breytingu á stofnsamningi um Héraðsnefnd Árnesinga bs. sem oddviti kynnti.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingar á samþykktum Héraðsnefndar Árnesinga bs og felur oddvita eða sveitarstjóra að undirrita þær.

 

 1. Minnisblað vinnuhóps um Íþróttamiðstöðina í Reykholti.

Lagt fram minnisblað vinnuhóps um Íþróttamiðstöðina í Reykholti.  Umræða varð um stöðu verkefnisins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að  áfram verði unnið að þarfagreiningu verkefnisins.

 

 1. Byggingarlóðir til úthlutunar í Bláskógabyggð.

          Lagt fram yfirlit yfir áður auglýstar byggingarlóðir sem lausar eru til umsóknar og auglýstar hafa verið.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að auglýsa til viðbótar eftirtaldar byggingarlóðir fyrir íbúðarhúsnæði, lausar til umsóknar:

Í Reykholti:

Miðholt: Lóðir nr. 7, 33,35 og 37 Lóðir nr. 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16 og 18.

 

Á Laugarvatni:

Lindarbraut 3.

 

Í Laugarási:

Vesturbyggð 7.

 

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar samhljóða að auglýsa lausar garðyrkjulóðir við Ferjuveg lausar til umsóknar.

 

 1. Verksamningar í kjölfar útboðs um snjómokstur í þéttbýlum Bláskógabyggðar.

Lagðir voru fram samningar um snjómokstur í þéttbýlum Bláskógabyggðar eftir útboð um snjómokstur.

Umræddir samningar eru til fjögurra ára.  Kristinn L. Aðalbjörnsson, sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar hefur undirritað umrædda samninga með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samningur við Ásvélar ehf vegna snjómokstur á Laugarvatni er samþykktur með fyrirvara um að upplýsingum um réttindi þeirra sem vinna á vélum við snjómokstur liggi fyrir.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða aðra fram lagða samninga.

 

 1. Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarmálabók.

 

 1. Skipulagsmál:

11.1.  Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, 22. október 2015 (mál 117/2008).

Vísað til bókunar í lið 1.3 mál 4.

 

11.2.  Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, 22. október 2015 (mál 49/2009).

Visað til bókunar í lið 1.3 mál 4.

 

11.3.  Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar; Miðsvæði 401-M.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa.

 

11.4.  Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar; Selholt – Stórsaga.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa.

 

11.5.  Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur; Kirkjusandur.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa.

 

11.6.  Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur; Barónsreitur.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa.

 

 1. Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars 2016.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall haldist óbreytt árið 2016 og verði 14,52%.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

13.1.  Bréf Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur, dags. 18. október 2015; afsögn úr umhverfisnefnd.

Lagt fram bréf Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur þar sem hún biðst undan því að starfa í umhverfisnefnd Bláskógayggðar af persónulegum ástæðum.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita Sigríði lausn frá störfum í umhverfisnefnd.

Tillaga lögð fram að Agnes Geirdal verði kjörinn í stað Sigríðar í umhverfisnefnd og skal hún verða formaður nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

 

13.2.  Bréf áhugahóps um „Tvær úr Tungunum“, dags. 1. nóvember 2015; stuðningur við hátíðina.

Lagt fram bréf áhugahóps um „Tvær úr Tungunum“ þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð kr. 500.000 á árinu 2016 til að halda hátíðina.  Hátíðin fékk fyrstu árin styrk frá Menningarráði Suðurlands til að koma viðburðinum á laggirnar og einnig lagði atvinnu- og ferðamálanefnd fé til verkefnisins.  Nú nýtur verkefnið ekki þeirra styrkja líkt og áður og verkefnið því ekki fjárhagslega sjálfbært næsta ár.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til vinnu við fjárhagsáætlun 2016.

 

13.3.  Tölvuskeyti frá Hjartaheill, dags. 4. nóvember 2015; styrkbeiðni.

Erindinu hafnað.

 

13.4.  Bréf stjórnar Snorrasjóðs, dags. 30. október 2015; styrkbeiðni.

Erindinu hafnað.

 

13.5.  Bréf Límtré Vírnets, dags. 28. október 2015; forkaupsréttur hlutabréfa.

Lagt fram bréf Límtrés Vírnets þar sem kynnt er um kaup EH efh á hlut Eignarhaldsfélags Suðurlands í félaginu Límtré Vírnet ehf.  Þar sem Bláskógayggð er hluthafi í félaginu á sveitarfélagið forkaupsrétt í samræmi við samþykktir Límtrés Vírnets ehf.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að neyta ekki forkaupsréttar við umrædd viðskipti á þessum hlut félagsins.

 

13.6.  Minnisblað fundar Helga Kjartanssonar, Valtýs Valtýssonar og Sigurðar Sigurðssonar frá 1. október 2015.

Lagt fram minnisblað um fund Helga Kjartanssonar, Valtýs Valtýssonar og Sigurðar Sigurðssonar.

Var efni minnisblaðsins rætt.

Sveitarstjórn krefst þess að Sigurður gangi frá lóðamörkum á Lindarbraut 11 og ekki verði gerðar neinar breytingar á lóðarstærð.

Sveitarstjórn samþykkir að gera samning um að afsetja afklippur og greinar til  landmótunar við eiganda Eyvindartungu, í gryfju í landi Eyvindartungu, jafnframt verður gerður samningur við Ávélar ehf um umsjón og frágang.

Sveitarstjórn samþykkir að gömlu ruslahaugarnir verði nýttir sem jarðvegstippur.

 

 1. Efni til kynningar:

14.1.     Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 29. október 2015; breyting á aðalnámskrá framhaldsskóla.

 

Fundi slitið kl. 21:00.