178. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 178. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 3. desember 2015, kl. 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fulltrúi „Dogsledding Iceland“ hefur óskað eftir fundi með sveitarstjórn. Sigurður Baldvinsson, frá Hundasleðaferðum ehf (Dogsledding Iceland) og Gunnar Þórisson, Fellsenda mættu til fundar hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar til að gera grein fyrir umsókn sinni um uppsetningu gámahúsa að Fellsenda. Einnig gerði hann grein fyrir starfssemi félagsins og framtíðarsýn.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.    167. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

2.2.    100. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa 15-18 og 15-19.

 

Mál 10; Iða 1a lnr. 222027: Heimatún og Vesturás 1-3: Stofnun lóða – 1511045.

Lögð fram umsókn dags. 11. nóvember 2015 um skiptingu lóðarinnar Iða 1 lnr. 222027 í 5 lóðir. Landið er í dag 10,63 ha en nýjar lóðir verða á bilinu 4.620 – 26.400 fm.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við ofangreind skipti lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Mál 11; Bergstaðir hitaveitulóð: Framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitu – 1511051.

Lögð fram umsókn hitaveitu Bergsstaða dags. 10. nóvember 2015 um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitu í landi Bergsstaða. Fyrir liggur að þegar er búið að leggja veituna í samræmi við umsókn.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við erindið. Skila þarf inn innmældri legu hitaveitulagna.

 

Mál 12; Kjarnholt 1 lóð 1 og 2: Þakhalli og mænishæð: Deiliskipulagsbreyting – 1511055.

Lögð fram umsókn Geysisholts dags. 20. nóvember 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags sem nær til frístundahúsalóða og landbúnaðarlóða úr landi Kjarnholta 1. Óskað er eftir að skilmálum tveggja frístundahúsalóða verði breytt þannig að þakhalli verði á bilinu 0-45 gráður og að mænishæð fari úr 5,5 m í 6,5 m.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vegna fjarlægðar byggingarreita frá aðliggjandi lóðum er fallið frá grenndarkynningu.

 

Mál 13; Heiðarbær: Aðalskipulagsbreyting – 1511053.

Lögð fram umsókn Kára G. Hallgrímssonar um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar fyrir Þingvallasveit. Meðfylgjandi er bréf Sigurgeirs Bárðarsonar hrl. dags. 12. nóvember 2015 þar sem erindinu er lýst en óskað er eftir að ákvæðum um að deiliskipulag þurfi að vera forsenda byggingarleyfis verði fellt út.

Sveitarfélagið Bláskógabyggð er að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins um þessar mundir og er gert ráð fyrir að það taki gildi um mitt næsta ár. Vitað er að þetta ákvæði verður tekið til umfjöllunar í vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins og er því ekki mælt með að farið verði í sérstaka breytingu í samræmi við ofangreinda beiðni.

 

Mál 14; Frístundasvæði VM: Snorrastaðir: Vegaframkvæmdir – 1511056.

Lagður fram uppdráttur sem sýnir innmælingu á nýjum vegi í landi VM á Snorrastöðum og hvernig sú mæling samræmist afmörkun vegarins í gildandi deiliskipulagi. Þá er lagður fram tölvupóstur frá formanni sumarhúsafélags aðliggjandi hverfis með nokkrum spurningum um framkvæmdirnar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur skipulagsfulltrúa að ræða við fulltrúa félags sumarhúsaeigenda og VM um framhald málsins.

 

Mál 20; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-18 – 1511003F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa dags. 11. Nóvmber 2015.

 

Mál 21; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-19 – 1511006F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 24. Nóvember 2015.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

3.1.    30. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

3.2.    500. fundur stjórnar SASS.

3.3.    832. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2016 – 2019.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað við gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2016 – 2019.  All flestir þættir reksturs sveitarfélagsins liggja fyrir.  Taka verður tillit til ákvörðunar sveitarstjórnar um gjaldskrárbreytingar, en forsendur og stefna verður mörkuð í umræðu næsta dagskrárliðar.  Einnig þarf að ákvarða fjármagn til framkvæmda, en ræddar voru þær hugmyndir um framkvæmdir sem liggja fyrir að ráðast verður í ná næstu misserum.

Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2016 – 2019 vísað til lokaumræðu og afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður fimmtudaginn 10. desember n.k.

 

  1. Umræða um gjaldskrár og álagningu gjalda 2016.

Gerði grein fyrir gildandi gjaldskrám og þeim rekstrarþáttum sem þeir tekjustofnar hafa áhrif á.  Ljóst er að ekki hafa verið gerðar miklar breytingar á gjaldskrám á síðustu árum og þær hafa ekki fylgt verðlagsþróun.  Hefur rekstur þeirra málaflokka þyngst og nauðsynlegt að bregðast við með hækkun gjaldskráa.  Sveitarstjóra falið að vinna tillögur um gjaldskrárbreytingar í takt við þá umræðu sem átti sér stað og leggja tillögur fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til afgreiðslu.

 

 

Fundi slitið kl. 19.00