179. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

179. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 10. desember 2015, kl. 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti bar upp tillögu um dagskrárbreytingu, að við bætist einn dagskrárliður 1.5. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    101. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa 15-20.
Mál 1; Einiholt 1 land: Verslun- og þjónusta: Aðalskipulagsbreyting – 1502087.

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps á spildu úr landi Einiholts. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði á spildu milli Einiholtslækjar og þjóðvegar, sunnan bæjartorfu Einiholts þar sem fyrirhugað er að byggja upp gistiþjónustu. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi svæðisins 22. október 2015 með athugasemdafresti til 4. desember. Eitt athugasemdarbréf barst frá sömu aðilum og gerðu athugasemdir á fyrri stigum málsins.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar eru þau rök sem sett eru fram í ofangreindri athugasemd og athugasemdum sem bárust á fyrri stigum málsins ekki nægjanleg til að hafna eða gera breytingar á auglýstri aðalskipulagsbreytingu. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að svara innkominni athugasemd og senda málið til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

 

Mál 2; Einiholt 1 land: Deiliskipulag – 1505030.

Lagt fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á spildu úr landi Einiholts 1. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja 10 allt að 60 fm gistihús auk allt að 160 fm þjónustubyggingar. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins 22. október 2015 með athugasemdafresti til 4. desember. Eitt athugasemdarbréf barst sem á bæði við deili- og aðalskipulag svæðisins. Þá liggur fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.

Í samræmi við bókun nefndarinnar um aðalskipulagsbreytingu svæðisins telur sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fyrirliggjandi athugasemdir gefi ekki tilefni til breytinga á tillögunni. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að svara innkominni athugasemd og senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

 

Mál 3; Geysir: Haukadalur: Deiliskipulag – 1502036.

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðið. Tillagan var auglýst 22. október 2015 með athugasemdafresti til 4. desember. Engar athugasemdir hafa borist en fyrir liggur ný umsögn Umhverfisstofnunar dags. 7. desember 2015. Gerðar hafa verið minniháttar breytingar á greinargerð deiliskipulagsins til að koma til móts við ábendingar Umhverfisstofnunar.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreint deiliskipulag og felur skipulagsfulltrúa að senda það til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

 

Mál 4; Efsti-Dalur 2: Lóð undir kálfaeldishús: Deiliskipulagsbreyting – 1512015.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi bæjartorfu Efsta-Dals 2 sem felst í að afmörkuð er 2.181 fm lóð utan um kálfaeldishús sem verið er að byggja við eldra hús. Byggingarreitur Ú3 er innan lóðarinnar.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin felur ekki í sér breytingu á byggingarskilmálum.

 

Mál 5; Fljótsholt: Reykholt: Fyrirspurn – 1502075.

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar Fljótsholt í Reykholti. Meðfylgjandi er greinargerð þar sem farið er yfir hvernig tekið hefur verið tillit til umsagnar Odds Hermannssonar dags. 20. nóvember 2015.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið þegar búið er að lagfæra gögn í samráði við skipulagsfulltrúa.

 

Mál 6; Heiðarbær lóð 222397: Fyrirhugað deiliskipulag vegna byggingar-framkvæmda: Fyrirspurn – 1507009.

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðanna Heiðarbær lnr. 222397 og 170186 til samræmis við bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 13. nóvember sl. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á hvorri lóð fyrir sig verði heimilt að byggja allt að 250 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa ofangreinda tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál 25; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-20 – 2623003F.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 9. desember 2015.

 

1.2.    4. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar ásamt tillögu að forvarnarstefnu.

Varðandi 3. dagskrárlið þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fresta afgreiðslu hans og vísa honum til næsta fundar sveitarstjórnar. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

1.3.    Minnisblöð vegna 2., 3. og 4. fundar vinnuhóps um Íþróttamiðstöðina í Reykholti. Minnisblöðin þrjú samþykkt samhljóða.

 

1.4.    4. verkfundur vegna gatnagerðar í Reykholti 2015.

Fundargerðin samþykkt samhljóða

 

1.5.    73. fundur stjórnar Bláskógaveitu.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.  Þar sem veltufé er ekki nægjanlegt fyrir áætluðum fjárfestingum á árinu 2016 þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að aðalsjóður veiti Bláskógaveitu lán fyrir þeirri fjárþörf sem skapast.

 

 1. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:

2.1.    Aðalfundur Bergrisans bs, dags. 30. október 2015.

2.2.    168. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

 1. Skýrsla R3 ráðgjafa um skipulags- og byggingarfulltrúaembætti og tæknisvið.

Lögð fram skýrsla R3 ráðgjafa um skipulags- og byggingarfulltrúaembætti og tæknisvið. Sveitarstjórn þakkar ráðgjöfum fyrir framlagða skýrslu.  Umræða varð um efni skýrslunnar. Oddvita falið að fara í viðræður um framtíðarskipan Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Uppsveita bs og Tæknisviðs Uppsveita.

 

 1. Ákvörðun um álagningu gjalda og gjaldskrár 2016:

4.1.    Álagningarhlutfall útsvars 2016.

Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum þann 12. nóvember 2015 að útsvarshlutfall árið 2016 verði óbreytt, þ.e. 14,52% og er þar gert ráð fyrir viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Gengið er út frá að lagabreyting þessa efnis verði afgreidd fyrir lok haustþings. Ef þessi lagabreyting verður ekki að veruleika verður útsvarshlutfall 2016 14,48%.

 

4.2.    Álagningarprósenta fasteignarskatts 2016.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að álagningarprósenta fasteignagjalda 2016 verði:

A      0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

B       1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum (með fyrirvara að reglugerð verði ekki breytt).

C      1,40% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki.

 

Afsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um afslátt af fasteignaskatti sem samþykkt var af sveitarstjórn Bláskógabyggðar 4. desember 2007 og samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.

 

4.3.    Gjaldskrá kaldavatnsveitu 2016.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá kaldavatnsveitu Bláskógaveitu 2016. Í gjaldskránni kemur m.a. fram að innheimt skuli:

Vatnsgjald verði 0,4% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr. ákv. 5., 6. og 7. gr. laga nr. 32/2004.

Hámarksálagning verði kr. 27.387.- á sumarhús og íbúðarhús. Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti.  Lágmarksálagning vegna tengingar við vatnsveitur sveitarfélagsins verði kr. 12.071,- og er ekki bundin við að húsnæði hafi verið tengt veitu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá kaldavatnsveitu og felur sveitarstjóra að koma henni til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

4.4.    Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2016.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing fyrir árið 2016. Í gjaldskránni kemur m.a. fram að innheimt skuli:

 

Sorphirðugjald:

Ílátastærð                  Grátunna                  Blátunna

240 l ílát                     14.903 kr.                   6.463 kr.

660 l ílát                     43.002 kr.                   19.787 kr.

1.100 l ílát                  70.675 kr.                   31.984 kr.

 

Grátunna: söfnun á 14 daga fresti.

Blátunna:  söfnun á 42 daga fresti.

 

Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði                       19.288 kr.

Frístundahúsnæði       15.185 kr.

Lögbýli                                  11.816 kr.

Fyrirtæki                    31.100 kr.

 

Gjaldfrjálst verður á gámastöð fyrir allt að 1 m3.  Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðað við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er.  Allur úrgangur er gjaldskyldur  við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.

Móttökugjald á einn m3:  2.000 kr.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og felur sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu heilbrigðisnefndar Suðurlands og síðan að koma henni til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

4.5.    Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa 2016.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vegna fráveitu og hreinsun rotþróa fyrir árið 2016. Í gjaldskránni kemur m.a. fram að innheimt skuli:

Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera 50.000 kr.

 

Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins. Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976, með síðari breytingum. Fráveitugjald skal nema 0,25% af álagningarstofni.

Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við tæmingu rotþróa, skv. 18. gr. samþykktar um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð.

Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár skal vera eftirfarandi:

Rotþró 0 – 6000 lítra                              kr.        7.850

Rotþró 6001 lítra og stærri                     kr.        3.800 pr./m3

Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað annað hvert ár skal vera eftirfarandi:

Rotþró 0 – 6000 lítra                              kr.        11.775

Rotþró 6001 lítra og stærri                     kr.        5.700 pr./m3

Fyrir aukalosun, að beiðni eiganda, skal innheimta gjald kr. 22.250 fyrir hverja losun.

Afsláttur af fráveitugjaldi til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og felur sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu heilbrigðisnefndar Suðurlands og síðan að koma henni til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

4.6.    Lóðarleiga 2016.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðarleiga 2016 verði 0,7% af lóðarmati.

 

4.7.    Gjaldskrá mötuneytis Aratungu 2016.

Lögð fram tillaga um hækkun gjaldskrár fyrir mötuneyti Aratungu og fyrir útleigu á Aratungu og Bergholti um 3% um næstu áramót. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna samhljóða.

 

4.8.    Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti 2016.

Lögð fram tillaga um gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti. Hvað varðar gjaldskrá vgna innri leigu milli stofnana þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gjaldið hækki um 1,82% um næstu áramót.

Hvað varðar almenna notkun íþróttamiðstöðvarinnar þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar eftirfarandi gjaldskrá fyrir árið 2016:

Fullorðnir sund                               700 kr

Börn sund                                       300 kr

10 miðar fullorðnir sund              3.800 kr

10 miðar börn sund                      1.900 kr

Sturta                                              700 kr

Sundföt leiga                                  500 kr

Hópgjald fullorðnir                         380 kr

Hópgjald börn                                 190 kr

 

Íþróttahús fullorðinn                       700 kr

Íþróttahús 10miða kort                5.000 kr

Íþróttahús börn                               350 kr

Hópur yfir 10                                 500 kr

Tækjasalur: Stakur miði            1.000 kr

10 miðar                                       7.000 kr

30 miðar                                     15.000 kr

Aldurstakmark í þreksal er 17 ára.

 

Árskort í sund og þrek               30.000 kr
Börn fá ekki að fara ein í íþróttahúsið. Gjald í íþróttahús og þreksal er tímagjald.

 

Fullorðnir eru 17-67 ára.

Börn eru 8-16 ára.

Eldriborgarar og öryrkjar frítt.

 

4.9.    Gjaldskrá leikskóla Bláskógabyggðar 2016.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhjóða að gjaldskrá leikskóla hækki um 3% fyrir næsta rekstrarár 2016. Breytingin taki gildi frá næstu áramótum.

 

4.10.  Ákvörðun um gjalddaga fasteignagjalda 2016.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að gjöld liða 4.2, 4.3, 4.4, 4.5 og 4.6 verði innheimt með 6 gjalddögum mánaðarlega frá 1. febrúar 2016. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.  Greiðsluseðlar verða sendir út rafrænt ásamt álagningaseðli.  Ekki verða sendir útprentaðir greiðsluseðlar eða álagningaseðlar nema gjaldendur óski sérstaklega eftir því.

 

 

 1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2016 – 2019 (lokaumræða og afgreiðsla).

Fjárhagsáætlun 2016 – 2019 fyrir sveitarfélagið Bláskógabyggð lögð fram til lokaumræðu og afgreiðslu. Sveitarstjóri gerði grein fyrirfjárhagsáætluninni og skýrði ýmsa liði.  Helstu kennitölur áætlunarinnar fyrir samstæðureikning eru (í þús. kr.):

 

Samstæða (A- og B-hluti) 2016 2017 2018 2019
Rekstrarreikningur
Tekjur 1.064.201 1.100.369 1.138.611 1.180.303
Gjöld 984.866 1.006.557 1.036.762 1.064.074
Niðurstaða án fjármagnsliða 79.335 93.811 101.849 116.229
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (     31.542) (     26.791 ) (     22.797 ) (     16.863 )
Rekstrarniðurstaða 47.793 67.020 79.052 99.366
Efnahagsreikningur 2016 2017 2018 2019
Eignir
Fastafjármunir 1.001.101 993.265 986.051 977.464
Veltufjármunir 272.729 301.141 343.992 408.855
Eignir samtals 1.273.830 1.294.406 1.330.043 1.386.319
31. desember 2016 2017 2018 2019
Eigið fé og skuldir
Eigið fé 656.899 723.919 802.970 902.336
Langtímaskuldir 459.631 410.994 359.089 306.354
Skammtímaskuldir 157.301 159.493 167.984 177.629
Skuldir og skuldbindingar samtals 616.932 570.487 527.073 483.983
Eigið fé og skuldir samtals 1.273.830 1.294.406 1.330.043 1.386.319

 

Gert er ráð fyrir nettó fjárfestingu sem hér segir í þúsundum króna:

 

2016                   2017                   2018                   2019

Eignasjóður                                                                     7.000                23.000                23.000                23.000

Bláskógaveita                                                              25.000                10.000                10.000                10.000

Samtals fjárfesting nettó                                           32.000                33.000                33.000                33.000

 

Oddviti bar upp fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2016 – 2019 til samþykktar. Tillagan var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda endurskoðendum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytinu afrit af samþykktri áætlun.

 

 1. Samþykkt fyrir ungmennaráð Bláskógabyggðar.

Lögð fram samþykkt fyrir ungmennaráð Bláskógabyggðar. Æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar hefur samþykkt endanlega útgáfu hennar fyrir sitt leyti skv. fundargerð, dagskrárliður 1.2.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykkt og felur sveitarstjóra að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins og sjá til þess að skipað verði sem fyrst í ungmennaráð Bláskógabyggðar.

 

 1. Ráðning byggingarfulltrúa hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

Stjórn Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs hefur ráðið í stöðu byggingarfulltrúa eftir að Helgi Kjartansson hafði sagt starfi sínu lausu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að Rúnar Guðmundsson verði ráðin í stöðu byggingarfulltrúa og óskar honum velfarnaðar í starfi.  Jafnframt þakkar sveitarstjórn fráfarandi byggingarfulltrúa, Helga Kjartanssyni, fyrir störf sín hjá embættinu í þágu sveitarfélagsins.

 

 1. Aðalskipulag Bláskógabyggðar.

Lögð fram forsenduskýrsla og drög að greinargerð vegna endurskoðunar aðalskipulags Bláskógabyggðar. Jafnframt er lagður fram uppdráttur.

Umræða varð um greinargerðina og einstaka þætti hennar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjórnarfulltrúar sendi inn athugasemdir sínar til sveitarstjóra fyrir áramót svo hægt verði að taka þær formlega fyrir á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar í byrjun janúar 2016.

 

 1. Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarmálabók.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

10.1.  Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 24. nóvember 2015; námur á Lyngdalsheiði – beiðni um umsögn.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum, skv. tilkynningu sem send var Skipulagsstofnun þann 17. nóvember 2015.

Umræddar námur sem tilkynningin tekur til, eru tilgreindar á gildandi aðalskipulagi svæðisins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að tilkynningin geri fullnægjandi grein fyrir umfangi, eðli og umhverfi framkvæmdarinnar. Einnig telur sveitarstjórn gerð fullnægjandi grein fyrir mótvægisaðgerðum og frágangi námanna að efnistöku lokinni.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að umhverfisáhrif námanna sé nær eingöngu sjónrænar sem hægt er að lágmarka með góðri umgengni, snyrtilegum frágangi og landmótun á framkvæmdatíma og að honum loknum.  Það er því mat sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að framkvæmdin skuli ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.

 

10.2.  Bréf Hallgríms Guðfinnsonar og Geirþrúðar Sighvatsdóttur, dags 11. nóvember 2015; afrit af bréfi til Vegagerðarinnar.

Lagt fram bréf Hallgríms Guðfinnsonar og Geirþrúðar Sighvatsdóttur þar sem fram kemur beiðni til Vegagerðarinnar að sett verði göng undir þjóðveginn við bæinn Miðhús í Bláskógabyggð, svo koma megi búfénaði milli túna án stórrar áhættu fyrir bæði menn og skepnur.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir óskir Hallgríms og Geirþrúðar og hvetur Vegagerðina til þess að taka jákvætt í þetta erindi og leysa þennan vanda sem er til staðar vegna stóraukinnar umferðar.

 

10.3.  Tölvuskeyti Önnu Ipsen, dags. 16. nóvember 2015; póstnúmer í Uppsveitum.

Lagt fram tölvuskeyti Önnu Ipsen þar sem hún bendir á vandræði vegna þess hve stórt svæði póstnúmerið 801 tekur til. Umræða varð um málið.

 

10.4.  Tölvuskeyti Halldórs Páls Halldórssonar, dags. 16. nóvember 2015; heilsueflandi samfélag.

Lagt fram tölvuskeyti Halldórs Páls Halldórssonar þar sem hann viðrar þá hugmynd að haldinn verði fundur um heilsueflandi samfélag. Á fundinn yrðu boðuð sveitarstjórn Bláskógabyggðar, fulltrúar ML, fulltrúar íþróttafræðaseturs HÍ, stjórnendur Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti og Leikskólans Álfaborg.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur vel í hugmyndina og felur oddvita og sveitarstjóra að finna heppilegan tíma fyrir slíkan fund í byrjun næsta árs.

 

10.5.  Tölvuskeyti Guðmundar Ingólfssonar, dags 3. desember 2015; heimreið að Iðu 1.

Lagt fram tölvuskeyti Guðmundar Ingólfssonar þar sem hann óskar eftir að gerð verði athugasemd við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að fella veg nr. 3533 að Iðu 1 af vegaskrá. Hann bendir á að umræddur vegur er sameiginlegur fyrir Iðu III.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við Vegagerðina vegna umrædds máls og gætt verði að hagsmunum íbúa Iðu III og bifreiðaverkstæðis.

 

10.6.  Bréf Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna, dags. 8. desember 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna þar sem óskað er eftir styrk til að fjármagna aulýsingu í Morgunblaðinu. Erindinu hafnað.

 

10.7.  Bréf Samtaka um kvennaathvarf, dags nóvember 2015; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Samtaka um kvennaathvarf þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs samtakanna. Erindinu hafnað.

 

 1. Efni til kynningar:

11.1.  Bréf Vatns- og fráveitufélags Íslands, dags. 27. nóvember 2015; óhefðbundnar fráveitulausnir.

 

 

 

Fundi slitið kl. 18:15.