18. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Fjallasal Aratungu þriðjudaginn 15. júlí 2003 kl. 13:30.

 

Mætt voru: Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson, Sigurlaug Angantýsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Kjartan Lárusson.  Margrét Baldursdóttir boðaði forföll

 

 1. Fundargerð byggðaráðs frá 24. júní 2003 tekin fyrir og staðfest en við 16. lið þá vill sveitarstjórn taka fram að ein af forsendum fyrir sameiningu Brunavarna Árnessýslu og Slökkviliða Laugardals og Biskupstungna var að tækjakostur slökkviliðsins á svæðinu verði endurnýjaður.  Formanni byggðaráðs er falið að vinna að málinu áfram.
 2. Staða við gerð ársreiknings ársins 2002. KPMG endurskoðun hefur undanfarið verið að vinna að gerð og endurskoðun ársreikningsins en þar sem ekki náðist að klára þá vinnu áður en endurskoðendurnir fóru í frí þá er ljóst að reikningnum verður ekki lokið fyrr en um miðjan ágúst.
 3. Skipulagsmál.
 4. Haukadalur. Nýtt deiliskipulag á landi í eigu Kristínar Sigurðardóttur í landi Haukadals II. Samþykkt að auglýsa deiliskipulagið með fyrirvara um samþykki Vegagerðar ríkisins vegna aðkomu að svæðinu.
 5. Háholt. Sveitarstjórn samþykkir að fram fari grenndarkynning vegna breytingar á deiliskipulagi að íbúða- og hesthúsabyggð við Einbúa á Laugarvatni.  Breytingin felst í því að mænistefnu húsa á lóðum nr.2 og 10 við Háholt er snúið um 90° og húsið á lóð nr. 2 má vera allt að 2 hæði.
 6. Efri Reykir. Breyting á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir því að tveir byggingareitir verði á lóð þar sem einn byggingareitur er á núverandi skipulagi.  Samþykkt að auglýsa breytinguna.
 7. Vesturbyggð. Breyting á deiliskipulagi í Laugarási þar sem gert er ráð fyrir parhúsum á lóðum nr.8 og 10 við Vesturbyggð en í núverandi skipulagi er gert ráð fyrir einbýlishúsum á þessum lóðum.
 8. Lauftún. Nýtt skipulag í Lauftúni Laugarási, samþykkt að auglýsa skipulagið í samráði við skipulagsfræðing sveitarfélagsins.
 9. Reikningur vegna viðbyggingar við Grunnskóla Laugarvatns. Farið var yfir reikninginn sem er til kominn vegna vinnu Magga Jónssonar á árunum 2000 og 2001 við teikningar á viðbyggingu Grunnskólans á Laugarvatni.  Erindinu vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.
 10. Viljayfirlýsing vegna samstarfs í orkumálum. Sveitarstjórn samþykkir framkomna viljayfirlýsingu og leggur til að sem fyrst verði tekið upp samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur á grundvelli hennar.
 11. Orlofsbeiðni Bjarna Þorkelssonar. Í samræmi við umsögn skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar samþykkir sveitarstjórn  að veita Bjarna Þorkelssyni ársleyfi frá störfum en hafnar alfarið að hann haldi sínum launum á þeim tíma.

 

 

 

 

 1. Fyrirspurnir T-listans.
 2. Óskað er eftir að fá starfslýsingu þá sem Kjalvörður er ráðinn eftir. Sveinn lagði fram starfslýsingu afréttarvarðar á Kili og var rætt um starf afréttarvarðarins og  starfslýsingar almennt.
 3. Fyrirspurn um heimasíðu Bláskógabyggðar þ.e. hverju það sæti að gerð hennar er ekki komin lengra. Sveinn greindi frá því að vegna sumarleyfa  og anna á skrifstofu sveitarfélagsins þá hefur ekki tekist að klára verkið.

 

Fundi slitið kl. 17:30