18. fundur

18. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar
haldinn þriðjudaginn 27. maí  2003,
kl 13:30 í Fjallasal Aratungu

Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Drífa Kristjánsdóttir og varamaðurinn Snæbjörn Sigurðsson.
Sveinn A. Sæland ritaði fundargerð


1. Bréf frá Sjóvá-Almennum dags. 19. maí 2003 þar sem óskað er eftir því að fá tækifæri til að gera tilboð í þær vátryggingar sem sveitarfélagið er með.  Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að leita tilboða í tryggingar sveitarfélagsins hjá þeim tryggingarfélögum sem bjóða upp á tryggingar fyrir sveitarfélög.

2.
 Skipulagsmál.  Ný deiliskipulög í Reykholti þ.e. í landi Birkilundar og Kletts.  Byggðaráð leggur til að leitað verði samþykkis Skipulagsstofnunnar fyrir því að þessi skipulög verði auglýst.

3
. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 14. maí 2003 ásamt tillögu að matsáætlun fyrir Gjábakkaveg sem liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.  Byggðaráð er sammála framkominni matsáætlun og er formanni Byggðaráðs falið að svara bréfinu í samræmi við það.

4.
 Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 13. maí 2003 ásamt drögum að náttúruverndaráætlun 2003-2008 sem liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.  Oddvita er falið að kynna sér efni áætlunarinnar og gera athugasemdir við hana ef honum þykir þess þurfa, en athugasemdum þarf að skila fyrir 10. júní.

5.
  Bréf dags. 9. maí 2003 frá Guðjóni Ægi Sigurjónssyni hdl. fyrir hönd Sverris Ragnarssonar Ösp og  Jóhanns B. Óskarssonar Ásholti varðandi málefni Vatnsveitufélags Laugaráss.  Í bréfinu er þess krafist að samningur Vatnsveitufélagsins og sveitarstjórnarinnar verði felldur úr gildi og eignir félagsins afhentar félagsmönnum að nýju. Byggðaráð vill taka fram að í samræmi við aðalfundarsamþykkt Vatnsveitufélagsins óskaði stjórn þess eftir því að sveitarfélagið tæki að sér rekstur vatnsveitunnar og var ákveðið að verða við því.  Var þetta samþykkt á fundi sveitarstjórnar 14. janúar 2003 en þar kom fram eftirfarandi:”   Lagður fram samningur Vatnsveitufélags Laugaráss og Bláskógabyggðar um yfirtöku Bláskógabyggðar á rekstri kaldavatnsveitu í Laugarási og nágrenni.  Samningurinn felur í sér að Bláskógabyggð yfirtaki vatnsréttindi og eignir félagsins og tryggi nægt framboð af köldu vatni til íbúðarhúsa og atvinnurekstrar.  Einnig var lagt fram bréf frá Jóhanni B. Óskarssyni, Laugarási og það haft til hliðsjónar við umræðu um málið.  Sveitarstjórn samþykkir samninginn og telur að ábyrgð þess samkvæmt lögum um vatnsveitu sé með þeim hætti að ekki séu forsendur fyrir öðru en að samþykkja yfirtöku Vatnsveitunnar.” Ljóst er að Vatnsveitufélag Laugarás hefur ekki tryggt nægjanlegt neysluvatn á svæðinu þannig að sveitarfélagið er nú þegar farið að vinna að frekari vatnsöflun. Vegna framkominnar kröfu um að samningur Vatnsveitufélagsins og sveitarstjórnarinnar verði felldur úr gildi og eignir félagsins afhentar félagsmönnum að nýju verður sú vinna stöðvuð þangað til að niðurstaða fæst í málinu.

6
. Bréf frá Saman-hópnum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi.  Erindinu er hafnað þar sem ekki er heimild fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

7
. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 14. maí 2003 varðandi úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2003, en þar kemur fram að framlag til Bláskógabyggðar er kr. 880.000-.

8.
 Samningur við Harald Sigurðsson, Odd Hermannsson og Pétur H Jónsson um gerð aðalskipulags fyrir Þingvallasveit 2004 – 2016. Byggðaráð leggur til að samningur um verkefnið verði undirritaður sem fyrst.

9.
 Erindi frá Sorpstöð Suðurlands dags. 29. apríl 2003 þar sem fram kemur tillaga að nýjum samþykktum fyrir Sorpstöð Suðurlands bs.  Byggðaráð leggur til að þær verði samþykktar.

10
. Bréf frá Umhverfisstofnum dags. 25. apríl 2003 þar sem fram koma viðmiðunartaxtar ríkisins vegna refa- og minkaveiða uppgjörstímabilið 1. sept. 2002 – 31. ágúst 2003.  Byggðaráð leggur til að greitt verði eftir taxtanum en samkvæmt honum eru verðlaun fyrir fullorðin ref kr. 7.000 og fyrir mink kr. 3.000.

11.
 Bréf frá Kvenfélagi Laugdæla dags. 12. maí 2003 þar sem skorað er á sveitastjórn Bláskógabyggðar að “ bæta aðstöðu og aðkomu, á gámasvæðinu á Laugarvatni, sem allra fyrst.”  Byggðaráð vill benda á að í samvinnu við Gámaþjónustuna er verið að vinna í málinu.

12
. Bréf frá Fjármálaráðuneytinu dags. 9. maí 2003 þar sem fram kemur að sveitarfélagið mun ekki fá gjafsókn frá ríkinu í málarekstri sínum vegna þjóðlendumála.  Byggðaráð mótmælir því harðlega að ríkið skuli ekki tryggja gjafsókn í málinu þar sem ríkið hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla. Lögð hefur verið áhersla á af hálfu ríkisins að niðurstaða þess málareksturs sé fordæmisgefandi fyrir allt landið. Þar sem gjafsókn fæst ekki í málinu krefst Byggðaráð þess að allur útlagður kostnaður vegna þjóðlendumála verði greiddur úr ríkissjóði eins og fyrirheit hafa verið gefin um.

13
. Kaupsamningur vegna lands og einbýlishúss við Sólbrekku.  Seljendur Bogi Pálsson kt: 061262-3509 og Sólveig Dóra Magnúsdóttir kt: 170167-5899 en kaupandi að landinu er Smáey ehf. kt: 681294-2369 og að húsinu Magnús Kristinsson kt: 031250-3749.  Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti.

14
. Bréf frá Gospel Invasion Group dags. 9. maí 2003 þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna ferðalags til Bandaríkjanna. Erindinu er hafnað þar sem ekki er heimild fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

15
. Bréf frá Jarðefnaiðnaði ehf. dags. 14. maí 2003 þar sem tilboð er gert í hluti Bláskógabyggðar í félaginu.  Drífu falið að kynna sér málið frekar.

16
. Afsal á 14% eignarhluta Bláskógabyggðar til Grímsnes- og Grafningshrepps ásamt samningi um nemendur í Ljósafossskóla.  Byggðaráð leggur til að afsalið ásamt samningnum verði samþykkt.

17
. Bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi dags. 15. apríl 2003 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við samtökin.  Erindinu er hafnað þar sem ekki er heimild fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

18
. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 20. maí 2003 varðandi eftirlit vatnsveitna.  Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra ásamt veitustjórn verði falið að svara erindinu.

19
. Bréf frá OG Vodafone dags. 23. maí 2003 ásamt lóðaleigusamningi og teikningum varðandi leigu á landi undir fjarskiptamannvirki í landi Gýgjarhólskots.  Byggðaráð leggur til að leigusamningurinn verði samþykktur og málið síðan afgreitt í samræmi við 3. tölulið bráðabirgðaákvæðis í Byggingar- og skipulagslögum.

20
. Endurbætur á húsnæði Grunnskóla Laugarvatns.  Byggðaráð leggur til að til endurbóta á húsnæði Grunnskólans á Laugarvatni og húsnæði aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar verði varið kr. 5.000.000-.  Þessar framkvæmdir verða m.a. fjármagnaðar með sölu á eigninni Lindarbraut 10 (Hjúkkó) og verður það fært sem breyting á fjárhagsáætlun.

21
. Drög að reglum fyrir húsnæðisnefnd vegna veitingar viðbótarlána til íbúðarkaupa.  Samþykkt að vísa drögunum til húsnæðisnefndar.

22
. Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997 var óskað eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulög.  Frístundabyggð að Leyni I og II ásamt Setbergi Laugardal.  Einnig deiliskipulag af golfvelli Haukadal III Biskupstungum.  Þá var einnig samkvæmt 26. gr. laga nr. 73/1997 lýst eftir athugasemdum við breytingu á samþykktu deiliskipulagi á Sigmarshúsi Laugarási, og lóðum við Kistuholt og Miðholt Reykholti.  Þar sem frestur til athugasemda er liðinn og  engar athugasemdir bárust þá leggur byggðaráð til að óskað verði samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir því að auglýsa viðkomandi skipulög í B-deild stjórnartíðinda.

23
. Erindi frá Byggingafélagi námsmanna. Farið er fram á að sveitarstjórn styðji við umsókn félagsins til Byggðastofnunar um þróunarstyrk vegna uppbyggingar nemendagarðanna á Laugarvatni.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og felur oddvita að semja bréf til Byggðastofnunar.

24
. Reiðvegir.
Vegna mikillar hestaumferðar um Geysissvæðið og Laugarás leggur       byggðaráð til að útbúin verði reiðleið framhjá svæðunum í sem bestri sátt við landeigendur. Snæbirni falið að vinna í málinu í samráði við formann Hestamannafélagsins Loga  og formann reiðveganefndar Loga.

25
. Bréf frá FOSS dags. 7. maí 2003 um viðbótarlífeyrissparnað og síðan svar Karls Björnssonar fyrir hönd Launanefndar sveitarfélaga um sama mál.  Byggðaráð tekur undir túlkun Launanefndarinnar og vill gera það að sínu.

26
. Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram til staðfestingar:

a. Fundargerð 4. fundar Bygginganefndar uppsveita Árnessýslu dags. 22. apríl 2003.
b. Fundargerð 5. fundar Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu dags. 20. maí 2003.
c. Fundargerð 11. fundar veitustjórnar dags. 30. apríl 2003.
d. Fundargerð 10. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar haldinn 28. apríl 2003.
e
. Fundargerð 11. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar haldinn 26. maí 2003.

27. Eftirfarandi erindi voru kynnt:

a. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 15. maí 2003 sem fjallar um nýjar leiðbeiningar til sveitarstjórna og félagsmálanefnda vegna reglna um fjárhagsaðstoð. Erindinu vísað til félagsmálanefndar.  Leiðbeiningarnar verða hafðar frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.
b. Bréf frá Úrvinnslusjóði dags 7. maí 2003 þar sem fjallað er um móttöku hjólbarða, samsettra pappaumbúða og rafhlaðna.
c. Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 23. apríl 2003.
d. Fundargerð 54. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 23. apríl 2003.
e. Fundargerð 64. stjórnarfundar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 29. apríl 2003.
f. Fundargerð 365. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 7. maí 2003.
g. Fundargerð 366. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 14. maí 2003.
h. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 19. febrúar 2003.
i. Fundargerð 229. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 9. maí 2003.
j. Undirrituð staðfesting frá Umhverfisráðuneytinu þess efnis að svæðisskipulag Þingvalla-, Grímsnes- og Grafningshrepps 1995-2015 sé fellt niður.
k
. Fundargerð 121 fundar skólanefndar Tónlistaskóla Árnesinga haldinn 5. maí 2003.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:30.