180. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 180. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 7. janúar 2016, kl. 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    102. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 1; 1601003 – Lindarbraut 3: Laugarvatn: Stækkun byggingarreits: Deiliskipulagsbreyting.

Lögð fram umsókn dags. 30. desember 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á byggingarreit lóðarinnar Lindarbraut 3 á Laugarvatni. Óskað er eftir að byggingareitur lóðarinnar verði stækkaður um 1,5 m til norðurs þannig að hann verði um 3,5 m frá lóðarmörkum Lindarbrautar 5 í stað 5 m. Meðfylgjandi er samþykki eigenda Lindarbrautar 5.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að deiliskipulaginu verði breytt í samræmi við ofangreinda umsókn. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna málið í ljósi fyrirliggjandi samþykkis aðliggjandi lóðarhafa.

 

Mál nr. 2; 1601004 – Laugarvatn: Deiliskipulag fyrir þéttbýlið: Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi samþykkt sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Laugarvatn frá 8. nóvember 2012. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun sveitarstjórnar þar sem ekki er talið að um neina annmarka sé að ræða.

 

Mál nr. 3; 1509089 – Brú lóð 167223: Afmörkun og staðsetning lóðar.

Lagt fram bréf Hlöðvers Kjartanssonar dags. 11. desember 2015, f.h. eigenda lóðarinnar Brú lóð 167223 en ágreiningur er milli lóðarhafa og eigenda jarðarinnar Brúar um staðsetningu lóðarinnar. Einnig er lagt fram bréf eigenda lóðarinnar dags. 12. september 2015 og einnig bréf eigenda Brúar dags. 1. nóvember 2015.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur sig ekki geta úrskurðað um nákvæma staðsetningu lóðarinnar byggt á fyrirliggjandi gögnum. Sveitarstjórn telur að ekki sé hægt að stofna nýjar lóðir á umræddu svæði, byggt á gildandi deiliskipulagi, fyrr en niðurstaða um eignarhald liggur fyrir.

 

Mál nr. 15; 1601002F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-21.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 5. janúar 2016.

 

1.2.    19. fundur atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

 

 

1.3.    20. fundur atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar.

Varðandi fyrirhugað atvinnumálaþing þá óskar sveitarstjórn eftir að fá efnistök og upplegg þingsins til samþykktar áður en endanleg tímasetning er ákveðin.

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

 

1.4.    Minnisblað vegna fundar vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, dags. 16. desember 2015.

Samþykkt samhljóða.

 

1.5.    31. stjórnarfundur byggðarsamlags Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

Lögð fram fundargerð 31. stjórnarfundar byggðarsamlags Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.   Þar kemur fram tillaga ásamt forsendum um að sameina Tæknisvið Uppsveita undir byggðarsamlag Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að unnið verði að framgangi þessarar tillögu á grundvelli þess uppleggs sem fram kemur í fundargerðinni.

Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna áfram að útfærslu og öðrum þeim formsatriðum í samvinnu við forsvarsmenn sveitarfélaganna sem standa að byggðarsamlagi Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. Endurskoðaðar samþykktir byggðarsamlagins og endanleg uppstilling starfseminnar og gögn vegna þessara breytinga á byggðarsamlaginu verði síðan lögð fyrir sveitarstjórnir til samþykktar.

 

  1. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:

2.1.    13. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar.

2.2.    7. fundur Héraðsnefndar Árnesinga bs.

2.3.    833. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.4.    834. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar 2016 – 2020 (fyrri umræða).

Lögð fram til fyrri umræðu jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar 2016 – 2020. Umræða varð um fyrirliggjandi drög.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður 4. febrúar 2016.

 

  1. Skipulagsmál:

4.1.    Endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.

Lögð fram til umræðu fyrirliggjandi gögn vegna endurskoðunar aðalskipulags Bláskógabyggðar eins og þau lágu fyrir á fundi vinnuhóps þann 17. desember 2015. Einnig lög fram önnur gögn s.s. fyrirspurnir og athugasemdir frá Guðrúnu S. Magnúsdóttur.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að stefna að fundi með landeigendum á Geysi og Vegagerðinni í vikunni 11. – 15. janúar n.k.   Einnig samþykkt að stefna að íbúafundi miðvikudaginn 27. janúar kl. 16:00 – 19:00.

Næsti fundur vinnuhóps og ráðgjafa verður haldinn fyrir íbúafund, þar sem fram komnar hugmyndir og ábendingar verða teknar til umræðu vegna undirbúnings íbúafundar.

 

4.2.    Kynning verkefnislýsingar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2016 – 2030.

Lagt fram bréf Grímsness- og Grafningshrepps, dags. 18. desember 2015, ásamt verklýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi verkefnislýsingu.

 

4.3.    Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 – 2030; breyting á byggingarmagni og landnotkun á RÚV reitnum.

Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar, dags. 22. desember 2015, þar sem kynnt er verkefnislýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á byggingarmagni, fjölda íbúða og landnotkun á RÚV reitnum.

Bláskógabyggð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi verkefnislýsingu.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

5.1.    Þingmál nr. 399; frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigjenda og leigusala).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 21. desember 2015 þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar við framlagt frumvarp til laga, þingmál 399.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við umrætt frumvarp.

 

5.2.    Þingmál nr. 407; frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 21. desember 2015 þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar við framlagt frumvarp til laga, þingmál 407.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við umrætt frumvarp.

 

5.3.    Þingmál nr. 435; frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 21. desember 2015 þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar við framlagt frumvarp til laga, þingmál 435.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við umrætt frumvarp.

 

  1. Ákvörðun um greiðslu húsaleigubóta árið 2016.

Lögð fram tillaga að auglýsingu vegna ákvörðunar um greiðslu húsaleigubóta árið 2016.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að greiða húsaleigubætur á árinu 2016 í samræmi við ákvæði laga nr. 138/1997 með fyrirvara um breytingu á lögum. Frumvarp þess efnis (þingmál 407) er í meðferð Alþingis, sem felur í sér breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.  Verði umrætt frumvarp að lögum þá falla niður greiðslur húsaleigubóta sveitarfélagsins frá gildistöku laganna.  Þessi fyrirvari kemur fram í framlagðri auglýsingu og samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar samhljóða að auglýsingin verði birt.

 

  1. Framtíðar fyrirkomulag stjórnsýslu Bláskógaveitu.

Stjórn Bláskógaveitu samþykkti á 73. fundi sínum að fela Helga Kjartanssyni, Kjartani Lárussyni, Benedikt Skúlasyni og Valtý Valtýssyni að vinna tillögu að framtíðar fyrirkomulagi stjórnsýslu Bláskógaveitu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti þá tillögu á 179. fundi sínum þann 10. desember 2015.

Niðurstaða vinnuhóps um framtíðar fyrirkomulag stjórnsýslu Bláskógabyggðar var kynnt og rædd.

Gerð er tillaga um skipulagsbreytingu sem tekur til Bláskógaveitu og Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar. Þessar stjórnsýslueiningar verði sameinaðar undir nýju heiti, Framkvæmda- og veitusvið Bláskógabyggðar.  Auglýstar verði tvær 100% stöður hjá hinu nýja sviði, þ.e. sviðsstjóri og starfsmaður Framkvæmda- og veitusviðs.

Sveitarstjóra og oddvita er falið að vinna að framkvæmd þessara skipulagsbreytinga, s.s. endurskoðun starfslýsinga og uppsagnir samninga sem þessi breyting hefur í för með sér. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fyrrgreindar tvær stöður innan Framkvæmda- og veitusviðs verði auglýstar lausar til umsóknar. Tillaga um ráðningu sviðsstjóra verði síðan lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins.

Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum (HK, KS, GSM, VS og EMS) og tveir sátu hjá (ÓBÞ og BÁB).

 

  1. Innsend bréf og erindi:

8.1.    Tölvuskeyti Made in Mountains ehf, dags. 29. desember 2015; fjallahjólkeppni.

Lagt fram tölvuskeyti Made in Mountains ehf þar sem kynnt er fyrirhuguð fjallahjólkeppni sem fara skal fram 17. – 19. ágúst 2016. Áætlað er að keppninni verði hleypt af stað 17 ágúst 2016 og verði hjólaðar 3 dagleiðir í kringum Langjökul.  Eingöngu verði hjólað á slóðum sem eru til staðar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi hugmynd með fyrirvara að ekki verði hjólað á svæðum sem talið er að geti haft neikvæð umhverfisleg áhrif. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að eiga viðræður við keppnishaldara þar sem þess verði gætt að hjólaleiðir verði valdar með það fyrir augum að ekki verði farið um viðkvæm landssvæði sem gætu hlotið skaða af þeirri umferð og álagi sem keppninni fylgir.

 

8.2.    Tölvuskeyti frá Erling Ellingsen, dags. 16. desember 2015; fyrirspurn um lóðina Reykjabraut 1, Laugarvatni.

Lagt fram tölvuskeyti frá Erling Ellingsen þar sem spurst er fyrir um lóðina Reykjabraut 1, Laugarvatni.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að kanna stöðu sveitarfélagsins gagnvart lóðarleigusamningi um Reykjabraut 1.

 

8.3.    Umsókn um styrk hjá Fornminjasjóði 2016 vegna skráningar minja í Skálholti.

Lögð fram umsókn um styrk frá Fornminjasjóði vegna skráningu minja í Skálholti. Um er að ræða verkefni sem metið er að kosti kr. 2,1 milljón.  Gert er ráð fyrir að kostnaðarþátttaka Bláskógabyggðar verði kr. 500.000.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að greiða þann hluta verkefnisins með fyrirvara um að annar kostnaður verkefnisins verði greiddur af styrk frá Fornminjasjóði og Skálholtsstað (Kirkjunni).

 

  1. Efni til kynningar:

9.1.    Tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. desember 2015; almenningssamgöngur undanþegnar VSK.

9.2.    Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 17. desember 2015; skipulagsbreytingar.

9.3.    Bréf Tölvumiðlunar og Advania, dags. 18. desember 2015; samruni fyrirtækjanna.

9.4.    Bréf Fræðslunetsins og Háskólafélags Suðurlands, dags. 29. desember 2015; hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands.

9.5.    Bréf innanríkisráðuneytis, dags. 3 desember 2015; staðfesting samþykkta fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

9.6.    Bréf SASS, dags. 18. desember 2015; skipulagsbreytingar.

9.7.    Bréf UMFÍ, dags. 21. desember 2015; hreyfivika.

9.8.    Aðalskráning fornleifa í Bláskógabyggð I: fornleifaskráning á Laugarvatni og Snorrastöðum.

 

Fundi slitið kl. 19:15.