181. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

181. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 4. febrúar 2016, kl. 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 1. Frumtillögur um byggingu hótels í Laugarási; fulltrúar eiganda lóðarinnar koma á fundinn og  kynna frumtillögur.

Sveitarstjóri kynnti frumtillögur að uppbyggingu hótels á lóð sláturhússins í Laugarási, en fulltrúar eiganda lóðarinnar komust ekki á fundinn vegna veðuraðstæðna.

Umræða var um frumtillögur og þau verkefni sem stæðu fyrir dyrum við framgang verkefnisins.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.    168. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

2.2.    103. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa.

 

Mál 12; Hverabraut 1: Laugarvatn: Deiliskipulagsbreyting – 1504049.

Lögð fram að lokinni kynningu lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem kynnt var 3. september 2015. Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma og var óskað eftir viðbrögðum umsækjenda áður en haldið yrði áfram með málið. Nú liggja fyrir svör Odds Hermannssonar f.h. Fontana. Að auki liggja fyrir umsagnir Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að áður en hægt er að taka afstöðu til þess hvort að færa eigi göngustíg frá vatni þurfi umsækjandi að leggja fram þær hugmyndir sem eru um uppbyggingu á lóðinni sem fela það í sér að ekki er æskilegt að vera með umferð gangandi meðfram vatnsbakkanum. Einnig þarf að sýna fram á hvernig útfærsla verður á göngustíg ofan við Fontana.

 

Mál nr. 13; Einiholt 1 lnr. 167081: Sumarhús og bílskýli: Fyrirspurn – 1601020.

Lögð fram fyrirspurn dags. 13. janúar 2016 um hvort að heimilt verði að reisa hús og bílskýli á jörðinni Einiholt 1 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar samræmist bygging íbúðarhúss á þessum stað aðalskipulagi sveitarfélagsins og samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sem byggir á fyrirliggjandi gögnum.

 

Mál nr. 14; Einiholt 1 lnr. 167081: Ný 1,26 ha lóð: Stofnun lóðar – 1601029.

Lögð fram umsókn um stofnun 1,26 ha spildu úr landi Einiholts 1 lnr. 167081. Innan spildunnar er 135,3 fm fjárhús.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu lóðarmarka.

 

Mál nr. 15; Sandá: Skrifstofu-, WC- og ljósavélagámar: Stöðuleyfi – 1601035.

Lögð fram umsókn Skálpa ehf. Mountaineers of Iceland um stöðuleyfi fyrir 3 skrifstofugámum, 1 klósettgám og 1 gám fyrir ljósavél við gangnamannahúsið við Sandá. Óskað er eftir leyfi til 1. apríl 2016.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti stöðuleyfi í samræmi við ofangreinda umsókn.

 

Mál nr. 21; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-22 – 1601005F.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2016 lagðar fram til kynningar.

 

 1. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:

3.1.    32. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúi Uppsveita bs.

3.2.    504. fundur stjórnar SASS.

3.3.    169. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

 1. Jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar 2016 – 2020 (síðari umræða).

Drög að jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar 2016 – 2020 lögð fram til síðari umræðu. Fyrir lágu ábendingar Freyju R. Haraldsdóttur um áætlunina eins og hún lá fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar.  Umræða varð um fyrirliggjandi ábendingar.  Tekið verður tillit til einstakra ábendinga og sveitarstjóra falið að aðlaga þær að fyrirliggjandi drögum að jafnréttisáætlun.   Sveitarstjóri sendi lagfærða og samþykkta jafnréttisáætlun til Jafnréttisstofu til staðfestingar.

 

 1. Skipulagsmál; umsagnarbeiðni um drög að matsáætlun, – Hálendismiðstöð í Kerlingafjöllum.

Lagt fram bréf Mannvits, dags. 21. janúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um drög að tillögu að matsáætlun Hálendismiðstöðvar Kerlingafjöllum. Jafnframt var lögð fram umrædd drög að matsáætlun, dags. janúar 2016.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að matsáætlun.

 

 1. Þingmál til umsagnar:

6.1.    Þingmál nr. 13; frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 29. janúar 2016, þar sem Bláskógabyggð er gefinn kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp.

 

6.2.    Þingmál nr. 400; frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga.

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 27. janúar 2016, þar sem Bláskógabyggð er gefinn kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp.

 

6.3.    Þingmál nr. 404; frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna.

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 27. janúar 2016, þar sem Bláskógabyggð er gefinn kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga uppbyggingu og rekstur fráveitna.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp.

 


 

 1. Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2016.

Lögð fram viðhalds- og framkvæmdaáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2016. Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur farið yfir fyrirliggjandi áætlun og vísað henni til endanlegrar samþykktar hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2016, enda samræmist hún samþykktri fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2016.

 

 1. Niðurstaða kortlagningar á Tunguheiði 2015.

Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 15. janúar 2016. Þar er kynnt skýrsla um niðurstöðu kortlagningar á Tunguheiði 2015.  Jafnframt er bent á að samningur um uppgræðslu á svæðinu rann út um áramótin 2015-2016.  Landgræðslan lýsir sig reiðubúna til að semja um áframhald uppgræðslu á svæðinu verði eftir því óskað.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa erindi Landgræðslunnar til þeirra aðila sem málið varðar og voru samningsaðilar á fyrri samningi. Sveitarstjóra / oddvita falið að vinna málið áfram fyrir hönd sveitarstjórnar.

 

 1. Samningur við Curron ehf um notkun á Heimaþjónustukerfi.

Lagður fram samningur milli Curron ehf og sveitarfélaganna, Bláskógabyggðar, Flóahrepps, Grímsness- og Grafningshrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps, um notkun á heimaþjónustukerfi Curron ehf. Jafnframt var lögð fram kynning á kerfinu til frekari upplýsinga fyrir sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ganga til samninga á þessum grundvelli og felur sveitarstjóra eða oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

 1. Sorphirða í Bláskógabyggð; staða útboðsmála og framhald málsins.

Umræða varð um stöðu útboðsmála vegna sorphirðu hjá sveitafélaginu. Bláskógabyggð hefur verið í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp við fyrri útboð og framkvæmd þjónustunnar.

Ræddar voru leiðir til að auka hvata í kerfinu til lækkunar kostnaðar við framkvæmd þjónustunnar s.s. að skilgreina allt heimilissorp sem sameiginlegt með hlutfallaskiptingu sem byggir á rauntölum undangenginna ára. Einnig var rætt um fjárfestingu á búnaði s.s. tunnum og gámum.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sér tækifæri í sameiginlegu útboði á sorpþjónustu og þá sérstaklega með tilliti til sóknarfæra í hagræðingu við framkvæmd og fjárfestingu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er tilbúin að vinna sameiginlega að útboði með Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að vinnu við útboðsgögn verði hraðað sem nokkur kostur er þannig að hægt verði að fara í útboð sem fyrst.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

11.1.  Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 22. janúar 2016; umsögn um drög að breytingum á byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis þar sem óskað er eftir umsögn um drög að breytingum á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggðaráð Bláskógabyggðar óskaði á síðasta fundi sínum eftir afstöðu embættis skipulags- og byggingarfulltrúa við fyrirhugaða breytingu á reglugerðinni.

Byggingarfulltrúi hefur sent inn yfirlit yfir athugasemdir um einstakar greinar draganna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur byggingarfulltrúa að senda inn umsögn um fyrirliggjandi drög að breytingum á byggingarreglugerð fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

11.2.  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. janúar 2016; fyrirspurn vegna samræmdrar lóðaafmörkunar.

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sambandið kallar eftir ábendingum og athugasemdum vegna nálgunar við skilgreiningu lóða.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti þá nálgun sem fram kemur í bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, þ.e. að allar þær framkvæmdir sem eru framkvæmdaleyfisskyldar séu skilgreindar innan lóða og að allt það landsvæði sem raskast vegna framkvæmda orkufyrirtækjanna innan viðkomandi sveitarfélags, verði skilgreindar innan lóðar. Af þeim mannvirkjum innan lóðar verði greidd fasteignagjöld.

 

11.3.  Bréf stjórnar Skálholtsstaðar, dags. 30. janúar 2016; styrkbeiðni til kaupa á hljóðkerfi.

Lagt fram bréf stjórnar Skálholtsstaðar þar sem óskað er eftir fjárstyrk til kaupa á hljóðkerfi fyrir dómkirkjuna í Skálholti. Búið er að fá tilboð í búnaðinn að upphæð kr. 2.500.000.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa erindinu til Oddvitanefndar Laugaráslæknishéraðs.

 

11.4.  Umsókn Skálholtssóknar vegna framkvæmda við lagfæringu á nýja garðinum, ásamt kostnaðaráætlun.

Lögð fram umsókn Skálholtssóknar til Kirkjugarðasjóðs, ásamt kostnaðaráætlun. Í umsókninni kemur fram að framlag sveitarfélags sé ófrágengið, þar sem erindi þessa efnis barst ekki tímalega fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Sveitarstjóra falið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni varðandi aðkomu að verkefninu innan þess fjárhagsramma sem sveitarfélagið hefur markað sér með samþykkt fjárhagsáætlunar 2016. Sveitarstjóri kynni niðurstöður sínar á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

11.5.  Bréf Jóhannesar Sveinbjörnssonar, dags. 31. janúar 2016; endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.

Lagt fram bréf Jóhannesar Sveinbjörnssonar þar sem bréfritari kemur fram með ýmsar ábendingar er varðar landnotkun og flokkun landbúnaðarlands við endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar. Einnig er í bréfinu komið inn á þær efasemdir og mótmæli íbúa/landeigenda í Þingvallasveit vegna áhuga og áforma um hundasleðaferðir og uppbyggingu aðstöðu fyrir þá starfssemi í landi Fellsenda.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar til frekari úrvinnslu.

 

11.6.  Bréf Kolbeins Sveinbjörnssonar, móttekið 1. febrúar 2016; endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.

Lagt fram bréf Kolbeins Sveinbjörnssonar er varðar endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar og landnýtingu í tengslum við atvinnuuppbyggingu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar til frekari úrvinnslu.

 

11.7.  Greinargerð starfshóps Háskóla Íslands; Valkostir um framtíð grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, dags. 26. nóvember 2015.

Lögð fram greinargerð starfshóps um valkosti um framtíð grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.

 

 

Oddviti gerði grein fyrir fundi sem hann ásamt sveitarstjóra áttu með rektor HÍ þann 3. febrúar s.l. Á þeim fundi var rædd staðan og niðurstaða skýrslunnar og fulltrúar Bláskógabyggðar komu sínum sjónarmiðum á framfæri.  Háskólaráð mun taka málið fyrir á fundi sínum í dag, þann 4. febrúar.  Oddvita falið að vinna áfram að málinu fyrir hönd sveitarstjórnar.

 

 

Fundi slitið kl. 18:00.