185. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

185.  fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

föstudaginn 29. apríl 2016, kl. 09:30

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Ragnhildur Sævarsdóttir sem varamaður Eyrúnar M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    109. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 1; Efling: Reykholt: Framkvæmdaleyfi – 164010.

Lögð fram umsókn Bláskógabyggðar dags. 8. apríl 2016 um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu vegar og veitukerfa að íbúðarhúsalóðum í landi Eflingar í Reykholti.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Bent er á að samþykktin nær ekki til leyfis fyrir efnistöku í tengslum við framkvæmdina

 

Mál nr. 2; Heiðarbær lóð 222397: Fyrirhugað deiliskipulag vegna byggingarframkvæmda: Fyrirspurn – 1507009.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi sem nær til tveggja um 1,5 ha frístundahúsalóða í landi Heiðarbæjar á svæði milli Torfadalslækjar og Móakotsár. Athugasemd barst frá ábúendum Heiðarbæjar 1 og 2 með tölvupósti dags. 11. febrúar. Þá liggja fyrir viðbrögð umsækjenda deiliskipulags í tölvupósti dags. 19. febrúar 2016 og nú hafa einnig bæst við umsagnir Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að athugasemdir gefi ekki tilefni til breytinga á tillögunni og samþykkir hana óbreytta. Að mati sveitarstjórnar er ekki hægt að skilyrða færslu núverandi aðkomuvegar nema að fyrir liggi samþykki ábúenda, landeigenda og lóðarhafa sumarhúsalóðanna.

 

Mál nr. 3; Gistiheimilið Iðufell 167389: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1602042.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem felst í að svæði fyrir verslun- og þjónustu á lóð Iðufells í Laugarási stækkar á kostnað íbúðarsvæðis. Ástæða breytingar er að fyrirhugað er að reisa nýtt hótel á svæðinu þar sem í gildandi skipulagi eru gert ráð fyrir íbúðarhúsalóðum. Tillagan var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 14. til 21. apríl 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar hafa borist.

sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 4; Gistiheimilið Iðufell 167389: Hótel- og íbúðabyggð við Hvítá: Deiliskipulag – 1603043.

Lögð fram að nýju umsókn Norverk ehf dags. 23. mars 2016 þar sem lagt er fram endurskoðað deiliskipulag fyrir 6,3 ha svæði í Laugarási og nær til lóðarinnar Iðufell auk aðliggjandi svæðis. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að núverandi húsnæði (Sláturhús) verði áfram nýtt sem gisti- og veitingahús auk þess sem gert var ráð fyrir 48 íbúðum í 5 einbýlishúsum, 18 parhúsum og 8 raðhúsalengjum. Í breyttri tillögu er gert ráð fyrir að rífa núverandi gisti- og veitingahús en í staðinn byggja nýtt 90-150 herbergja hótel sem getur verið allt 6.000 fm auk nokkurra raðhúsa.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

 

Mál nr. 5; Kjóastaðir 1 land 2 lnr. 220934: Skjól: Ferðaþjónusta: Nýbyggingar: Deiliskipulagsbreyting – 1604038.

Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 18. apríl 2016, f.h. eigenda Kjóastaða 1 land 2, þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis sem kallast Skjól. Í breytingunni felst að heimilt verður að byggja allt að 300 fm viðbyggingu milli núverandi húsa fyrir veitingasölu auk allt að 500 fm viðbyggingu vegna stækkunar gistirýmis.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er breyting deiliskipulagsins í samræmi við gildandi aðalskipulagi og samþykkir að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 6; Brattholt lóð 193452: Friðlandið við Gullfoss: Stækkun þjónustuhúss: Deiliskipulagsbreyting – 1604029.

Lögð fram umsókn Svavars Njarðarsonar dags. 14. apríl 2016 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi friðlandsins við Gullfoss. Nær breytingin til reits M1-ferðaþjónustusvæðis (Gullfosskaffi) og felst í stækkun byggingarreits til suðurs.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir Umhverfisstofnun.

 

Mál nr. 7; Rauðiskógur 2: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1604006.

Lögð fram umsókn eigenda íbúðarhúsalóðarinnar Rauðiskógur 2 dags. 31. mars 2016 um leyfi til að flytja 36,2 fm sumarhús og 117,7 rúmm frá Heiðarbraut í Grímsnesi.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir ofangreindu húsi og það skráð sem gestahús. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna byggingarleyfið skv. 44. gr. skipulagslaga og málinu því vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 8; Tjörn 167174: Kötluholt: Stofnun lóðar – 1604025.

Lögð fram umsókn eigenda Tjarnar í Bláskógabyggð dags. 11. apríl 2016 um stofnun lóðar utan um núverandi frístundabyggð á jörðinni. Heildarstærð hins deiliskipulagða svæðis er um 42 ha en þegar búið er að draga frá þegar stofnaðar lóðir er landið sem verið er að stofna 29,6 ha að stærð. Óskað er eftir að landið fái heitið Kötluholt.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun landsins í samræmi við fyrirliggjandi gögn og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

 

 

Mál nr. 9; Goðatún 196075: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1604024.

Lögð fram umsókn eigenda Goðatúns lnr. 196075 dags. 18. apríl 2016 þar sem óskað er eftir að aðalskipulagi um 1 ha svæðis innan lögbýlisins verði breytt úr frístundabyggð þannig að heimilt verði að reisa allt að 10 smáhýsi.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þarf umrædd starfsemi að vera á svæði sem skilgreint er sem verslun- og þjónusta en ekki landbúnaðarsvæði eða frístundabyggð. Málinu vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.

 

Mál nr. 10; Efri-Reykir lóð 1 lnr. 167257: Smáhús til útleigu: Deiliskipulagsbreyting – 1604026.

Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Efri-Reykir lóð 1 lnr. 167257 dags. 11. apríl 2016 um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunni felst að á lóðinni, sem er um 3 ha að stærð, verði heimilt að byggja tíu 60-65 fm hús til útleigu. Á lóðinni er þegar 100 fm frístundahús og 39 fm baðhús.

Sambærilegt erindi var lagt fram á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 4. júní 2015 var því hafnað að gera breytingu á deiliskipulagi svæðisins með eftirfarandi rökum „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir ekki ofangreinda umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðar í grónu hverfi sem felur í sér umfangsmikla atvinnustarfsemi. Að mati sveitarstjórnar á svona starfsemi heima á svæðum sem í aðalskipulagi er skilgreind fyrir verslun- og þjónustu.“ Ekki er séð að forsendur hafi breyst og því er erindinu hafnað.

 

Mál nr. 11; Bjarkarbraut 2 og 4: Laugarvatn: Deiliskipulagsbreyting – 1604016.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugarvatns sem felst í breytingar á lóðamörkum Bjarkarbrautar 2 og 4 (Hlíð og Mörk). Fyrir liggur að Ríkiseignir gera ekki athugasemdir við breytinguna, sbr. meðfylgjandi tölvupóstur dags. 7. apríl 2016.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

 

Mál nr. 27; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-28 – 1604003F.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2016 lagðar fram til kynningar.

 

1.2.    Aðalfundur Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs, dags. 25. apríl 2016.

Varðandi dagskrárlið 2 í fundargerð, þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar samhljóða nýjar samþykktir fyrir byggðasamlagið og hefur þá samþykkt þeirra hlotið fullnaðarafgreiðslu og samþykkt skv. samþykktum Bláskógabyggðar.

Aðrir dagskrárliðir fundargerðar staðfestir af hálfu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

  1. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:

2.1.    18. fundur stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs.

2.2.    14. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, ásamt tölulegum upplýsingum velferðarþjónustunnar 2015 og kynningu á viðbragðsteymi heimaþjónustu.

2.3.    4. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu.

 


 

  1. Þingmál til umsagnar:

3.1.    Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015 – 2018 (þingmál 638).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 20. apríl 2016, þar sem kynnt er tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 og óskað eftir umsögn Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að þingsályktun en fagnar því að Reykjavegur skuli vera inni í þingsályktuninni og leggur þunga áherslu á að sú framkvæmd verði að veruleika á árunum 2017 – 2018.

 

3.2.    Frumvarp til laga um útlendinga (þingmál 728).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 22. apríl 2016, þar sem kynnt er frumvarp til laga um útlendinga og óskað eftir umsögn Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp að svo komnu máli.

 

3.3.    Tillaga til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna (þingmál 449).

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 22. apríl 2016, þar sem kynnt er tillaga til þingsályktunar umstofnun embættis umboðsmanns flóttamanna.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp að svo komnu máli.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

4.1.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 8. apríl 2016; umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II fyrir sumarhús í Reykjaskógi frá Markúsi Jóhannssyni ehf, kt. 690689-2439.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi í flokki II, gististaður í sumarhúsi.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt á grundvelli skipulags svæðisins.

 

4.2.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 15. apríl 2016; umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II frá Sólrúnu Lilju Ragnarsdóttur kt. 071287-2469.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi í flokki II, gististaður í einbýlishúsi að Bæjarholti 2, Laugarási.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt á grundvelli skipulags svæðisins.

 

4.3.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 22. apríl 2016; umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II frá Eitt Hótel ehf, kt. 660214-0970.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi í flokki II. Þar sem skipulag svæðisins gerir einungis ráð fyrir sumarhúsum, þá getur sveitarstjórn ekki samþykkt gistiheimili inn á þessu svæði án undangenginnar breytingar á skipulagi svæðisins.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt fyrir gististað í flokki II í sumarhúsi.

 


 

  1. Erindi til kynningar:

5.1.    Tölvuskeyti frá Ungmennafélagi Laugdæla. dags. 19. apríl 2016; ályktun aðalfundar.

5.2.    Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 18. apríl 2016; umsögn um deiliskipulag í landi Heiðarbæjar í Bláskógabyggð.

5.3.    Ársskýrsla Ungmennafélags Biskupstungna 2015.

5.4.    Bréf Héraðssambands Skarphéðins, dags. 20. apríl 2016; ályktanir frá 94. héraðsþingi HSK ásamt ársskýrslu 2015.

 

 

Fundi slitið kl. 10:40.