186. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

186. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 12. maí 2016, kl. 15:15

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Axel Sæland sem varamaður Óttars Braga Þráinssonar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttir, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    110. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 1; Heiðarbær 1 lnr. 170157 og Heiðarbær 2 lnr. 170158: Spennistöð: Stofnun lóðar – 1605002.

Lögð fram umsókn Rarik ohf dags. 28. apríl 2016 um stofnun 56 fm lóðar fyrir spennistöð úr óskiptu landi Heiðarbæjar 1 og 2 í Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

Mál nr. 2; Skógarholt 1-12: Laugarvatn: Fyrirspurn – 1605001.

Lögð fram fyrirspurn Stefáns Halldórssonar f.h. Ættarráðs Laugarvatnsættarinnar dags. 29. apríl 2016 varðandi skiptingu frístundahúsalóða við Skógarholt 1-12 úr Laugarvatni. Meðfylgjandi er m.a. uppdráttur sem sýnir staðsetningu lóðanna frá 1977.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið þar sem gert er ráð fyrir að núverandi lóðum verði skipt í tvennt auk þess sem settir verði byggingarskilmálar og að tryggð verði aðkoma að öllum lóðum. Bryndís vék af fundi undir þessum lið.

 

Mál nr. 3; Hvannalundur 8: Synjun um fjarlægingu mannvirkis: Kæra til ÚUA – 1605003.

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. apríl 2016 þar sem kynnt er kæra dags. 25. apríl 2016 um höfnun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á því að fjarlægja mannvirki á lóðinni Hvannalundur 8.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela lögfræðingi sveitarfélagsins að senda inn umsögn um málið í samráði við sveitarstjóra, skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 4; Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1603003.

Lýsing breytingar á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 -2012 vegna Brúarvirkjunar var kynnt með auglýsingu 17. mars 2016 auk þess sem hún var send til umsagnar. Nú liggja fyrir umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skipulagsstofnunar, Skógræktar ríkisins og Fiskistofu auk þess sem ein athugasemd barst. Þá liggur fyrir minnisblað Mannvits dags. 6. maí 2016 þar sem farið er yfir ábendingar varðandi nálægð við vatnsverndarsvæði og núverandi vatnstökusvæði. Byggt á þessum upplýsingum hefur verið unnin tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 10. maí 2016. Í breytingunni felst að bætt er við nýju iðnaðarsvæði, gert ráð fyrir þremur nýju efnistöku- og efnislosunarsvæðum, frístundasvæði F8 minnkar, afmarkað er um 8,6 ha virkjunarlón og að lokum er staðsetning vatnsbóla leiðrétt og afmörkun vatnsverndarsvæðis breytt.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ofangreind tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 – 2012 verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslag nr. 123/2010.

 

Mál nr. 5; Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Deiliskipulag – 1605007.

Lögð fram umsókn Mannvits dags. 6. maí 2016 f.h. HS Orku um deiliskipulag fyrir Brúarvirkjun í landi Brúar. Meðfylgjandi eru drög að deiliskipulagi sett fram á uppdrætti sem sýnir yfirlitsmynd í mkv. 1:10.000, stöðvarhússvæði í mkv.1:1.000 og stíflu-/lónssvæði í mkv. 1:2.500 auk greinargerðar dags. 18. mars 2016.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ofangreind tillaga að deiliskipulagi verði kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðis og samhliða verði tillagan send umsagnaraðilum til skoðunar.

 

Mál nr. 14; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-29 – 1604005F.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2016 lagðar fram til kynningar.

 

1.2.    48. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.3.    14. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.4.    74. fundur stjórnar Bláskógaveitu.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.5.    Opinn fundur fjallskilanefndar Biskupstungna, dags. 29. apríl 2016.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.6.    1. verkfundur; vegagerð – Efling, verknúmer 3502-007.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:

2.1.    246. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.2.    171. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.    507. fundur stjórnar SASS.

2.4.    838. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2015 (síðari umræða).

Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2015 lagður fram til annarrar og lokaumræðu hjá sveitarstjórn. Helstu lykiltölur ársreiknings samstæðu eru eftirfarandi í þúsundum króna:

 

Rekstrarreikningur:

Rekstrartekjur:                                        1.078.818

Rekstrargjöld:                                           929.774

Afskriftir                                                    -36.983

Fjármagnsgjöld:                                         -27.157

Tekjuskattur:                                                -2.653

Rekstrarniðurstaða:                                      82.251

 

Efnahagsreikningur:

Eignir:

Fastafjármunir:                                       1.022.227

Veltufjármunir:                                           254.999

Eignir samtals:                                       1.277.226

 

Skuldir og eigið fé:

Eigið fé:                                                    648.919

Langtímaskuldir:                                        462.945

Skammtímaskuldir:                                    165.363

Skuldir alls:                                               628.308

Eigið fé og skuldir samtals:                     1.277.226

 

Nettó fjárfestingar ársins:                            43.164

 

Handbært fé um áramót:                            126.157

 

Veltufjárhlutfall:                                              1,54

Eiginfjárhlutfall:                                              51%

Skuldahlutfall:                                                58%

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi ársreikning Bláskógabyggðar fyrir rekstrar árið 2015 og áritaði hann. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar góðri rekstrarniðurstöðu ársins 2015, sem leggur áfram grunn að sterkari fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

4.1.    Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð (þingmál 673).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 4. maí 2016 þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirliggjandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir að svo komnu máli.

 

4.2.    Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (þingmál 670).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 4. maí 2016 þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirliggjandi frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir).

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir að svo komnu máli.

 

4.3.    Frumvarp til laga um grunnskóla (þingmál 675).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 10. maí 2016 þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirliggjandi frumvarp til laga um grunnskóla.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir að svo komnu máli.

 

  1. Endurskoðun Aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015 – 2027.

Umræða varð um stöðu verkefnisins um endurskoðun Aðalskipulags Bláskógabyggðar. Nú fer að líða að því að tillagan verði tilbúin til auglýsingar.  Öllum gögnum verður dreift til sveitarstjórnar fyrir 20. maí n.k. svo allir hafi nægan tíma til að undirbúa umræðu um tillöguna á næsta fundi sveitarstjórnar í byrjun júní.  Mikilvægt er að allar athugasemdir eða fyrirspurnir verði komnar til ráðgjafa í góðum tíma fyrir næsta fund sveitarstjórnar, en gert er ráð fyrir að ákvörðun um auglýsingu tillögunnar verði tekin á þeim fundi.

 

  1. Fyrirkomulag sumarleyfa 2016:

6.1.    Sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar.

Lagt er til að skrifstofa sveitarfélagsins verði lokuð frá 4. júlí til og með 29. júlí n.k. Munu starfsmenn skrifstofu taka út sumarfrí sitt eftir því sem kostur er og verkefni gefa tilefni til. Þessi tilhögun hefur verið rædd við alla starfsmenn skrifstofu og eru allir sáttir við þetta fyrirkomulag.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna samhljóða.

 

6.2.    Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Lagt er til að sumarfrí sveitarstjórnar verði í júlí og ágúst, en hægt verði þó að boða til fundar í ágúst ef þurfa þykir. Þetta er sama fyrirkomulag og hefur verið haft á undanförnum árum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna samhljóða.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars 2016; heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga.

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars 2016 þar sem óskað er eftir umræðu og afstöðu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar varðandi framtíðar fyrirkomulag og skilgreining hlutverka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi. Umræða varð um málið og afgreiðslu frestað.

 

7.2.    Bréf Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 4. maí 2016; sameining sveitarfélaga í Árnessýslu.

Lagt fram bréf sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem fram kemur ósk sveitarstjórnarinnar um að öll sveitarfélög í Árnessýslu tilnefni tvo fulltrúa hvert í nefnd sem skoða muni kosti og galla þess að sameina Árnessýslu í eitt sveitarfélag.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar sveitarstjórnar í byrjun júní.

 

7.3.    Fundarboð frá vígslubiskupi og stjórn Skálholts, dags. 6. maí 2016; fundur þriðjudag 17. maí 2016.

Lagt fram fundarboð frá vígslubiskupi og stjórn Skálholts óskar eftir að tveir fulltrúar frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar komi til fundar að Skálholti til að fjalla um þá mörgu þætti sem snúa að skipulagi staðarins.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela Helga Kjartanssyni og Valtý Valtýssyni að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

7.4.    Tölvuskeyti Hilmars Ragnarssonar, dags. 28. apríl 2016; gatnagerðargjöld.

Lagt fram tölvuskeyti Hilmars Ragnarssonar þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu gatnagerðargjalda á lóð sinni Lambadalur, Dalbraut 12, ef hann sækir um að byggja íbúðarhús á lóðinni.

Sveitarstjóra er falið að skoða stöðu þessar lóðar með tilliti til álagningu gatnagerðargjalda skv. gildandi gjaldskrá og fyrirliggjandi lóðarsamnings m.m. Ef bygging íbúðarhúss á lóðinni reynist gjaldskyld þá verður veittur 50% afsláttur eins og í gildi er ef byggingarleyfi fyrir húsinu er gefið út á þessu ári.

 

7.5.    Tölvuskeyti Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 28. apríl 2016; aðgerðaráætlun um endurnýjun gervigrasvalla.

Lagt fram tölvuskeyti Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort Bláskógabyggð hafi áform um endurnýjun á gervigrasi / gúmmíkurli á sparkvöllum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar upplýsir að ekki verði farið í slíkar framkvæmdir í ár en vinna er hafin við að finna rétt og skaðlaust efni fyrir vellina, sem verður skipt út fyrir núverandi gervigras og gúmmíkurl.

 

7.6.    Bréf Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 28. apríl 2016; umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, Brekka.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, sumarhús í landi Brekku, Biskupstungum. Umsækjandi er Jóhannes Helgason, kt. 021067-3509.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

7.7.    Tölvuskeyti frá Gunni Ösp Jónsdóttur, f.h. Slakka, dags. 2. maí 2016; bílastæði.

Lagt fram tölvuskeyti Gunnar Ö. Jónsdóttur f.h. Slakka þar sem óskað er eftir að fá til leigu lóðina suður af Slakka til að koma upp bílastæðum. Aðsókn að Slakka hefur aukist mikið og vöntun er á bílastæðum fyrir gesti garðsins.  Bílastæði á þessari lóð myndi tryggja öryggi ferðamanna og íbúa hverfisins.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur jákvætt í erindið. Þar sem umrædd lóð hefur ekki verið stofnuð er sveitarstjóra falið að gera tillögu um tímabundinn samning um nýtingu lóðarinnar, Holtagata 6, undir bílastæði.

 

7.8.    Tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. maí 2016; hagsmunaskráning.

Einnig lagt fram tölvuskeyti KPMG vegna sama málefnis.

Lagt fram tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Bláskógabyggð um hvort sveitarfélagið hafi sett reglur eða skráð með samræmdum hætti hagsmunatengsl kjörinna fulltrúa. Jafnframt er lagt fram tölvuskeyti frá KPMG þar sem Bláskógabyggð er boðin þátttaka í samstarfsverkefni þar sem KPMG mun útbúa grunn að reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum og skjal til að halda utan um slíkar upplýsingar.  Jafnframt er boðin aðstoð við innleiðingu slíkra reglna og veitt óháð staðfesting á því að skráning sé í samræmi við skattframtal viðkomandi einstaklings.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka tilboði KPMG um þátttöku í verkefninu og aðstoð við innleiðingu slíkra reglna.

 

7.9.    Tölvuskeyti Háskólafélags Suðurlands, dags. 9. maí 2016; aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 1. júní 2016.

Lagt fram tölvuskeyti Háskólafélags Suðurlands þar sem kynnt er að aðalfundur félagsins verði haldinn 1. júní n.k.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur Valtý Valtýssyni að vera fulltrúi Bláskógabyggðar á fundinum.

 

 

 

7.10.  Tölvuskeyti Kristins Leifssonar, dags. 3. maí 2016; lagfæring á hljóðfæri Aratungu.

Lagt fram tölvuskeyti Kristins Leifssonar þar sem Bláskógabyggð er gert tilboð í lagfæringu á flyglinum í Aratungu. Tilboðsverð er kr. 1.150.000 og yrði þá skipt um hamra ásamt fleiri mikilvægum hlutum í spilverkinu og nótnaborðinu.  Einnig er innifalið í verðinu full stilling á spilverki.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka þessu tilboði.

Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2016. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við gildandi áætlun ársins og að þessi kostnaður verði færður á deild 0561 lykil 4990.  Kostnaðurinn verður greiddur af handbæru fé og rekstrarafkoma Bláskógabyggðar á árinu 2016 lækkar sem því nemur.

 

7.11.  Tölvuskeyti foreldrafélags Bláskógaskóla, Laugarvatni, dags. 9. maí 2016; beiðni um styrk vegna fyrirlesturs.

Lagt fram tölvuskeyti foreldrafélags Bláskógaskóla, Laugarvatni, þar sem óskað er eftir styrk vegna fyrirlestursins „Ást gegn einelti“ sem var haldinn þann 4. maí s.l.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita foreldrafélaginu fjárstyrk að upphæð kr. 45.000.- enda samræmast þau útgjöld fjárhagsáætlun ársins.

 

  1. Erindi til kynningar:

8.1.    Bréf skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, dags. 25. apríl 2016; Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015 – 2027.

8.2.    Bréf skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, dags. 2. maí 2016; Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015 – 2027.

8.3.    Bréf Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs, dags. 26. apríl 2016; deiliskipulagsbreyting, Bjarkarbraut 2 og 4 að Laugarvatni.

8.4.    Bréf Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs, dags. 26. apríl 2016; framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar að landi Eflingar, Reykholti.

8.5.    Afrit af bréfi Land lögmanna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. apríl 2016; Stjórnsýslukæra.

8.6.    Afrit af bréfi eigenda Hvannalundar 10, Bláskógabyggð til skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2016; athugasemdir vegna auglýst deiliskipulags á Veiðilundi.

8.7.    Skýrsla Tónlistarskóla Árnesinga sem lögð var fram á héraðsnefndarfundi 27. apríl 2016.

8.8.    Yfirlýsing frá nágrönnum eigenda Hundasleðaferða ehf vegna starfsemi félagsins að Hólmaseli við Þjórsá.

8.9.    Árskýrsla hestamannafélagsins Loga 2015 ásamt ársreikningi.

8.10.  Ársreikningur Minningarsjóðs Biskupstungna fyrir árið 2015.

 

  1. Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarmálabók.

 

 

 

Fundi slitið kl. 17:40.