188. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

188. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 1. september 2016, kl. 17:00

í Aratungu

 

 

Mætt voru:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttur, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttir, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti lagði til dagskrárbreytingu, að bætist við einn nýr dagskrárliður 9. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    172. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Varðandi dagskrárlið 8.9 þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að sveitarstjóra verði falið að ganga frá samningi við Grímsnes- og Grafningshrepp um rekstur félagsmiðstöðvarinnar.

Fundargerð staðfest að öðru leyti samhljóða.

 

1.2.    173. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Varðandi dagskrárlið 8.1 þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að skipa þriggja manna vinnuhóp til að fara yfir og endurskoða samþykkt um greiðslu þóknana fyrir störf sveitarstjórnar og nefnda hjá sveitarfélaginu.  Í vinnuhópinn eru skipaðir Helgi Kjartansson, Óttar B. Þráinsson og Valtýr Valtýsson.  Hópurinn skili af sér niðurstöðu í síðasta lagi í byrjun nóvember n.k.

Fundargerð staðfest að öðru leyti samhljóða.

 

1.3.    174. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Fundargerð staðfest samhljóða.

 

1.4.    116. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 9; Neðraberg: Bergsstaðir 16760 og Bergsstaðir lóð A3 lnr. 219953: Deiliskipulag – 1607007.

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi úr landi Bergsstaða sem nær til tveggja spildna. Er gert ráð fyrir tveimur nýjum frístundahúsalóðum á landi lnr. 219953 (frístundabyggð skv. aðalskipulagi) og á spildu með lnr. 167060 (landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi) eru afmarkaðar lóðir utan um núverandi íbúðarhús og útihús auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri íbúðarhúsalóð.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 10; Lindartunga 167075: Nýr byggingarreitur: Deiliskipulagsbreyting – 1608032.

Lögð fram fyrirspurn Erlendar Geirs Arnarssonar dags. 16. ágúst 2016 um hvort að heimilt verði að breyta deiliskipulagi lands úr Lindatungu á þann veg að heimilt verði að afmarka byggingarreit fyrir gistirými. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja einbýlishús og skemmu á landinu.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar er forsenda uppbyggingar gistirýmis á landinu að svæðið verði í aðalskipulagi skilgreint sem svæði fyrir verslun og þjónustu.

 

Mál nr. 11; Gufuhlíð 167096: Nýbyggingar: Deiliskipulagsbreyting: Fyrirspurn – 1608034.

Lögð fram fyrirspurn eiganda Gufuhlíðar dags. 15. ágúst 2016 um hvort að heimilt verði að reisa 36 fm verkfærageymslu og 55 fm gróðurhús lóðinni.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingu gróðurhúss og verkfærageymslu fyrir eigendum aðliggjandi lóðar.

 

Mál nr. 12; Brúarhvammur lóð 1 lnr 167225 og lóð 2 lnr 174434: Deiliskipulagsbreyting – 1608035.

Lögð fram umsókn Eflu Verkfræðistofu f.h. eiganda lóðanna Brúarhvammur 1 og 2 um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunni fellst að skipulagssvæðið stækkar þannig að það nær yfir verslunar- og þjónustulóð sem liggur upp að þjóðvegi. Á þeirri lóð er gert ráð fyrir allt að 500 fm gistiheimilis.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga enda er tillagan í samræmi við gildandi aðalskipulag.

 

Mál nr. 13; Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1603003.

Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 22. júlí 2016 um breytingu á aðalskipulagi í landi Brúar vegna Brúarvirkjunar í Tungufljóti. Þá eru jafnframt lögð fram lagfærð skipulagsgögn þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Að mati sveitarstjórnar Bláskógabyggðar hefur verið komið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar og samþykkir sveitarstjórn að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna og sendi hana til athugunar Skipulagsstofnunar að nýju.

 

Mál nr. 14; Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Deiliskipulag –

Lögð fram lagfærð gögn vegna deiliskipulags Brúarvirkjunar sem áður var búið að samþykkja að auglýsa ásamt breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Eru breytingar gerðar til að koma til móts við athugasemdir sem borist hafa í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að nýju að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

 

Mál nr. 16; Eyvindartunga 167632: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1608044.

Lögð fram umsókn um heimild til að flytja sumarhús af lóð úr landi Eyvindartungu (lnr. 167782) að bæjartorfu jarðarinnar. Sótt er um leyfi til að flytja sumarhús að Eyvindartungu (lnr. 167632).

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við flutning hússins. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu og málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Mál nr. 17; Brekka lóð 167210: Áhaldahús – stækkun byggingarreits: Deiliskipulagsbreyting – 1606054.

Lagður fram tölvupóstur Gissurar Kolbeinssonar f.h. BHM dags. 12. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir að mál er varðar breytingu á deiliskipulagi orlofssvæðis BHM í Brekkuskógi verður tekið fyrir að nýju. Um er að ræða breytingu á byggingarreit fyrir áhaldahús.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ástæðu til að breyta fyrir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir ekki að gera breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

 

Mál nr. 18; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-35 – 1608001F.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. ágúst 2016 lagðar fram til kynningar.

 

Mál nr. 19; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-36 – 1608003F.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 17. ágúst 2016 lagðar fram til kynningar.

 

1.5.    76. fundur veitustjórnar Bláskógaveitu.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.6.    3. fundur fjallskilanefndar Laugardals ásamt fjallskilaseðli.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.7.    50. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:

2.1.    20. fundur stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs.

2.2.    7. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu.

2.3.    174. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

  1. Endurskoðun Aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015 – 2026:

3.1.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 19. ágúst 2016.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem fram koma ábendingar og athugasemdir varðandi tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Bláskógabyggð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa málinu til úrvinnslu hjá stýrihóp og ráðgjöfum sveitarstjórnar um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.

 

3.2.    Bréf Húnavatnshrepps, dags. 20. ágúst 2016.

Lagt fram bréf Húnavatnshrepps þar sem fram kemur að skipulags- og byggingarnefnd Húnavatnshrepps gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Bláskógabyggð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vísar þessu bréfi til stýrihóps og ráðgjafa sveitarstjórnar um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.

 

3.3.    Bréf Guðrúnar Ernu Hreiðarsdóttur, dags. 30. ágúst 2016.

Lagt fram bréf Guðrúnar Ernu Hreiðarsdóttur þar sem fram koma ábendingar og athugasemdir varðandi tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Bláskógabyggð og deiliskipulag á Geysissvæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa málinu til úrvinnslu hjá stýrihóp og ráðgjöfum sveitarstjórnar um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.

 

  1. Staða húsnæðismála leikskólans Álfaborgar, ásamt bréfi frá Foreldrafélagi leikskólans Álfaborgar.

Vísað er til bókunar byggðaráðs Bláskógabyggðar á 173. fundi, dagskrárlið 7.9. Umræða varð um stöðu mála gagnvart húsnæði leikskólans Álfaborgar.  Einnig lagt fram bréf frá Foreldrafélagi leikskólans Álfaborgar þar sem fram koma áhyggjur foreldra um öryggi heilsu barna og starfsfólks vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í húsnæði skólans.

Verið er að vinna að lagfæringum á húsinu og tíminn á eftir að leiða í ljós hvort þær aðgerðir muni koma í veg fyrir rakavandamál í húsinu.

Lögð fram tillaga um að stofnaður verði vinnuhópur um framtíðarfyrirkomulag húsnæðismála leikskólans Álfaborgar í Reykholti. Vinnuhópurinn hafi það hlutverk að fara yfir þá stöðu sem komin er upp í núverðandi húsnæði og húsnæðisþörf skólans til framtíðar litið. Samþykkt samhljóða að vinnuhópinn skipi leikskólastjóri Álfaborgar, formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri sem verði formaður vinnuhópsins. Stefnt skuli að því, að vinnuhópurinn skili af sér fyrstu drögum til sveitarstjórnar á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

  1. Viðaukasamningur um landgræðslu í Tunguheiði.

Lagður fram viðaukasamningur við samning um landgræðslu í Tunguheiði frá 18. júní 1997. Framlagður viðaukasamningur er dagsettur 23. ágúst 2016 og er undirritaður af oddvita sveitarstjórnar f.h. eigenda Hólalands, með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar staðfestir samhljóða framlagðan samning.

 

  1. Beiðni um umsögn um þingmál 674; frumvarp til laga um Umhverfisstofnun.

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem kynnt er frumvarp til laga um Umhverfisstofnun.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við umrætt frumvarp að svo komnu máli.

 

  1. Lögreglusamþykkt. Umræða varð um lögreglusamþykkt fyrir Bláskógabyggð í ljósi mjög vaxandi áninga utan skipulagðra svæða fyrir tjöld, vagna, húsbíla eða annan sambærilegan búnað sem fólk gistir í. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er sammála um að nauðsynlegt sé að koma þessum málum í betra horf. Heppilegast væri að sveitarfélög innan lögregluumdæmis Suðurlands myndu sameinast um að gera sameiginlega lögreglusamþykkt sem myndi bregðast við þessum vanda og færa í viðunandi horf. Samræmdar aðgerðir við upplýsingagjöf, stýringu og eftirfylgni sem eru vænlegastar til árangurs.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er samþykk því að farið verði í þessa vinnu sem allra fyrst.  Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Erindi til kynningar:

8.1.    Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016, 22. – 23. september 2016.

8.2.    Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 20. – 21. október 2016.

8.3.    Skipulagsdagurinn 2016, 15. september 2016.

8.4.    Boðsbréf á landsfund um jafnréttismál 2016, 16. september 2016.

8.5.    Tölvuskeyti Árborgar , dags. 30. ágúst 2016; undirritun samnings um uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Selfossi.

8.6.    Bréf Byggingavettvangsins, dags. 29. ágúst 2016; kynning á starfssemi.

8.7.    Dagur íslenskrar náttúru, 16. september 2016.

 

  1. Stjórnunar- og verndaráætlun Gullfoss 2016 -2025.

Linda Guðmundsdóttir, fulltrúi Umhverfisstofnunar, kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið. Kynnti hún fyrirliggjandi tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Gullfoss og svaraði fram komnum fyrirspurnum.

 

Fundi slitið kl. 19:30.