19. fundur

19. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Fjallasal Aratungu,  miðvikudaginn 27. ágúst 2003, kl 13:30.

Mætt voru: Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Gunnar Þórisson, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Kjartan Lárusson.

1. Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2002, auk ársreiknings Biskupstungnaveitu og Hitaveitu Laugarvatns, fyrri umræða.
Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi hjá KPMG kynnti ársreikninginn ásamt Ragnari S. Ragnarssyni auk þess sat fundinn undir þessum lið Elsa Pétursdóttir skoðunarmaður reikninga.  Árið 2002 var um margt sérstakt vegna sameiningar þriggja sveitarfélaga í Bláskógabyggð.  Á árinu var unnið að breytingum á reiknisskilum sveitarfélagsins í samræmi við ný lög og reglugerð nr. 944/2000 um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga.  Þær breytingar eru helstar að ársreikningur er færður til samræmis við fyrirtæki almennt en ekki með sértækum aðferðum eins og verið hefur.    Samkvæmt ársreikningi A og B hluta eru rekstrartekjur 374.057.000- rekstrargjöld 381.169.000- og fjármagnsliðir 27.296.000-.  Rekstrarniðurstaða var neikvæð um 34.408.000- sem er frávik uppá 15.375.000- frá fjárhagsáætlun.  Fjárfesting A og B hluta samtals nema 16.8 milljónum en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir fjárfestingum að fjárhæð 5.5. millj. kr.   Þá var gert ráð fyrir sölu eigna að fjárhæð 16.4 millj. kr. sem ekki gekk eftir.   Ljóst er að vinna þarf verulega að lækkun rekstrarkostnaðar og er lagt til að byggðaráð vinni tillögur að því hið fyrsta og leggi fyrir sveitarstjórn eigi síðar en í október þannig að þær nýtist við gerð fjárhagsáætlunar 2004.  Orðið var gefið laust um reikninginn og komu fram ýmsar spurningar ásamt óskum um nánari sundurliðun á honum. Kjartan spurði m.a. um uppgjör fjallskila í sveitarfélaginu og verða þau mál skoðuð fyrir næsta fund.  Nánari sundurliðun reikningsins verður send til fundarmanna fyrir næsta fund og óskað er eftir því að spurningum varðandi hann verði skilað fyrir síðari umræðu með minnst sólahrings fyrirvara. Stefnt er að  síðari umræðu um reikninginn fimmtudaginn 4. sept. 2003.  Reikningnum er vísað til síðari umræðu.

2. Fundargerð byggðaráðs frá 12. ágúst 2003. Við 11. lið var formanni byggðaráðs í samráði við Drífu falið að skerpa á bókun og leita skýringa á einstökum liðum í bréfi ráðuneytisins.  Fundargerðin var síðan staðfest.

3
. Fundargerð fræðslunefndar frá 21. ágúst 2003 lögð fram til staðfestingar.  Fundargerðin er staðfest en í lið 2 er því vísað til sveitarstjórnar að taka afstöðu til umsókna um leikskólavist í Álfaborg.  Stefna sveitarstjórnar hefur verið sú að hafa leikskólapláss fyrir þau börn sem þess þurfa.  Þegar að starfsemi Álfaborgar skólaárið 2003 – 2004 var skipulögð þá var hægt að verða við óskum allra sem rétt höfðu á leikskólaplássi fram til áramóta 2003 – 2004.  Rétt áður er leikskólinn opnaði þá bárust umsóknir fyrir 3 börn til viðbótar.  Eins og staðan er í dag þá er ekki hægt að vista þessi börn en þau verða tekin inn eins fljótt og auðið er.

4
. Gatnagerð í Reykholti og Laugarási.  Vegna sölu lóða verður að fara út í gatnagerð í Reykholti og Laugarási.  Farið var yfir gögn varðandi framkvæmdirnar og var sveitarstjóra falið að bjóða út verkið og verður útboðið opið.

5
. Deiliskipulag Skálabrekku, Þingvallasveit.  Samkvæmt bréfi dagsettu 20. ágúst 2003 frá Guðmundi Hólmsteinssyni þá er óskað eftir samþykki sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á drögum að skipulagi hluta Skálabrekkulands í Þingvallasveit. Sveitarstjórn telur skipulagstillöguna ekki samræmast niðurfelldu svæðisskipulagi Þingvallasveitar, sem samþykkt hefur verið að starfa eftir. Sveitarstjórn telur eðlilegt að þar sem um viðamikla frístundabyggð er að ræða ásamt verslunarlóð við Þingvallaveg, þá sé eðlilegt að tillagan verði tekin fyrir við afgreiðslu aðalskipulags, sem nú er í vinnslu og áætlað að ljúki eigi síðar en á miðju ári 2004. Áætlað er að ræða við alla hagsmunaaðila í haust og samræma óskir þeirra í heildarskipulagi fyrir allt svæðið.

6
. Minningarsjóður Biskupstungna, ársreikningur 2002.  Sveinn kynnti reikninginn og var hann samþykktur.  Tekjur sjóðsins á árinu 2002 voru kr. 16.700- , gjöld kr. 0- og vaxtatekjur ásamt verðbótum kr. 209.820-.  Niðurstaða rekstrar var kr. 205.539- og skuldir og eigið fé er kr.2.731.779-.

7
. Námsleyfi sveitarstjóra.  Lagt fram bréf Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra  þar sem hann óskar eftir því að starfshlutfall hans verði minnkað um 20% til þess að honum gefist tækifæri til þess að stunda nám með starfi sínu næstu tvo vetur.   Samþykkt að verða við ósk Ragnars og mun Sveinn A. Sæland taka að sér 20 % staðgengilshlutverk.  Fulltrúar T-listans sátu hjá við afgreiðslu málsins.

8
. Kynnt breytt fyrirkomulag á skrifstofu Bláskógabyggðar.  Helstu breytingarnar eru á opnunartíma skrifstofunnar og símatíma.  Eftirfarandi var samþykkt:

a. Skrifstofa Bláskógabyggðar verður opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:30 – 16 og föstudaga frá kl. 8:30 – 12:30.
b. Símatími verður frá kl. 8:30 – 12:30 alla virka daga vikunnar.
c
. Símatími sveitarstjóra verður á föstudögum frá kl. 10 – 12.
d. Viðtalstími oddvita verður á þriðjudögum frá kl. 10 – 12.

Með þessu móti verði betur hægt að stýra vinnufyrirkomulagi, ná meiri afköstum og árangri í verkefnum skrifstofunnar.
Þessum breytingum er ætlað að auka skilvirkni, draga úr yfirvinnu og álagi á starfsfólk skrifstofunnar, sem verið hefur umtalsvert frá sameiningu sveitarfélaganna vorið 2002.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl .17:10.