19. fundur

19. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar
haldinn þriðjudaginn 24. júní 2003,
kl 13:30 í Fjallasal Aratungu

Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Kjartan Lárusson og varamaðurinn Sveinn A. Sæland sem ritaði fundargerð.

Margeir setti fund og bauð Kjartan Lárusson velkomin í byggðaráð.

1. Vatnsveita Laugarás.  Byggðaráð leggur til við veitustjórn að haldið verði áfram undirbúningi að öflun neysluvatns fyrir Laugarás.

2
. Húsaleiga á húsnæði í eigu Bláskógabyggðar.
Byggðaráð leggur til að viðmiðunarleiga verði kr. 600 á m2 á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins.

3
. Lindarbraut 10 Laugarvatni.  Lindarbraut 10 hefur verið sett á sölu og er sölumat eignarinnar kr. 6.200.000-. Ákveðið að auglýsa hana sérstaklega innan Bláskógabyggðar.

4
. Erindi Sigurðar St. Helgasonar vegna uppgjörs á þróunarverkefninu “Lífsleikni í verki”.  Byggðaráð undrast að svona bakreikningar skuli berast en leggur til að þeir varði greiddir samtals kr. 517.188.-

5
. Samningur um umsjón með Vinnuskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni.  Lagður fram og staðfestur.

6
. Samningur um slátt og garðaþjónustu fyrir Bláskógabyggð á almennum svæðum, sem heyra undir sveitarfélagið, að Laugarvatni sumarið 2003.  Lagður fram og staðfestur.

7
. Bréf frá bókaútgáfunni Hólum ehf. dags. 23. maí 2003 þar sem farið er fram á styrk til bókaútgáfu.  Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins 2003.

8
. Húsfriðun á Laugarvatni.  12. apríl 2003 staðfesti menntamálaráðherra friðun á ytra borði Héraðsskólans á Laugarvatni og fyrirkomulagi stiga við anddyri hússins.

9
. Bréf frá Guðmundi Ingólfssyni og Elínborgu Sigurðardóttur dags. 8. júní 2003 varðandi Hvítá við Iðubrú.  Byggðaráð tekur undir áhyggjur bréfritara en vill benda á fundargerð byggðaráðs frá 29 apríl 2003 þar sem fram kemur að Ferðamálaráð Íslands hefur veitt styrk að upphæð kr. 100.000- til hættumerkinga á svæðinu og hefur Snæbjörn Magnússon tekið að sér að framkvæma verkið ásamt Björgunarsveit Biskupstungna.

10
. Bréf frá Svanhildi Eiríksdóttur varðandi leikskólann Álfaborg.  Sveitarstjóra falið í samráði við Svanhildi og forstöðumann áhaldahússins í Reykholti að koma með tillögur að úrbótum.

11
. Bréf frá Atvinnu og samgöngumálanefnd dags. 19. júní 2003 með ábendingum til sveitarstjórnar.  Formanni byggðaráðs er falið að koma ábendingunum til Vegargerðar ríkisins.

12
.  Erindisbréf veitustjórnar Bláskógabyggðar.  Byggðaráðið leggur til að erindisbréfið verði samþykkt.

13
. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 4. júní 2003 varðandi framlag vegna sameiningar sveitarfélaga.  Fram kemur að Bláskógabyggð var úthlutað kr. 1.300.000- til viðbótar við fyrri úthlutanir.

14
. Bréf frá Jónu Gestsdóttur og Gunnari Vilmundarsyni dags. 27. maí 2003 varðandi frágang á Torfholti fyrir utan Dalsel.  Byggðaráð leggur til að forstöðumanni áhaldahússins á Laugarvatni varði falið að skoða málið og koma með tillögu að úrbótum.

15
. Bréf frá Sigríði H.J. Benedikz og Þórarni Benedikz dags. 20. júní 2003 þar sem farið er fram á að jarðarpartur þeirra að Bergstöðum (28.4 ha) verði gerður að lögbýli.  Byggðaráð gerir ekki athugasemd við að Skógarás verði gerður að lögbýli.

16
. Fundargerð 49. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 18. júní 2003 ásamt greinargerð slökkviliðsstjóra.  Þar sem taka þar afstöðu til verulegra sjárfestinga þá vísar byggðaráð fundargerðinni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

17
. Fundargerð oddvitaráðsfundar Laugaráslæknishéraðs sem haldinn var 6. maí 2003 ásamt samningi um umsjón jarðarinnar Laugaráss í Bláskógabyggð.
Byggðaráð leggur til að staðfestur verði samningurinn um umsjón jarðarinnar auk þess að staðfest verði samkomulag um stöðu Skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu ásamt erindisbréfi.

18
. Eftirfarandi fundargerðir voru kynntar og staðfestar:

a. Fundargerð 6. fundar nefndar um samþykktir Bláskógabyggðar haldinn 11. júní 2003.
b. Fundargerð 12. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar haldinn 16. júní 2003.  Byggðaráð tekur undir tillögu fræðslunefndar um að börn sem vistast í Leikskólanum Álfaborg  kl. 9:00 geti mætt allt að 15 mín. fyrr eða kl. 8:45.  Sá vistunarmöguleiki að mæta kl. 9:00 fellur því út og 8:45 kemur í staðinn.
c
. Fundargerð 6. fundar Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 10. júní 2003.
d. Fundargerð 2. fundar húsnæðisnefndar haldinn 19. maí 2003.

19. Eftirfarandi erindi voru kynnt:

a. Fundargerð 104. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 19. maí 2003.
b. Bréf Bláskógabyggðar dags. 5. júní 2003 varðandi styrkumsókn Byggingafélags námsmanna til Byggðastofnunar.
c. Ársskýrsla Reykholtsskóla skólaárið 2002 – 2003.
d. Fundargerð 55. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 21. maí 2003.
e. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 20. maí 2003 varðandi lögverndun á starfsheitum og starfsréttindum.
f. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26. maí 2003 varðandi ársreikninga.
g. Bréf Bláskógabyggðar til félagsmálaráðuneytisins dags. 15. júní 2003 varðandi frest til að skila ársreikningi ársins 2002.
h. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 19. júní 2003 þar sem fram kemur að ekki er í lögum heimild til að veita frest á skilum á ársreikningi sveitarfélaga.
i. Fundargerð stjórnar Lindarfélagsins sem haldinn var 19. maí 2003.
j. Bréf frá Samvinnunefnd miðhálendisins dags. 28. mars 2003 varðandi breytingu á svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015, Sultartangalína.
k. Bréf frá sóknarnefnd Miðdalskirkju dags. 19. maí 2003.
l. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 10. júní 2003 varðandi greiðslur vegna Launanefndar sveitarfélaga vegna ársins 2003.
m. Bréf Bláskógabyggðar til Vegagerðar ríkisins dags. 5. júní 2003 varðandi framkvæmdir Vegagerðarinnar í Bláskógabyggð.
n. Bréf Bláskógabyggðar til Umhverfisstofnunar dags. 9. júní 2003 varðandi náttúruverndaráætlun 2003 – 2008.
o. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 28. maí 2000 varðandi deiliskipulag sumarhúsa í landi Kjarnholta I, Biskupstungum.
p. Fundargerð 65. stjórnarfundar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 28. maí 2003.
q. Bréf frá Vinnueftirliti ríkisins dags. 12. apríl 2003 varðandi reglur um vinnu barna og unglinga.
r. Samningur um vistvernd í verki dags. 22. maí 2003.
s. Bréf frá Vegagerð ríkisins dags. 5. júní 2003 varðandi viðhald girðinga.
t. Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar dags. 20. júní 2003 varðandi rekstur í opinberu húsnæði.
u
. Bréf frá Félagi tónlistarskólakennara dags 18. júní 2003 varðandi þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að nemendur með lögheimili í öðrum sveitarfélögum verði ekki teknir inn í tónlistarskóla nema heimasveitarfélag nemandans ábyrgist greiðslu þess kostnaðar af náminu sem er umfram skólagjöld.

 


Fundi slitið kl. 16:30