2. fundur 2010

2. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
miðvikudaginn 25. ágúst 2010
í fundarsal Aratungu, Reykholti

Grunnskólahluti (15:00 – 16:00)

Mætt:  Sigurbjörn Árni  Arngrímsson, formaður (SÁA), Axel Sæland ritari (AS), Bryndís
Böðvarsdóttir varaformarður (BB), Arndís Jónsdóttir skólastjóri (AJ), Sigurlaug Jónsdóttir
fulltrúi kennara (SJ), það vantaði fulltrúa foreldra þar sem ekki er vitað hver það er.

1)  Kosning ritara nefndarinnar.
Ákveðið var að Axel Sæland yrði ritari fræðslunefndar og Bryndís Böðvarsdóttir yrði
varaformaður.

2)  Fastur fundartími
Fræðslunefnd ákvað að hafa fastan fundartíma fjórða miðvikudag hvers mánaðar frá 15:00-
17:00. Grunnskólahluti og leikskólahluti verða til skiptis kl 15:00-16:00 og 16:00-17:00.
Alltaf verður fundað tvisvar í röð á hvorum stað (Reykholt, Laugarvatn) fyrir sig.

3)  Starfið framundan
Arndís stiklaði á stóru með starf skólans og hvað væri framundan. Starfsfólk mætti til vinnu
17. ágúst, skólinn var settur 20.ágúst og kennsla hófst þann 23. Engar nýráðningar voru en
Sigurlaug Angantýrsdóttir kemur til baka úr árs veikindaleyfi. Guðbjörg Þóra Jónsdóttir hefur
leyst hana af og er á leið í barneignarleyfi. 39 nemendur eru við skólann á Laugarvatni,104
við skólann í Reykholti og 32 starfsmenn eru við skólann í 23 stöðugildum.

4)  Ávaxta og grænmetis stund í stað nestis
a)  Krakkar Reykholtsmegin fá núna ávexti og grænmeti í stað nestis að heiman í
hressingartímanum kl 10.00.  Viðbrögðin hafa verið mjög góð bæði hjá nemendum og
foreldrum en þetta er mánaðartilraun hjá skólanum. Ávextirnir og grænmetið munu
kosta 1.500 kr þennan mánuðinn en ef áframhald verður gæti kostnaður lækkað.
b)  SÁA ætlar að kanna hvort möguleiki sé fyrir hendi að prófa hið sama á Laugarvatni
vegna þess hve vel hefur tekist í Reykholti.

5)  Vetrarfrí grunn-og leikskóla
Fræðslunefnd ætlar að koma skóladagatali grunnskólans til leikskólastjóra þannig að
leikskólinn hafi kost á því að aðlaga sig að því.

6)  Önnur mál
a)  AJ minnir á að haustþing kennara sé 30.sept. og starfsdagur kennara sé 1.okt. b)  Lyngdalsheiðarvegur opnar formlega 15.sept. og mun það spara sveitarfélaginu
umtalsverða peninga í skólaakstri svo ekki sé minnst á lengdina sem krakkarnir þurfa
að sitja í skólabíl. Er þetta mikið fagnaðarefni fyrir sveitarfélagið. Engar breytingar
verða á akstri skólabíla þennan veturinn.
c)  Frístundaskólinn á Laugarvatni verður með sama sniði og í fyrra þ.e.a.s. Margrét Elín
Egilsdóttir stjórnar honum og skipuleggur hann í samstarfi við Ungmennafélag
Laugdæla.

Leikskólahluti (16:00 – 17:30)

Mætt:  Sigurbjörn Árni  Arngrímsson, formaður (SÁA), Axel Sæland ritari (AS), Bryndís
Böðvarsdóttir varaformarður (BB), Agnes Magnúsdóttir leikskólastjóri Álfaborgar (AM),
Henríetta Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG), Sólveig Björg
Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Kristín Ingunn Haraldsdóttir fulltrúi
fulltrúi starfsmanna Álfaborgar og Gullkistunnar (KIH). Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi
foreldra á Gullkistu fékk fundarboðið ekki með nægilegum fyrirvara frá formanni
fræðslunefndar og var upptekin annars staðar.

1)  Fastur fundartími
Fræðslunefnd ákvað að hafa fastan fundartíma fjórða miðvikudag hvers mánaðar frá 15:00-
17:00. Grunnskólahluti og leikskólahluti verða til skiptis kl 15:00-16:00 og 16:00-17:00.
Alltaf verður fundað tvisvar í röð á hvorum stað (Reykholt, Laugarvatn) fyrir sig.

2)  Starfið í Gullkistu
23 börn eru í leikskólanum og þar af tvö ný og eitt kemur inn í nóvember er það nær 18
mánaða aldri. Ein breyting varð á starfsliði Gullkistunnar þ.e. Dröfn Þorvaldsdóttir hætti (og er henni þakkað fyrir góð störf) og Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir
kom inn í staðinn en hún er íþróttakennari og verður með alla hreyfingu í leikskólanum en
stefnt er að því að hafa alla skipulagða hreyfingu úti þennan veturinn. SÁA spurði hvers
vegna vikulegur tími í íþróttahúsi hefði verið felldur niður.  SBA skýrði frá því að hann hefði
ekki nýst nægilega vel auk þess sem þau fengju meiri hreyfingu núna þar sem Kolbrún myndi
vera með hreyfingu oftar í hverri viku auk þess peningar myndu sparast við þetta. SBA ætlar
að skrásetja hvernig henni þykir þessi tilbreyting takast. SBA stakk einnig upp á því að Ólafur
Guðmundsson íþróttakennari myndi svo næsta haust bera saman hreyfiþroska elsta árgangsins
á leikskólanum núna við hreyfiþroska árgangsins sem útskrifaðist í vor og hóf skólagöngu í
þessari viku til þess að vera með utanaðkomandi mat á breytingunum á hreyfingu
leikskólabaranna. Nýr sandkassi er kominn og er mikil ánægja með hann bæði hjá börnum og
starfsfólki, en sandurinn í honum þykir ekki góður að sögn SBA og vill láta skipta um hann.
Samstarfið við grunnskólann með nýtingu á stofum skólans gengur eins og í sögu og er mjög
mikil ánægja með þetta samstarf.
Haustþing leikskólakennara verður 24.sept. SBA lagði fram og fór yfir skóladagatalið og
skilað jaframt af sér starfsskýrslu fyrir síðasta skólaár. SBA verður í veikindarleyfi frá og með
10.okt í 6 vikur.

3)  Starfið í Álfaborg
Leikskólinn er fullsetinn og eru þegar nokkur börn á biðlista sem ættu að vera að byrja á
næstunni. Mikið meira er af ungum börnum þ.e. 18 mánaða – 3 ára en vanalegt er á
leikskólanum og eru því fá börn á eldri deild. AM mælir ekki með því að færa elstu börn á
yngri deild upp á eldri deild, það hafi verið gert í fyrra en ekki gefið góða raun hvorki fyrir
börnin né starfsfólkið þar sem börnin hafi hreinlega ekki þroska til að vera þar. SÁA hváði því honum hafði skilist á fulltrúum Álfaborgar fljótlega eftir þetta var tekið upp á vormánuðum
2009 að þessi tilhögun hefði gengið vel. AM skýrði þá frá því að þrátt fyrir að þessar
tilfærslur hafi litið út í upphafi þá var langtímareynlan á þeim ekki góð. Fræðslunefnd styður
AM í að færa yngri börn á milli deilda telji hún það þeim ekki fyrir bestu.
Leikskólinn byrjaði aftur 16. ágúst eftir sumarfrí og helstu breytingar eru þær að Júlíana
leikskólastjóri er kominn í árs námsleyfi og AM tekur við sem leikskólstjóri á meðan. Svava
Kristjánsdóttir kemur svo inn á deild fyrir AM. Á eldri deild eru 16 börn og 2 starfsmenn en
17 börn á yngri deild og 3 starfsmenn. AM stiklaði á stóru um hvað væri framundan hjá
leikskólanum.

4)  Samþykkt leikskólareglna
Breytingar hafa verið gerðar á reglum leikskólanna samanber síðasta fræðslunefndarfund og
lagt til að grein 6 verði breytt enn frekar þannig að það komi skírt fram að þegar sótt er um
svo kallað náðarkorter þá sé það gert um leið og sótt er um dvöl fyrir barnið, SÁA ætlar að
útfæra það.
Mælst til þess að leikskólastjórar geri könnun á því hjá foreldrum hve margir hyggist notfæra
sér náðarkorterið.

5)  Vetrarfrí grunn- og leikskóla
AM spyr hvort hægt sé að koma á vetrarfríi fyrir leikskólana og hafa það þá á sama tíma og
hjá grunnskólanum. SÁA segir að það þurfi að leggja fyrir sveitarstjórn því óljóst sé hvort
slíkt frí sé launað eða ólaunað og eitthvað sem þyrfti að kanna bæði hjá starfsfólki ef ólaunað
og foreldrum. Fræðslunefnd mælist til þess að leikskólastjórar kanni áhuga hjá foreldrum fyrir
vetrarfrí.

6)  Önnur mál
SBA minnir á að gjaldskrá, fundargerðir og reglur leikskólanna séu ekki enn komin inn á vef
Bláskógabyggðar.

Axel Sæland ritaði fundargerð