2. fundur

2. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar, haldinn í
Aratungu, 23.ágúst 2010 kl.17.30.
Mætt: Skúli Sæland, Kristinn Ólason og Valgerður Jónsdóttir, aðalmenn, og
Geirþrúður Sighvatsdóttir varamaður. Sigurlína Kristinsdóttir boðaði forföll. Ann
Helen Odberg stödd erlendis. Á fundinum var einnig ferðamálafulltrúi
uppsveitanna, Ásborg Ósk Arnþórsdóttir. Skúli setti fundinn og Valgerður ritaði
fundargerð.

1. Lestur fundargerðar síðasta fundar.
2.  Umræður og hugmyndaflæði varðandi framsetningu á stefnu sveitarfélagsins
í menningarmálum. Hugmynd um setja saman markmiðslýsingu og skoða það
sem önnur sveitarfélög hafa gert í þessum málum. Mikilvægt að styðja við þær
hugmyndir og starfsemi sem íbúar Bláskógabyggðar búa yfir og stefna að því að
byggja upp styrktarsjóð sem hægt er að leita í. Það gæti virkað hvetjandi. ÁA
bendir á að markmið og stefnu þurfi helst að setja fram á einfaldan, aðlaðandi
máta. Ekki færast of mikið í fang, heldur taka t.d. eitt ár í einu og einbeita sér að
því.
Hugmyndir um að efla umfjöllun um þá menningarstarfsemi sem er í gangi t.d á
heimasíðu og í Bláskógafréttum.
3. Umræður um hátíðir og stærri viðburði; Hvert er markmið þeirra? Fram komu
ýmsar hugmyndir um hátíðir sem hægt væri að hrinda í framkvæmd. T.d.
„Bláskógahátíð“ þar sem aðalmarkmiðið væri  samvera fólksins í sveitarfélaginu
og efling á tenglsum íbúanna við svæðið.  KÓ deilir reynslu sinni af
Sumartónleikum í Skálholti  og hvernig mögulega væri hægt að tengja þá út í
samfélagið.
4. Skráning þeirra aðila sem vinna menningartengt starf í sveitarfélaginu.
Umræður um mikilvægi þess að skrá þessa aðila til að fá betri yfirsýn yfir það
starf sem er unnið. Ákveðið var að ráðast í  umrædda skráningu og stefnt er að
því að upplýsingar komi síðar fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Þarna væri
kominn vísir að upplýsingabanka varðandi menningarmál sem hægt er að vinna útfrá. Ákveðið var að nefndarmenn sendi hugmyndir sínar um aðila sem gætu
verið á slíkri skrá til formanns nefndarinnar.
5. Umræður um styrki. Menningarmálanefnd leggi til við sveitarstjórn  að
virkjaður verði styrktarsjóður, sem aðilar geta leitað í til eflingar á
menningarstarfsemi sinni. Einnig gætu námsmenn sem eru t.d. í listnámi sótt
um styrk í sjóðinn. Mikilvægt er að þessar styrkveitingar séu opinberar og
auglýst sé eftir umsækjendum svo allir sitji við sama borð. Á meðan unnið er að
uppbyggingu sjóðsins mætti veita viðurkenningar fyrir vel unnin
menningartengd störf og jafnvel leita til fyrirtækja um styrki. Allt miðar þetta að
því að vekja athygli á vel unnum störfum í menningarmálum og jafnframt athygli
á sveitarfélaginu út á við.
Áhugavert væri að vita að hve miklu leyti styrkveitingar skila sér tilbaka til
sveitarfélagsins. SS mun afla upplýsinga varðandi þetta fyrir næsta fund.
6. Umræður um félagsheimili sveitarfélaga almennt og hvort rétt sé að virkja
þau í menningartengdum tilgangi á vegum sveitarfélaga. Rætt um möguleika á
að finna starfsemi í Aratungu farveg.
7. Umræður um aðkomu ÁA að starfi menningarmálanefndar. ÁA er reiðubúin
að vera til aðstoðar við störf nefndarinnar. Stefnt er á að funda með fulltrúum
frá fræðslunefnd og æskulýðsnefnd til að ákvarða hvar mörkin milli nefndanna
liggja og hvert samstarf þeirra getur orðið.
8.  Ákveðið var að nefndin hittist í 3. viku septembermánaðar. Þá verður unnið
markvisst að stefnumörkun og framsetningu á stefnu, þ.e. textavinna og
uppsetning. Stefnt er á að drög að stefnumörkun verði tilbúin í október.

Fundi slitið kl. 19.10.
Valgerður Jónsdóttir, fundarritari.