2. fundur

2. Fundargerð Umhverfisnefndar Bláskógabyggðar.
Fundur haldinn í Aratungu 30. september 2010  kl 20:00.
Annar fundur nýkjörinnar Umhverfisnefndar.

Mætt: Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir, Pálmi Hilmarsson og Herdís Friðriksdóttir sem ritaði fundargerð.
Valgerður Sævarsdóttir boðaði forföll.
Fyrir fundinum lágu 3 mál:
1.  Niðurstöður heilbrigðisfulltrúa vegna þörungablóma í Hrosshagavík.
2.  Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda árið 2010 sem haldinn verður 29.
október nk.
3.  Umhverfisverðlaun fyrir garða, býli og þjónustu-eða iðnaðarhúsnæði.
4.  Önnur mál.
Rætt var um niðurstöður heilbrigðisfulltrúa vegna þörungablóma í Hrosshagavík og lagt fram bréf frá
heilbrigðisfulltrúa Suðurlands þar sem fram kemur að svæðið hafi verið skoðað 9. ágúst s.l. og víða mætti
sjá kröftugan grasgróður sem bendi til að vatnið sé mjög næringarríkt líklega m.a. frá afrennsli rotþróa og
landbúnaðarsvæða. Skv. álitinu er ekki hægt að álykta að eituráhrif verði af þessu þar sem þynning er
mikil.  Ekki þótti ástæða til þess að taka sýni en álitið látið duga.
Sigríður Jóna lét bóka að sem ábúanda í Hrosshaga finnist henni einkennilegt að ekki hafi verið tekið sýni
úr Hrosshagavíkinni fyrst að heilbrigðisfulltrúi væri kominn á svæðið.
Ákveðið var að inna heilbrigðisfulltrúa eftir því hver ástæðan hafi verið fyrir því að ekkert sýni var tekið í
umræddri ferð.
Formaður kynnti að fyrir lægi ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitafélaga árið
2010 en fundurinn verður haldinn í Borgarnesi þann 29.október nk. Ákveðið var að bíða eftir að fá
dagskrá fundarins senda og ákveða hver nefndarmanna fari á hann.
Á síðasta fundi var ákveðið að umhverfisnefndin myndi standa fyrir veitingu viðurkenninga fyrir falleg
svæði í sveitarfélaginu nú í haust. Eftir umræður um málið var ákveðið að bíða með að veita þessar
viðurkenningar fram á vorið. Athuga þarf hverjir hafa fengið viðurkenningar á undanförnum árum.
Ákveða þarf í hvaða flokkum skal veita viðurkenningu og með hvaða hætti, fram kom hugmynd um að
veita viðurkenningu í einum flokki eitt árið og í öðrum flokki annað ár. Stjórnin mun skoða málið og
ákveða nánari tilhögun þegar fer að vora.
Önnur mál:
Pálmi velti upp spurningum um kerfilinn og segir hann vera að breiða úr sér á lóð  sem áður tilheyrði
Héraðsskólanum en Menntaskólinn að Laugarvatni hafi nú umráðarétt yfir.  Hann hafi fengið þær
upplýsingar að ekkert sé hægt að gera nema að jarðvegsskipta ef losna á við plöntuna. Málið var rætt en
ljóst er að kerfillinn getur orðið að stórkostlegu umhverfisslysi verði ekkert að gert.  Ekki megi bíða mikið lengur með að taka ákvarðanir um hvað gera skuli í sambandi við þessa plöntu. Grípa verði strax til
ráðstafana ef kerfillinn á ekki að breiða úr sér um allt sveitarfélagið.  Bent var sérstaklega á það að þegar
kerfill er sleginn meðfram þjóðvegum þá geti hann breiðst enn frekar út á önnur svæði sem verða slegin
næst.  Einhverjar ákvarðanir þurfi að taka innan sveitarfélagsins vegna þessa.
Ákveðið var að umhverfisnefnd sendi sveitarstjórn ábendingu vegna kerfilsins ásamt vísindalegum
gögnum um hvernig plantan hegðar sér í umhverfinu til að benda á alvarleika málsins.  Einnig að fá svar
við eftirfarandi spurningum:  Hver á að taka ákvarðanir um að „taka á“ kerflinum þar sem hann er farinn
að breiða úr sér?  Hver á að bera kostnað af því að t.d. jarðvegsskipta á einkalóð, væri hægt að sækja um
styrki til þess?
Rætt var um gámasvæði og kom fram að ekki sé eins mikil óánægja með opnunartímana eða
fyrirkomulag gámasvæða eins og var í byrjun. Rætt er um að viss verðmæti séu falin í garðaúrgangi sem
nýtast til moltugerðar.  Í dag er garðaúrgangur gjaldskyldur og honum ekið í bæinn.  Í því ljósi væri
áhugavert að koma á fót þannig fyrirkomulagi að einstaklingar geti komið með afklippur af trjám og
runnum og annan garðaúrgang og skilað endurgjaldslaust á gámasvæðin og sveitarfélagið sæi um að
útbúa moltu úr efniviðnum.
Ákveðið var að fá Drífu Kristjánsdóttur og Halldór Karl á fund til þess að ræða þessa möguleika.
Rætt um að fá Landgræðslufélag Biskupstungna til að kynna starfsemi sína.  Bent var á að félagið heldur
árvissa kynningarfundi og ætti umhverfisnefndin að fjölmenna þangað.
Rætt var um hreinsidagar á vegum sveitarfélagsins.  Núna eru amk 2 dagar á ári þar sem fólk er hvatt til
þess að hreinsa til í kringum sig og því ekki þörf á að nefndin beiti sér fyrir því einnig.  Upp kom hugmynd
um að fá Ungmennafélögin til þess að beita sér fyrir hreinsun á árbökkum og vatnsbökkum en mikið er
um ár og stór vötn í sveitarfélaginu og ekki vanþörf á því að hreinsa þau svæði.
Rætt var um skiptimarkað en á síðasta fundi kom upp hugmynd um að kvenfélögin stæðu fyrir
skiptimarkaði á fatnaði.  Ákveðið að fara með þetta fyrir haustfund Kvenfélags Biskupstungna og athuga
hvort áhugi sé á að taka verkefnið að sér.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:15.
Viðbótarupplýsingar:
Daginn eftir fundinn ræddi Pálmi við Halldór Karl og komu þessar upplýsingar fram:
Garðaúrgangi frá gámasvæðum sveitafélagsins er ekki ekið til Reykjavíkur heldur hefur sá garðaúrgangur sem
kemur á gámasvæðið á Laugarvatni verið flutt þaðan í haug sem er inn á gamla Gjábakkavegi.  Þeim haug á
hinsvegar að loka vegna tilmæla Umhverfisstofnunar.  Það sem til fellur í Reykholti er eins og staðan er núna flutt
að Syðri-Reykjum og sett þar í holu sem Grímur, ábúandi þar, þarf að fá fyllta. Þangað mun einnig allt frá
Laugarvatni fara næsta sumar.  Framtíðarhugmyndin er sú að á Spóastöðum verði öllu garðaúrgangi fargað, jafnvel
kurlað þar eins og kostur er og gras fari líka í haug þannig að þar mun með tíð og tíma verða moltuhaugur.
Garðaúrgangurinn er gjaldskyldur eins og mig minnti og kostar um 4000 kr á m3 að koma með þetta á gámasvæðin.  Halldór Karl nefndi einnig að komið hefði fyrirspurn frá Sólheimum um að fá þennan úrgang til sín því þau væru
með hugmyndir um moltugerð eða kurlun en sú umræða er á byrjunarreit.