2. fundur

Annar fundur æskulýðsnefndar.
Efri – Reykjum 20. október 2010  kl. 17:30

Mættir: Rúnar Gunnarsson, formaður, Smári Stefánsson, og Smári Þorsteinsson.

1.  Forvarnarstefna var valið forgangsverkefni á síðasta fundi nefndarinnar og var byrjað á því
að móta hana.
a)  Ákveðið var að reyna að fá alla aðila sem vinna með börnum og unglingum í
sveitafélaginu til að koma að forvarnarstefnu sveitafélagsins.
b)  Þeir aðilar sem hugsanlega gætu komið að forvarnarsetfnu eru (hugsanlegt er að
einhverja vanti á listann sem ættu að vera á honum, auk þess sem einhverjir sem á
honum eru gætu dottið út):
Grunnskóli Bláskógabyggðar
Ungmennafélag Biskupstungna
Ungmennafélag Laugdæla
Björgunarsveit Biskupstungna
Björgunarsveitin Ingunn Laugarvatni
Hestamannafélagið Logi
Hestamannafélagið Trausti
Unglingadeildin Greipur
Leikskólinn Álfaborg
Leikskólinn Gullkistan
Æskulýsstarf kirkjunnar, Molarnir
Skálholtsprestakall
Mosfellsprestakall
Þingvallaprestakall
Heilsugæslustöðin Laugarási
Menntaskólinn að Laugarvatni
íþróttakennaraháskóli Íslands
Þjóðgarðurinn á þingvöllum
Golfklúbburinn Dalbúi
Golfklúbburinn Úthlíð
Golfklúbburinn Geysi
Brunavarnir Árnessýslu
Lögreglan á Selfossi
Foreldrafélag Grunnskóla Bláskógabyggðar
Foreldrafélag Leikskólans Álfaborg
Foreldrafélag Leikskólans Gullkistan
Kvennfélag Biskupstungna
Kvennfélag Laugardals
Lionsklúbburinn Geysir
Lionsklúbbur Laugardals
c)  Æskulýðsnefndin mun koma með tillögu að frovarnarstefnu sem færi fyrir sveitarstjórn.
Ætlunin er að fá sem flesta aðila til að koma að forvarnarstefnunni og mun nefndin
ætlast til þess að þeir sem vilji vera með, vinni sína eigin forvarnarstefnu út frá  stefnu
sveitarfélagsins.
d)  Rætt var um að reyna að koma með drög að forvarnarstefnu fyrir næsta fund
sveitarstjórnar.

2.  Rætt var um að koma á ungmennaráði fyrir unglinga á aldrinum 13 – 20 ára.  Ungmennaráði
er ætlað að koma með tillögur til sveitarstjórnar sem varða málefni ungmenna í sveitarfélaginu. Æskulýðsnefnd leggur til að sex aðilar eigi sæti í ungmennaráði auk þriggja
varamanna.  Fjórir fulltrúar koma frá Grunnskóla Bláskógabyggðar, tveir frá Reykholti og
einn til vara, tveir frá Laugarvatni og einn til vara og tveir fulltrúar á framhaldsskólaaldri og
einn til vara.  Allir sem eru á þessum aldri eiga rétt á að bjóða sig fram og hafa einnig
kosningarétt.
a)  Ákveðið var að útfæra þetta nánar á næsta fundi.
b)  Ákveðið var að hittast aftur um miðjan næsta mánuð.

Fleira var ekki rætt og var fundi slitið kl. 19:30.
Smári Þorsteinsson