20. fundur framkvæmda og veitunefndar
- fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn í Aratungu, Reykholti, 12 ágúst 2021, kl. 10:00.
Fundinn sátu:
Valgerður Sævarsdóttir, Helgi Kjartansson, Axel Sæland, Ásta Stefánsdóttir, Benedikt Skúlason og Kristófer Arnfjörð Tómasson.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Hönnun fráveitu Laugarvatni – 2006019 | |
Bárður Árnason, Sigrún Soffía Sævarsdóttir og Páll Bjarnason frá Eflu verkfræðistofu komu inn á fundinn vegna fráveitumála á Laugarvatni. Farið var yfir tillögu að endurnýjun veitunnar og rætt um framhald verksins. | ||
2. | Tungurimi fráveita og gatnagerð – 2106013 | |
Bárður Árnason, Sigrún Soffía Sævarsdóttir og Páll Bjarnason frá Eflu, verkfræðistofu, komu inn á fundinn. Farið var yfir hönnun fráveitu frá Tungurima og tengdum götum og rætt um lausnir. | ||
3. | Heimlögn vatnsveitu – 2105004 | |
Umsókn Snorra Geirs Guðjónssonar, dags. 200464-4279, um heimlögn vatnsveitu að Tjörn, nánar tiltekið að 14 sumarhúsum, þremur íbúðarhúsum og fjárhúsi í gegnum eina tengingu. Áður á dagskrá á 17. fundi. Snorri Geir og Guðný Rósa komu inn á fundinn. Rætt var um tengingu við vatnsveitu sveitarfélagsins. Framkvæmda- og veitunefnd felur sviðsstjóra, sveitarstjóra og veitustjóra að gera tillögu að samkomulagi um tengingu við Bláskógaveitu. | ||
4. | Heimlögn vatnsveitu – 2106047 | |
Umsókn Gylfa Gíslasonar, kt. 131262-3379, dags. 28. júní 2021, um heimlögn vatnsveitu vegna Kjarnholts II (192978 mhl 02).
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir umsóknina miðað við 32 mm lögn. |
||
5. | Heimlögn vatnsveitu – 2106044 | |
Umsókn Egils Geirssonar, kt. 051069-4399, dags. 1. júní 2021, um heimlögn vatnsveitu að Stakksárhlíð 8 (217511).
Framkvæmda- og veitunefnd frestar afgreiðslu til frekari gagnaöflunar. |
||
6. | Heimlögn vatnsveitu – 2106043 | |
Umsókn Bogeyjar Geirsdóttur, kt. 100564-5569, dags. 1. júní 2021, um heimlögn vatnsveitu að Stakksárhlíð 6 (217509).
Framkvæmda- og veitunefnd frestar afgreiðslu til frekari gagnaöflunar. |
||
7. | Heimlögn vatnsveitu – 2106042 | |
Umsókn Stefaníu Geirsdóttur, kt. 231162-36498, dags. 11. júní 2021, um heimlögn vatnsveitu að Stakksárhlíð 4 (217567).
Framkvæmda- og veitunefnd frestar afgreiðslu til frekari gagnaöflunar. |
||
8. | Heimlögn vatnsveitu – 2106040 | |
Umsókn Þórdísar Geirsdóttur, kt. 010261- 3419, dags. 11. júní 2021, um heimlögn vatnsveitu að Stakksárhlíð 2 (217505).
Framkvæmda- og veitunefnd frestar afgreiðslu til frekari gagnaöflunar. |
||
9. | Viðhald grunnskóla 2021 – 2106015 | |
Málningarvinna við grunnskóla sveitarfélagsins.
Vinna stendur yfir við málun grunnskólans í Reykholti, sveitarstjórn hafði ráðgert að láta einnig mála Öspina á Laugarvatni, en eftir nánari skoðun á húsinu er lagt til að málun á Öspinni fylgi öðrum viðgerðum á ytra byrði hússins og verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
10. | Samningur um viðhald og þjónustu við ljósleiðara – 2108009 | |
Tillaga um að gerður verði þjónustusamningur um viðhald og aðra þjónustu vegna ljósleiðarakerfis.
Sveitarstjóra er falið að leggja drög að þjónustusamningi fyrir næsta fund. |
||
11. | Styrkur til fráveituframkvæmda Reykholt – 2108007 | |
Tilkynning Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 9. júlí 2021, um styrk til fráveituframkvæmda í Reykholti 2020 og 2021.
Kynnt var niðurstaða um styrkveitingu til fráveituframkvæmda í Reykholti. |
||
12. | Grenndargámasvæði í Bláskógabyggð – 2104042 | |
Tilkynning Uumhvefis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 8. júlí 2021, um styrkveitingu til verkefnisins Grenndarstöðvar við frístundabyggðir í Bláskógabyggð.
Kynnt var niðurstaða um styrkveitingu til uppsetningar grenndarstöðva við frístundabyggðir í Bláskógabyggð. |
||
13. | Niðurstaða fráveitusýnatöku 2021 – 2108006 | |
Tilkynning Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 15. júlí 2021 um niðurstöður fráveitusýnatöku í júlí 2021.
Niðurstöður voru lagðar fram til kynningar. |
||
14. | Niðurstöður neyslu- og baðvatnssýnatöku – 2105029 | |
Tilkynningar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 15. og 26. júlí um niðurstöður baðvatnssýnatöku í júlí 2021.
Niðurstöður voru lagðar fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 11:50.