20. fundur

20. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar
haldinn þriðjudaginn 12. ágúst 2003,
kl 13:30 í Fjallasal Aratungu

Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Kjartan Lárusson og Sigurlaug Angantýsdóttir.   Sveinn A. Sæland ritaði fundargerð.

1. Bréf frá Magga Jónssyni dags. 28. júlí 2003 varðandi kostnað við teikningar af viðbyggingu við Grunnskóla Laugarvatns.  Lagðar voru fram fundargerðir bygginganefndar Grunnskóla Laugarvatns.  Á grundvelli þeirra og annarra gagna sem fyrir liggja í málinu er formanni byggðaráðs falið að vinna áfram í því.

2
. Kauptilboð vegna Skálabrekku í Þingvallasveit ásamt gögnum sem fylgja þeirri sölu.  Seljendur eru Guðrún Þóra Guðmannsdóttir kt. 110250-4289, Hörður Guðmannsson kt. 231141-2519, Óskar Örn Hilmarsson kt. 090558-6929 og Guðmann Reynir  Hilmarsson kt.070161-2499. Kaupendur eru Guðmundur B. Hólmsteinsson kt. 010652-3839, Hallgrímur Ó. Hólmsteinsson kt. 031265-5179 og Gísli Steinar Gíslason kt. 211164-5229. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti.
Einnig lá fyrir fundinum bréf dagsett 21. júlí 2003 þar sem þess er óskað að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki deiliskipulag af landi Skálabrekku.
Ekki er hægt að taka afstöðu til deiliskipulags af svæðinu þar sem tillaga að skipulagi liggur ekki fyrir.

3
. Kaupsamningur vegna sölu á jörðinni Víðigerði Biskupstungum.  Seljandi Landsbanki Íslands hf kt. 710169-3819 og kaupandi Þorlákur Ásbjörnsson kt. 010369-4289.  Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti.

4
. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 24. júní 2003 varðandi breytingar á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 en þessar breytingar varða frístundabyggð að Torfastöðum (Rima), Haukadal III (golfvöllur) og Sultartangalínu 3.  Einnig er um að ræða breytingar á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 en þessar breytingar varða Efra-Apavatn, Leyni I og II og Mýri í landi Snorrastaða.  Skipulagsstofnun mælir með því að breytingarnar verði staðfestar af ráðherra og hefur sú staðfesting fengist og skipulagið hefur verið auglýst í B deild stjórnartíðinda.

5
. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 29. júlí 2003 varðandi stjórnsýslukæru frá Svanfríði Sigurþórsdóttur þar sem kærð er afgreiðsla Hitaveitu Laugarvatns á beiðni Svanfríðar um að tengjast hitaveitunni. Formaður byggðaráðs lagði fram drög að svari sem honum var falið að senda ráðuneytinu.

6
. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 3. júlí 2003 varðandi drög að náttúruverndaráætlun 2003-2008.  Bréfið kemur í framhaldi af athugasemdum oddvita við náttúruverndaráætlunina.

7
. Viljayfirlýsing Bláskógabyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur sem undirrituð var 23. júlí 2003.  Sveitarstjórn samþykkti viljayfirlýsinguna á fundi sínum 15. júlí 2003 og er hún því lögð hér fram undirrituð til kynningar.

8
. Bréf frá Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni dags. 8. júlí 2003 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar við því að gera 100 hektara spildu þeirra úr landi Helludals II að lögbýli.  Byggðaráð gerir ekki athugasemd við það að spildan verði gerð að lögbýli.

9. Bréf Bláskógabyggðar dags. 11. júlí 2003 varðandi efnisnámur við Laugarvatn ásamt bréfi Halldórs Páls Halldórssonar og Erlings Jóhannssonar dags. 17. júlí 2003 um sama efni.  Sérstaklega var átt við malarnámu vestan Hnjúkaheiðar og samkvæmt bréfi Menntamálaráðuneytisins sem dagsett er 7. ágúst 2003 fellst ráðuneytið á efnistökuna, en setur jafnframt það skilyrði að gildandi lögum og reglum um malarnám verði fylgt í einu og öllu.

10
. Bréf frá Björgunarsveitinni Ingunni dags. 9. júlí 2003 varðandi styrkbeiðni vegna tækjakaupa og viðhalds.  Byggðaráð bendir á að samkvæmt fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2003 þá er gert ráð fyrir kr. 110.000- til björgunarsveita í sveitarfélaginu og leggur byggðaráð til að sú upphæð renni óskipt til Ingunnar.

11
. Bréf frá Heilbrigðis- og Tryggingarmálaráðuneytinu dags. 15. júlí 2003 varðandi sameiningu heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnunar á Suðurlandi.  Óskað er eftir afstöðu Bláskógabyggðar til sameiningarinnar.  Byggðaráð vill taka fram að Heilsugæslustöðin í Laugarási hefur þjónað íbúum sveitarfélagsins vel og allar breytingar sem stuðla að því að viðhalda þeirri þjónustu eða auka eru jákvæðar.  Ef sameining heilbrigðisstofnana á Suðurlandi verður til þess að skerða þjónustu Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási þá er breytingunni mótmælt. Byggðaráð vill jafnframt benda ráðuneytinu á nauðsyn þess að miða þjónustu, s.s. heilsugæslu, við þann fjölda sem dvelur á svæðinu. Íbúar á svæði Heilsugæslustöðvar Laugaráss eru um 2.500 auk þess sem fólk dvelur í auknum mæli í yfir 4000 frístundahúsum stóran hluta ársins. Áætlað er að íbúafjöldi á svæðinu fjórfaldist yfir sumartímann auk stöðugt aukinnar umferðar um helstu ferðamannastaði landsins s.s. Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss, Geysi, Skálholt, Flúði og Þjórsárdal. Auk þess má benda á að öflugt og vaxandi skólahald er á Laugarvatni bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi

12
. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 24. júní 2003 þar sem fram kemur að Bláskógabyggð er úthlutað kr. 3.429.804- en það er tekjujöfnunarframlag sem er úthlutað óbreytt út kjörtímabilið í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna.
13. Sala á Lindarbraut 10.  Guðmundur B. Böðvarsson kt. 180366-4079 og Kristrún Sigurfinnsdóttir kt. 040368-3379 hafa samið við Bláskógabyggð um kaup á Lindarbraut 10 (Hjúkkó) á kr. 5.500.000-.  Byggðaráð felur Sveini A. Sæland oddvita að ganga frá sölunni.

14
. Eftirfarandi fundargerðir eru kynntar og staðfestar:

a. Fundargerð 7. fundar Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 1. júlí 2003.
b. Fundargerð 8. fundar Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 22. júlí 2003.
c
. Fundargerð 12. fundar stjórnar veitustjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn var 30. júlí 2003.

15. Eftirfarandi erindi voru kynnt.

a. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 14 júlí 2003 þar sem vakin er athygli á hlutverki Fornleifaverndarinnar.
b. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 30. júlí 2003 varðandi rit UST um litlar vatnsveitur.
c. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 31. júlí 2003 ásamt skýrslu um tónmenntakennslu í grunnskólum 2002-2003.
d. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25. júlí 2003 varðandi fyrirkomulag og kostnaðarskiptingu tónlistarkennslu.
e. Fundargerðir 54. og 55. fundar samstarfsnefndar Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga vegna grunnskólans sem haldnir voru 14 mars og 26. júní 2003.
f. Fundargerð 49. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 24. júní 2003.
g. Fundargerð 14. fundar Almannavarnanefndar Árborgar og nágrennis sem haldinn var 9. júlí 2003.
h. Fundargerð 104. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 10. júlí 2003.
i. Bréf frá byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu dags. 2. júlí 2003 þar sem veitt er leyfi til hefja vinnu við stækkun fjallaskála í Svartárbotnum.
j. Endurmat “Bláskógablíðu” sem Ragnar Sær Ragnarsson og Daníel Máni Jónsson leggja fram.
k
. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 24. júní 2003 varðandi ákvörðun um tillögu að matsáætlun fyrir Gjábakkaveg.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:15.