21. fundur

21. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar
Miðvikudagur 24. okt. 2012
Laugarvatn

Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Ragnhildur
Sævarsdóttir fulltrúi foreldra leikskóladeildar grunnskólans (RS), Sólveig Björg
Aðalsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar grunnskólans (SBA).
Forföll: Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT), Agnes Magnúsdóttir fulltrúi
starfsmanna Álfaborgar (AM).

Leikskóla hluti (16:00 – 16:50)

1.  Starfsáætlun 2012-2013 leikskólans á Laugarvatni. Er enn í vinnslu, en allir
starfsmenn eru búnir að fá uppkast og skila af sér athugasemdum. Eftir að
fullklára hana og setja hana fram á næsta starfsmannafundi.

2.  Samruni leik- og grunnskóla. Stýrihópurinn fundaði þriðjudaginn 2.október. HH
segir frá því að farið var yfir þær athugasemdir sem bárust frá leikskóladeildinni
og unnið með þær. Nokkrir hnökrar hafa komið upp eins og búast má við í
samruna skólanna og unnið er í þeim um leið og hægt er. Betri samhugur er innan
hópsins og aðilar farnir að vinna betur saman. SBA er sammála HH um að
hlutirnir séu farnir að ganga betur en þó séu nokkur atriði sem þurfi að ganga
betur.

3.  Önnur mál.
a)  Sameining foreldrafélaga grunnskólans og leikskóladeildar. Nokkur
umræða átti sér stað og ákveðið að HH fundi með aðilum beggja félaga og
kanni áhuga á að sameina þessi tvö félög.

Grunnskóla hluti (17:00 – 18:00)

Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Sigurlaug
Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ), Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi frá Grímsnes- og
Grafningshreppi (GT), Elisabet Dröfn Erlingsdóttir fulltrúi foreldra (EDE).

1.  Ný skólanámskrá og starfsáætlun til kynningar. HH lagði þær fram og kynnti,
vinnan við þær er á lokastigi. Skólanámskráin mun svo koma inn á heimasíðu
skólans og hugmynd er um að senda öllum foreldrum almenna hlutann og síðan
námskrá bekkja sem börnin þeirra eru í.

2.  Innra mat – Áætlun. HH sagði frá þeirri vinnu sem búin er að vera í gangi.Stefnt
er að því að kanna líðan nemanda og starfsfólks innan skólans í vetur. Næsta
skólaár yrði svo tekið fyrir kennsla, kennsluhættir, nám og námsárangur.
Skólaárið 2014-2015 yrði svo farið í aðbúnað og samtarf heimilis og skóla og í
framhaldi af þessu yrði skólanámskráin endurmetin. Eftir hvert mat þarf að gera
umbótaáætlun til að bregðast við niðurstöðunum.

3.  Önnur mál. HH segir einnig frá því að í framhaldi af tveggja vikna heilsuátaki
sem var í byrjun október hafi komið upp hugmynd um að þróunarverkefni um að
gera skólann að heilsuskóla.

Axel Sæland ritaði fundargerð