21. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn þriðjudaginn 7. október 2003, kl. 13:30

 í Fjallasal Aratungu.

 

Mætt: Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson, Snæbjörn Sigurðsson, Bjarni Þorkelsson, Sigurlaug Angantýsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerð byggðaráðs frá 30. sept. 2003.   Bjarni gerði eftirfarandi tillögu við 7. lið byggðaráðs: Afgreiðslu málsins verði frestað þar til annað horf kemst á um skipan sveitarfélaga og heildarsýn náist á staðsetningu stofnana sveitarfélagsins.     Greitt var atkvæði um tillöguna og var einn henni sammála en sex á móti.  Bjarni lagði fram eftirfarandi bókun:  Ég harma að kröfu minni um að taka málið af dagskrá skulu hafa verið hafnað.  Við 16. lið er lögð fram sú breyting að samningurinn verði staðfestur, samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.   Við 18. lið gerir Bjarni eftirfarandi bókun:  Ég leyfi mér að átelja afgreiðslu byggðaráðs á erindi Sigurveigar Björnsdóttur og legg til að sveitarstjórn standi við gerða samninga og virði þau húsaleigulög sem vitnað er til í bréfi hennar dags. 28. ágúst 2003.  Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun vegna bókunar Bjarna:  Sveitarstjórn hefur mótað stefnu í húsaleigu á vegum sveitarfélagsins og verður henni framfylgt þangað til annað verður ákveðið.  Þar sem erindi Sigurveigar hefur ekki verið svarað formlega er ekki hægt að tjá sig um það að öðru leyti en vísa í fyrri ákvörðun sveitarstjórnar.  Það er alrangt af Bjarna að halda því fram að ætlunin sé ekki að standa við húsaleigulög eða gerða samninga því það er það sem verður reynt að gæta í þessu máli við framkvæmd þess.    21. lið vísað til samgöngunefndar.  Við 23 lið, vakti Bjarni athygli á fundargerð fjallskilanefndar frá 28. ágúst 2003, þar sem mælst er til að lagfærð verði akbraut á milli Hlöðuvalla og Kerlingar og lagt til að sveitarstjórnin verði við þessum tilmælum hið fyrsta eða í síðasta lagi á sumri komanda.  Samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2004.    Fundargerðin í heild sinni kynnt og staðfest með áorðnum breytingum.
  2. Reglur um veitingar viðbótarlána til húsnæðiskaupa.

Lögð fram tillaga að reglum húsnæðisnefndar vegna veitingar viðbótarlána til húsnæðiskaupa. Samþykktar.

  1. Kynnt vinnu fyrirkomulag vegna fjárhagsáætlunar 2004.

Vinna við gerð fjárhagsáætlunar er að hefjast og er ætlunin að nýta október og nóvember til þeirrar vinnu. Síðari hluti október og fyrri hluti nóvember mun fara í vinnu með forstöðumönnum stofnana. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun verður því væntanlega 2. desember og sú síðari á aukafundi þann 27. janúar 2004.

Gert er ráð fyrir að í nóvember fari byggðaráð yfir fjárhagsáætlun og má gera ráð fyrir aukafundi vegna þess 18. nóvember.

Stefnt er að íbúafundi 15. janúar 2004,  þar sem vinna við fjárhagsáætlun verður kynnt ásamt öðrum málum.

Þá er samþykkt að bjóða út endurskoðun á reikningum sveitarfélagsins í samráði við önnur sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu.

  1. Umsögn Bláskógabyggðar um heimarafstöð í Eyvindartungu.  Bókun T-lista:  Við undrumst þau vinnubrögð Þ-listans að taka ekki fyrir erindi sem berast sveitarstjórn.  Erindi Skipulagsstofnunar var sent sveitarstjórn 25. ágúst og átti að svara 5. september.  Hægt hefði verið að taka erindið fyrir á sveitarstjórnarfundi 4. september s.l. en var ekki gert.  Þá kemur ítrekun frá Skipulagsstofnun og settur lokafrestur til að svara fyrir 23. september.  Sveitarstjóri svarar 19. september eins og sveitarstjórn hafi tekið erindið fyrir þótt það hafi ekki verið gert.  Þessum vinnubrögðum mótmælum við og teljum ekki eðlilega stjórnsýslu.  Bjarni Þorkelsson tekur undir bókun T-lista.

Þ-listinn leggur fram eftirfarandi bókun: “Afgreiðsla þessa máls er í samræmi við þá vinnureglu að einungis stærri mál og mál sem talið er að ágreiningur geti orðið um séu tekin beint inn á fundi sveitarstjórnar, en önnur mál fara til afgreiðslu byggðaráðs. Umsögn um heimarafstöð í Eyvindartungu var gefin í samræmi við aðalskipulag Laugardalshrepps 2000 – 2012 auk þess sem sú rafstöð sem nú er í rekstri var höfð til hliðsjónar ásamt þeim framkvæmdum sem farið var út í í tengslum við þá virkjun”.                                                                                                                                          Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.

  1. Útboð vegna gatnagerðar í Reykholti og Laugarási. Verkfræðistofa VGS á Selfossi sem útbjó útboðsgögn, yfirfór þau tilboð sem bárust. Tillaga stofunnar er að frávikstilboð Ásvéla ehf. komi hagstæðast út og að það uppfylli þau gæði sem farið var fram á.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Ásvélar ehf. á grundvelli álits VGS.     Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæðum Drífu og Kjartans.  Snæbjörn Sigurðsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

  1. Kosning þriggja fulltrúa á aðalfund SASS. Samþykkt að Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir verði fulltrúar Bláskógabyggðar.

Til vara verði: Sigurlaug Angantýsdóttir, Sveinn A. Sæland og Kjartan Lárusson.

  1. Sameiningarmál sveitarfélaga.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með þá stefnu sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur mótað í samráði við ríkisstjórnina í sameiningarmálum sveitarfélaga. Mikilvægt er að þegar farið verður út í frekari sameiningar sveitarfélaga, þurfi að liggja skýrt fyrir hver verður framtíðarverkaskipting á milli ríkis og sveitarfélaga og þá hvaða tekjustofnar fylgja með.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að á meðan unnið er að þessu átaki á vegum Sambandsins þá verði lögð áhersla á samstarfsverkefni, sem leitt geta til enn frekari hagræðingar og ef til vill sameiningar á svæðinu.

 

 

 

  1. Opnun heimasíðu Bláskógabyggðar. Sveinn A. Sæland opnaði heimasíðuna og sagði nokkur orð um tilurð hennar.  Lagt til að heimasíðan og  upplýsingar á heimasíðu Bláskógabyggðar verði kynnt fyrir íbúum, fjölmiðlum og öðrum þeim sem gætu haft hag að þeim upplýsingum sem heimasíðan veitir.   Bókun T-lista  er að hann hefur ítrekað gert bókanir vegna heimasíðu Bláskógabyggðar sem undanfarna fjóra mánuði hefur ekki verið virk.  Við fögnum því að hún skuli nú vera opnuð.  T – listinn vill að tekið verði út af heimasíðu merki þriggja grenitrjáa enda hefur ekkert merki verið gert fyrir Bláskógabyggð og ekki gott að það verði til óvart.

Sveitarstjóri fagnar því að T-listinn skuli lýsa yfir ánægju með opnun heimasíðunnar.  Grenitré vaxa víða í sveitarfélaginu og vel má huga að grisjun þeirra og finna nýja mynd á síðuna.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 19. 15.