21. fundur skólanefndar

21. fundur skólanefndar haldinn Bláskógaskóla, Reykholti,

þriðjudaginn 18. janúar 2022, kl. 15:30.

 

 

Fundinn sátu:

Guðrún S. Magnúsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Áslaug Alda Þórarinsdóttir, Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti,Freydís Örlygsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, Lieselot Simoen, leikskólastjóri Álfaborg, Guðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Guðrún Rósa Hólmarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Gréta Ólafsdóttir, foreldra grunnskólabarna og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 – 2108026
Kynning á fjárhagsáætlun Reykholtsskóla og Bláskógaskóla Laugarvatni, auk leikskólans Álfaborgar.
Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, Lára B. Jónsdóttir, skólastjóri Reykholtsskóla og Lieselot Simoen, leikskólastjóri Álfaborgar, kynntu fjárhagsáætlanir viðkomandi stofnana fyrir árið 2022.
2.   Forvarnateymi grunnskóla – 2201038
Kynning á forvarnateymum, erindi Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. nóvember 2021, sbr. þingsályktun nr. 37/150 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Kynning skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni og skólastjóra Reykholtsskóla á undirbúningsvinnu.
Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, og Lára B. Jónsdóttir, skólastjóri Reykholtsskóla gerðu grein fyrir stöðu mála vegna undirbúnings að stofnun forvarnateyma í grunnskólum. Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings hefur haldið utan um verkefnið með skólunum.
3.   Skólastarf vegna bólusetninga fyrir Covid-19 – 2201039
Erindi mennta- og barnamálaráðherra, dags. 13. janúar 2022, vegna áhrifa bólusetninga á skólastarf.
Skólastjórar fara yfir stöðu skólanna með tilliti til faraldursins.
Skólastjórnendur leik- og grunnskóla gerðu grein fyrir áhrifum covid-19 á skólastarf, nú þegar svonefnt ómíkron-afbrigði hefur náð mikillu útbreiðslu. Röskun hefur orðið á skólastarfi bæði í Reykholti og á Laugarvatni í grunn- og leikskóla í janúar. Fram að því var afar fátítt að smit kæmu upp innan stofnana sveitarfélagsins.
4.   Forvarnaverkefni 2022 – 2201037
Endurskoðun forvarnastefnu og kynning á verkefni um aukna fræðslu og forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, öðru ofbeldi og áreitni, sem taki til starfs stofnana sveitarfélagsins, félaga sem sinna starfi fyrir börn og ungmenni og samfélagsins alls.
Sveitarstjóri greindi frá verkefninu, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í gær. Verkefnið verður unnið með hliðsjón af áherslum um farsæld bara og m.a. horft til þingsályktunar nr. 37/150 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, en er einnig ætlað að taka til annars ofbeldis. Jafnframt verður forvarnastefna sveitarfélagsins endurskoðuð og farið yfir verkferla og þeir uppfærðir, auk þess sem hugað verður að umhverfisþáttum.
5.   Ytra mat á leikskólum 2022 – 2110024
Tilkynning Menntamálastofnunar, dags. 8. desember 2021, um að ekki hafi verið unnt að verða við beiðni um ytra mat á leikskólum sveitarfélagsins.
Tilkynning Menntamálastofnunar var lögð fram.
6.   Eftirfylgni með úttekt á Bláskógaskóla – 1810083
Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 30. nóvember 2021, þar sem tillkynnt er um að eftirfylgni með úttekt á Bláskógaskóla sé lokið.
Bréf ráðuneytisins var lagt fram.
7.   Námsleyfasjóður vegna ársins 2022-2023 – 2109029
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2021, um að úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2022-2023 sé lokið.
Tilkynningin var lögð fram.
8.   Reglur um skólaakstur – 2108013
Reglur um skólaakstur, til kynningar.
Reglurnar voru lagðar fram til kynningar.
9.   Trúnaðarmál – 2201041
Trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarbók.

 

 

Fundi slitið kl. 17:05.

 

 

 

 

 

Guðrún S. Magnúsdóttir Kolbeinn Sveinbjörnsson
Valgerður Sævarsdóttir Róbert Aron Pálmason
Áslaug Alda Þórarinsdóttir Elfa Birkisdóttir
Lára Bergljót Jónsdóttir Lieselot Simoen
Freydís Örlygsdóttir Guðbjörg Gunnarsdóttir
 Anna Gréta Ólafsdóttir Guðrún Rósa Hólmarsdóttir
Ásta Stefánsdóttir