21. fundur

21. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn þriðjudaginn 30. september 2003,
kl 13:30 í Fjallasal Aratungu.

Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Kjartan Lárusson og Sigurlaug Angantýsdóttir.   Ragnar S. Ragnarsson sveitarstjóri  ritaði fundargerð.

1. Skipulagsmál.  Mál sem verið hafa í auglýsingu.  Samkvæmt 1. mgr. 25.gr. og 1. mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 var óskað eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

a) Haukadalur, gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss vestan Geysissvæðisins, sunnan Biskupstungnabrautar.
b) Kjarnholt I, gert er ráð fyrir 5 lóðum undir frístundabyggð
c) Torfastaðir, gert er ráð fyrir 10 lóðum undir frístundabyggð
d) Einihlíð í landi Einiholts, gert er ráð fyrir 48 lóðum undir frístundabyggð í landi Einiholts 3 meðfram Hvítá, austan þjóðvegar nr. 358.
e) Grænahlíð í landi Grafar, gert er ráð fyrir11 nýjum lóðum undir frístundahús.
f) Reykholt/Efling, gert er ráð fyrir 7 parhúsalóðum í landi Eflingar í suðurhlíðum Reykholts, norðan Tungufljóts.
g) Reykholt, gert er ráð fyrir 3 garðyrkjulóðum í landi Kvista.
h) Reykholt/Lambadalur, gert er ráð fyrir 2 garðyrkjulóðum.
i) Reykholt, Birkilundur /Klettur, gert er ráð fyrir að lóð Birkilundar breytist í 4 lóðir og lóð Kletts breytist í 3 lóðir.
j) Laugarás/Vesturbyggð, gert er ráð fyrir að lóðir nr. 8 og 10 breytist í parhúsalóðir.
k) Brattholt, gert er ráð fyrir lóð undir íbúðarhús við Brattholtslæk.
l) Efri-Reykir, gert er ráð fyrir því að lóð nr. 3 við Kristínarbraut skiptist í 2 lóðir.
m) Miðdalur, gert er ráð fyrir endurbyggingu og færslu 3 frístundahúsa.
n)
 Breytingar á skipulagsskilmálum í Reykholti, Laugarási og Laugarvatni.  Við skipulagsskilmálana bætast eftirfarandi greinar :

1. Ný einbýlishús skulu ekki vera minni en 100 fm.án bílskúrs og parhús skulu ekki vera minni en 160 fm án bílskúrs.
2. Byggingarnefndarteikningum skulu fylgja drög að       heildarskipulagi lóðar.
3. Nýbyggingar skulu vera á steyptum sökklum.

Þar sem frestur til athugasemda  er liðinn og engar athugasemdir bárust þá leggur byggðaráð til að óskað verði samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir því að auglýsa þessar skipulagsbreytingar í B-deild stjórnartíðinda. 

2. Skipulagsmál.  Lagt er til að breyting á deiliskipulagi í Reykholti fari í auglýsingu í desember samkvæmt 1. mgr. 25.gr. og 1. mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997

3
. Skipulagsmál.  Deiliskipulagstillaga í landi Úthlíðar.  Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að 9 hektara svæði verði skipulagt fyrir frístundabyggð en það er í samræmi við aðalskipulag svæðisins.  Þar sem óskað er eftir því að skipulagið verði auglýst sem fyrst þá hafa landeigendur samþykkt að greiða þann kostnað sem til fellur vegna auglýsingarinnar.  Byggðaráð leggur til að skipulagsbreytingin verði auglýst sem fyrst samkvæmt 1. mgr. 25.gr. og 1. mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

4.
 Byggðaráð leggur til að ekki þurfi að staðfesta kaupsamninga um kaup á frístundalóðum á skipulögðum frístundasvæðum í Bláskógabyggð.  Óskað er staðfestingar sveitarstjórnar.

5
. Útboð vegna gatnagerðar í Reykholti og Laugarási.  6 tilboð bárust og voru þau opnuð 10. september og var ákveðið af  sveitarstjóra og verkfræðistofu sveitarfélagsins að hafna þeim öllum.  Fjórir verktakar voru síðan valdir til að bjóða í hluta verksins í lokuðu útboði og voru tilboð opnuð 29. september.  Þrír skiluðu tilboðum og er verið að fara yfir þau af Verkfræðistofu Guðjóns Sigfússonar, Selfossi.

6
. Bréf frá foreldrafélagi leikskólans Lindar dags. 24. september 2003 þar sem óskað er eftir endurskoðun á gjaldskrá og opnunartíma leikskólans.  Byggðaráð vill taka fram að við skipulagningu skólaársins var reynt að hafa vistunarmöguleika þannig að það þjónaði þörfum sem flestra án þess að hafa þá of marga.  Ef vistunarmöguleikarnir eru of margir þá kemur það niður á skipulögðu starfi leikskólans þar sem börn væru stöðugt að koma og fara.  Hvað gjaldskrána varðar þá er hún svipuð og gerist annarsstaðar en afsláttahópar eru sumstaðar fleiri.  Vistunartímar og gjaldskrá leikskólans er endurskoðuð árlega.

7. Tillögur nefndar um framtíðarskipan áhaldahúsa Bláskógabyggðar.  Nefndin leggur m.a. til að stöður forstöðumanna áhaldahúsa Bláskógabyggðar verði lagðar niður og stofnuð staða “umsjónamanns eigna”  Bláskógabyggðar.  Byggðaráð tekur undir tillögur nefndarinnar.

8
. Kæra Úrskurðarnefndar skipulagsmála vegna spennustöðvar Rarik á lóð eða lóðamörkum í landi Snorrastaða.  Byggðaráð vill benda á að ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir umræddri spennustöð til sveitarstjórnar frekar en annarra sambærilegra spennustöðva sem Rarik hefur sett niður í sveitarfélaginu.  Byggðaráð gerir ekki athugasemd við staðsetningu þessarar spennustöðvar en beinir því til Rarik að staðsetja mannvirki í samráði við landeigendur og ganga eins vel frá þeim og kostur er.

9
. Samningur um  nemendur í Ljósafossskóla.  Byggðaráð leggur til að samningurinn verði staðfestur.
10. Ráðningasamningur skipulagsfulltrúa uppsveitanna.  Byggðaráð leggur til að samningurinn verði staðfestur.

11. Bréf frá Rafiðnaðarsambandi Íslands dags. 28. ágúst 2003.  varðandi skilti við Austureyjarveg.  Byggðaráð gerir ekki athugasemd við erindið en samkvæmt upplýsingum frá landeigendum í Austurey þá var nesið alltaf kallað Austureyjarnes og er því örnefnastofnun e.t.v. rétti aðilinn til að staðfesta  hvort rétt sé farið með örnefni.

12
. Upplýsingar Bláskógabyggðar til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna álagningar fasteignaskatts 2003, lagt fram til kynningar.

13
. Kauptilboð vegna sumarhús og lóðar í landi Snorrastaða.  Kaupendur Magnús Steinþórsson kt. 300749-2409 og Margrét Ragnarsdóttir kt. 090353-5519.  Seljendur Db. Kristín H. Kristinsdóttir og Steinar Guðlaugsson.  Lagt er til að fallið sé frá forkaupsrétti.

14
. Kauptilboð vegna Garðyrkjustöðvarinnar Stóra-Fljót Reykholti.  Kaupendur Elvar Ólafsson kt. 070260-2639 og Guðrún Þórey Jónsdóttir kt. 250462-7869.  Seljandi Lánasjóður Landbúnaðarins kt. 491079-0299.  Lagt er til að fallið sé frá forkaupsrétti.

15
. Kauptilboð vegna Sólbrekku í Biskupstungum.  Kaupandi Smáey ehf. kt. 681294-2369 og seljandi Magnús Kristinsson kt. 031250-3749.  Lagt er til að fallið sé frá forkaupsrétti.

16
. Samningur um gerð símenntunaráætlana 2004-2006 lagður fram til kynningar.

17
. Endurskoðuð áætlun um úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga árið 2003,  kynnt.

18
. Bréf frá Sigurveigu Björnsdóttur frá 28. ágúst 2003,  varðandi húsaleigu.  Byggðaráð vill benda á að sveitarstjórn hefur markað stefnu í húsaleigu á íbúðum sveitarfélagsins og er sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við það.

19
. Erindi frá Kristjáni Bj. Jónssyni frá 10. september 2003 varðandi framræslu á Laugarvatni.  Byggðaráð leggur til að sem fyrst verði hugað að framræslu svæðisins í samræmi við tillögur Kristjáns, en vill benda á að þar sem um töluverðar fjárhæðir er að ræða, og ekki gert ráð fyrir þeim á fjárhagsáætlun þessa árs, þá er erindinu vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

20
. Bréf frá Hildi Sólveigu Pétursdóttur dags. 16. september 2003 varðandi kaup á bílageymslu við Kistuholt 3.  Sveitarstjóra er falið að ræða við Hildi um hugsanleg kaup sveitarfélagsins.  Ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu vegna þessa á árinu 2003.

21
. Bréf frá Jöfnun ehf. dags 15. september 2003 varðandi áætlun sveitarfélagsins um malbikun.  Byggðaráð bendir á að engin áætlun er til um malbikun í sveitarfélaginu en fyrir liggur að á næstu árum þarf að leggja bundið slitlag á nokkrar götur í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins.  Lækki verð á malbiki það mikið að það verði samanburðarhæft við klæðningu þá verður sá valkostur skoðaður mjög vel.

22
. Samningur um gerð aðalskipulags fyrir Þingvallasveit 2004-2016.  Byggðaráð leggur til að samningurinn verði undirritaður.

23. Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals sem haldinn var 28. ágúst 2003 ásamt fjallskilaseðli.  Byggðaráð tekur undir það að skrifstofa sveitarfélagsins annist uppgjör fjallskila og þá jafnframt uppgjör síðasta árs.

24
. Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna sem haldinn var 25. ágúst 2003 ásamt fjallskilaseðli.

25
. Lagt fram erindi um nafnbreytingu á götu í Laugarási.  Byggðaráð leggur til að gata á milli Skúlagötu og Ferjuvegar beri nafnið Skógargata.

26
. Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram til staðfestingar:

a. Fundargerð 9. fundar Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 12. ágúst 2003.
b. Fundargerð 10. fundar Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 2. september 2003.
c. Fundargerð fundar félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 1. september 2003.
d. Fundargerð 3. fundar húsnæðisnefndar sem haldinn var 17. september 2003.
e
. Fundargerð 14. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 11. september 2003.
f. Fundargerð veitustjórnar sem haldinn var 22. september 2003.

27. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:

a. Bréf frá SASS dags. 10. september 2003 varðandi aðalfund SASS 2003.
b. Bréf frá SASS dags. 26. ágúst 2003 varðandi greiðslur fyrir akstur skólabíla.
c. Fundargerð 367. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 6.ágúst 2003.
d. Fundargerð 368. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 3. september 2003.
e. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 27. ágúst 2003 varðandi málefni fatlaðra.
f. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 19. ágúst 2003 varðandi útgáfu svonefndra tækifærisvínveitingaleyfa.
g. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 8. september 2003 varðandi heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga.
h. Fundargerð 231. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 4. júlí 2003.
i. Fundargerð 232. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 12. september 2003.
j. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 4. september 2003 varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2003.
k. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 28. ágúst 2003 varðandi útreikninga á daggjöldum 30 manna hjúkrunarheimilis.
l. Fundargerð 705. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 22. ágúst 2003.
m. Fundargerð 188. fundar launanefndar sveitarfélaga sem haldinn var 13. ágúst 2003.
n. Bréf frá landbúnaðarráðuneytinu dags. 12. ágúst 2003 varðandi störf búfjáreftirlitsmanna.
o. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 7. ágúst 2003.
p. Fundargerð 56. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 19. ágúst 2003.
q. Fundargerð 57. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 17. september 2003.
r. Afrit af bréfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til Afþreyingarfélagsins ehf. dags 8. september 2003 varðandi Skálpanes, Bláskógabyggð.
s. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 13. ágúst 2003 varðandi sparkvelli/leikvelli.
t. Bréf frá Lofti S. Magnússyni dags. 28. ágúst 2003 varðandi skálavörslu á Kili sumarið 2003.
u. Fundargerð 122. fundar skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga sem haldinn var 28. ágúst 2003.
v. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dags. 4. september 2003 varðandi fundi með nefndinni.
w. Bréf frá Bjargráðasjóði dags. 20. ágúst 2003 varðandi Bjargráðasjóðsgjald.
x. Bréf Bláskógabyggðar dags. 17. september 2003 til samgöngunefndar SASS.
y. Bréf frá Skákfélaginu Hróknum dags. 28. ágúst 2003 varðandi skákhátíð á Suðurlandi.
z. Fundargerð 106. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 9. september 2003.
aa
. Fundargerð 66. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 24. september 2003.
bb. Ársreikningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2003.

 

Fundi slitið kl. 16:30