22. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
  þriðjudaginn 4. nóvember 2003,
  kl 13:30 í Fjallasal Aratungu.

Mætt: Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson, Snæbjörn Sigurðsson, Bjarni Þorkelsson, Sigurlaug Angantýsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson sem ritaði fundargerð.

 1. Fundargerð byggðaráðs frá 28. október 2003. Lið 1. vísað til fjárhagsáætlunar 2004 ásamt umræðu um styrkveitingar sveitarfélagsins almennt. Að öðru leyti kynnt og staðfest.
 2. Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í þéttbýli, Bláskógabyggð.

Drög að sameiginlegri/nýrri gjaldskrá í samræmi við gatnagerðargjaldskrá Laugardalshrepps og Biskupstungnahrepps, sem unnið hefur verið eftir í sameinuðu sveitarfélagi.Byggðaráði falið að leggja fullmótaða tillögu fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

 1. Ákvörðun um álagningu gjalda 2004. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar.
 2. Útsvarsstofn 13,03 %.
 3. Álagningarprósenta fasteignagjalda, A-flokkur 0,6% og B-flokkur 1,2%. Ákveðið að fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði sem aldraðir eiga og búa einir í, falli niður. Þetta á ekki við um þjónustugjöld þ.e. vatnsskatt, seyrulosunargjald, sorpeyðingargjald né annað húsnæði í eigu viðkomandi.
 4. Vatnsskattur 0,3% af álagningarstofni fasteigna. Hámarksálagning verði kr. 17.000.- á sumarhús og íbúðarhús.
 5. Sorpeyðingargjöld verði kr. 7.980.- á íbúðarhús, kr. 5.880.- á sumarhús og kr. 17.640.- á lögbýli og smárekstur. Aukagjald fyrir að sækja rusl heim að húsum á Laugarvatni verði kr. 8.300.- innheimtist með fasteignagjöldum. Byggðaráði falið að útfæra gámaþjónustu og gjaldskrá fyrir fyrirtæki og stofnanir sem yrði innheimt eftir á í samræmi við umfang.
 6. Holræsagjald vegna kostnaðar við fráveitukerfi/seyrulosun á Laugarvatni verði 0,1% af fasteignamati. Samþykkt að unnið verði í samráði við önnur sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu að gerð gjaldskrár fyrir seyrulosun í heild fyrir öll uppsveitarfélögin.
 7. Lóðarleiga hækkar samkvæmt vísitölu, sem bundin er í viðkomandi samningum eða sem prósenta af mati lóðar.
 8. Gisting í fjallaskálum verði kr. 1500.- per gistinótt.  Íbúar Bláskógabyggðar fái 50% afslátt.
 9. Þjónusta vegna lengdrar viðveru í Grunnskóla Bláskógabyggðar verði
 10. 170/klst.
 11. Beiðni um stofnun nýbýlis í landi Reykjavalla.

Ósk frá Óskari Björnssyni og Jóhönnu Óskarsdóttur, Hafnarfirði um stofnun lögbýlisins Goðatúns á 13 ha. spildu úr landi Reykjavalla.  Áætlað er að hefja þar skógrækt og aðra uppgræðslu lands ásamt hestamennsku í smáum stíl. Engar athugasemdir.

Deiliskipulag fylgir með umsókninni þar sem skipulagsfulltrúi fer þess á leit við sveitarstjórn að hún samþykki að auglýsa tillöguna.  Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að fullvinna málið þar sem m.a. yrði tryggð aðkoma landeiganda að landinu.

 1. Deiliskipulag við Háholt 10, Laugarvatni, grenndarkynning.

Breyting skipulagsins snýst um að lóðarmörkum við Háholt 10 er breytt og kvöð er sett á skolplögn og bílastæðum fjölgar. Grenndarkynning hefur farið fram.  Samþykkt.

 1. Lögð fram fundargerð fastafulltrúa fræðslunefndar 26. október 2003. Sveitarstjórn leggur til að í framhaldi af fundi fastafulltrúa verði tekin upp vistunartími 8:00 –16:00 á leikskólum Bláskógabyggðar. Einnig samþykkt að taka upp gjald kr. 600, ef barn er sótt eftir umsamdan tíma.  Þá er sveitarstjóra falið að skoða nánar vistun frá 7:45 í samráði við leikskólastjóra.
 2. Önnur mál.

Fyrirspurnir:  (frá T- lista)

 1. a)      Ljósafossskóli:  Fyrirspurn:  Samkvæmt upplýsingum sem T listinn hefur, er fulltrúi Bláskógarbyggðar í fræðslunefnd Ljósafossskóla ekki boðaður lengur á fundi fræðslunefndar Ljósafossskóla. Hverju sætir það?

Í svari oddvita kom fram að þar sem Bláskógabyggð hefur selt 14% hlut sinn í Ljósafossskóla til Grímsnes og Grafningshrepps féll niður aðkoma að skólanefnd Ljósafossskóla.   T-listinn telur eðlilegt að fulltrúi Bláskógabyggðar hefði verið látinn vita um þessa aðkomu að fræðslunefnd.

 1. b)      Lýsing í þéttbýli. Samþykkt að skora á Vegagerðina að ljúka uppsetningu lýsingar í gegnum Laugarvatn og Reykholt hið fyrsta. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir með greinargerð.
 2. c)      Lögð fram ósk frá T listanum um upplýsingar um rekstur mötuneyta skólans.  Hver eru kjör þeirra kvenna sem starfa við mötuneytin ?  Svar: Í samræmi við kjarasamninga. Hve margt starfsfólk er á hvorum stað? Svar:  Reykholt 2,3 starfsmenn og Laugarvatn 1,2 starfsmenn.  Hvert er þeirra starfsvið og vinnutími?  Svar:  Starfssvið að elda hollan og góðan hádegisverð.   Sveigjanlegur eftir skipulagi matráðs/yfirmanns í eldhúsi á hverjum tíma.   Hve margir aðilar fá morgunkaffi?  Svar:   Venjulega enginn. Hve margir aðilar fá hádegismat? Á Laugarvatni um 60 börn í Reykholti 150 – 170, börn og fullorðnir. Eftirmiðdagskaffi?   Svar:  Venjulega enginn.   Kvöldmat?  Enginn, væri algjör undantekning og ekki innan starfsráðningar?  Óskað er eftir nákvæmum upplýsingum sem lýsa vinnuálagi, lengd vinnudags, umfangi vinnunnar og launum kvennanna.  Svar:  Vinnuaðstæður í Reykholti eru mjög góðar eftir breytingar fyrir fáeinum árum.  Þeir sem borða koma að lúgu og sækja matinn og ganga frá eftir sig.  Starfsfólk leikskóla sækir sinn mat sjálft.  Helsti galli að það þarf að fara niður stiga að sækja aðföng í búr/kæli.  Vinnutími hefðbundinn samkv. kjarasamningum miðað við starfshlutfall.

Eldhús á Laugarvatni er á undanþágu og gæti verið betur skipulagt.    Launakjör kynnt.

 

Fundi slitið kl. 17:20