22. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn
  þriðjudaginn 28. október 2003,
  kl. 13:30 í Fjallasal Aratungu.

Mættir eru:  Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sigurlaug Angantýsdóttir,
Kjartan Lárusson og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Bréf frá verkefnisstjóra Mjólkurskákmótsins á Hótel Selfossi 2003 dags. 23 október þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við skólaheimsóknir; kr. 30.000-. Erindinu er hafnað þar sem ekki er heimild fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.
 2. Tilnefning á starfshópi sem sér um gerð landbótaáætlunar fyrir Biskupstungnaafrétt í tengslum við gæðastýringu í sauðfjárrækt. Lagt er til að Landgræðslufélagi Biskupstungna verði falið verkefnið þar sem áætlunin mun m.a. byggja á því starfi sem unnið hefur verið á afréttinum undanfarin ár.
 3. Greiðsluáætlun vegna gerð aðalskipulags Þingvallasveitar. Lagt er til að áætlunin verði staðfest. Kostnaður ársins 2003 er kr. 2.265.900   Á fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir kr. 1.450.000 í þennan lið, mismunur greiðist með framlagi Skipulagsstofnunar Gert er ráð fyrir að kr. 2.783.820 verði greiddar á árinu 2004.  Gert er ráð fyrir greiðsluhluta sveitarfélagsins á fjárhagsáætlun þess árs.
 4. Erindi frá Verðbréfastofunni hf. dags. 30. september 2003 varðandi lánsfé fyrir sveitarfélög.Sveitarstjóra falið að kynna sér betur það sem Verðbréfastofan hf. hefur fram að færa.
 5. Bréf frá slökkviliðsmönnum í Biskupstungum dags. 12. október 2003 varðandi stöðu mála eftir sameiningu Slökkviliðs Biskupstungna og Brunavarna Árnessýslu. Endurnýjun tækjakosts sem getið er um í bréfinu er kominn í ákveðinn farveg samanber fundargerð Brunavarna Árnessýslu dags. 2. október 2003, 4. liður. og er von til þess að úr rætist fljótlega.  Staða mála hefur verið útskýrð á fundi með bréfriturum.
 6. Bréf frá Sigurði Halldórssyni dags. 9. október 2003 þar sem hann lýsir áhuga á kaupum á áhaldahúsi sveitarfélagsins á Laugarvatni. Áhaldahúsið á Laugarvatni hefur ekki verið sett á sölu en þegar að því kemur þá leggur byggðaráð til að rætt verði við Sigurð sem og aðra áhugasama kaupendur.
 7. Erindi frá Alnæmissamtökunum á Íslandi dags. 9. október 2003 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi. Erindinu er hafnað þar sem ekki er heimild fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.
 8. Bréf frá Samvinnunefnd miðhálendisins dags. 27. september. 2003 þar sem óskað er eftir umsögn um að Kerlingarfjöll verði færð upp um flokk frá því að vera skálasvæði í að vera hálendismiðstöð.Byggðaráð gerir ekki athugasemd við það að Kerlingafjöll verði gerð að hálendismiðstöð.
 9. Bréf frá Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytinu dags. 16. október 2003 varðandi sameiningu heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva á Suðurlandi. Lagt fram til kynningar.
 10. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 17. október 2003 varðandi framlag vegna jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga í kjölfar breytinga á álagningastofni fasteignaskatts.  Samkvæmt þessu er endanlegt útreiknað framlag til Bláskógabyggðar vegna ársins 2003 kr. 13.838.458-.
 11. Bréf frá Jóni Helgasyni dags. 21. október 2003 varðandi lagningu nýs Gjábakkavegar og mögulega breytingu á aðalskiplagi. Byggðaráð telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000 – 2012 sé að ræða en óskar eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar á því að svo sé.  Sveitarstjóra falið að vinna greinargerð með áliti byggðaráðs.
 12. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26. september 2003 varðandi heimildarákvæði 4. og 5. mgr. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga ásamt úrskurðum sem fallið hafa og tengjast heimildarákvæðinu. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að koma með tillögur að reglum um beitingu ákvæðisins.
 13. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði veitt heimild til að leita hagstæðra tilboða í tryggingar og endurskoðun fyrir sveitarfélagið í samvinnu við önnur sveitarfélög.
 14. Bréf til Fjárlagsnefndar Alþingis / þingmanna Suðurlands dags. 22. október 2003 varðandi flóðlýsingu við Gullfoss.  Byggðaráð styður erindið og felur oddvita að fylgja því eftir.
 15. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 22. október 2003 varðandi deiliskipulag við Djáknaveg í landi Úthlíðar. Skipulagið verður sent skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins til úrvinnslu.
 16. Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
 17. Fundargerð oddvitanefndar Laugaráslæknishéraðs sem haldinn var í Aratungu 3. september 2003.
 18. Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 13. október 2003.
 19. Fundargerð 15. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 16. október 2003.
 20. Fundargerð bygginganefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 30. október 2003. Byggðaráð bendir á að í erindi merkt 1088 í fundargerðinni að þá hefur umrætt nýbýli ekki verið samþykkt í landi Reykjavalla.

 

 1. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar.
 2. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 18. september 2003.
 3. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 2. október 2003.
 4. Erindi frá SASS dags. 15. október 2003 varðandi fund með þingmönnum Suðurkjördæmis.
 5. Erindi frá SASS dags. 15. október 2003 varðandi fund um menningarsamninga.
 6. Erindi frá SASS dags. 3. október 2003 varðandi aðalfund SASS 2003.
 7. Fundargerð 369. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 1. október 2003.
 8. Fundargerð 706. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 19. september2003.
 9. Fundargerð 707. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 17. október2003.
 10. Fundargerð 59. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara sem haldinn var 26. september 2003.
 11. Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu dags. 3. október 2003 varðandi búfjáreftirlit.
 12. Bréf frá Kolbeini Sveinbjörnssyni og Ómari G. Jónssyni dags. 8. október 2003 varðandi Þingvallasiglingar ehf.
 13. Bréf frá Hniti hf. dags. 8. október 2003 varðandi loftmyndatöku.
 14. Bréf frá Úrvinnslusjóði dags. 14. október 2003 varðandi skipulag við söfnun og förgun hjólbarða.
 15. Bréf frá Varasjóði húsnæðismála dags. 15. október 2003 varðandi stöðu framlaga vegna sölu félagslegra íbúða og lækkun framlags sveitarfélaga vegna viðbótalána.
 16. Bréf frá RHS ehf. varðandi hlutafjárframlag til RHS ehf.
 17. Bréf sem Sveinn A. Sæland sendi ábúendum/landeigendum í Þingvallasveit vegna aðalskipulags.
 18. Fundargerð 58. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 15. október 2003.
 19. Fundargerð 107. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 30. september 2003.
 20. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 3. október 2003 varðandi dag íslenskrar tungu.
 21. Fundargerð 1. verkfundar vegna framkvæmda á Torfastöðum sem haldinn var 22. september 2003.
 22. Fundargerð 233. fundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 17. október 2003.
 23. Fundargerð 123. fundar skólanefndar Tónlistaskóla Árnesinga sem haldinn var 15. október 2003.
 24. Fundargerð 67. fundar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 22. október 2003.

Fundi slitið kl. 16:30