23. fundur

23. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar
Miðvikudagur 23.janúar 2013
Reykholt

Leikskólahluti (16:00 – 17:10)

Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT),
Hrund Harðardóttir skólastjóri Bláskógaskóla (HH), Agnes Magnúsdóttir fulltrúi
starfsmanna Álfaborgar (AM), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna
leikskólahluta Bláskógaskóla (SBA).

Forfallaðir: Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólahluta Bláskógaskóla,
(RS), Guðrún Erna Þórisdóttir fulltrúi foreldra Álfaborg (GEÞ)

1.  Nýtt nafn á sameinuðum leik-og grunnskóla. Bláskógaskóli varð fyrir valinu og
Hrund er að vinna í því að koma nýja nafninu inn í stjórnsýslukerfið.
2.  Starfsáætlun leikskólahluta Bláskógaskóla. Er tilbúin og komin út. 
3.  Starfsmannabreytingar á leikskóla v/fæðingarorlofs. Einn starfsmaður á
Laugarvatni fer í fæðingarorlof í mars og umsóknarfrestur um stöðuna rann út í
dag, 23.jan. Farið verður yfir umsóknir á næstu dögum. 

4.  Önnur mál.
a)  Samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, sveitarfélaga og
KÍ um innleiðingu nýrra aðalnámskráa. Júlíana bendir á að í boði sé að
senda starfsmenn á símenntunarnámskeið þar sem kjarni námskeiðsins er
að efla leiðtoga í heimabyggð sem leitt geta breytingarstarf og
skólanámskrárvinnu. Mjög þarft verkefni að mati fræðslunefndar og
ánægja með framtakið.
b)  Hrund hefur efasemdir um að Bláskógaskóli sé að fá þá þjónustu sem hann
á rétt á frá skólaskrifstofu Suðurlands í sambandi við sérfræðiþjónustu.
Fræðslunefnd hvetur Hrund til að hafa samband við skrifstofu
sveitarfélagsins og fá upplýsingar um hvað sé verið að borga til
Skólaskrifstofu Suðurlands og hvað skólinn á rétt á mikilli þjónustu.
Grunnkólahluti (17:10 – 18:20)

Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Sigurlaug
Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ), Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi Grímsnes- og
Grafningshrepps (GT).

Forfallaðir: Elisabet Dröfn Erlingsdóttir fulltrúi foreldra (EDE).

1.  Nýtt nafn á sameinuðum leik-og grunnskóla. Bláskógaskóli varð fyrir valinu og
Hrund er að vinna í því að koma nýja nafninu inn í stjórnsýslukerfið.
2.  Skólanámskrá. Skólanámskráin er klár og Hrund setti fram til kynningar.
http://blaskoli.blaskogabyggd.is/Skolinn/Skolanamskra/

3.  Starfsáætlun. Starfsáætlun er klár og Hrund setti fram til kynningar.
http://blaskoli.blaskogabyggd.is/Skolinn/Starfsaaetun/

4.  Skólastarfið. Sameiginlegur starfsdagur var haldinn 2. janúar þar sem allir
starfsmenn Bláskógaskóla hittust á Laugarvatni og var um hópefli að ræða þar
sem ráðgjafi var fenginn á staðinn til að halda uppi dagskránni. Almenn ánægja
var með daginn. Upplestarkeppnin er framundan. Aðeins hefur fækkað í skólanum
eftir áramót en 1 barn flutti í burtu og 2 eru farin í Fjölbrautarskóla Suðurlands. Í
lok febrúar verður fundur valgreina kennara á Suðurlandi hér í Bláskógaskóla þar
sem tilgangurinn er að hittast og deila þekkingu. 
5.  Námsráðgjafi fyrir grunnskólana í uppsveitum Árnessýslu. Hrund vekur athygli á
málinu þar sem þetta var rætt á síðasta skólaári og ekkert var gert. Fræðslunefnd
hvetur sveitarstjórn til að skoða málið nánar þ.e. hvort það sé vilji hjá hinum
sveitarfélögunum að vera með sameiginlegan námsráðgjafa fyrir uppsveitirnar.

6.  Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Athugasemd barst frá ráðuneytinu
v/fjölda kennsludaga hjá yngstu bekkjum skólans í Reykholti. Hrund sendi bréf til
Mennta- og menningarmálaráðuneytis þar sem hún gerir grein fyrir ástæðu þess,
sjá fylgiskjal.

7.  Önnur mál.
Endurmenntun kennara tekin til umræðu.

Axel Sæland ritaði fundargerð