23. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í

Fjallasal Aratungu, þriðjudaginn 16. desember 2003, kl 13:30.

 

Mætt voru:  Sveinn A. Sæland oddviti, Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir, Sigurlaug Angantýsdóttir, Kjartan Lárusson, Bjarni Þorkelsson og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Drífa lagði fram dagskrárbreytingartillögu um að liður 11 í fundargerð sveitarstjórnar verði liður 2. Hafnað með 4 atkvæðum gegn 3.
 2. Fundargerðir byggðaráðs frá 18. nóvember, 25. nóvember,  2. desember og         9. desember 2003. Staðfestar.
 3. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar.  Fyrri umræða.

 

Þ-listinn leggur fram breytingar á samþykktum sveitarfélagsins þar sem gert er ráð fyrir að fjórar nefndir sem eru fimm manna, verði þriggja manna.

 

Greinargerð:

Í nýju sameinuðu sveitarfélagi þótti nauðsynlegt að hafa umsvifamestu nefndirnar fimm manna þ.e.a.s. fræðslunefnd, veitustjórn, atvinnu og samgöngunefnd og æskulýðs og menningarmálanefnd til að ná sem bestri dreifingu um svæðið og sátt um málin.

Nú þegar kjörtímabilið er að verða hálfnað þykir ástæða til að endurskoða þessi mál í ljósi reynslunnar og fækka í umræddum nefndum og ná fram hagræðingu og sparnaði.

 

Einnig er lagt til að inn í samþykktirnar komi kosning fulltrúa í sameiginlega skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu.

Út falli tveir liðir vegna ytri breytinga.

Kosning fulltrúa í skólanefnd Ljósafossskóla og stjórn Heilsugæslunnar í Laugarási.

 

Bókun Bjarna:  Bjarni Þorkelsson lýsir andstöðu sinni við þessar breytingar, vísar til fyrri afstöðu sinnar um valddreifingu og grasrótarstarf og áréttar rök fyrir skipun fimm manna nefnda, sem fram koma í bókun Þ-lista á 2. fundi sveitarstjórnar 25. júní 2002 og helgast af nauðsyn þess að spegla sjónarmið af öllu svæðinu.  Jafnframt óskar Bjarni T-listanum til hamingju með einstæðan stjórnmálaárangur sinn á skömmum ferli, og bíður spenntur eftir framhaldinu.  Meirihluti Þ-listans tók upp ómengaða stefnu T-listans í skólamálum, að því marki sem hún var útfærð.  Nú blasir við að kröfu T-listans frá fyrstu dögum kjörtímabilsins um að allar nefndir skuli skipaðar aðeins þremur mönnum muni verða rækilega fullnægt.      Bókun Kjartans:  Kjartan lýsir yfir ánægju með bókun Bjarna.

 

Samþykkt tillaga Þ-lista með 4 atkvæðum en 3 sátu hjá.  Vísað til síðari umræðu í janúar.

 

 1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.  Eftirtaldar breytingar eru lagðar til vegna aukningar tekna sveitarfélagsins:   Fasteignagjöld kr. 2.000.000., Jöfnunarsjóður kr. 8.000.000. ,  greiðsla frá Þingvallanefnd vegna skipulagsvinnu kr. 500.000. , og vegna lækkunar á kostnaði við snjómokstur kr. 1.900.000. alls kr. 12.400.000.   Kostnaðarauki vegna málaflokka grunnskóli kr. 7.000.000.- , framhaldsskóli 2.100.000.-  alls kr. 9.100.000.-   Samþykkt og skoðast sem breyting á fjárhagsáætlun.
 2. Fjárhagsáætlun fyrir aðalsjóð og samstæðu Bláskógabyggðar fyrir árið 2004, fyrri umræða.

Vísað til síðari umræðu 27. janúar 2004.

 1. Aðalskipulag Þingvallasveitar, staða mála.

Sigurlaug Angantýsdóttir gerði grein fyrir vinnu starfshópsins.

Einnig voru lögð fram drög að gagnaskýrslu þar sem koma fram forsendur fyrir helstu efnisflokkum, unnin af Haraldi Sigurðssyni skipulagsfræðingi.

 1. Ráðning í starf forstöðumanns við Þjónustumiðstöð Bláskógabyggðar.

Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi greinargerð:

Í framhaldi af auglýsingu eftir starfsmanni í Þjónustumiðstöð Bláskógabyggðar hefur sveitarstjóri leitað ráðgjafar um ráðningu viðkomandi starfsmanns en fjórar umsóknir bárust um starfið.

Sveitarstjóri leggur til að Loftur Jónasson kt. 180953-2649 verði ráðinn.  Ástæður þess eru m.a. þær að Loftur hefur mikla starfsreynslu í viðkomandi starfi eða rúmlega 12 ár og getið sér góðs orðs fyrir að vera hagsýnn, vandvirkur og traustur starfsmaður.  Loftur hefur á löngum starfsferli aflað sér þekkingar á fjölmörgum atriðum verklegra framkvæmda.

Öllum umsækjendum verður svarað skriflega.

Samþykkt með 4 atkvæðum en 3 sátu hjá.

 

Bókun Bjarna:  Oddviti, sveitarstjóri og formaður byggðaráðs eru allir Tungnamenn, svo er og um fóðureftirlitsmann sveitarinnar, forstöðumann veitna og fjárhaldsmann hitaveitunnar.  Tungnamaður var ráðinn skólastjóri án auglýsingar.  Skrifstofu sveitarfélagsins var fundinn staður í Reykholti. Áhaldahúsið á Laugarvatni var lagt niður og starfsmanni sveitarfélagsins sagt upp störfum.  Nú á að ráða Tungnamann í nýtt starf forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Bláskógabyggðar.  Aðeins tveir umsækjenda hafa menntun til að gegna starfinu og hvorugan þeirra ætlar meirihlutinn að ráða.  Í ljósi þess hvernig þetta mál er allt í pottinn búið hjá meirihlutanum og niðurstaðan fyrirfram ákveðin, kýs ég að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.

 

Bókun Þ-lista:  Þ-listinn harmar þann málflutning sem fram kemur í bókun Bjarna Þorkelssonar.  Þ- listinn hefur haft hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og mun halda áfram að starfa í þeim anda með hagræðingu í huga.

 

 1. Fundargerð oddvitanefndar frá 4. desember 2003.

Staðfest.

 1. Kosning fulltrúa í sameiginlega skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu.

Lagt til að Sveinn A. Sæland verði aðalmaður og Snæbjörn Sigurðsson verði varamaður.  Samþykkt með 4 atkvæðum en 3 sátu hjá.

 1. Deiliskipulagstillaga að miðkjarna Laugaráss.

Svæðið afmarkast af Skúlagötu í suðri, Skálholtsvegi í vestri, Ferjuvegi í norðri og Bæjarholti í austri. Um er að ræða 10 garðyrkjulóðir sem allar eru þegar byggðar. Umrætt svæði er síðasta svæðið í Laugarási, sem ekki hefur verið skipulagt.

Samþykkt að skipulagsfulltrúi auglýsi skipulagið.

 1. Kosning í nefndir.  Drífa, Kjartan og Bjarni leggja til að endurkosið verði í nefndir á vegum sveitarfélagsins enda hafi valdahlutföll í sveitarstjórn breyst.

Lagt er til að fresta málinu til næsta fundar sveitarstjórnar þar sem fyrir liggur breyting á samþykktum sveitarfélagsins.  Samþykkt með 4 atkvæðum og 3 sitja hjá.

 1. Tillaga frá Drífu um gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt og oddvita falið að taka málið upp í oddvitanefnd uppsveitanna með það fyrir augum að gera sameiginlega jafnréttisáætlun fyrir allar uppsveitirnar.

 1. Fyrirspurn frá Drífu og Kjartani um stöðu gatnaframkvæmda í Reykholti og Laugarási.

Í svari oddvita kom fram að framkvæmdum samkvæmt útboði er að fullu lokið á báðum stöðum. Ásvélar ehf. sem önnuðust verkið, stóðu að öllu leyti mjög vel að málum og skiluðu verkinu um það bil mánuði á undan umsömdum tíma.

Lagningu holræsa og lagna sem Þjónustumiðstöð Bláskógabyggðar mun hafa umsjón með hefur verið frestað fram á næsta ár en verður framkvæmd um leið og færi gefst á nýju ári.

 1. Tillaga frá Kjartani Lárussyni:  Sveitarstjórn samþykkir að stefna að sameiningu Hitaveitu Laugarvatns og Biskupstungnaveitu sem allra fyrst, helst um áramótin, eða í byrjun árs 2004.

Greinargerð:  Það hlýtur að vera mikill hagur fyrir veiturnar að sameinast með því sparast mikill kostnaður við að vera bara með einn ársreikning í stað tveggja.  Vera með sameiginlegan lager fyrir báðar veiturnar og sameiginlega gjaldskrá.  Þannig verður veitan mun öflugri en ella og mikil hagræðing.                     Tillagan feld með 4 atkvæðum gegn 3.

 

Bókun Þ-lista.

Á fundi sveitarstjórnar 15. júlí 2003 var samþykkt að taka upp viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur um orkumál. Þær viðræður eru nú í gangi og leggur
Þ-listinn til að ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag veitna sveitarfélagsins verði frestað þar til niðurstaða þeirra viðræðna liggur fyrir.

 

 

Fundi slitið kl: 18:40