230. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 16. apríl 2019, kl. 09:30.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Axel Sæland, Róbert Aron Pálmason var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Geirdal og Ásta Stefánsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

1. Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð – 1805099
Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð, undirbúningur útboðs, gjaldskrá o.fl. Guðmundur Daníelsson, ráðgjafi, kom inn á fundinn.
Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram undirbúningi verkefnisins á þeim grundvelli sem ræddur var á fundinum. Lögð voru fram drög að gjaldskrá og er þeim vísað til samþykktar á næsta sveitarstjórnarfundi. Opnuð verður heimasíða vegna verkefnisins, haldinn íbúafundur í Aratungu mánudaginn 6. maí n.k. kl. 20 og í framhaldinu farið í heimsóknir á styrkhæfa tengistaði. Sveitarstjórn samþykkir að stofnað verði B-hluta félag, Bláskógaljós, til að halda utan um verkefnið.
Lagður var fram tölvupóstur frá Mílu, dags. 10. apríl 2019. Guðmundi Daníelssyni og sveitarstjóra er falið að skoða frekar þær leiðir sem þar er lagt upp með.

 

Fundi slitið kl. 12:25.