231. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,17. apríl 2019, kl. 13:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Axel Sæland, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Leitað var samþykkis fyrir að taka á dagskrá sem 16. lið gjaldskrá Bláskógaljóss vegna ljósleiðaraverkefnis. Var það samþykkt samhljóða.

 

1. Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu – 1901039
91. fundur stjórnar Bláskógaveitu, haldinn 8. apríl 2019
Fundargerð samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð skipulagsnefndar – 1901037
175. fundur skipulagsnefndar, haldinn 10. apríl 2019. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1, 2, 3, 4, 5, 7, 8 og 9.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu fundargerðarinnar þar til samþykkt hennar liggur fyrir.
3. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 1901038
98. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 3. apríl 2019
Fundargerð samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu – 1904037
4. fundur oddvitanefndar haldinn 10. apríl 2019, ásamt ársreikningi fyrir árið 2018. Staðfesta þarf 2. lið fundargerðar, fjármál, tillaga um greiðslu úr sjóði Laugaráslæknishéraðs til aðildarsveitarfélaga.
-liður 2, fjármál. Oddvitanefnd leggur til við sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga að greiddar verði út 30.000.000 kr úr sjóði Laugaráslæknishéraðs til aðildarsveitarfélaga skv. skiptingu efnahagsreiknings. Hlutur Bláskógabyggðar er 33,2% eða 9.960.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir að á næsta fundi verði tekin ákvörðun um hvernig fénu verði ráðstafað.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu oddvitanefndar.
5. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands – 1902015
195. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 10. apríl 2019.
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 1901018
279. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 9. apríl 2019.
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 1903009
6. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 2. apríl 2019
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 1902024
64. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 10. apríl 2019
Fundargerðin lögð fram.
9. Endurskoðun hjá Bláskógabyggð 2018 – 1811018
Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2018, fyrri umræða.
Auðunn Guðjónsson, endurskoðandi hjá KPMG, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Auðunn kynnti fyrirliggjandi ársreikning Bláskógabyggðar 2018 ásamt endurskoðunarskýrslu 2018. Umræða varð um niðurstöðu rekstrar Bláskógabyggðar á síðast liðnu ári og svöruðu Auðunn og sveitarstjóri framkomnum spurningum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi til síðari umræðu í sveitarstjórn á næsta fundi sveitarstjórnar. Einnig var lagður fram ársreikningur Bláskógaveitu sem staðfestur hefur verið af stjórn Bláskógaveitu og var hann samþyktur samhljóða.
10. Styrkbeiðni vegna húsaleigu í Aratungu – 1904027
Styrkbeiðni stjórnar nemendafélagsins Mímis, dags. 7. apríl 2019, vegna samkomu fyrir meðlimi nemendafélagsins í Aratungu. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 109.500 sem nemur kostnaði við leigu á húsnæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir framkomna styrkbeiðni, kr. 109.500 vegna leigu á Aratungu. Fjárhæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.
11. Styrkbeiðni vegna 90 ára afmælis kvenfélags Biskupstungna – 1904028
Styrkbeiðni Kvenfélags Biskupstungna, dags. 1. apríl 2019, vegna 90 ára afmælisfagnaðar félagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Kvenfélag Biskupstungna um 90.000 kr. vegna afmælisfagnaðarins.
12. Styrkbeiðni vegna tónleikaferðar til Ítalíu – 1904029
Styrkumsókn Unnar Malínar Sigurðardóttur, dags. 5. apríl 2019, vegna tónleikaferðar til Ítalíu, kr. 100.000., auk beiðni um afnot af Aratungu án endurgjalds.
Sveitarstjórn hafnar styrkumsókn vegna tónleikaferðar, en samþykkir að veita styrk til greiðslu húsaleigu í Aratungu vegna tónleika sem haldnir verði í lok maí.
13. Beiðni Tónlistarskóla Árnesinga um glugga í kennslustofuhurðir – 1904040
Beiðni stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 28. mars 2019, til sveitarfélagsins um glugga í kennslustofuhurðir.
Beiðni Tónlistarskólans um úrbætur á kennslustofum, með því að settir verði gluggar í kennslustofuhurðir, er vísað til sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs, og verði framkvæmdum lokið fyrir 1. ágúst n.k.
14. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs (sorphirðu) – 1902052
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Bláskógabyggð, síðari umræða. Einnig lögð fram staðfesting Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 10. apríl 2019.
Sveitarstjórn staðfestir samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Bláskógabyggð. Við gildistöku hennar fellur úr gildi samþykkt nr. 37/2010 um meðhöndlun úrgangs í Bláskógabyggð. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda samþykktina til staðfestingar umhverfisráðherra. Samþykktin verði kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins.
15. Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 – 1902055
Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2019. Auknar tekjur vegna framlags úr sjóði Laugaráslæknishéraðs, aukin útgjöld vegna styrks til orkuskipta á Kili og bakvakta í sundlaug í Reykholti.
Lagður var fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna tekna sem falla til vegna greiðslu úr sjóði Laugaráslæknishéraðs og útgjalda vegna bakvakta í sundlaug í Reykholti og styrks vegna lagningar jarðstrengs vegna orkuskipta á Kili. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila. Kostnaðarauka er mætt með lækkun á handbæru fé.
16. Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð – 1805099
Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð, gjaldskrá.
Lögð var fram gjaldskrá fyrir lagningu ljósleiðara í Bláskógabyggð. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
17. Frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál. – 1904036
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál. Umsagnarfrestur er til 3. maí nk.
Sveitarstjórn fagnar framkomnu frumvarpi til laga um lýðskóla.
18. Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál. – 1904030
Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 4. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Umsagnarfrestur er til 30. apríl nk.
Sveitarstjórn vísar til umsagnar sinnar um drög að frumvarpi því sem nú er til umsagnar, sem veitt var á 227. fundi sveitarsjtórnar hinn 7. mars 2019, sem er eftirfarandi:
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggur áherslu á að gætt verði að matvælaöryggi og lýðheilsu og hvetur til þess að farið verði í þá vegferð að láta reyna á endurskoðun þeirra ákvæða innan EES samningsins sem fjalla um innflutning á ófrystu kjöti. Ísland hefur ótvíræða sérstöðu sem eyja þar sem lítil notkun er á sýklalyfjum við eldi sláturgripa og í landbúnaði almennt. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst gegn breytingum á reglum um innflutning og telur að hafa beri í forgangi að standa vörð um þá sérstöðu íslensks landbúnaðar sem fólgin er í lítilli lyfjanotkun. Það sé gert með því að farið sé að ráðleggingum lækna og annarra sérfræðinga sem lagst hafa gegn breytingum á reglum um innflutning, enda er útilokað að snúa til baka, verði reyndin sú að sýkingum af völdum fjölónæmra baktería fjölgi í framtíðinni. Þá er aukinn innflutningur matvæla sem hægt er að framleiða innanlands úr takti við þá áherslu sem lögð er á aukna sjálfbærni á heimsvísu í anda Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Þá vill sveitarstjórn einnig benda á að markmiðið með því að geyma hrátt kjöt í frysti í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu var að gefa eftirlitsaðilum tækifæri til þess að kanna hvort alvarlegir dýrasjúkdómar hafi komið upp í útflutningslandinu á því tímabili sem viðkomandi dýrum sem afurðirnar eru af var slátrað. Mögulegt væri þannig að kanna líkindi þess að með kjötinu gætu hafa borist sjúkdómsvaldar sem gætu valdið dýrasjúkdómum á Íslandi og ef það væri raunin að hafna innflutningi. Í frumvapinu er gert ráð fyrir auknum heimildum eftirlitsaðila t.d. til skyndiskoðana og sýnatöku til rannsóknar á innfluttum sjávarafurðum og kjöti. Þær heimildir eru góðra gjalda verðar og fela í sér viðleitni til að koma í veg fyrir að dýrasjúkdómar berist til landsins, en vandséð er að þær veiti viðlíka vernd og ákvæði eldri laga.

19. Frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál. – 1904034
Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.
Sveitarstjórn gerir eftirfarandi athugasemdir við frumvarpið:
Verði frumvarpið að lögum er nauðsynlegt að koma á virku samráði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við sveitarfélögin á landsbyggðinni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur t.a.m. haldið uppi mjög virku eftirliti með leyfisskyldri gististarfsemi og hefur m.a. ráðið starfsmann í hálft stöðugildi til að sinna því. Upplýst hefur verið um talsvert mörg brot og viðeigandi viðurlögum beitt. Hætt er við að eftirlitið á landsbyggðinni verði ekki eins virkt eftir að sektarheimildum og eftirliti verður komið fyrir hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Þá vill sveitarstjórn beina því til Alþingis að úr því unnið er að breytingum á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sé fullt tilefni til að þrengja heimildir til heimagistingar (90 daga reglan svonefnda). Það er mat sveitarstjórnar að heimildin sé of rúm og að margt sem í henni felst sé til þess fallið að raska eðlilegri samkeppni gagnvart leyfisskyldri gististarfsemi, einkum á landsbyggðinni þar sem ferðamannatímabilið er í sumum tilvikum ekki mikið lengra en 90 dagar að sumri.
20. Frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál. – 1904038
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 11. apríl 2019, beiðni um umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.
Lagt fram.
21. Tillaga til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 932017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál. – 1904039
Beiðni utanríkismálanefndar Alþingis, dags. 11. apríl 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk.
Oddvita og sveitarstjóra er falið að senda umsögn sveitarfélagsins fyrir 29. apríl n.k.
22. Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál. – 1904041
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál. Umsagnarfrestur er til 26. apríl nk.
Lagt fram.
23. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, 792. mál., ásamt 791. máli og 782. máli – 1904043
Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 12. apríl 2019, um umsagnir um eftirtalin mál:
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku), 792. mál.
Tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulög8um og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál
Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.
Lagt fram.
24. Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál. – 1904042
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál. Umsagnarfrestur er til 9. maí nk.
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að skila inn umsögn um frumvarpið.
25. Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2018 – 1904026
Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2018
Lagt fram.
26. Orkuskipti á Kili, lagning jarðstrengs. – 1804012
Staðfesting á þátttöku Bláskógabyggðar í lagningu jarðstrengs frá Bláfelli að Gíslaskála, dags. 12. apríl 2019.
Lögð var fram staðfesting á þátttöku Bláskógabyggðar í lagningu jarðstrengs frá Bláfelli að Gíslaskála, sem er gerð með þeim fyrirvara að framlag sveitarfélagsins verði að hámarki 15 milljónir króna, en áður hafa verið greiddar 10 milljónir króna í styrk vegna fyrri áfanga lagningar jarðstrengs. Þá er einnig áréttað að fáist frekari fjárstuðningur til verkefnisins en nú er áætlað, væntir Bláskógabyggð þess að framlag sveitarfélagsins lækki.
27. Samstarfssamningur um vöktunarmælingar í Þingvallavatni 2015 – 1508037
Erindi forstöðumanns Náttúrufræðistofu Kópavogs, dags. 12. aparíl 2019, varðandi vöktunarverkefni í Þingvallavatni. Hugleiðingar um breytt utanumhald um verkefnið.
Lagt fram.
28. Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk 2019 – 1904031
Kynning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 4. apríl 2019, á nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, framlag vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks úr dreifbýli.
Lagt fram.
29. Vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins – Bæjarstjórar standa vörð um lýðræðið – 1904035
Erindi sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. apríl 2019 varðandi vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins sem bar yfirskriftina „Bæjarstjórar standa vörð um lýðræðið“.
Lagt fram.
30. Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2019 – 1904025
Tilkynning Háskólafélags Suðurlands, dags. 9. apríl 2019, um aðalfund Háskólafélags Suðurlands sem haldinn verður 9. maí 2019 á Hótel Selfossi og málþing um framtíð iðn-, tækni- og verknáms á Suðurlandi.
Lagt fram.
31. Ráðstefna um almannavarnir og skipulagsmál – 1904018
Tilkynning Háskólafélags Suðurlands, dags. 8. apríl 2019, um ráðstefnu um almannavarnir og skipulagsmál sem haldin verður 17. maí n.k. á Hótel Selfossi.
Lagt fram.
32. Fundur um málefni þjóðlendna – 1904017
Tilkynning Forsætisráðuneytisins, dags. 2. apríl 2019, um fund um málefni þjóðlendna sem haldinn verður 3. júní n.k. á Gömlu Borg.
Lagt fram.
33. Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna lífskjarasamninga – 1904033
Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022, dags. 3. apríl 2019, ásamt tölvupósti framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lögð var fram yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem gerð var í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022, en þar er mælst til þess að sveitarfélög hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu 2019, umfram það sem þegar er komið til framkvæmda. Þá verði gjöld á vegum sveitarfélaga ekki hækkuð umfram 2,5% á árinu 2020, en minna ef verðbólga verður lægri.
34. Skaðabótakrafa vegna deiliskipulags, Stekkjarlundur í landi Miðfells – 1904019
Krafa Fortis lögmannsstofu f.h. Eyþórs Bollasonar og Bolla Eyþórssonar, dags. 3. apríl 2019, um bætur vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Stekkjarlund í landi Miðfells.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála, en hafin er vinna við breytingar á deiliskipulagi svæðisins til að mæta kröfum þeim sem fram koma í erindinu.
35. Átak um lóðahreinsun – 1904014
Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 2. apríl 2019, varðandi eftirlitsátak hvað varðar umgengni á lóðum sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn fagnar því að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi ráðist í eftirlitsátak hvað varðar umgengni á lóðum innan marka sveitarfélaganna sem standa að Heilbrigðiseftirlitinu.

 

 

 

Fundi slitið kl. 15:20.