Fundarboð 231. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 231

FUNDARBOÐ

231. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 17. apríl 2019 og hefst kl. 13:00

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901039 – Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu
91. fundur stjórnar Bláskógaveitu, haldinn 8. apríl 2019

2. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar
175. fundur skipulagsnefndar, haldinn 10. apríl 2019. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1, 2, 3, 4, 5, 7, 8 og 9.

3. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
98. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 3. apríl 2019

4. 1904037 – Fundargerð oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu
4. fundur oddvitanefndar haldinn 10. apríl 2019, ásamt ársreikningi fyrir árið 2018. Staðfesta þarf 2. lið fundargerðar, fjármál, tillaga um greiðslu úr sjóði Laugaráslæknishéraðs til aðildarsveitarfélaga.

Fundargerðir til kynningar
5. 1902015 – Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands
195. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 10. apríl 2019.

6. 1901018 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
279. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 9. apríl 2019.

7. 1903009 – Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga
6. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 2. apríl 2019

8. 1902024 – Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU
64. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 10. apríl 2019

Almenn mál
9. 1811018 – Endurskoðun hjá Bláskógabyggð 2018
Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2018, fyrri umræða.

10. 1904027 – Styrkbeiðni vegna húsaleigu í Aratungu
Styrkbeiðni stjórnar nemendafélagsins Mímis, dags. 7. apríl 2019, vegna samkomu fyrir meðlimi nemendafélagsins í Aratungu. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 109.500 sem nemur kostnaði við leigu á húsnæðinu.

11. 1904028 – Styrkbeiðni vegna 90 ára afmælis kvenfélags Biskupstungna
Styrkbeiðni Kvenfélags Biskupstungna, dags. 1. apríl 2019, vegna 90 ára afmælis félagsins.

12. 1904029 – Styrkbeiðni vegna tónleikaferðar til Ítalíu
Styrkumsókn Unnar Malínar Sigurðardóttur, dags. 5. apríl 2019, vegna tónleikaferðar til Ítalíu, kr. 100.000.

13. 1904040 – Beiðni Tónlistarskóla Árnesinga um glugga í kennslustofuhurðum
Beiðni stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 28. mars 2019, til sveitarfélagsins um glugga í kennslustofuhurðum.

14. 1902052 – Samþykkt um meðhöndlun úrgangs (sorphirðu)
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Bláskógabyggð, síðari umræða. Einnig lögð fram staðfesting Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 10. apríl 2019.

15. 1902055 – Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2019. Auknar tekjur vegna framlags úr sjóði Laugaráslæknishéraðs, aukin útgjöld vegna styrks til orkuskipta á Kili og bakvakta í sundlaug í Reykholti.

Almenn mál – umsagnir og vísanir
16. 1904036 – Frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál. Umsagnarfrestur er til 3. maí nk.

17. 1904030 – Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Beiðnni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 4. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Umsagnarfrestur er til 30. apríl nk.

18. 1904034 – Frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.
Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.

19. 1904038 – Frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 11. apríl 2019, beiðni um umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.

20. 1904039 – Tillaga til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 932017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
Beiðni utanríkismálanefndar Alþingis, dags. 11. apríl 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál. Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk.

21. 1904041 – Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál. Umsagnarfrestur er til 26. apríl nk.

22. 1904043 – Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, 792. mál., ásamt 791. máli og 782. máli
Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 12. apríl 2019, um umsagnir um eftirtalin mál:
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku), 792. mál.
Tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulög8um og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál
Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.

23. 1904042 – Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál. Umsagnarfrestur er til 9. maí nk.

Mál til kynningar
24. 1904026 – Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2018
Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2018

25. 1804012 – Orkuskipti á Kili, lagning jarðstrengs.
Staðfesting á þátttöku Bláskógabyggðar í lagningu jarðstrengs frá Bláfelli að Gíslaskála, dags. 12. apríl 2019.

26. 1508037 – Samstarfssamningur um vöktunarmælingar í Þingvallavatni 2015
Erindi forstöðumanns Náttúrufræðistofu Kópavogs, dags. 12. aparíl 2019, varðandi vöktunarverkefni í Þingvallavatni. Hugleiðingar um breytt utanumhald um verkefnið.

27. 1904031 – Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk 2019
Kynning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 4. apríl 2019, á nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, framlag vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks úr dreifbýli.

28. 1904035 – Vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins – Bæjarstjórar standa vörð um lýðræðið
Erindi sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagas. 12. aparíl 2019 varðandi vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins sem bar yfirskriftina „Bæjarstjórar standa vörð um lýðræðið“.

29. 1904025 – Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2019
Tilkynning Háskólafélags Suðurlands, dags. 9. apríl 2019, um aðalfund Háskólafélags Suðurlands sem haldinn verður 9. maí 2019 á Hótel Selfossi og málþing um framtíð iðn-, tækni- og verknáms á Suðurlandi.

30. 1904018 – Ráðstefna um almannavarnir og skipulagsmál
Tilkynning Háskólafélags Suðurlands, dags. 8. apríl 2019, um ráðstefnu um almannavarnir og skipulagsmál sem haldin verður 17. maí n.k. á Hótel Selfossi.

31. 1904017 – Fundur um málefni þjóðlendna
Tilkynning Forsætisráðuneytisins, dags. 2. apríl 2019, um fund um málefni þjóðlendna sem haldinn verður 3. júní n.k. á Gömlu Borg.

32. 1904033 – Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna lífskjarasamninga
Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022, dags. 3. apríl 2019, ásamt tölvupósti framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga.

33. 1904019 – Skaðabótakrafa vegna deiliskipulags, Stekkjarlundur í landi Miðfells
Krafa Fortis lögmannsstofu f.h. Eyþórs Bollasonar og Bolla Eyþórssonar, dags. 3. aparíl 2019, um bætur vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Stekkjarlund í landi Miðfells.

34. 1904014 – Átak um lóðahreinsun
Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 2. apríl 2019, varðandi eftirlitsátak hvað varðar umgengni á lóðum sveitarfélaganna.

15.04.2019
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.