233. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
233. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
22 maí 2019, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 1901037 | |
175. fundargerð, 5. liður, Heiðarbær lóð 170227, byggingar á lóð, fyrirspurn. Á síðasta fundi láðist að staðfesta þennan dagskrárlið. | ||
-liður 5, Heiðarbær lóð L170227; Byggingar á lóð; Fyrirspurn – 1904007 Lögð er fram fyrirspurn Önnu Dóru Helgadóttur og Halldórs Jónssonar, dags. 2. apríl, Heiðarbær lóð L170227 í Bláskógabyggð, um fyrirhugaða byggingu sumarhúss á leigulóð. Á lóðinni er fyrir 34,5 m2 sumarbústaður frá árinu 1968. Leigutaki áformar að byggja á nýjum stað á lóðinni nýtt hús í meir en 50 m frá Þingvallarvatni. Áætlað er að hafa niðurgrafinn kjallara að hluta með timburhúsi ofan á. Að lokinni byggingu mun gamla húsi verða rifið og fjarlægt. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggt verði sumarhús á nýjum stað á lóðinni. Ekki er talin þörf á að vinna deiliskipulag sem forsendu byggingarleyfis en byggingaráform skulu grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir landeiganda og lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Viðmið byggingarmagns verði allt að 0,03 nýtingarhlutfall á lóð. Ef engar athugasemdir berast mun málinu vísað beint til afgreiðslu byggingarfulltrúa. |
||
2. | Fundargerð skipulagsnefndar – 1901037 | |
177. fundur haldinn 22. maí 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði 4 til 9. | ||
-liður 4, Snorrastaðir L168101; Aukið byggingarmagn á lóð; Fyrirspurn – 1812003 Lögð fram að nýju mál frá Félagi Skipstjórnarmanna sem var fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að byggja nýtt frístundahús efst í horni lóðar þeirra og í staðinn yrðu rifin og fjarlægð tvö núverandi smáhýsi. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu. Stærð nýs húss yrði á milli 85-105m2. Einnig var óskað eftir að breikka göngustíg sem liggur að núverandi smáhýsum og gera akfæran 3m breiðan veg að nýju húsi. Málið hefur verið grenndarkynnt og lauk kynningu 24. janúar s.l. Nokkrar ábendingar og athugasemdir komu fram frá nágrönnum. Snéru athugasemdir helst að nálægð við grenndarsvæði vatnsveitu og einnig bent á þinglýsta aðkomu eiganda norðan lóðar um aðgengi. Sveitarstjórn metur innsendar athugasemdir þannig að þær séu þess eðlis að nauðsynlegt sé að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina. -liður 5, Bergsstaðir L167201; Deiliskipulag; Lögbýli; Fyrirspurn – 1905023 -liður 6, Laugarvatnshellar; Stækkun bílastæðis; Fyrirspurn – 1905040 -liður 7, Mjóanes lóð 7 L170759; Skilmálabreyting palls; Deiliskipulagsbreyting – 1905042 -liður 8, Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045 -liður 9, Laugargerði lnr 167146 (Garðyrkjustöðin); Breytt nýting lóðar; Aðalskipulagsbreyting – 1708069 Fundargerðin staðfest. |
||
3. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 1901038 | |
100. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 15. maí 2019 (fundur 19-100). | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
4. | Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands – 1902015 | |
196. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 9. maí 2019 | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 1903009 | |
7. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 16. apríl 2019, ásamt tveimur fundargerðum byggingarnefndar Búðarstígs 22. | ||
Fundargerðirnar lagðar fram. | ||
6. | Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 1903009 | |
8. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 7. maí 2019. | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
7. | Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 1901018 | |
280. fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, fundur haldinn 14. maí 2019. | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
8. | Trúnaðarmál – 1809055 | |
Trúnaðarmál. | ||
Skráð í trúnaðarbók. | ||
9. | Beiðni um styrkveitingu til Klúbbsins Stróks – 1905038 | |
Styrkbeiðni frá Styrktarfélagi Klúbbsins Stróks, dags. 30. apríl 2019, vegna starfsemi endurhæfingar- og virknimiðstöðvar fyrir íbúa á Suðurlandi. Óskað er eftir 50-300.000 kr styrk, eða föstum árlegum framlögum. | ||
Sveitarstjórn hafnar erindinu. | ||
10. | Samráðsvettvangur um loftslagsmál – 1905050 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. maí 2019 um stofnun samráðsvettvangs sveitarfélaga um loftslagsmál. Boðun til stofnfundar og beiðni um tilnefningu tengiliða. | ||
Sveitarstjórn tilnefnir Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, sem tengilið. | ||
11. | Reiðhjólaleiga á Laugarvatni – 1905028 | |
Beiðni Óðins Þórs Kjartanssonar um að fá leyfi til bráðabirgða til að hafa aðstöðu fyrir reiðhjólaleigu við heimili hans. Áður á dagskrá á 232. fundi. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að reiðhjólaleiga verði staðsett að Hrísholti 7 til 15. september n.k. Leitast verði við að sem minnst ónæði verði af umferð sem tengjast kann starfseminni. | ||
12. | Úthlutun lands innan þjóðlendu, Þverbrekknamúli – 1902054 | |
Erindi forsætisráðuneytisins, dags. 16. apríl 2019, vegna lóðarleigusamnings við Ferðafélag Íslands fyrir Þverbrekknamúla. Þjóðlendunefnd hefur yfirfarið samningsdrög. Áður á dagskrá á 227. fundi. | ||
Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann. | ||
13. | Póstnúmerabreyting í Bláskógabyggð – 1905039 | |
Tilkynning Íslandspósts, dags. 13. maí 2019, um fyrirhugaða póstnúmerabreytingu, þar sem heimili og fyrirtæki í Bláskógabyggð sem áður höfðu áritunina 801 Selfoss verða með áritunina 806 Selfoss. | ||
Tilkynningin var lögð fram. | ||
14. | Beiðni um fund með sveitarstjórn – 1905049 | |
Fulltrúi Ungra umhverfissinna kemur inn á fund sveitarstjórnar. | ||
Inn á fundinn kom Pétur Halldórsson, fulltrúi Ungra umhverfisssinna. Rætt var um umhverfismál, hálendið og þjóðgarðamál. Sveitarstjórn þakkar Pétri fyrir fundinn og gott samtal um umhverfismál. | ||
15. | Umsóknir um lóðir í Reykholti – 1905035 | |
Lagðar fram eftirfarandi umsóknir: HS Húsa ehf um lóðina Miðholt 2-12, Reykholti. Geysis ehf um lóðina Miðholt 24, Reykholti. Geysis ehf um lóðina Miðholt 37, Reykholti. |
||
Lóðirnar hafa verið auglýstar til umsóknar og hefur ein umsókn borist um hverja lóð. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Miðholti 2-12 til HS Húsa ehf, og lóðunum Miðholti 24 og Miðholti 37 til Geysis ehf. að uppfylltum þeim skilyrðum sem greinir í úthlutunarreglum. | ||
16. | Framkvæmdir sumarið 2019 – 1905051 | |
Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs kom inn á fundinn. | ||
17. | Rekstarleyfisumsókn nýtt rekstrarleyfi gisting flokkur II gistiskáli Kóngsvegur 16,18,20,22,24 fnr 221-9807, 223-5558, 224-0587, 227-8528, og 227-6479 – 1905040 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 31. janúar 2019, um umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi, gisting flokkur II gistiskáli (D) Kóngsvegur 16,18,20,22,24 fnr 221-9807, 223-5558, 224-0587, 227-8528, og 227-6479. Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa kemur fram í 21. lið fundargerðar nr. 19-100. | ||
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna gistingar í flokki II, gistiskála að Kóngsvegi 16, 18, 20, 22 og 24. | ||
18. | Rekstrarleyfisumsókn Heiði Biskupstungum fnr 220-4665 veitingar flokkur II veitingastofa og greiðasala – 1905041 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. apríl 2019, um umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi, Heiði Biskupstungum fnr 220-4665 veitingar flokkur II veitingastofa og greiðasala, Við Faxa (C). Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa er í 22. lið fundargerðar 19-100. | ||
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis í flokki II, veitingastofa og greiðasala, Heiði. | ||
19. | Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. – 1905046 | |
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. maí 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní nk. | ||
Lagt fram. | ||
20. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, nr. 47/2004, með síðari breytingum (samningar við þjónustuaðila), 802 mál. – 1905048 | |
Beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 9. maí 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, nr. 47/2004, með síðari breytingum (samningar við þjónustuaðila), 802. mál. Umsagnarfrestur er til 23. maí nk. |
||
Lagt fram. | ||
21. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 1002007 (hækkun lífeyris), 844. mál. – 1905047 | |
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. maí 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní n.k. | ||
Lagt fram. | ||
22. | Tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál. – 1905052 | |
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. maí 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní nk. | ||
Lagt fram. | ||
23. | Aðalskipulagsbreytingar í Reykjavík 2019 – 1905007 | |
Erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 8. maí 2019, þar sem send er til kynningar og umsagnar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi færslu Korpulínu milli Geitháls og tengivirkis við Korpu, við Vesturlandsveg. Jafnhliða færslu verður háspennustrengurinn færður í jörð. Breytingin mun einnig ná til lítilsháttar tilfærslu á Rauðavatnslínu. Frestur til athugasemda er til 29. maí nk. | ||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna. | ||
24. | Rekstrarleyfisumsókn Melur Einiholt 1 fnr 235-9137 gisting flokkur IV – 1905053 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 16. maí 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, Melur Einiholt 1 fnr 235-9137 gisting flokkur IV (A). | ||
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis, gisting í flokki IV, vegna Melur Einiholt 1 fnr 235-9137, með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa. | ||
25. | Stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030 – 1905036 | |
Erindi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 2. maí 2019, þar sem kynnt er stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030. | ||
Lagt fram. | ||
Fundi slitið kl. 17:45.