234. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

234. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
6. júní 2019, kl. 15:15.

Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

1. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 1901038
101. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 29. maí 2019 (fundur 19-101).
Lagt fram.

2. Fundargerð skólanefndar – 1901042
6. fundur skólanefndar haldinn 21. maí 2019
Fundargerðin staðfest.

3. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 1902005
871. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 29. maí 2019.
Fundargerðin lögð fram.

4. Verkfundargerðir vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, 2 áfangi. – 1810005
2. og 3. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, haldnir 24. maí og 3. júní 2019, 2. áfangi, innanhúsfrágangur og lóð.
Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerðir NOS 2019 – 1904010
Fundur NOS haldinn 21. maí 2019.
-liður 1, starfsmannamál, forstöðumaður. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar býður Ragnheiði Hergeirsdóttur velkomna til starfa sem forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Jafnframt þakkar sveitarstjórn Maríu Kristjánsdóttur, fráfarandi forstöðumanni, fyrir gott samstarf.
Fundargerðin lögð fram.

6. Styrkbeiðni vegna söng- og leiklistarmánskeiðs sumarið 2019 – 1906003
Styrkbeiðni Báru Lindar Þórarinsdóttur, dags. 3. júní 2019, vegna söng- og leiklistarnámskeiðs fyrir krakka sumarið 2019, afnot af íþróttasal á Laugarvatni.
Sveitarstjórn samþykkir að veita 50% afslátt af leigu á sal í íþróttahúsinu á Laugarvatni vegna námskeiðs í söng og leiklist fyrir börn sem áformað er að halda í sumar.

7. Styrkbeiðni Söngkórs Miðdalskirkju – 1906002
Styrkbeiðni Söngkórs Miðdalskirkju vegna starfsemi og reksturs kórsins, dags. 24. apríl 2019.
Sveitarstjórn samþykkir að veita 50.000 kr styrk til söngkórs Miðdalskirkju vegna starfsemi og reksturs kórsins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

8. Yfirlit yfir útsvar og greiðslur frá Jöfnunarsjóði 2019 – 1906001
Yfirlit yfir innkomið útsvar (staðgreiðslu) og greiðslur frá Jöfnunarsjóði janúar til apríl 2019.
Lagt var fram yfirlit yfir skil á útsvari (staðgreiðslu) og greiðslum frá Jöfnunarsjóði fyrir janúar til apríl 2019.

9. Samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum – 1906010
Erindi UNICEF, dags. 22. maí 2019, þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Sveitarstjórn vísar erindinu til skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings.

10. Sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar og sumarleyfi sveitarstjórnar – 1906008
Lagt er til að skrifstofa Bláskógabyggðar verði lokuð frá og með 8. júlí til og með 2. ágúst 2019. Sveitarstjórn fundi 4. júlí og 22. ágúst.
Samþykkt var að skrifstofa Bláskógabyggðar verði lokuð í fjórar vikur í sumar, frá og með 8. júlí til og með 2. ágúst n.k. Felldir verða niður tveir fundir sveitarstjórnar í sumar og verða fundir 4. júlí og 22. ágúst. Verði þörf á fleiri fundum verður boðað til þeirra.

11. Beiðni um undanþágu frá reglu um að starfsmenn séu ekki ráðnir í meira en 100% starfshlutfall – 1906007
Beiðni um undanþágu til að ráða starfsmann tímabundið í meira en 100% starf.
Sveitarstjórn samþykkti árið 2015 að starfsmenn yrðu ekki ráðnir í hærra starfshlutfall en 100%. Fyrir liggur beiðni vegna leikskólans Álfaborgar um ráðningu starfsmanns sem fer fram úr 100% starfshlutfalli hjá sveitarfélaginu, tímabundið. Sveitarstjórn samþykkir erindið. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að veita stjórnendum svigrúm til þess að gera ráðningarsamninga þó svo að heildarstarfshlutfall fari fram út 100%, í undantekningartilvikum þegar aðstæður krefjast, enda verði haft samráð um slíkt við sveitarstjóra hverju sinni.

12. Beiðni íbúa Laugaráss um svör við því hvort Laugarás sé dreifbýli eða þéttbýli – 1906009
Fyrirspurn Önnu Gretu Ólafsdóttur og Sigurlaugar Angantýsdóttur, dags. 16. maí 2019, varðandi það hvort Laugarás sé þéttbýli eða dreifbýli.
Umræða varð um málið. Samkvæmt aðalskipulagi Bláskógabyggðar, sem var samþykkt á vormánuðum 2018, og gildir til 2027 er Laugarás skilgreint sem þéttbýli, sbr. gr. 1.3 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, en þar er þéttbýli skilgreint sem „svæði sem afmörkuð eru sem þéttbýli í aðalskipulagi sveitarfélags annaðhvort út frá reiknireglunni um þyrpingu húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra eða með öðrum hætti eftir ákvörðun sveitarstjórnar“. Sama gilti í eldra aðalskipulagi. Aðalskipulag var auglýst og kynnt á íbúafundum og bárust engar athugasemdir við skilgreininguna. Þjónusta af hálfu sveitarfélagsins miðast við að um þéttbýli sé að ræða, t.d. hvað varðar gatnagerð og lóðaframboð, gatnalýsingu og snjómokstur gatna. Sveitarfélagið hefur ekki tekið saman allar þær mismunandi skilgreiningar á þéttbýli og dreifbýli sem notaðar eru af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila.

13. Umsókn um leyfi til að gera bryggju vestan við Vígðulaug – 1906013
Beiðni Sigurðar Halldórssonar, f.h. Sjómannafélags Laugarvatns, dags. 3. júní 2019, um heimild til að fá að koma fyrir bryggju við bakka Laugarvatns vestan Vígðulaugar og laga botninn í kringum bryggjuna.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í að sett verði upp bryggja á umræddum stað til eins árs, þar sem endurskoðun deiliskipulags stendur yfir. Umsækjanda er bent á að sækja um framkvæmdaleyfi til skipulags- og byggingarfulltrúa.

14. Álagsgreiðslur og launamál í leikskólum – 1905056
Tillaga varðandi álagsgreiðslur í leikskólum
Lagt var fram vinnuskjal vegna álagsgreiðslna og launamála á leikskólum. Afgreiðslu er frestað til næsta fundar.

15. Endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti – 1903027
Álitsgerð Gunnars Gíslasonar vegna endurskoðunar á samstarfi Bláskógaskóla í Reykholti og á Laugarvatni.
Umræða varð um skýrslu Gunnars. Sveitarstjórn vísar skýrslunni til skólanefndar og sendir hana jafnframt skólastjórum til kynningar.

16. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019 – 1902055
Þriðji viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019
Lagður var fram þriðji viðauki við fjárhagsáætlun vegna nokkurra rekstrarþátta, sem fela í sér lækkun á handbæru fé um 16,8 milljónir kr. og tilfærslu á viðauka nr. 2 sem gerir það að verkum að fjárfestingarhreyfingar hækka um 25 milljónir kr. og rekstur samstæðu batnar um 8,2 milljónir kr. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila. Kostnaðarauka er mætt með lækkun á handbæru fé.

17. Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál. – 1906011
Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 20. maí 2019, um umsögn um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní n.k.
Lagt fram.

18. Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga – 1905017
Tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 28. maí 2019, um að frestur til að skila inn umsögn um grænbók (umræðuskjal) í málefnum sveitarfélaga hefur verið framlengdur til 11. júní n.k.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar því að dregnir séu saman meginþættir langtímastefnumörkunar ríkisins í þeim málaflokkum sem snúa að verkefnum sveitarfélaga og leggur áherslu á að gætt verði hagsmuna sveitarfélaga við samræmingu í stefnumótun. Sveitarstjórn leggur áherslu á að lýðræðislegur réttur íbúa verði hafður að leiðarljósi.

19. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – 1812008
Ósk þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, dags. 22. maí 2019, um umsögn um textadrög varðandi skilgreiningu marka þjóðgarðsins, áherslur um skiptingu landsvæða í verndarflokka, umfjöllun um aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar. Umsagnarfrestur er til 30. júní 2019.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna umsögn vegna erindisins.

20. Umsókn um tækifærisleyfi 5. – 7. júlí á tjaldstæði við Faxa, Heiði – 1906006
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 29. maí 2019 um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi þann 5. – 7. júlí á tjaldstæði við Faxa, Heiði Biskupstungum frá Nemendafélaginu Mími.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.

21. Gönguleið meðfram Brúará, Brúarárfoss, hindranir á almannarétti – 1809052
Tilkynning frá Umhverfisstofnun, dags. 31. maí 2019, þess efnis að aflétt hafi verið hindrunum á almannarétti meðfram bökkum Brúarár og máli varðandi dagsektir sé því lokið.
Lagt fram.

22. Ályktun af aðalfundi Búnaðarfélags Bláskógabyggðar 2019 – 1906004
Ályktun af aðalfundi Búnaðarfélags Bláskógabyggðar sem haldinn var 9. apríl 2019, þar sem lagst er gegn fyrirhugaðri stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.
Ályktunin er lögð fram.

23. Ályktanir aðalfundar UMFL 2019 – 1906005
Ályktanir aðalfundar Ungmennafélags Laugdæla, sem haldinn var 28. maí 2019, varðandi íþrótta- og tómstundafulltrúa og bætta aðstöðu fyrir félagasamtök.
Tillögunum er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023.

Fundi slitið kl. 17:25.