235. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 20 júní 2019, kl. 09:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Lagt var til að tekin yrði á dagskrá beiðni Norverk ehf um að gerð verði viljayfirlýsing um viðskipti með heitt vatn vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í Laugarási. Var það samþykkt samhljóða og verður 13. liður á dagskrá fundarins.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 1901037 | |
178. fundur skipulagsnefndar haldinn 12. júní 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12. | ||
-liður 3, Heiðarbær lóð (L170255); Umsókn um byggingarleyfi; Bátaskýli-bílskúr – 1905070 Tekin var fyrir umsókn Boga Hjálmtýssonar, dags. 17. maí 2019, á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29. maí 2019 um byggingarleyfi til að byggja bátaskýli/bílskúr 29,8 m2 á sumarhúsalóðinni Heiðarbær lóð (L170255)í Bláskógabyggð. Málinu var vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. Niðurstaða skipulagsnefndar var sú að nefndin teldi nauðsynlegt að í samræmi við stefnu aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027, að unnið verði deiliskipulag af svæðinu og beinir því til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að hlutast til um málið. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar beinir því til landeiganda að unnið verði deiliskipulag af svæðinu.-liður 5, Lindargata 7 (L186575); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – stækkun (sólskáli) – 1805031 Erindi sett að nýju fyrir afgreiðslufund. Fyrir liggur ný umsókn frá Lind 7 sf. dags. 15.05.2019 móttekin 22.05.2019 um byggingarleyfi til að byggja sólskála 28,3 m2 við sumarhús á sumarhúsalóðinni Lindargata 7 (L186575) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun er 96,9 m2. Niðurstaða skipulagsnefndar var sú að nefndin teldi nauðsynlegt að í samræmi við stefnu aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027, að unnið verði deiliskipulag af svæðinu og beinir því til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að hlutast til um málið. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar beinir því til landeiganda að unnið verði deiliskipulag af svæðinu.-liður 6, Stíflisdalur 2 (L170166); Lóð 13 og 14; Minnkun lóða og byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 1905069 Lögð er fram umsókn Sigfúsar A. Schopka, dags. 05. febrúar 2019, móttekið 24. maí 2019, fyrir hönd fleiri lóðarhafa með umboði, Stíflisdalur 2 L170166, lóð 13 og 14, minnkun lóða og byggingarreita, deiliskipulagsbreyting. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.-liður 7, Árgil (L167054); Breyting úr verslun- og þjónustu í íbúðarhúsnæðislóð; Aðalskipulagsbreyting – 1906003 Lögð er fram umsókn Björns B. Jónssonar, fyrir hönd landeiganda (Neðri-Dalur ehf), dags. 25. maí 2019, Árgil, L167054, um breytingu á aðalskipulagi Bláskógarbyggðar. Umsækjandi hefur í samráði við sveitarstjórn Bláskógabyggðar komist að niðurstöðu um að óska eftir að skipulagi VÞ18 „verslun og þjónusta“ við Árgil þar sem gert var ráð fyrir uppbyggingu þjónustu fyrir íbúa og ferðamenn verði skilgreint íbúðasvæði. Stærð svæðis er allt að 11 ha. Niðurstaða skipulagsnefndar var að vísa erindinu til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til afgreiðslu. Sveitarstjórn samþykkir að fresta málinu til næsta fundar. -liður 8, Kirkjuholt (L1673979; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 1906011 -liður 9, Leynir Laugardal 2. hluti; Giljalönd 1-3; 10 smáhýsi; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 1903021 -liður 10, Skálabrekkugata 3 (172580); Breytt notkun lóðar; Aðalskipulagsbreyting – 1804029 -liður 11, Torfastaðaheiði 1. og 2. áfangi; Torfastaðir (L167176); Sumarhúsa- og ferðaþjónustusvæði; Deiliskipulagsbreyting – 1808022 -liður 12, Fell (L167086) Ásahverfi Frístundabyggð Aðalskipulagsbreyting – 1809019 Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið. |
||
2. | Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu – 1901039 | |
93. fundur stjórnar Bláskógaveitu, haldinn 5. júní 2019. | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
3. | Fundargerð skólanefndar – 1901042 | |
7. fundur skólanefndar, haldinn 18. júní 2019. Afgreiða þarf sérstaklega lið 1, endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti – málsnr. 1903027. | ||
Lagðar voru fram fundargerð skólaráðs Bláskógaskóla Laugarvatni, ályktun stjórnar foreldrafélags Bláskógaskóla Laugarvatni og ályktun frá starfsfólki grunnskóladeildar Bláskógaskóla Laugarvatni. Að auki liggja fyrir tillaga skólastjórnenda Bláskógaskóla Laugarvatni og Bláskógaskóla Reykholti, álitsgerð Gunnars Gíslasonar, ráðgjafa, og aðgerðaáætlun skólastjórnenda. Tillaga skólanefndar til sveitarstjórnar er á þá leið að kennsla á unglingastigi, 8.-10. bekkur, verði sameinuð og kennt verði í Bláskógaskóla Reykholti frá og með hausti 2019. Umræða varð um málið.Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:Fræðslumál í hverju sveitarfélagi er sá málflokkur sem mestu máli skiptir. Nemendur grunnskóla eru á mikilvægu þroska- og mótunarskeiði og náminu er m.a. ætlað að búa þá undir frekara nám, þátttöku á vinnumarkaði og almenna þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Mikilvægt er að víðtæk sátt ríki um fræðslumál í samfélaginu, enda varðar málaflokkurinn flest heimili með einum eða öðrum hætti og tekur jafnframt til sín stærstan hluta tekna sveitarfélaga almennt og er mikilvægt að fara vel með það fjármagn hverju sinni.Til að sem víðtækust sátt verði um skólamál í Bláskógabyggð samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fyrirkomulag kennslu á unglingastigi hefjist með óbreyttu sniði skólárið 2019-2020, frá því sem verið hefur síðustu ár. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að láta vinna betur og ítarlegar þær hugmyndir skólastjórnenda að breytingu á fyrirkomulagi náms á unglingastigi, sem lagðar hafa verið fram, tillögu sem skólanefnd hefur gert til sveitarstjórnar og þær tillögur sem fram kunna að koma við vinnslu málsins. Þegar þeirri vinnu líkur verði samráð og samtal haft við allt skólasamfélagið þar sem þessar hugmyndir verði kynntar og ræddar. Sveitarstjóra er falið að leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar minnisblað þar sem fram kemur hvernig standa skuli að frekari vinnu að þeim tillögum sem liggja fyrir, samráðsfundum og almennri kynningu og fyrirkomulagi og útfærslu á víðtæku samráðu við þá aðila er málið varðar. Niðurstaða skal liggja fyrir í byrjun nóvember nk. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum HK, VS, GSM, ÓBÞ, EMS og KS. Róbert Aron Pálmason greiddi atkvæði á móti. Gert var fundarhlé. Kolbeinn Sveinbjörnsson lagði fram eftirfarandi bókun: Róbert Aron Pálmason lagði fram eftirfarandi bókun: |
||
4. | Fundargerð NOS – 1904010 | |
Fundur NOS haldinn 7. júní 2019. | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Bergrisans bs – 1905012 | |
6. fundur stjórnar Bergrisans bs, haldinn 27. maí 2019, ásamt fylgigögnum. | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
6. | Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2019 – 1904025 | |
Fundargerð aðalfundar Háskólafélags Suðurlands, sem haldinn var 9. maí 2019. | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
7. | Fundargerð stjórnar SASS – 1901045 | |
546. fundur stjórnar SASS haldinn 16. maí 2019. | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
8. | Beiðni um aukinn kennslukvóta Tónlistarskóla Árnesinga – 1906019 | |
Beiðni Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 11. júní 2019, um aukinn kennslukvóta frá og með næsta hausti vegna nemenda úr Bláskógabyggð sem eru á biðlista eftir tónlistarnámi. | ||
Sveitarstjórn samþykkir aukinn kennslukvóta í samræmi við erindið. Sveitarstjóra er falið að taka saman kostnað við aukninguna sem falla mun til á þessu fjárhagsári og leggja fyrir viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi. | ||
9. | Hótel og smáhýsi Brúarhvammur, deiliskipulag – 1906014 | |
Á fundinn kom fulltrúi Kvótasölunnar ehf, eiganda jarðarinnar Brúarhvamms vegna tillögu um gerð deiliskipulags fyrir 100 herbergja hótel og 10 smáhýsi. Einnig lagðar fram athugasemdir sem hafa borist vegna málsins. | ||
Svavar Þorsteinsson kom inn á fundinn og kynnti hugmyndir landeigenda um deiliskipulag fyrir hótel og smáhýsi og svaraði fyrirspurnum. Einnig sat fundinn undir þessum lið Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi. Málinu er vísað til afgreiðslu á næsta sveitarstjórnarfundi. |
||
10. | Álagsgreiðslur og launamál í leikskólum – 1905056 | |
Launamál á leikskólum, áður á dagskrá á 234. fundi sveitarstjórnar. | ||
Samþykkt var að Bláskógabyggð hafi eftirfarandi fyrirkomulag frá 1. október n.k.: Leikskólastjóra er heimilt að greiða leikskólakennurum viðbótargreiðslu sem nemur allt að 1,5 klst á yfirvinnutaxta á viku, að hámarki 6 klst á mánuði. Einnig er heimilt, sé unnt að koma því við vegna mönnunar, að gefa 1-2 klst aukalega á viku í undirbúning fyrir leikskólakennara.Leikskólastjóra er heimilt að greiða ófaglærðum starfsmönnum viðbótargreiðslu sem nemur allt að 1 klst á yfirvinnutaxta á viku, að hámarki 4 klst á mánuði.Leikskólastjóri metur hverju sinni hversu marga yfirvinnutíma hann greiðir starfsmanni skv. framangreindu, innan þeirrar heimildar sem tilgreind er. Mikilvægt er að jafnræðis sé gætt og ákvarðanir séu gagnsæjar. Horfa má til frammistöðu í starfi, ábyrgðar, mætingar og fleiri þátta sem varða frammistöðu starfsmanns.Yfirvinnugreiðslur þessar koma ekki til í sumarorlofi, og því greiðist orlof ofan á þær. Ef heimildin er nýtt þannig að samið er um fastar yfirvinnugreiðslur, s.s. fastan tímafjölda á mánuði, allt árið, greiðist ekki orlof ofan á þær, þar sem starfsmaður nýtur einnig greiðslnanna þegar hann er í orlofi. Um vinnu sem er unnin utan dagvinnutíma vegna starfsmannafunda eða vegna þess að starfsmaður vinnur meira en fullan dagvinnutíma til þess að opna eða loka leikskóla gilda almennar reglur um yfirvinnugreiðslur. Eftir því sem unnt er skal leitast við að starfsmaður ljúki vinnutíma í dagvinnu á tímabilinu frá kl. 08-17 skv. gr. 2.2.1 í kjarasamningi. Leikskólastjóra er heimilt að leyfa starfsmanni sem sækir nám í leikskólakennarafræðum að stunda staðlotur, án þess að dregið sé af launum viðkomandi fyrir þann tíma sem hann er fjarri starfsstöð vegna tímasóknar eða próftöku. Leikskólastjórum er heimilt að fela starfsmönnum að gegna stöðu verkefnastjóra, eftir því sem þörf krefur. Almennt er gert ráð fyrir að slíkt fyrirkomulag sé tímabundið, t.d. til eins leikskólaárs. Fyrirkomulag viðbótargreiðslna verði endurskoðað á a.m.k. tveggja ára fresti.
|
||
11. | Lántaka Brunavarna Árnessýslu 2019 – 1906018 | |
Beiðni fjárhaldsmanns Héraðsnefndar Árnesinga, dags. 11. júní 2019, um að Bláskógabyggð veiti ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna kaupa á tankbifreið. | ||
Bókun vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Bláskógabyggð samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við skilmála láns af eigin fé með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánð er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Bláskógabyggð veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýrri tankbifreið sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Bláskógabyggð skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Bláskógabyggð selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Bláskógabyggð sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur kt. 251070-3189 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Bláskógabyggðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. |
||
12. | Beiðni um stækkun lóðar Kirkjuholts, Laugarási – 1906016 | |
Beiðni Birkis Kúld, f.h. Benedikts Skúlasonar, dags. 13. júní 2019, um stækkun lóðarinnar Kirkjuholts í Laugarási um 2.067 fermetra. Vísað til sveitarstjórnar af skipulags- og byggingarnefnd, sjá 8. lið fundargerðar 178. fundar. | ||
Helgi Kjartansson vék af fundi undir þessum lið. Umræða varð um málið og samþykkt að fresta því til næsta fundar. |
||
13. | Viljayfirlýsing vegna kaupa á heitu vatni til uppbyggingar í ferðaþjónustu (baðlón, hótel) – 1906021 | |
Beiðni Norverks ehf, dags. 18. júní 2019, um að gerð verði viljayfirlýsing um sölu á heitu vatni til uppbyggingar ferðaþjónustu í Laugarási. | ||
Sveitarstjórn vísar erindinu til umsagnar hjá stjórn Bláskógaveitu. | ||
14. | Tækifærisleyfisumsókn Thai-hátíð í Miðhúsum – 1906017 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. júní 2019, um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir Thai-hátíð að Miðhúsum, Kvistur 167413, dagana 15. og 16. júní 2019. | ||
Bláskógabyggð veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
15. | Skýrsla um svifþörunga í Þingvallavatni – 1903036 | |
Skýrsla um svifþörungatalningar í Þingvallavatni 2015-2018 (samstarfsnefnd um vöktun Þingvallavatns) | ||
Lagt fram. | ||
16. | Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019 – 1902014 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. júní 2019, þar sem boðað er til aukalandsþings Sambandsins í september 2019. | ||
Lagt fram. | ||
Fundi slitið kl. 11:45.