237. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
mánudaginn 12. ágúst 2019, kl. 09:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Lagt var til að taka á dagskrá umsögn um samráðsskjal S-135/2019 – Skilgreining á mörkum miðhálendisþjóðgarðs, skiptingu í verndarflokka o.fl. Var það samþykkt samhljóða og verður 5. mál á dagskrá fundarins.
1. | Fundargerðir skipulagsnefndar 2019 – 1901037 | |
180. fundur skipulagsnefndar, haldinn 10. júlí 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2, 3, 4, 5 og 6. | ||
-liður 2, Austurey 3 L167623; Eyrargata 9; Deiliskipulagsbreyting – 1902022. Lagt var fram bréf Snæbjörns Þorkelssonar, ódagsett, en móttekið 10. ágúst 2019, vegna málsins, auk tölvuskeytis, dags. 11. ágúst 2019. Lögð fram að lokinni auglýsingu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagbreyting fyrir Eyrargata 9, Austurey 3 L167623, Bláskógabyggð. Deiliskipulagstillagan felur í sér skilmálabreytingu heildar svæðisins varðandi nýtingarhlutfall sem breytist í 0,03. Heimilt er að reisa eitt frístundahús og eitt smáhýsi/aukahús. Jafnframt að lóðin Eyrargata 9 er stækkuð úr 5444 m2 í 7179 m2. Samhliða er gert ráð fyrir 5 m belti fyrir göngustíg milli lóðanna Eyrargötu 7 og 9 í framhaldi af aðkomuvegi. Tillagan var auglýst frá 22. maí til 3. júlí s.l. Athugasemdir bárust. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir að fara í vettvangsferð vegna málsins og frestar afgreiðslu þess til næsta fundar. -liður 3, Heiðarbær lóð L170266; Niðurrif og endurbygging sumarhúss; Fyrirspurn – 1907027 -liður 4, Skógarnes – Orlofssvæði Rafiðnaðarsambands Íslands; Austurey lóð L167697; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 1903054 -liður 5, Skútabraut 4 L167559; Úthlíð 2 L167181; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóðar – 1907023 -liður 6, Snorrastaðir lóð L168107; Geymsla og baðhús á lóð; Fyrirspurn – 1906062 Fundargerðin staðfest. |
||
2. | Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð – 1805099 | |
Tilboð í gerð útboðsgagna vegna lagningar ljósleiðara í Bláskógabyggð. Ákvörðunartaka um framhald verkefnisins. | ||
Guðmundur Daníelsson, ráðgjafi, kom inn á fundinn. Lagt var fram tilboð Eflu ehf í gerð í útboðsgagna. Önnur tilboð bárust ekki. Samþykkt var að taka tilboði Eflu í gerð útboðsgagna. Guðmundur fór yfir kostnaðaráætlun vegna málsins, fjölda umsókna og mögulegan tímaramma verkefnisins. Einnig svaraði hann fyrirspurnum fundarmanna. Sveitarstjórn samþykkir að bjóða út lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Útboðsauglýsing verði birt 17. ágúst n.k. |
||
3. | Mat á umhverfisáhrifum, hótel og baðlón á Efri-Reykjum – 1908013 | |
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 22. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdir við hótel og baðlón á Efri-Reykjum skuli háð mati á umhverfisáhrifum. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið til umsagnar frá Skipulagsstofnun tilkynningu um framkvæmd við hótel og baðlón á Efri-Reykjum í Bláskógabyggð. Sveitarstjórn telur framkvæmdina háða mati á umhverfisáhrifum út frá staðsetningu framkvæmdarinnar, nánar tiltekið á þeim forsendum að um er að ræða svæði sem fellur að hluta undir náttúruminjar skv. náttúruminjaskrá, sjá 2. tl. lið iii a) í viðauka 2 í lögum nr. 106/2000, svæðið er einnig ofarlega á víðáttumiklu vatnasviði, sjá 2.tl. lið iii d) í framangreindum viðauka og horfa ber til þátta sem varða álagsþol náttúrunnar, sbr. 2. tl. lið iv d) viðauka 2 um svæði á náttúruminjaskrá, svo sem þátta sem varða álag á lífríki árinnar, fuglalíf og gróður, bæði á framkvæmdatíma og til lengri tíma litið. Framkvæmdin er háð útgáfu byggingarleyfis. |
||
4. | Mat á umhverfisáhrifum, efnistaka úr landi Gýgjarhólskots – 1908007 | |
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 30. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum efnistaka úr Gýgjarhólskoti vegna endurbóta á Skeiða- og Hrunamannavegi skuli háð mati á umhverfisáhrifum. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið til umsagnar frá Skipulagsstofnun tilkynningu um fyrirhugaða efnistöku úr Gýgjarhólskoti vegna endurbóta á Skeiða- og Hrunamannavegi. Sveitarstjórn telur framkvæmdina ekki háða mati á umhverfisáhrifum þrátt fyrir að svæðið sé á náttúruminjaskrá. Er þar horft til eðlis framkvæmdarinnar, þess að svæðið er þegar raskað og áætlana um frágang svæðisins. Framkvæmdin er háð útgáfu framkvæmdaleyfis af hálfu sveitarfélagsins. |
||
5. | Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – 1812008 | |
Umsögn um samráðsskjal S-135/2019 – Skilgreining á mörkum miðhálendisþjóðgarðs, skiptingu í verndarflokka o.fl. | ||
Umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um textadrög þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands um skilgreiningu marka þjóðgarðsins, áherslur um skiptingu landsvæða í verndarflokka, umfjöllun um aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar. Sjá tilkynningu í samráðsgátt Stjórnarráðsins frá 22. maí sl. um verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í umsögninni er annars vegar fjallað almennt um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, hins vegar er fjallað um mörk þjóðgarðs, skiptingu í verndarflokka, aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar.
Almennt um stofnun miðhálendisþjóðgarðs: Mörk miðhálendisþjóðgarðs: Skipting í verndarflokka: Aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar: Ferli málsins: |
||
Fundi slitið kl. 11:30.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Eyrún Margrét Stefánsdóttir | |
Róbert Aron Pálmason | ||
Ásta Stefánsdóttir |