238. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 22 ágúst 2019, kl. 15:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Axel Sæland, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Geirdal, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá loftgæðamál í Bláskógabyggð. Var það samþykkt og verður 27. liður á dagskránni.

 

1. Fjallskilanefnd Biskupstungna – 1908022
Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna vegna fundar sem haldinn var 14. ágúst 2019, ásamt fjallskilaseðli.
Fundargerðin staðfest.
2. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 1901038
104. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 14. ágúst 2019.
Fundargerðin staðfest.
3. Fundargerð skipulagsnefndar – 1901037
181. fundur skipulagsnefndar frá 14. ágúst 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði 2, 3, 4, 5, 6 og 8.
-liður 2, Einiholt 3 L192608; Skógarholt; Lögbýli og skógræktarbýli; Deiliskipulag – 1903040
Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Einiholt 3, í Bláskógabyggð (landnr. 192608), sem tekur til byggingar íbúðarhúss, skemmu og gestahúsa. Landeigandi hyggst byggja jörðina upp og hafa þar fasta búsetu. Aðkoma að jörðinni er af Einholtsvegi nr. 358, og um veg að Kaplaholti og Markholti og nýjan veg af honum.
Tillagan var kynnt með auglýsingu skv.4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010, 26. júní til 10. júli s.l. Fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 3, V-Gata 18 (L170746); Umsókn um byggingarleyfi; Bátaskýli – 1907035
Fyrir liggur umsókn Margrétar Sigurðardóttur dags. 21.12.2018 móttekin 03.07.2019 um byggingarleyfi til að byggja bátaskýli 30,1 m2 á sumarhúsalóðinni V-Gata 18.(L170746) í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir bátaskýli, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

-liður 4, Miðholt 24 og 37; Breyting úr einbýlishúsalóðum í raðhúsalóðir; Deiliskipulagsbreyting – 1908020
Ásta Stefánsdóttir f.h. Bláskógabyggðar leggur fram umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi þéttbýlisins í Reykholti í Bláskógabyggð.
Breytingartillaga Eflu dags. 8.8.2019, tekur til lóðanna Miðholts 24 og 37, og er gert ráð fyrir að í stað byggingu einbýlishúsa (E3)á lóðunum, verði heimilt að byggja þriggja íbúða raðhús (R)á hvorri lóð. Breytingin tekur til kafla 4.1.1 og kafla 4.1.2. Aðrir skilmálar halda sér í gildandi skipulagi sem öðlaðist gildi 24. maí 2019.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna Skipulagsstofnun til varðveislu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

-liður 5, Árbrún (L167219); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1907037
Fyrir liggur umsókn Þuríðar Erlu Sigurgeirsdóttur og Ágústar Eiríkssonar dags. 05.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja 75,2 m2 sumarhús, með svefnlofti að hluta, á sumarhúsalóðinni Árbrún (L167219) í Bláskógabyggð. Á lóðinni er fyrir eldra sumarhús, skráð 29,6 m2.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir sumarhúsi, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

-liður 6, Snorrastaðir lóð L168107; Geymsla og baðhús á lóð; Fyrirspurn – 1906062
Fyrirspurn frá Höskuldi Ólafssyni vegna byggingar aukahúss á lóðinni Snorrastaðir L168107 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn synjar beiðni fyrirspyrjanda um byggingarmagn yfir nýtingarhlutfalli 0.03.

-liður 8, Drumboddsstaðir lóð 21 (L192486); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1906026
Tekin var fyrir umsókn Birkis Arnar Hreinssonar dags. 29. maí 2019, á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 20. júní 2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús, 214,1 m2 á lóðinni Drumboddsstaðir lóð 21 (L192486). Málinu var vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
Afgreiðsla sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 4.7.2019, synjar erindinu þar sem nýtingarhlutfall lóðarinnar fer yfir skilgreint nýtingarhlutfall skv. aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.
Umsækjandi leggur fram ný gögn og óskar eftir endurskoðun á málinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi, þar sem ný gögn sýna fram á að byggingarmagn er komið niður fyrir nýtingarhlutfallið 0.03. Þá er gerður fyrirvari um niðurstöðu grennndarkynningar.

Fundargerðin staðfest.

4. Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu – 1901039
94. fundur stjórnar Bláskógaveitu haldinn 7. ágúst 2019
-liður 2, viljayfirlýsing vegna kaupa á heitu vatni, er sérstakur liður á dagskrá þessa fundar, sjá 24. lið, og verður umsögn stjórnar Bláskógaveitu tekin fyrir undir þeim lið.
Fundargerðin staðfest.
5. Útboð Álfaborg, innanhúsfrágangur og lóð – 1810005
6. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar haldinn 23. júlí 2019
7. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar haldinn 6. ágúst 2019
8. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar haldinn 20. ágúst 2019
Fundargerðir verkfunda lagðar fram.
Vel miðar með framkvæmdir við leikskólann og er útlit fyrir að verklok verði fyrir áætlaðan skiladag.
6. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 1901018
282. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 9. júlí 2019
283. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 13. ágúst 2019
Fundargerðirnar lagðar fram.
7. Fundargerð stjórnar Bergrisans bs – 1905012
7. fundargerð stjórnar Bergrisans bs, frá 26. júní 2019.
Fundagerðin lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar SASS – 1901045
547. fundur stjórnar SASS frá 28. júní 2019
Fudnargerðin lögð fram.
9. Kjaramál félagsmanna Bárunnar – 1908025
Erindi Bárunnar, stéttarfélags, dags. 2. júlí 2019, þar sem farið er fram á eingreiðslu til félagsmanna í Bárunni.
Kjarasamningsumboð Bláskógabyggðar við stéttarfélögin er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fara innágreiðslur eftir því sem samið er um á þeim vettvangi.
10. Ensk heiti á íslenskum stöðum – 1908023
Tilmæli Örnefnanefndar, dags. 26. júní 2019, til sveitarfélaga varðandi ensk nöfn á íslenskum stöðum.
Örnefnanefnd mælir með því að reynt verði að finna leiðir til að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi og hvetur sveitarfélög til að gefa stöðum nöfn þegar þörf á því kemur upp.
Erindið var lagt fram.
11. Umsókn um lóðina Herutún 2, Laugarvatni – 1908024
Umsókn Auðar S. Hólmarsdóttur um lóðina Herutún 2, Laugarvatni.
Unnið er að endurskoðun deiliskipulags á Laugarvatni, m.a. á því svæði sem skilgreint er í dag sem Herutún 2. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins þar til nýtt deiliskipulag hefur tekið gildi.
Sveitarstjórn samþykkir að taka út af heimasíðu sveitarfélagsins auglýsingu um lausar lóðir við Traustatún og Herutún á meðan unnið er að breytingum á deiliskipulagi.
12. Vetraropnun sundlaugar í Reykholti – 1908029
Tillaga um aukinn vetraropnunartíma sundlaugar og þreksalar í Reykholti.
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á opnunartíma sundlaugar og þreksalar í Reykholti til samræmis við niðurstöður notendakönnunar sem gerð var s.l. vetur.
Sundlaug og þreksalur verði opin á föstudögum, sundlaug frá kl. 13 til 17 og þreksalur frá kl. 10 til 17.
Opið verði til kl. 20 á mánudögum og miðvikudögum í stað kl. 18. Óbreyttur afgreiðslutími á þriðjudögum og fimmtudögum.
Jafnframt verði starfsmönnum á kvöldvakt fjölgað, þannnig að ætíð verði tveir á vakt. Er það gert til að uppfylla ákvæði reglugerðar um sund- og baðstaði, en sundlaugin hefur haft undanþágu frá því fyrirkomulagi, gegn því að bakvakt væri til staðar.
Stöðugildum fjölgar úr 2,45 í 3,6. Á móti dregur úr yfirvinnugreiðslum og greiðslum vegna bakvaktar.
Sveitarstjóra er falið að taka saman kostnaðarauka vegna breytinganna.
13. Trúnaðarmál – 1908021
Trúnaðarmál
14. Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar – 1809046
Greinargerð Umhverfisstofnunar, dags. 2. júlí 2019, vegna athugasemda sem bárust við tillögur að friðlýsingu Hvítár og Jökulfalls á grundvelli rammaáætlunar.
Lögð var fram greinargerð Umhverfisstofnunar.
Af hálfu Bláskógabyggðar er gerð athugasemd við afgreiðslu á þeim athugasemdum sem Bláskógabyggð og Hrunamannahreppur sendu inn og varða lagastoð fyrir friðlýsingunni, en það var mat sveitarfélaqanna að friðlýsingin hefði ekki stoð í 53. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013, þar sem þar sé ekki fjallað um friðlýsingu heilla vatnasviða, heldur svæði sem falla í verndarflokk og að of víðtæk túlkun á lagaákvæðinu ætti sér ekki lagastoð. Í greinargerðinni kemur fram að ráðuneytið vísi hvað þetta varðar til umfjöllunar sem fram kemur í greinargerð frumvarps til laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) og þeirra leiðbeininga sem þar sé í raun að finna. Er hér um að ræða afar óljósa tilvísun til greinargerðar með frumvarpi til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun, og orðalagið um að „í raun“ sé leiðbeiningar þar að finna bendir til þess að umræddar leiðbeiningar séu e.t.v. ekki mjög skýrar. Af hálfu Bláskógabyggðar er einnig bent á að lögskýringargögn varðandi lög um rammaáætlun verði varla notuð til að skýra vilja löggjafans við setningu náttúruverndarlaga með þeim hætti sem hér er gert.
Sveitarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu að friðlýsingin skuli ná til alls vatnasviðsins og fer þess á leit að málið verði tekið upp að nýju.
15. Heimavist FSu – 1908034
Ályktun starfshóps um húsnæðisúrræði nemenda við Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu).
Kynnt var tillaga að ályktun frá starfshópi um húsnæðisúrræði nemenda við FSu.
Sveitarstjórn tekur undir ályktunina sem er svohljóðandi:
Eftirtalin sveitarfélög sem eru eigendur að Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) krefjast þess að starfrækt verði heimavist við skólann. Sveitarfélögin skora á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér í málinu og skora jafnframt á skólanefnd og stjórnendur skólans að vinna að uppbyggingu heimavistar.
16. Umsókn um lóð fyrir íshelli í suðurhlíðum Langjökuls – 1908028
Umsókn Arctic adventures hf, dags. 16. ágúst 2019, um leyfi til að gera manngerðan íshelli og lóð undir hann í suðurhlíðum Langjökuls.
Sveitarstjórn vísar erindinu inn í þá vinnu sem nú stendur yfir við breytingar á aðalskipulagi svæðisins sem snýr að því að þar verði útbúnar lóðir fyrir íshella.
17. Hjólhýsasvæði á Laugarvatni – 1906027
Tillaga um að ráðist verði í að deiliskipuleggja hjólhýsasvæðið á Laugarvatni.
Sveitarstjórn samþykkir að hafinn verði undirbúningur að gerð deiliskipulags fyrir hjólhýsasvæðið á Laugarvatni.
18. Hótel og smáhýsi Brúarhvammur – 1906014
Deiliskipulag Brúarhavamms, áður á dagskrá 237. fundar. Beiðni landeiganda, dags. 7. ágúst 2019, um að tillaga að deiliskipulagi verði tekin til afgreiðslu hjá sveitarstjórn þrátt fyrir að ekki liggi fyrir samkomulag um lóðarmörk.
Umræða varð um málið. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu þess.
19. Beiðni um nafnabreytingu á landi – 1908031
Umsókn Harðar Arnarsonar og Beatrix Fiona Erler dags. 5. júlí 2019, um að gerðar verði breytingar á nöfnum þanngi að nafnið Böðmóðsstaðir 1 lóð (nr. 194752) verður fellt niður og breytt í Brúará 1 og Böðmóðsstaðir 1 land (nr. 222890) verði fellt niður og breytt í Brúará 2.
Umræða varð um málið, sveitarstjóra er falið að ræða við umsækjendur. Afgreiðslu málsins er frestað. Sveitarstjórn samþykkir að setja verklagsreglur um staðföng.
20. Beiðni um heimild til auglýsingamyndatöku á Langjökli – 1908037
Beiðni Snark ehf, dags. 13. ágúst 2019, um leyfi til að koma fyrir húsi, tímabundið, á Langjökli vegna upptöku á auglýsingamynd.
Sveitarstjórn samþykkri erindið fyrir sitt leyti og bendir umsækjanda á að sækja þurfi um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa.
21. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar 2018 – 1809045
Samþykktir um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar. Í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er lagt til að öldungaráð skv. 10. tl. 40. gr. (fastanefndir) fái heitið samráðshópur um málefni aldraðra í Bláskógabyggð, til aðskilnaðar frá öldungaráði (lögbundnu) skv. 14. tl. 40. gr. (samstarfsnefndir).
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.
22. Umsóknir um íbúðir til leigu í Reykholti – 1908008
Lagðar fram umsóknir sem borist hafa um tvær íbúðir sem eru til leigu í Reykholti. Eldri borgarar hafa forgang varðandi leigu íbúðanna.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Guðna Lýðssyni íbúðinni að Kistuholti 3d, Reykholti.
Úthlutun á íbúðinni að Kistuholti 5c er frestað til næsta fundar.
23. Breyting á deiliskipulagi Austurey 3 L167623, Eyrargata 9 – 1908043
Austurey 3 L167623; Eyrargata 9; Deiliskipulagsbreyting. Áður á dagskrá 237. fundar sveitarstjórnar.
Lögð fram að lokinni auglýsingu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagbreyting fyrir Eyrargötu 9, Austurey 3 L167623, Bláskógabyggð. Deiliskipulagstillagan felur í sér skilmálabreytingu heildar svæðisins varðandi nýtingarhlutfall sem breytist í 0,03. Heimilt er að reisa eitt frístundahús og eitt smáhýsi/aukahús. Jafnframt að lóðin Eyrargata 9 er stækkuð úr 5444 m2 í 7179 m2. Samhliða er gert ráð fyrir 5 m belti fyrir göngustíg milli lóðanna Eyrargötu 7 og 9 í framhaldi af aðkomuvegi. Tillagan var auglýst frá 22. maí til 3. júlí s.l.
Jafnramt lagður fram tölvupóstur Jóns Snæbjörnssonar, dags. 20. ágúst sl.
Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Snæbirni Þorkelssyni, mótt. 2. júlí 2019, þar sem gerðar eru athugasemdir við staðsetningu lóðarinnar Eyrargötu 9, bæði skv. upphaflegri stærð hennar og þeirri stækkun sem fjallað er um í tillögunni og tiltekin rök fyrir því að fjarlægja lóðina af skipulagi. Athugasemdirnar lúta að ásýnd lands, verra aðgengi að svæðinu (Eyrunum) til útivistar og neikvæðum áhrifum á fuglalíf. Líta beri frekar til þess að nýta svæðið til ferðamennsku, svo sem fuglaskoðunar og þjónustu við þá sem fara um Hólaá. Þá er tiltekið að nýting svæðisins fyrir lóðina Eyrargötu 9 vegi að sameiginlegum hlunnindum.
Guðrúnu Ástráðsdóttur, mótt. 2. júlí 2019, þar sem stækkun lóðarinnar er mótmælt og gerðar athugasemdir við staðsetningu göngustígs á milli lóðanna Eyrargötu 7 og 9, þar sem gögnustígurinn muni laða aukna umferð með lóð bréfritara að Eyrargötu 7. Einnig eru gerðar athugasemdir við neikvæð áhrif á umhverfi og fuglalíf á svæðinu.
Svör sveitarstjórnar við athugasemdum sem bárust:
Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var á árinu 2002. Í því skipulagi var gert ráð fyrir 5.444 fermetra sumarhúsalóð, Eyrargötu 9. Í tillögunni sem hér er til meðferðar er gert ráð fyrir stækkun lóðarinnar í 7.179 fermetra, eða um 2.225 fermetra. Deiliskipulagið frá 2002, þar sem svæðið var upphaflega skipulagt, fékk málsmeðferð eftir þágildandi skipulagslögum og hefur gildi þess ekki verið hnekkt. Krafa um að fella lóðina Eyrargötu 9, 5.444 fermetra að stærð, úr skipulagi verður því ekki tekin til greina. Þær röksemdir sem færðar hafa verið fram gegn því að lóðin verði stækkuð um 2.225 fermetra varða verra aðgengi að svæðinu til útivistar og neikvæð áhrif á fuglalíf og umhverfi. Innan stækkunarinnar er ekki gert ráð fyrir byggingarreit. Aðgengi að svæðinu (Eyrunum) skerðist ekki við stækkunina, þar sem gert er ráð fyrir að gönguleiðir liggi meðfram lóðinni, bæði meðfram Apavatni og árós. Stækkun lóðarinnar um 2.225 fermetra felur ekki í sér slíka breytingu á umhverfisáhrifum eða ásýnd lands, umfram þau áhrif sem skipulag og byggð sem þegar er heimilað á svæðinu hefur, að ástæða þyki til að synja um breytingu á skipulagi sem felur í sér stækkun lóðarinnar.
Staðsetningu göngustígs er mótmælt á þeim grundvelli að með tilkomu hans verði umferð beint meðfram lóðinni Eyrargötu 7. Fallist er á athugasemdir varðandi göngustíg á milli lóðanna Eyrargötu 7 og 9. Aðgengi almennings að bökkum Apavatns og Hólaár er nægilega tryggt með göngustígum sem þegar er gert ráð fyrir í gildandi skipulagi og staðsetning göngustígs á milli lóðanna nr. 7 og 9 er til þess fallin að auka umferð gangandi meðfram lóð nr. 7 umfram það sem við mátti búast skv. gildandi deiliskipulagi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeirri breytingu að göngustígur á milli lóða nr. 7 og 9 við Eyrargötu verði felldur út, án þess þó að lóðin Eyrargata 9 verði stærri en 7.179 fermetrar. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu og er einnig falið að senda þeim aðilum sem gerðu athugasemdir svör sveitarstjórnar.
24. Viljayfirlýsing vegna kaupa á heitu vatni til uppbyggingar í ferðaþjónustu (baðlón, hótel) – 1906021
Beiðni um viljayfirlýsingu um sölu á heitu vatni til Norverks ehf, áður á dagskrá 235. fundar. Umsögn stjórnar Bláskógaveitu liggur fyrir, sbr. 94. fundargerð, 2. tl.
Umsögn stjórnar Bláskógaveitu um erindið liggur fyrir. Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði viljayfirlýsing til eins árs um sölu á allt að 6 sekúndulítrum vegna verkefnis á sviði ferðaþjónustu í Laugarási.
25. Frágangur á plani við sundlaug og leikskóla – 1908044
Tillaga um að ráðist verði í frágang á plani á milli sundlaugar og leikskóla í Reykholti í tengslum við nýbyggingu leikskóla og frágang lóðar.
Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdina og felur sveitarstjóra að taka saman endanlega kostnaðaráætlun vegna verksins.
26. Frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn – 1905022
Frístund við skólann í Reykholti fyrir 6-9 ára börn.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu undirbúnings. Stefnt er að opnun frístundar fyrir 6-9 ára börn 16. september nk. og að skólasel verði lagt af samhliða opnun frístundar. Unnið er að útfærslu þjónustunnar og undirbúningi með starfsmönnum. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að taka saman áætlaðan kostnað við frístund.
27. Loftgæði í Bláskógabyggð – 1908046
Tillaga um að Bláskógabyggð beini þeim tilmælum til Umhverfisstofnunar að taka upp mælingar á loftgæðum í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar beinir því til Umhverfisstofnunar að teknar verði upp reglulegar mælingar á loftgæðum í Bláskógabyggð. Í því þurrviðri sem rýkt hefur að undanförnu berst mikið magn jarðefna af hálendinu ef hreyfir vind. Miklivægt er að mæla áhrifin og meta hvaða áhrif þau hafa á heilsu fólks.
28. Hagavatnsvirkjun – 1810032
Drög að tillögu að matsáætlun allt að 9,9 MW Hagavatnsvirkjunar í Bláskógabyggð, dags. 23. júlí 2019.
Sveitarstjórn fagnar því að verkefnið skuli fara í umhverfismat.
29. Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga – 1905017
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 19. ágúst 2019, varðandi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033.
Lagt fram til kynningar.
30. Rekstrarleyfisumsókn Hverabraut 1, fnr. 220-6257 – 1908035
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 10. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi að Hverabraut 1, fnr. 220-6257, (Fontana) til sölu veitinga í flokki II, veitingahús (A). Einnig lögð fram umsögn byggingarfulltrúa, dags. 14. ágúst 2019, þar sem ekki er gerð athugasemd við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II.
Sveitarstjórn gefur jákvæða umsögn um erindið.
31. Rekstrarleyfisumsókn Torfastaðakot 3, (L222485) – 1908036
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 6. nóvember 2018, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfisumsókn vegna Torfastaðakots 3 (F2352185) vegna rekstrarleyfis í flokki II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C). Einnig er lögð fram umsögn byggingarfulltrúa þar sem fram kemur að ekki er gerð athugasemd við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II.
Sveitarstjórn gefur jákvæða umsögn um erindið.
32. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps – 1908041
Erindi skipulagsfulltrúa, dags. 14. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagið.
33. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar – 1908033
Erindi Hvalfjarðarsveitar, dags. 19. júlí 2019, kynning á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
34. Stefna í úrgagnsmálum fyrir landið allt – 1908042
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 12. júlí 2019, þar sem gefinn er kostur á að gera athugasemdir við tillögur að nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar því að unnið sé að nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt. Sveitarstjórn leggur áherslu á að reglur um sorpflokkun verði samræmdar og fagnar áherslu á fræðslu til almennings um úrgangsmál.
35. Leiðbeiningar vegna setningar á gjaldskrám byggingarfulltrúaembætta – 1908005
Leiðbeiningar starfshóps á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. júlí 2019, til sveitarfélaga vegna setningar á gjaldskrám byggingarfulltrúaembætta. Óskað er umsagna fyrir 20. september n.k.
Sveitarstjórn vísar erindinu til UTU.
36. Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga – 1908026
Boð Jafnréttisstofu á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019.
Lagt fram til kynningar.
37. Aðalfundur Túns, vottunarstofu – 1908020
Boð á aðalfund Vottunarstofunnar Túns ehf, sem haldinn verður 27. ágúst 2019.
38. Verkefnið Göngum í skólann – 1908030
Erindi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 14. ágúst 2019, varðandi verkefnið Göngum í skólann.
Lagt fram til kynningar.
39. Forsendur fjárhagsáætlana – 1908032
Samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. júlí 2019, varðandi vinnslu fjárhagsáætlana fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.
40. Skólaþing sveitarfélaga – 1908027
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. ágúst 2019, þar sem boðið er til skólaþings sveitarfélaga 4. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.
41. Leiðbeiningar um innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð við fatlað fólk (NPA) – 1908006
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. júlí 2019, varðandi leiðbeiningar um innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð við fatlað fólk (NPA).
Lagt fram til kynningar.
42. Jafnlaunavottun – 1908039
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. júlí 2019, varðandi innleiðingu á jafnlaunavottun fyrir sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórar Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps hafa gert athugasemd við túlkun þá sem fram kemur í bréfinu á tímafrestum innleiðingar. Málið er til frekari skoðunar.
43. Niðurfelling héraðsvegar – Kjarnholtsvegur – 1908040
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 11. júlí 2019, um að til standi að fella Kjarnholtsveg 1 (3677-01) að Kjarnholti (1) 3a af vegaskrá.
Lagt fram.

 

 

 

Fundi slitið kl. 16:50.