239. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 5 september 2019, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerðir skipulagsnefndar – 1901037 | |
182. fundur skipulagsnefndar haldinn 28. ágúst 2019, afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 2. | ||
-liður 2, Heiðarbær 4 (L227849); umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús – 1907049 Fyrir liggur umsókn Andreu Skúladóttur og Sveins Sveinbjarnarsonar dags. 17.07.2019 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 157,2 m2 með bílgeymslu 55,4 m2 á lóðinni Heiðarbær 4 (L227849) í Bláskógabyggð. Heildarstærð er 212,8 m2. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir byggingu nýs íbúðarhúss á lóðinni Heiðarbær 4 L227849, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir landeigendum/lóðarhöfum aðliggjandi lands/lóða. Fundargerðin staðfest. |
||
2. | Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands – 1902015 | |
198. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 20. ágúst 2019. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
3. | Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 1909002 | |
35. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga haldinn 1. febrúar 2019 36. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga haldinn 17. maí 2019 37. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga haldinn 23. ágúst 2019 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð stjórnar SASS – 1901045 | |
548. fundur stjórnar SASS, haldinn 16. ágúst 2019. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Bergrisans bs – 1905012 | |
8. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 26. ágúst 2019 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Verkfundargerð vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, 2. áfangi innanhúsfrágangur og lóð – 1810005 | |
9. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar (síðari áfangi) haldinn 3. september 2019. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerð oddvitanefndar UTU – 1903005 | |
Fundur oddvitanefndar UTU haldinn 2. september 2019. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 4 (ráðning starfsmanns). |
||
Fundargerðin var lögð fram. Liður 4, ráðning starfsmanns til að sinna umsýslu vegna söfnunar á seyru o.fl. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að ráðinn verði starfsmaður til að sinna verkefnum tengdum seyrumálum og að Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, sitji í starfshópi um ráðninguna. Óskað er eftir að upplýsingar um áætlaðan kostnað verði lagðar fyrir sveitarstjórn þegar þær liggja fyrir. |
||
8. | Verkfundargerðir vegna Seyrustaða – 1909014 | |
Verkfundur vegna byggingar Seyrustaða haldinn 13. ágúst 2019. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
9. | Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð – 1805099 | |
Guðmundur Daníelsson, ráðgjafi, kom inn á fundinn. Gerð hann grein fyrir tilboðum sem borist hafa í verklegar framkvæmdir og farið yfir stöðu mála hvað varðar umsóknir og næstu skref. | ||
Unnið er að yfirferð tilboða. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við þann bjóðanda sem á hagstæðasta tilboð í verkið, að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í útboðsgögnum. | ||
10. | Endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti – 1903027 | |
Minnisblað sveitarstjóra, ásamt samantekt dr. Gerðar G. Óskarsdóttur, ráðgjafa um stöðu mála og næstu skref og samningur við Gerði um ráðgjafarstörf fyrir Bláskógabyggð. | ||
Samningurinn var lagður fram til staðfestingar og samþykkir sveitarstjórn hann. | ||
11. | Afsal fyrir eignarhlut björgunarsveitar Biskupstungna í Bjarkarbraut 2 – 1909009 | |
Afsal Bláskógabyggðar til björgunarsveitar Biskupstungna á eignarhlut björgunarsveitarinnar í Bjarkarbraut 2, Reykholti. | ||
Sveitarstjórn samþykkir afsal á eignarhlutanum, Bjarkarbraut 2, mhl. 0104, fastanr.232 5141, til björgunarsveitarinnar og felur sveitarstjóra að undirrita afsalið. | ||
12. | Samningur við björgunarsveit Biskupstungna – 1909008 | |
Þjónustusamningur við Björgunarsveit Biskuptungna 2019 til 2021, ásamt yfirliti yfir greiðslur. | ||
Sveitarstjórn staðfestir samninginn. | ||
13. | Samningur við björgunarsveitina Ingunni – 1909010 | |
Þjónustusamningur við Björgunarsveitina Ingunni 2019 til 2021, ásamt yfirliti yfir greiðslur. | ||
Sveitarstjórn staðfestir samninginn. | ||
14. | Styrkbeiðni vegna fasteignagjalda 2019 – 1909007 | |
Styrkbeiðni Björgunarsveitarinnar Ingunnar, dags. 15. ágúst 2019, vegna fasteignagjalda af Lindarskógi 7. | ||
Sveitarstjórn samþykkir erindið, enda er það í samræmi við samning þann sem þegar hefur verið samþykktur (liður 13) og rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
15. | Athugasemdir við jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar frá 2017 – 1909004 | |
Erindi Jafnréttisstofu, dags. 28. ágúst 2019, þar sem gerðar eru athugasemdir við jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar frá 2017. | ||
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fara yfir athugasemdirnar. | ||
16. | Kvikmyndatökuverkefni á Laugarvatni – 1909005 | |
Beiðni True North ehf, dags. 28. ágúst 2019, um leyfi til kvikmyndunar í Laugarvatni í nóvember 2019. | ||
Sveitarstjórn samþykkir erindið. | ||
17. | Yfirlit yfir útsvar og greiðslur frá Jöfnunarsjóði 2019 – 1906001 | |
Yfirlit yfir innkomið útsvar og greiðslur frá Jöfnunarsjóði fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2019, borið saman við áætlun. | ||
Yfirlitið var lagt fram. | ||
18. | Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019 – 1902055 | |
4. viðauki við fjárhagsáætlun 2019 | ||
Lagður var fram fjórði viðauki við fjárhagsáætlun vegna nokkurra rekstrarþátta, sem fela í sér lækkun á handbæru fé um 10,450 milljónir kr. og að fjárfestingarhreyfingar hækka um 31 milljónir kr. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila. Kostnaðarauka er mætt með lækkun á handbæru fé. | ||
19. | Skógarnes, deiliskipulagsbreyting – 1909001 | |
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógarness, Austurey, lögð fram að nýju. | ||
Lagt fram að nýju vegna misritunar í bókun. (röng tilvitnun í skipulagslög) -liður 4, Skógarnes – Orlofssvæði Rafiðnaðarsambands Íslands; Austurey lóð L167697; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 1903054 Lögð fram að nýju umsókn Rafiðnaðarsambands Íslands, dags. 26. mars 2019, Austurey lóð L167697, um deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á byggingarreit vegna fyrirhugaðrar skemmubyggingar. Tillagan var kynnt með grenndarkynningu frá 14.maí 2019 með athugasemdafresti til 18.júní 2019. Athugasemdir bárust. Umsækjandi hefur með innsendum skýringauppdrætti gert nánari grein fyrir afstöðu og hæðarlegu fyrirhugaðrar vélageymslubyggingar en þar kemur fram að byggingin mun verða staðsett í hvilft í framhaldi af þegar byggðri vélageymslu í sömu hvilft. Mænishæð mun aðeins ná um það bil 1,5m upp fyrir landhæð aðliggjandi lóðar og að auki innan við trjágróður sem í dag nær um það bil 6m upp fyrir sömu lóð. Skipulagsnefnd metur athugasemdir sem bárust óverulegar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu og er einnig falið að svara þeim aðilum sem gerðu athugasemdir. |
||
20. | Frístund fyrir 6-9 ára börn við Bláskógaskóla Reykholti – 1905022 | |
Gjaldskrá og reglur frístundar fyrir 6-9 ára börn. | ||
Sveitarstjórn samþykkir reglur fyrir frístund og gjaldskrá. Gjald pr klukkustund frá kl. 15 til 16 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 12 til kl. 16 á föstudögum verði 390 kr. Ekki verður tekið gjald fyrir hressingu. | ||
21. | Umsókn um leyfi fyrir þríþrautarkeppni og beiðni um fjárstuðning – 1909012 | |
Umsókn Ægis3 – Þríþrautarfélag Reykjavíkur, dags. 2. september 2019, um leyfi Bláskógabyggðar til að halda þríþrautarkeppni á Laugarvatni hinn 13. júní 2020, ásamt beiðni um fjárstuðning til greiðslu kostnaðar við gæslu. | ||
Sveitarstjórn veitir umbeðið leyfi vegna keppninnar og að keppendur hafi aðgang að íþróttamannvirkjum á Laugarvatni vegna búningsaðstöðu. | ||
22. | Afslættir af aðgangseyri í sund og íþróttasal og reglur um afnot ungmenna – 1905019 | |
Tillaga um fyrirkomulag afslátta vegna heilsueflandi viðburða/námskeiða í íþróttahúsum, sundlaugum og félagsheimili og reglur um afnot ungmenna. | ||
Sveitarstjórn samþykkir tillögu um verklagsreglur vegna afslátta sem veittir eru af mannvirkjum sveitarfélagsins vegna heilsueflandi viðburða. Sveitarstjórn samþykkir að 14-15 ára ungmenni þurfi að hafa skriflega heimild foreldra til að æfa í tækjasal án þess að vera í fylgd með foreldrum, þá er mælst til að þau hafi fengið þjálfun í notkun æfingatækja. |
||
23. | Beiðni um nafnabreytingu á landi – 1908031 | |
Beiðni um breytingu á heiti lands úr Böðmóðsstöðum, áður á dagskrá 238. fundar. Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um fund með umsækjendum. | ||
Umræða varð um málið. Samþykkt hefur verið að vinna verklagsreglur um skráningu staðfanga og er óskað eftir áliti UTU á skráningu staðfanga í landi Böðmóðsstaða. | ||
24. | Aðalskipulagsbreytingar í Reykjavík 2019 – 1905007 | |
Erindi skrifstofu skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, dags. 30. ágúst 2019 um breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, ásamt umhverfisskýrslu og nýju deiliskipulagi fyrir Álfsnesvík, ásamt umhverfisskýrslu. Athugasemdafrestur er til 11. október nk. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við tillöguna. | ||
25. | Aðalskipulagsbreytingar í Reykjavík 2019 – 1905007 | |
Erindi skrifstofu skipulagsfulltrúa Reykjavíkurbrogar, dags. 30. ágúst 2019, um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð, breytt landnotkun og fjölgun íbúða. Athugasemdafrestur er til 11. október nk. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við tillöguna. | ||
26. | Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa – 1909013 | |
Tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 2. september 2019, um minningardag um fórnarlömb umferðarslysa. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
27. | Evrópuvika sveitarfélaga í Brussel 2019 – 1908038 | |
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. ágúst 2019, um Evrópuviku sveitarfélaga í Brussel í október 2019. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
28. | Áskorun vegna hamfarahlýnunar – 1909006 | |
Áskorun Samtaka grænkera á Íslandi, dags. 20. ágúst 2019 til stjórnvalda vegna hamfarahlýnunar. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
29. | Haustfundur Héraðsnefndar Árnesinga 2019 – 1909003 | |
Tilkynning formanns Héraðsnefndar Árnessýslu bs. um að haustfundur Héraðsnefndar verði haldinn á Hótel Selfossi þriðjudaginn 15. október n.k. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 17:25.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Eyrún Margrét Stefánsdóttir | |
Róbert Aron Pálmason | ||
Ásta Stefánsdóttir |