24. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
þriðjudaginn 13. janúar 2004, kl 13:30
í Fjallasal Aratungu.
Mætt voru:
Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson, Sigurlaug Angantýsdóttir, Bjarni Þorkelsson, Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð.
Gestir á fundinum voru: Pétur H. Jónsson, Oddur Hermannsson, Haraldur Sigurðsson, Ragnar Jónsson, Halldór Kristjánsson, Sigurður Oddsson og Arinbjörn Vilhjálmsson.
- Kynningarfundur á gerð aðalskipulags fyrir Þingvallasveit 2004 – 2016. Skipulagsfræðingar sveitarfélagsins Pétur H. Jónsson, Oddur Hermannsson og Haraldur Sigurðsson kynntu gagnaskýrslu drög 2 sem liggja fyrir. Undirbúningshópur að gerð aðalskipulagsins var einnig boðaður en í honum sitja Halldór Kristjánsson, Ragnar Jónsson fv. oddviti Þingvallasveitar, Sigurlaug Angantýsdóttur sem jafnframt situr í sveitarstjórn auk Sigurður Oddssonar framkvæmdastjóra Þingvallanefndar og Arinbjarnar Vilhjálmssonar skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu.
Skipulagsfræðingarnir fóru yfir drög að tillögum sem munu verða kynntar íbúum fljótlega. Farið var yfir málið á fundinum í eftirfarandi röð:
- a) Staða verkefnisins – gagnaskýrsla og þemakort
- b) Hugmyndir að megin markmiðum
- c) Afmörkun landnotkunar – hugmyndir og óskir
- d) Stefnumörkun í helstu málaflokkum – hugmyndir:
- Landbúnaðarsvæði
- Svæði fyrir frístundabyggð
- Skilgreining verndarsvæða
- Samgöngur – Gjábakkavegur
Úrdráttur úr tillögunum (drögunum) eru eftirfarandi – hugmyndir:
Meginmarkmið:
Vernda náttúrulega ásýnd svæðisins
Vernda ríkjandi gróðurfar (frá náttúrunnar hendi)
Vernda jarðmyndanir – einstæðar jarðsögulegar myndanir
Vernda lífríki Þingvallavatns
Viðhalda tærleika vatnsins
Vernda vatnsauðlindir – verndun vatnasviðs
Verndun annarra vistkerfa á svæðinu
Vernda menningarminjar – halda sögunni á lofti
Auka útivistargildi svæðisins – auka aðgengi almennings
Skapa skilyrði til að taka á móti auknum ferðamannastraumi
Tryggja áframhaldandi hefðbundna búsetu
Draga úr áhrifum sumarhúsabyggðar á umhverfið – aðlögun
Að tryggja góðar samgöngur
Samræmi í stefnumörkun sveitarstjórnar, Þingvallanefndar og ríkisvaldsins.
Í umræðum um aðalskipulagið var sérstaklega fjallað um Gjábakkaveg, legu hans og aðkomu að Þjóðgarðinum svo og uppbyggingu frístundahúsa. Farið var inná vatnsvernd, rétt landeiganda til að fá að skipuleggja einkalönd og fleira.
Stefnt er að því að halda opinn fund um skipulagsmál í Þingvallasveit þar sem tillögur skipulagsfræðinganna verða kynntar.
- Skipulagsmál sem hafa verið í auglýsingu hjá skipulagsfulltrúa.
- a) Úthlíð, Biskupstungum. Engar athugasemdir hafa borist. Staðfest og skipulagsfulltrúa falið að ljúka frágangi málsins.
- b) Hrosshagi, Biskupstungum. Engar athugasemdir hafa borist. Staðfest og skipulagsfulltrúa falið að ljúka frágangi málsins.
Fundi slitið kl. 18:00.