24. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn þriðjudaginn 25. nóvember 2003,
 2. 13:30 í Fjallasal Aratungu.

Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Kjartan Lárusson og  Sigurlaug Angantýsdóttir auk Ragnars S. Ragnarsson sveitarstjóra sem ritaði fundargerð.

 1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 6. nóvember 2003 varðandi breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, vegna veglínu Gjábakkavegar.  Byggðaráð leggur til að hafin verði undirbúningur að  þessari óverulegu breytingu á aðalskipulagi.
 2. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 19. nóvember 2003 varðandi deiliskipulag frístundabyggðar í Austurey I og III, Bláskógabyggð.  Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.
 3. Bréf frá Söngkór Miðdalskirkju dags. 24. nóvember 2003 þar sem óskað er eftir styrk til söngferðalags til Noregs og Danmerkur.  Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunar ársins 2004.
 4. Bréf frá Björgunarsveitinni Ingunni dags. 25. nóvember 2003 þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs starfsárið 2004.  Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunar ársins 2004.
 5. Útboð á tryggingum Bláskógabyggðar.  Sveitarstjóra falið að ræða við VÍS HF.
 6. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varðandi Leikskólann Lind, Laugarvatni. Byggðaráð leggur til að bréfið verði haft til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 auk þess sem forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Bláskógabyggðar verði falið að gera áætlun um úrbætur.
 7. Erindi Félagsmálaráðuneytisins dags. 11. nóvember 2003 varðandi stjórnsýslukæru Svanfríðar Sigurþórsdóttur.  Ráðuneytið felldi úrskurð sinn 24. nóvember 2003 og var hann eftirfarandi:  Ákvörðun Bláskógabyggðar um að ráðast ekki, að svo stöddu, í framkvæmdir við lagningu stofnlagnar hitaveitu að sumarhúsi Svanfríðar Sigurþórsdóttur er gild.
 8. Bréf frá Björgunarsveitinni Ingunni dags. 6. nóvember 2003 þar sem óskað er eftir að fá að gera tilboð í vestari hluta áhaldahúss sveitarfélagsins á Laugarvatni.  Byggðaráð leggur til að þegar að áhaldahúsið verður sett á sölu þá verði rætt við forsvarsmenn Ingunnar sem og aðra áhugasama kaupendur.
 9. Skýrsla vinnueftirlits ríkisins dags. 27. ágúst 2003 varðandi Aratungu.  Byggðaráð leggur til að bréfið verði haft til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 auk þess sem forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Bláskógabyggðar verði falið að gera áætlun um úrbætur.
 10. Samningur Bláskógabyggðar og Lögmanna Suðurlandi varðandi innheimtu fyrir sveitarfélagið.  Byggðaráð leggur til að samningurinn verði staðfestur.
 11. Bréf frá Trausta Kristjánssyni, Kristínu E. Hólmgeirsdóttur og Kristjáni E. Traustasyni dags. 27. október 2003 varðandi kaup á áhaldahúsinu á Laugarvatni.  Byggðaráð leggur til að þegar að áhaldahúsið verður sett á sölu þá verði rætt við þau sem og aðra áhugasama kaupendur
 12. Bréf frá Guðfinnu Jóhannsdóttur dags. 25. október 2003 þar sem óskað er eftir styrk til að halda úti menningarkvöldum.  Byggðaráð leggur til að erindinu verði vísað til gerðar fjarhagsáætlunar fyrir árið 2004.
 13. Bréf frá Ástu Sól Kristjónsdóttur  dags. 31. október 2003 varðandi stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2004.  Byggðaráð leggur til að erindinu verði vísað til gerðar fjarhagsáætlunar fyrir árið 2004.
 14. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vinnueftirlitið varðandi Leikskólann Álfaborg, Reykholti.  Byggðaráð leggur til að bréfin verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 auk þess sem forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Bláskógabyggðar verði falið að gera áætlun um úrbætur.
 15. Unnið að fjárhagsáætlun 2004.
 16. Eftirfarandi fundargerðir voru kynntar og staðfestar:
  1. Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 10 nóvember 2003.
  2. Fundargerð rekstrarnefndar Aratungu sem haldinn var 11. nóvember 2003.
  3. Fundargerð 12. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 28. október 2003.
 17. Eftirfarandi erindi voru kynnt:
  1. Fundargerð 2. verkfundar vegna útboðsverks að Torfastöðum Biskupstungum sem haldinn var 29. október 2003.
  2. Fundargerð 108. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 7. nóvember 2003.
  3. Bréf frá Faghópi leikskólastjóra.
  4. Bréf frá Sýslumanninum á Selfossi. dags. 30. október 2003 varðandi sameiningu almannavarnanefnda í Árnessýslu.
  5. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 28. nóvember 2003 varðandi stofnframlög til sveitarfélaga með færri en 2000 íbúa.
  6. Fundargerð 370. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 29. október 2003.
  7. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. október 2003 varðandi endurgreiðslu vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar  slökkviliða.
  8. Erindi frá Fjármála- og Félagsmálaráðuneytinu varðandi leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna beitingar 4.mgr.5.gr.laga nr.4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
  9. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 28. október 2003 varðandi kynningarfundi um sérstakt átak í sameiningu sveitarfélaga.
  10. Fundargerð 68. stjórnafundar Skólaskrifatofu Suðurlands sem haldinn var 27. október 2003.
  11. Þakkarbréf frá Margréti Frímannsdóttur dags. 28. október 2003.

 

Fundi slitið kl. 18:15