241. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 1. október 2019, kl. 12:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 1901037
184. fundur skipulagsnefndar, haldinn 25. september 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 12.
1. Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Aðalskipulagsbreyting – 1807011
Í framhaldi af frestun skipulagsnefndar á fundi 16. janúar 2019 á máli Eyvindartungu ehf, vegna frístundabyggðar neðan Laugarvatnsvegar, er lögð fram uppfærð skipulagslýsing EFLU Verkfræðistofu dagsett 4. september 2018. Meginbreyting frá eldri útgáfu er að skipulagslýsingin nær nú einnig ofan Laugarvatnsvegar þar sem 40 hektarar úr frístundasvæðinu F22 er breytt í svæði fyrir skógrækt.
Skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verður eftirfarandi: frístundasvæðið F23 verður stækkað um 6 ha og sett inn nýtt skógræktarsvæði, um 15 ha. Einnig verður um 40 ha frístundasvæðisins F22 breytt í svæði fyrir skógrækt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi lýsingu EFLU dagsetta 4. september 2018, sem skýrir væntanlega breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

2. Fremstaver; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903015
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Fremstavers, fjallaskála sem er sunnan við Bláfell, vestan Hvítár. Aðkoma er af Kjalvegi. Á svæðinu eru alls 3 byggingar, ýmist fyrir ferðaþjónustu, salernishús og hesthús. Gistipláss er fyrir 30 manns. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 manns og bæta aðstöðu reiðhópa. Stærð svæðis er um 2 ha. Fremstaver er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneytinu, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags.25.9.2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“, og samþykkir sveitarstjórn þær tillögur að svörum við athugasemdum sem fram koma í minnisblaðinu. Sveitarstjórn telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Sveitarstjórn áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.

3. Heiðarbær lóð L170211; Borun vegna jarðvarmadælu; Framkvæmdaleyfi – 1908071
Lögð er fram umsókn Ernis Brynjólfssonar, verkfræðistofunni Ferli, dags. 22. ágúst 2019, fyrir hönd Kára Guðjóns Hallgrímssonar, um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar borunar á 140mm víðri og allt að 150m djúpri holu vegna jarðvarmadælu á leigulóð sinni á jörðinni Heiðarbæ L170211 við Þingvallavatn. Umsækjandi hefur auk tækniblaða, skýringamynda og afstöðumyndar framsent skilyrta heimild til borunar frá landeiganda.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framkvæmdina og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi reglugerð nr. 772/2012 og fyrirliggjandi gögn umsækjanda.

4. Skálpanes; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903013
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Skálpaness, fjallaskála sem er við Langjökul, vestan Geldingafells. Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg. Á svæðinu eru alls 2 byggingar, fyrir ferðaþjónustu og starfsfólk. Ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu, einungis viðhaldi á núverandi mannvirkjum. Stærð svæðis er um 2ha. Skálpanes er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneytinu, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags.25.9.2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“ og samþykkir sveitarstjórn þær tillögur að svörum við athugasemdum sem fram koma í minnisblaðinu. Sveitarstjórn telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Sveitarstjórn áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.

5. Geldingafell; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903014
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Skálpaness, fjallaskála sem er við Langjökul, vestan Geldingafells. Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg. Á svæðinu eru alls 2 byggingar, fyrir ferðaþjónustu og starfsfólk. Ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu, einungis viðhaldi á núverandi mannvirkjum. Stærð svæðis er um 2ha. Skálpanes er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneytinu, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags.25.9.2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“ og samþykkir sveitarstjórn þær tillögur að svörum við athugasemdum sem fram koma í minnisblaðinu. Sveitarstjórn telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Sveitarstjórn áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.

6. Þingvellir; Bratti í Botnsúlum lnr 170796; Fjallaskáli; Deiliskipulag – 1804020
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Bratta í Súlnadal í Botnssúlum. Á staðnum var lítill skáli sem hefur verið fjarlægður. Til stendur að reisa nýjan skála allt að 80m2 að stærð fyrir allt að 30 manns í gistingu. Ekki er vegur að staðnum og ekki heimilt að aka að skálanum. Svæðið er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags.25.9.2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“ og samþykkir sveitarstjórn þær tillögur að svörum við athugasemdum sem fram koma í minnisblaðinu. Sveitarstjórn telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Sveitarstjórn áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda. Gerður er fyrirvari um jákvæða umsögn Forsætisráðuneytis.

7. Reykjavegur; Syðri-Reykir 2; Ný aðkoma að lóðum; Aðalskipulagsbreyting – 1909033
Ásta Stefánsdóttir f.h. Bláskógabyggðar, leggur fram umsókn. dags. 11. september 2019, um breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin felur í sér að færð er inn ný aðkoma af Reykjavegi að lóðum/landi Syðri-Reykja 2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu Eflu dags. 20.8.2019 að breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að tillagan hafi lítil sem engin áhrif vegna landnotkunar og hefur ekki áhrif á einstaka aðila eða aðra hagsmunaaðila á svæðinu.
Skipulagsfulltrúa er falið senda Skipulagsstofnun tillöguna til meðferðar og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8. Svartárbotnar;(Gíslaskáli) Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903011
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010,deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Svartárbotna (Gíslaskála) á Kili í Bláskógabyggð. Á staðnum er rekin þjónusta við ferðamenn þar er einnig gangnamannahús og aðstaða til að taka á móti hestahópum. Í Gíslaskála er gistipláss fyrir 45-50 manns. Til stendur að stækka skálann fyrir allt að 70 manns í gistingu.Einnig stendur til að bæta aðstöðu fyrir hesta. Aðkoma er af Kjalvegi. Á svæðinu er núverandi 270 m2 svefnskáli, 96 m2 hesthús og 20 m2 starfsmannahús. Svæðið er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneytinu, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags.25.9.2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“ og samþykkir sveitarstjórn þær tillögur að svörum við athugasemdum sem fram koma í minnisblaðinu. Sveitarstjórn telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Sveitarstjórn áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.

9. Skálabrekka; Skálbrekkugata 1, 1B, 1C, 3 og 7, Heiðarás; Deiliskipulagsbreyting – 1908022
Lögð er fram umsókn Þórðar Sigurjónssonar, dags. 6. ágúst 2019, um breytingu á deiliskipulagi Skálabrekkugötu 3, L172580, í Bláskógabyggð. Tillagan nær til lóða við Skálabrekkugötu 1 L203318, 1a L203320, 1b L216815, 1c L219435, 3 L172580 og 7, sem ekki hefur enn verið stofnuð, þar sem um er að ræða tilfærslu á lóðarmörkum eftir innmælingu svæðisins og breyttrar legu lóða 3 og 7.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kolbeinn Sveinbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

10. Árbúðir; Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903012
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010,deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til Árbúða fjallaskála ofl. sem eru við Svartá, skammt norðan við Hvítá á Kili, og er aðkoma af Kjalvegi. Á svæðinu eru alls 4 byggingar, ýmist fyrir gisti- og þjónustu, starfsfólk, salernisaðstöðu og hesthús. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 70 manns. Stærð svæðis er um 2 ha. Árbúðir eru í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem hálendismiðstöð.
Tillagan var auglýst 24. júlí 2019, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneytinu, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og athugasemdir frá Landvernd.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags.25.9.2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“ og samþykkir sveitarstjórn þær tillögur að svörum við athugasemdum sem fram koma í minnisblaðinu. Sveitarstjórn telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Sveitarstjórn áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.

11. Aphóll 10 L167657; Stækkun frístundahúss; Fyrirspurn – 1909050
Lögð er fram fyrirspurn Sigrúnar B. Ásmundsdóttur, dags. 16. september 2019, um hvort heimilað verði stækkun á eldra sumarhúsi á lóðinni Aphóll 10, L167657, í Bláskógabyggð. Á lóðinni sem er 2.500 m2 er fyrir sumarhús 44,4 m2 og 7,7 m2 geymsla. Óskað er eftir 50 m2 stækkun sumarhússins. Heildarnýtingarhlutfall myndi með stækkunaráformum verða 0,041. Vegna legu núverandi húss í landinu er óskað eftir sérstakri staðsetningu viðbyggingarinnar á lóð. Ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun húss, með fyrirvara um að viðbygging fari ekki nær Apá en núverandi hús. Þá er gerður fyrirvari um grenndarkynningu þegar gögn um viðbyggingu liggja fyrir.

12. Vatnsleysa land B L188581; Kriki; Breytt notkun í landbúnaðarland; Deiliskipulagsbreyting – 1909048
Hjörtur Bergstað, leggur fram umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Vatnsleysu lands A,B og C,í Bláskógabyggð. Gildandi deiliskipulag í landi Vatnsleysu, öðlaðist gildi með auglýsingu í B-deild 21. apríl 2017 nr.13772. Gildandi deiliskipulag tekur til þriggja lóða úr landi Vatnsleysu þar sem gert er ráða fyrir frístundahúsi og 25 m2 geymslu eða gestahúsi á hverri lóð með nýtingarhlutfall allt að 0,03.
Í breytingu á gildandi deiliskipulagi fellst eftirfarandi:
Skipulagssvæði stækkar til vesturs og sameinast landi B. Í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem er í ferli breytist notkun Vatnsleysu land B og verður svæðið landbúnaðarland að breytingu lokinni og fær nýtt staðfang – Kriki, og verður heimilt að byggja einbýlishús og stofna nýtt lögbýli.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna og og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands.
Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins og Valgerður Sævarsdóttir, varaoddviti tók við stjórn fundarins.

Fundargerðin staðfest.

2. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 1901038
106. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 19. september 2019.
Fundargerðin staðfest.
3. Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu – 1901039
95. fundur stjórnar Bláskógaveitu haldinn 23. september 2019
Fundargerðin staðfest.
4. Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings – 1903002
33. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar haldinn 25. september 2019.
Fundargerðin staðfest.
5. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 1903009
11. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 26. september 2019
Lagt fram til kynningar.
6. Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga – 1902041
192. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, haldinn 20. september 2019.
Lagt fram til kynningar.
7. Deiliskipulagsbreyting, Stíflisdal – 1909063
Deiliskipulagsbreyting, lóðir úr Stíflisdal, áður á 235. fundi.
Stíflisdalur 2 (L170166); Lóð 13 og 14; Minnkun lóða og byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 1905069
Lögð er fram umsókn Sigfúsar A. Schopka, dags. 05. febrúar 2019, móttekið 24. maí 2019, fyrir hönd fleiri lóðarhafa með umboði, Stíflisdalur 2 L170166, lóð 13 og 14, minnkun lóða og byggingarreita, deiliskipulagsbreyting.
Sveitarstjórn hafnar deiliskipulagsbreytingunni þar sem nýtingarhlutfall verður yfir leyfilegu hámarki skv. aðalskipulagi.
8. Ráðning persónuverndarfulltrúa – 1809018
Lögð var fram tillaga um að sveitarstjórn taki undir tillögu Hrunamannahrepps um ráðningu sameiginlegs persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélögin.
Sveitarstjórn tekur undir tillögu Hrunamannahrepps til Héraðsskjalasafns Árnesinga um að ráðinn verði sameiginlegur persónuverndarfulltrúi fyrir sveitarfélögin, sem heyri undir Héraðsskjalasafnið.
9. Styrkbeiðni vegna prentsöguseturs í Skálholti – 1909055
Beiðni forsvarsmanna Prentsöguseturs, dags. 18. september 2019, um fjárstuðning vegna opnunar á safni í Skálholti.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.
10. Sameiginleg vatnsveita sveitarfélaga – 1909062
Fundargerð fundar sveitarfélaga í uppsveitum og Flóa um sameiginlega vatnsveitu sveitarfélaganna, haldinn 20. september 2019. Tillaga um að skipaður verði starfshópur til undirbúnings og skoðunar möguleika á sameiginlegri vatnsöflun og stofnlögn.
Fundargerðin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að í starfshópnum verði f.h. Bláskógabyggðar Helgi Kjartansson, Bjarni D. Daníelsson, Benedikt Skúlason og Ásta Stefánsdóttir.
11. Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð – 1909061
Styrkbeiðni Efstadalsfélagsins, dags. 15. september 2019.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 141.750 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggð. Styrkurinn verður greiddur út gegn framvísun reikninga fyrir útlögðum kostnaði.
12. Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð – 1909057
Styrkbeiðni, dags. 15. ágúst 2019, vegna Heiðarbyggðar.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds.
13. Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð – 1909059
Styrkbeiðni, dags. 23. ágúst 2019, vegna orlofsbyggðar VR í Miðhúsaskógi.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds.
14. Umsókn um styrk til veghalds í sumarhúsahverfi – 1901004
Styrkbeiðni, dags. 13. desember 2018 vegna Kallbrúnar.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 70.512 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggð.
15. Umsókn um styrk til veghalds í sumarhúsabyggð (Stekkjalundur) – 1908003
Styrkbeiðni, dags. 6. ágúst 2019, vegna Stekkjalundar.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds.
16. Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð – 1909060
Styrkbeiðni dags. 15. september 2019 vegna Stekkárreita.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds.
17. Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð – 1909058
Styrkbeiðni, dags. 23. ágúst 2019, vegna Brekku og nágr.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 328.414 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggð.
18. Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð – 1910001
Styrkbeiðni Félags um frístundabyggð í landi Grafar.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds, styrkurinn verður greiddur út gegn framvísun reikninga fyrir útlögðum kostnaði.
19. Verksamningur um slátt og hirðingu á Laugarvatni – 1909056
Beiðni Fosshamars ehf, dags. 1. september 2019, um framlengingu á verksamningi um slátt og hirðingu á Laugarvatni.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlengingu á samningnum í samræmi við erindið.
20. Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 20. september 2019, varðandi gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Minnisblað frá fundum sem haldnir voru 14. ágúst og 3. september s.l., ásamt fylgiskjölum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að farið verði í að vinna svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið. Sveitarstjórn skipar eftirtalda aðila sem aðalmenn í starfshóp um svæðisskipulagsvinnuna: Guðrúnu S. Magnúsdóttur og Eyrúnu M. Stefánsdóttur og til vara Valgerði Sævarsdóttur og Óttar Braga Þráinsson.
Sveitarstjórn heimilar SASS að ganga til samninga við Eflu á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
21. Áskorun vegna foks á rusli – 1909048
Áskorun Íslenska sjávarklasans ehf, dags. 26. september 2019, um að boðið verði upp á lausnir til að loka sorptunnum.
Lagt fram. Sveitarstjórn hvetur fasteignaeigendur til að ganga þannig frá sorptunnum að ekki sé hætta á að fjúki úr þeim.
22. Skipan fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands – 1909052
Beiðni verkefnastjóra Ungmennaráðs Suðurlands, dags. 23. september 2019, um að Bláskógabyggð skipi fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands.
Sveitarstjórn tilnefnir Sólmund Magnús Sigurðsson sem fulltrúa í Ungmennaráði Suðurlands.
23. Skólaþing sveitarfélaga – 1908027
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. september 2019, hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019.
Sveitarstjórn hvetur ungmennaráð til að svara spurningum sem sveitarfélögum hafa verið sendar í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019 og senda fulltrúa á þingið.
24. Heiðursáskrift að Skógræktarritinu – 1909053
Erindi Skógræktarfélags Íslands, dags. 30. október 2019, varðandi áframhaldandi heiðursáskrift að tímariti félagsins.
Sveitarstjórn samþykkir heiðursáskrift að Skógræktarritinu í samræmi við erindið.
25. Þjónustufulltrúi vegna seyruverkefnis – 1909051
Tillaga starfshóps, dags. 26. september 2019, að starfslýsingu fyrir þjónustufulltrúa seyrumála, ásamt tillögu að kostnaðarskiptingu.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýst verði eftir starfsmanni seyruverkefnis á grundvelli starfslýsingar og áætlaðs kostnaðar. Sveitarstjórn fagnar því að gert skuli ráð fyrir að hluti kostnaðar vegna seyruverkefnisins skiptist jafnt á aðildarsveitarfélög. Uppfæra þarf samning sveitarfélaganna um verkefnið og vísar sveitarstjórn nánari útfærslu til oddvitanefndar Uppsveita.
26. Afslættir af aðgangseyri í sund og íþróttasal – 1905019
Tillaga að afsláttum af afnotum af íþróttasal vegna æfinga 60 ára og eldri. Tilraunaverkefni til áramóta.
Sveitarstjórn samþykkir að frítt verði í íþróttasali sveitarfélagsins fyrir 60 ára og eldri og örykja, sem hafa lögheimili í Bláskógabyggð og taka þátt í verkefninu Hreyfifélagar. Um tilraunaverkefni er að ræða til áramóta.
27. Beiðni um vilyrði fyrir lóð við Einbúa, Krikinn þjóðmenningarsetur – 1810008
Beiðni Þórarins Þórarinssonar, dags. 27. september 2019, um framlengingu á vilyrði fyrir lóð við Einbúa, Laugarvatni.
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja vilyrði vegan lóðarinnar til 31. desmber 2019.
28. Trúnaðarmál – 1809055 Fært í trúnaðarbók.
Gert var fundarhlé kl. 13:00 til kl. 14:20.
29. Snjómokstur í þéttbýli útboð 2019 – 1909016
Opnun tilboða í snjómokstur í þéttbýli í Bláskógabyggð, fundargerð frá opnun tilboða.
Lögð var fram fundargerð frá opnun tilboða.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Laugarvatn
Ásvélar 16.900 kr/klst
Ketilbjörn 21.824 kr/klst
Laugarás
Félagsbúið Hrosshaga 25.580 kr/klst
Reykholt
Gullverk 22.816 kr/klst.
Ketilbjörn 21.824 kr/klst
30. Ræstingaútboð Álfaborg 2019 – 1909015
Opnun tilboða í ræstingu leikskólans Álfaborgar, fundargerð frá opnun tilboða.
Lögð var fram fundargerð frá opnun tilboða.
Eitt tilboð barst, frá Bryndísi M. Bjarnadóttur, kr. 1.188.500 kr/mán.
31. Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024 – 1902038
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 25. september 2019, um að birt hafi verið til umsagnar drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024.
Umsagnarfrestur er til og með 8. október.
Lagt fram.
32. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt – 1909049
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 26. september 2019, frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál, sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 10. október nk.
Sveitarstjórn fagnar því að frumvarp um endurgreiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga hafi verið lagt fram og hvetur til þess að það verði samþykkt. Um brýnt hagsmunamál allra sveitarfélaga er að ræða og óeðlilegt að ríkið hafi beinar tekjur af aðgerðum sveitarfélaga sem miða að vernd umhverfis og náttúru. Mörg sveitarfélög þurfa að ráðast í verulega kostnaðarsamar framkvæmdir vegna fráveitumála. Ríkið getur stuðlað að uppbyggingu hreinsimannvirkja og úrbótum í fráveitumálum þar sem þörf er á með því að taka upp að nýju endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Mestar framfarir í fráveitumálum urðu á þeim tíma sem slíkt endurgreiðslukerfi var í gildi.
33. Tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. – 1909050
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 26. september 2019, tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál, til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 17. október nk.
Lagt fram.
34. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla – 1909046
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 27. september 2019, frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál, sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 18. október n.k.
Lagt fram.
35. Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga – 1909047
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 26.september 2019, frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál, til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 10. október nk.
Lagt fram.
36. Jafnlaunavottun – 1908039
Undirbúningur að jafnlaunavottun fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna hefjist í nóvember.
37. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019 – 1909045
Fundarboð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 18. september 2019, vegna ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 2. október n.k.
Lagt fram.

 

 

 

Fundi slitið kl. 14:45.