241. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 1. október 2019, kl. 12:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 1901037 | |
184. fundur skipulagsnefndar, haldinn 25. september 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 12. | ||
1. Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Aðalskipulagsbreyting – 1807011 Í framhaldi af frestun skipulagsnefndar á fundi 16. janúar 2019 á máli Eyvindartungu ehf, vegna frístundabyggðar neðan Laugarvatnsvegar, er lögð fram uppfærð skipulagslýsing EFLU Verkfræðistofu dagsett 4. september 2018. Meginbreyting frá eldri útgáfu er að skipulagslýsingin nær nú einnig ofan Laugarvatnsvegar þar sem 40 hektarar úr frístundasvæðinu F22 er breytt í svæði fyrir skógrækt. Skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verður eftirfarandi: frístundasvæðið F23 verður stækkað um 6 ha og sett inn nýtt skógræktarsvæði, um 15 ha. Einnig verður um 40 ha frístundasvæðisins F22 breytt í svæði fyrir skógrækt. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi lýsingu EFLU dagsetta 4. september 2018, sem skýrir væntanlega breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. 2. Fremstaver; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903015 3. Heiðarbær lóð L170211; Borun vegna jarðvarmadælu; Framkvæmdaleyfi – 1908071 4. Skálpanes; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903013 5. Geldingafell; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903014 6. Þingvellir; Bratti í Botnsúlum lnr 170796; Fjallaskáli; Deiliskipulag – 1804020 7. Reykjavegur; Syðri-Reykir 2; Ný aðkoma að lóðum; Aðalskipulagsbreyting – 1909033 8. Svartárbotnar;(Gíslaskáli) Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903011 9. Skálabrekka; Skálbrekkugata 1, 1B, 1C, 3 og 7, Heiðarás; Deiliskipulagsbreyting – 1908022 10. Árbúðir; Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903012 11. Aphóll 10 L167657; Stækkun frístundahúss; Fyrirspurn – 1909050 12. Vatnsleysa land B L188581; Kriki; Breytt notkun í landbúnaðarland; Deiliskipulagsbreyting – 1909048 Fundargerðin staðfest. |
||
2. | Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 1901038 | |
106. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 19. september 2019. | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
3. | Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu – 1901039 | |
95. fundur stjórnar Bláskógaveitu haldinn 23. september 2019 | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
4. | Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings – 1903002 | |
33. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar haldinn 25. september 2019. | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 1903009 | |
11. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 26. september 2019 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga – 1902041 | |
192. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, haldinn 20. september 2019. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
7. | Deiliskipulagsbreyting, Stíflisdal – 1909063 | |
Deiliskipulagsbreyting, lóðir úr Stíflisdal, áður á 235. fundi. | ||
Stíflisdalur 2 (L170166); Lóð 13 og 14; Minnkun lóða og byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 1905069 Lögð er fram umsókn Sigfúsar A. Schopka, dags. 05. febrúar 2019, móttekið 24. maí 2019, fyrir hönd fleiri lóðarhafa með umboði, Stíflisdalur 2 L170166, lóð 13 og 14, minnkun lóða og byggingarreita, deiliskipulagsbreyting. Sveitarstjórn hafnar deiliskipulagsbreytingunni þar sem nýtingarhlutfall verður yfir leyfilegu hámarki skv. aðalskipulagi. |
||
8. | Ráðning persónuverndarfulltrúa – 1809018 | |
Lögð var fram tillaga um að sveitarstjórn taki undir tillögu Hrunamannahrepps um ráðningu sameiginlegs persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélögin. | ||
Sveitarstjórn tekur undir tillögu Hrunamannahrepps til Héraðsskjalasafns Árnesinga um að ráðinn verði sameiginlegur persónuverndarfulltrúi fyrir sveitarfélögin, sem heyri undir Héraðsskjalasafnið. | ||
9. | Styrkbeiðni vegna prentsöguseturs í Skálholti – 1909055 | |
Beiðni forsvarsmanna Prentsöguseturs, dags. 18. september 2019, um fjárstuðning vegna opnunar á safni í Skálholti. | ||
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. | ||
10. | Sameiginleg vatnsveita sveitarfélaga – 1909062 | |
Fundargerð fundar sveitarfélaga í uppsveitum og Flóa um sameiginlega vatnsveitu sveitarfélaganna, haldinn 20. september 2019. Tillaga um að skipaður verði starfshópur til undirbúnings og skoðunar möguleika á sameiginlegri vatnsöflun og stofnlögn. | ||
Fundargerðin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að í starfshópnum verði f.h. Bláskógabyggðar Helgi Kjartansson, Bjarni D. Daníelsson, Benedikt Skúlason og Ásta Stefánsdóttir. | ||
11. | Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð – 1909061 | |
Styrkbeiðni Efstadalsfélagsins, dags. 15. september 2019. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 141.750 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggð. Styrkurinn verður greiddur út gegn framvísun reikninga fyrir útlögðum kostnaði. | ||
12. | Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð – 1909057 | |
Styrkbeiðni, dags. 15. ágúst 2019, vegna Heiðarbyggðar. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. | ||
13. | Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð – 1909059 | |
Styrkbeiðni, dags. 23. ágúst 2019, vegna orlofsbyggðar VR í Miðhúsaskógi. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. | ||
14. | Umsókn um styrk til veghalds í sumarhúsahverfi – 1901004 | |
Styrkbeiðni, dags. 13. desember 2018 vegna Kallbrúnar. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 70.512 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggð. | ||
15. | Umsókn um styrk til veghalds í sumarhúsabyggð (Stekkjalundur) – 1908003 | |
Styrkbeiðni, dags. 6. ágúst 2019, vegna Stekkjalundar. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. | ||
16. | Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð – 1909060 | |
Styrkbeiðni dags. 15. september 2019 vegna Stekkárreita. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. | ||
17. | Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð – 1909058 | |
Styrkbeiðni, dags. 23. ágúst 2019, vegna Brekku og nágr. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 328.414 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggð. | ||
18. | Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð – 1910001 | |
Styrkbeiðni Félags um frístundabyggð í landi Grafar. | ||
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds, styrkurinn verður greiddur út gegn framvísun reikninga fyrir útlögðum kostnaði. | ||
19. | Verksamningur um slátt og hirðingu á Laugarvatni – 1909056 | |
Beiðni Fosshamars ehf, dags. 1. september 2019, um framlengingu á verksamningi um slátt og hirðingu á Laugarvatni. | ||
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlengingu á samningnum í samræmi við erindið. | ||
20. | Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054 | |
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 20. september 2019, varðandi gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Minnisblað frá fundum sem haldnir voru 14. ágúst og 3. september s.l., ásamt fylgiskjölum. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að farið verði í að vinna svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið. Sveitarstjórn skipar eftirtalda aðila sem aðalmenn í starfshóp um svæðisskipulagsvinnuna: Guðrúnu S. Magnúsdóttur og Eyrúnu M. Stefánsdóttur og til vara Valgerði Sævarsdóttur og Óttar Braga Þráinsson. Sveitarstjórn heimilar SASS að ganga til samninga við Eflu á grundvelli fyrirliggjandi gagna. |
||
21. | Áskorun vegna foks á rusli – 1909048 | |
Áskorun Íslenska sjávarklasans ehf, dags. 26. september 2019, um að boðið verði upp á lausnir til að loka sorptunnum. | ||
Lagt fram. Sveitarstjórn hvetur fasteignaeigendur til að ganga þannig frá sorptunnum að ekki sé hætta á að fjúki úr þeim. | ||
22. | Skipan fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands – 1909052 | |
Beiðni verkefnastjóra Ungmennaráðs Suðurlands, dags. 23. september 2019, um að Bláskógabyggð skipi fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands. | ||
Sveitarstjórn tilnefnir Sólmund Magnús Sigurðsson sem fulltrúa í Ungmennaráði Suðurlands. | ||
23. | Skólaþing sveitarfélaga – 1908027 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. september 2019, hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019. | ||
Sveitarstjórn hvetur ungmennaráð til að svara spurningum sem sveitarfélögum hafa verið sendar í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019 og senda fulltrúa á þingið. | ||
24. | Heiðursáskrift að Skógræktarritinu – 1909053 | |
Erindi Skógræktarfélags Íslands, dags. 30. október 2019, varðandi áframhaldandi heiðursáskrift að tímariti félagsins. | ||
Sveitarstjórn samþykkir heiðursáskrift að Skógræktarritinu í samræmi við erindið. | ||
25. | Þjónustufulltrúi vegna seyruverkefnis – 1909051 | |
Tillaga starfshóps, dags. 26. september 2019, að starfslýsingu fyrir þjónustufulltrúa seyrumála, ásamt tillögu að kostnaðarskiptingu. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að auglýst verði eftir starfsmanni seyruverkefnis á grundvelli starfslýsingar og áætlaðs kostnaðar. Sveitarstjórn fagnar því að gert skuli ráð fyrir að hluti kostnaðar vegna seyruverkefnisins skiptist jafnt á aðildarsveitarfélög. Uppfæra þarf samning sveitarfélaganna um verkefnið og vísar sveitarstjórn nánari útfærslu til oddvitanefndar Uppsveita. | ||
26. | Afslættir af aðgangseyri í sund og íþróttasal – 1905019 | |
Tillaga að afsláttum af afnotum af íþróttasal vegna æfinga 60 ára og eldri. Tilraunaverkefni til áramóta. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að frítt verði í íþróttasali sveitarfélagsins fyrir 60 ára og eldri og örykja, sem hafa lögheimili í Bláskógabyggð og taka þátt í verkefninu Hreyfifélagar. Um tilraunaverkefni er að ræða til áramóta. | ||
27. | Beiðni um vilyrði fyrir lóð við Einbúa, Krikinn þjóðmenningarsetur – 1810008 | |
Beiðni Þórarins Þórarinssonar, dags. 27. september 2019, um framlengingu á vilyrði fyrir lóð við Einbúa, Laugarvatni. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja vilyrði vegan lóðarinnar til 31. desmber 2019. | ||
28. | Trúnaðarmál – 1809055 Fært í trúnaðarbók. | |
Gert var fundarhlé kl. 13:00 til kl. 14:20. | ||
29. | Snjómokstur í þéttbýli útboð 2019 – 1909016 | |
Opnun tilboða í snjómokstur í þéttbýli í Bláskógabyggð, fundargerð frá opnun tilboða. | ||
Lögð var fram fundargerð frá opnun tilboða. Eftirfarandi tilboð bárust: Laugarvatn Ásvélar 16.900 kr/klst Ketilbjörn 21.824 kr/klst Laugarás Félagsbúið Hrosshaga 25.580 kr/klst Reykholt Gullverk 22.816 kr/klst. Ketilbjörn 21.824 kr/klst |
||
30. | Ræstingaútboð Álfaborg 2019 – 1909015 | |
Opnun tilboða í ræstingu leikskólans Álfaborgar, fundargerð frá opnun tilboða. | ||
Lögð var fram fundargerð frá opnun tilboða. Eitt tilboð barst, frá Bryndísi M. Bjarnadóttur, kr. 1.188.500 kr/mán. |
||
31. | Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024 – 1902038 | |
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 25. september 2019, um að birt hafi verið til umsagnar drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024. Umsagnarfrestur er til og með 8. október. |
||
Lagt fram. | ||
32. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt – 1909049 | |
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 26. september 2019, frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál, sent til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 10. október nk. |
||
Sveitarstjórn fagnar því að frumvarp um endurgreiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga hafi verið lagt fram og hvetur til þess að það verði samþykkt. Um brýnt hagsmunamál allra sveitarfélaga er að ræða og óeðlilegt að ríkið hafi beinar tekjur af aðgerðum sveitarfélaga sem miða að vernd umhverfis og náttúru. Mörg sveitarfélög þurfa að ráðast í verulega kostnaðarsamar framkvæmdir vegna fráveitumála. Ríkið getur stuðlað að uppbyggingu hreinsimannvirkja og úrbótum í fráveitumálum þar sem þörf er á með því að taka upp að nýju endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Mestar framfarir í fráveitumálum urðu á þeim tíma sem slíkt endurgreiðslukerfi var í gildi. | ||
33. | Tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. – 1909050 | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 26. september 2019, tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál, til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 17. október nk. |
||
Lagt fram. | ||
34. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla – 1909046 | |
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 27. september 2019, frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál, sent til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 18. október n.k. |
||
Lagt fram. | ||
35. | Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga – 1909047 | |
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 26.september 2019, frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál, til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 10. október nk. |
||
Lagt fram. | ||
36. | Jafnlaunavottun – 1908039 | |
Undirbúningur að jafnlaunavottun fyrir sveitarfélagið. | ||
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna hefjist í nóvember. | ||
37. | Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019 – 1909045 | |
Fundarboð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 18. september 2019, vegna ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 2. október n.k. | ||
Lagt fram. | ||
Fundi slitið kl. 14:45.