Fundarboð 241. fundar sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 241

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 1. október 2019 og hefst kl. 12:00

Fundarhlé verður gert kl. 13 og fundi framhaldið kl. 14.

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901037 – Fundargerðir skipulagsnefndar 2019
184. fundur skipulagsnefndar, haldinn 25. september 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 12.
2. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir 2019
106. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 19. september 2019.
3. 1901039 – Fundargerðir stjórnar Bláskógaveitu 2019
95. fundur stjórnar Bláskógaveitu haldinn 23. september 2019
4. 1903002 – Fundargerðir skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings 2019
33. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar haldinn 25. september 2019.
Fundargerðir til kynningar
5. 1903009 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2019
11. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 26. september 2019
6. 1902041 – Fundargerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga 2019
192. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, haldinn 20. september 2019.
Almenn mál
7. 1909063 – Deiliskipulagsbreyting, Stíflisdal
Deiliskipulagsbreyting, lóðir úr Stíflisdal, áður á 235. fundi.
8. 1809018 – Ráðning persónuverndarfulltrúa
Tillaga um að sveitarstjórn taki undir tillögu Hrunamannahrepps um ráðningu sameiginlegs persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélögin.
9. 1909055 – Styrkbeiðni vegna prentsöguseturs í Skálholti
Beiðni forsvarsmanna Prentsöguseturs, dags. 18. september 2019, um fjárstuðning vegna opnunar á safni í Skálholti.
10. 1909062 – Sameiginleg vatnsveita sveitarfélaga
Fundargerð fundar sveitarfélaga í uppsveitum og Flóa um sameiginlega vatnsveitu sveitarfélaganna, haldinn 20. september 2019. Tillaga um að skipaður verði starfshópur til undirbúnings og skoðunar möguleika á sameiginlegri vatnsöflun og stofnlögn.
11. 1909061 – Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð
Styrkbeiðni Efstadalsfélagsins, dags. 15. september 2019.
12. 1909057 – Umsókn um styrk til veghalds í sumarhúsabyggð
Styrkbeiðni, dags. 15. ágúst 20196, vegna Heiðarbyggðar.
13. 1909059 – Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð
Styrkbeiðni, dags. 23. ágúst 2019, vegna orlofsbyggðar VR í Miðhúsaskógi.
14. 1901004 – Umsókn um styrk til veghalds í sumarhúsahverfi
Styrkbeiðni, dags. 13. desember 2018 vegna Kallbrúnar.
15. 1908003 – Umsókn um styrk til veghalds í sumarhúsabyggð (Stekkjalundur)
Styrkbeiðni, dags. 6. ágúst 2019, vegna Stekkjalundar.
16. 1909060 – Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð
Styrkbeiðni dags. 15. september 2019 vegna Stekkárreita.
17. 1909058 – Styrkumsókn vegna veghalds í sumarhúsabyggð
Styrkbeiðni, dags. 23. ágúst 2019, vegna Brekku og nágr.
18. 1909056 – Verksamningur um slátt og hirðingu á Laugarvatni
Beiðni Fosshamars ehf, dags. 1. september 2019, um framlengingu á verksamningi um slátt og hirðingu á Laugarvatni.
19. 1909054 – Svæðisskipulag Suðurhálendis
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 20. september 2019, varðandi gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Minnisblað frá fundum sem haldnir voru 14. ágúst og 3. september s.l., ásamt fylgiskjölum.
20. 1909048 – Áskorun vegna foks á rusli
Áskorun Íslenska sjávarklasans ehf, dags. 26. september 2019, um að boðið verði upp á lausnir til að loka sorptunnum.
21. 1909052 – Skipan fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands
Beiðni verkefnastjóra Ungmennaráðs Suðurlands, dags. 23.s eptember 2019, um að Bláskógabyggð skipi fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands.
22. 1908027 – Skólaþing sveitarfélaga
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. september 2019, hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019.
23. 1909053 – Heiðursáskrift að Skógræktarritinu
Erindi Skógræktarfélags Íslands, dags. 30. október 2019, varðandi áframhaldandi heiðursáskrift að tímariti félagsins.
24. 1909051 – Þjónustufulltrúi vegna seyruverkefnis
Tillaga starfshóps, dags. 26. september 2019, að starfslýsingu fyrir þjónustufulltrúa seyrumála, ásamt tillögu að kostnaðarskiptingu.
25. 1905019 – Afslættir af aðgangseyri í sund og íþróttasal
Tillaga að afsláttum af afnotum af íþróttasal vegna æfinga 60 ára og eldri. Tilraunaverkefni til áramóta.
26. 1810008 – Beiðni um vilyrði fyrir lóð við Einbúa, Krikinn þjóðmenningarsetur
Beiðni Þórarins Þórarinssonar, dags. 27. september 2019, um framlengingu á vilyrði fyrir lóð við Einbúa, Laugarvatni.
27. 1809055 – Trúnaðarmál
28. 1909016 – Snjómokstur í þéttbýli útboð 2019
Opnun tilboða í snjómokstur í þéttbýli í Bláskógabyggð, fundargerð frá opnun tilboða.
29. 1909015 – Ræstingaútboð Álfaborg 2019
Opnun tilboða í ræstingu leikskólans Álfaborgar, fundargerð frá opnun tilboða.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
30. 1902038 – Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 25. september 2019, um að birt hafi verið til umsagnar drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024.
Umsgnarfrestur er til og með 8. október.
31. 1909049 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 26. september 2019, frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál, sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 10. október nk.
32. 1909050 – Tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara.
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 26. september 2019, tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál, til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 17. október nk.
33. 1909046 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 27. september 2019, frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál, sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 18. október n.k.
34. 1909047 – Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 26.september 2019, frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál, til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 10. október nk.
Mál til kynningar
35. 1908039 – Jafnlaunavottun
Undirbúningur að jafnlaunavottun fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála.
36. 1909045 – Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019
Fundarboð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 18. september 2019, vegna ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 2. október n.k.

 

 

 

 

 

 

 

29.09.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.