242. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 17. október 2019, kl. 16:45.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá erindi frá Skipulagsstofnun vegna umhverfismats, gjaldskrá vegna frístundar Bláskógaskóla Reykholti, beiðni um afnot af skólastjórabústað í Reykholti, tillögu að samgönguáætlun og tillögu að stefnumótun í málefnum sveitarfélaga. Var það samþykkt samhljóða.

 

1. Fundargerð skólanefndar – 1901042
8. fundur skólanefndar haldinn 1. október 2019
Fundargerðin var staðfest.
2. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 1901038
107. fundur haldinn 03.10.19
Fundargerðin var staðfest.
3. Fundargerðir verkfunda vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, 2. áfangi – 1810005
11. verkfundur haldinn 01.10.19
12. verkfundur haldinn 08.10.19
Fundargerðirnar voru lagðar fram.
4. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 1901018
285. fundur haldinn 02.10.19
Fundargerðin var lögð fram.
5. Fundargerð stjórnar SASS – 1901045
549. fundur stjórnar SASS haldinn 27.09.19
Fundargerðin var lögð fram.
6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 1902005
874. fundur haldinn 27.09.19
Fundargerðin var lögð fram.
7. Fundargerð stjórnar Bergrisans bs – 1905012
9. fundur stjórnar Bergrisans haldinn 7. október 2019
Fundargerðin var lögð fram.
8. Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings – 1903002
34. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar haldinn 9. október 2019.
Fundargerðin var lögð fram.
9. Fundargerð NOS – 1904010
Fundur haldinn 8. október 2019
Fundargerðin var lögð fram.
10. Heimtaugar vegna rafmagns að Árbúðum og Gíslaskála – 1910027
Kostnaður við heimtaugar að Árbúðum og Gíslaskála. Tillaga um uppgjör við rekstraraðila.
Oddviti og sveitarstjóri Bláskógabyggðar áttu fund með rekstraraðilum fjallaskálanna Árbúða og Gíslaskála (Gljásteini) í lok ágúst sl vegna samnings þeirra við RARIK ohf um heimtaugar að skálunum í tengslum við lagningu rafstrengs um Kjöl. Kostnaður við heimtaugarnar er kr. 15.860.806 fyrir utan vsk. og er um að ræða útgjöld sem koma til með að auka verðmæti skálanna og minnka rekstrarkostnað til lengri tíma litið. Leigutakar eiga 2 ár eftir af samningi um rekstur skálanna. Ljóst er að kostnaður við heimtaugarnar verður ekki tekinn út úr rekstri skálanna á tveimur árum. Rekstraraðilar hafa greitt fyrstu greiðslu skv. samningnum og fellur önnur greiðsla til á þessu ári og síðan eru tvær greiðslur á næsta ári.
Leigutakar annast og kosta nauðsynlegar framkvæmdir í byggingunum sjálfum.
Sveitarstjórn samþykkir að Bláskógabyggð greiði kr. 15.860.806, helmingur þess fellur á þetta ár, eða kr. 7.930.403 og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við leigutaka um uppgjör og leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun áður en til greiðslu kemur.
11. Opnunartími leikskóla um jól og áramót – 1910016
Erindi leikskólastjóra Álfaborgar, dags. 8. október 2019, varðandi opnunartíma leikskóla um jól og áramót 2019, þ.e. á Þorláksmessu, 27. desember og á gamlársdag.
Erindi leikskólastjóra var lagt fram. Sveitarstjórn heimilar leikskólastjóra að kanna vilja foreldra hvað varðar opnunartíma leikskóla dagana 23. desember, 27. desember og 30. desember, og heimilar að ekki verði innheimt leikskólagjöld komi til lokunar þessa daga.
12. Styrkbeiðni nemendafélagsins Mímis vegna söngvakeppni 2019 – 1910018
Styrkbeiðni Mímis, nemendafélags, dags. 1. október 21019, vegna árlegrar söngkeppni, Blítt og létt, sem haldin verður í október.
Sveitarstjórn samþykkir að veita nemendafélaginu styrk sem svarar húsaleigu af íþróttahúsinu á Laugarvatni vegna viðburðarins.
13. Styrkbeiðni vegna kostnaðar við íþróttaæfingar – 1910028
Styrkbeiðni Félags eldri borgara í Biskupstungum, dags. 10.09.19, vegna íþróttaæfinga.
Sveitarstjórn samþykkir styrk að fjárhæð kr. 60.000 á móti kostnaði við íþróttaæfingar. Gert er ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun.
14. Yfirlit yfir útsvar og greiðslur frá Jöfnunarsjóði 2019 – 1906001
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir janúar til ágúst 2019.
15. Ytra mat á leikskólum 2019 – 1910017
Erindi Menntamálastofnunar, dags. 8. október 2019, þar sem auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla innan þeirra.
Sveitarstjóra falið að ræða við skólastjórnendur um ytra mat.
16. Endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti – 1903027
Skýrsla Gerðar G. Óskarsdóttur, áður kynnt 1. október sl. Ályktun starfsmanna Bláskógaskóla Reykholti.
Skýrsla Gerðar var lögð fram. Skýrslan var kynnt fulltrúum í sveitarstjórn, skólastjórnendum og skólanefnd 1. október s.l. Einnig hefur verið haldinn opinn íbúafundur þar sem skýrslan var kynnt og boðið upp á umræður í hópum um framtíðarskipan skólamála. Einnig var lögð fram ályktun starfsmanna Bláskógaskóla Reykholti, dags. 11. september s.l. Umræður urðu um málið.
17. Minningargarður – 1910008
Erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur, f.h. Trés lífsins, þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á Minningagörðum og afstaða til þess að opna slíkan garð.
Lagt fram.
18. Fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun 2021-2023 – 1910029
Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2020. Helstu forsendur, tímarammi og fjárfestingar til umræðu.
Umræða varð um fjárhagsáætlun næsta árs. Samþykkt að taka málið á dagskrá á næsta fundi.
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarsprósenta fyrir árið 2020 verður 14,52%.
19. Mat á umhverfisáhrifum, há og lágspennustrengir frá Kárastöðum að Hakinu – 1910030
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 11. október 2019, þar sem óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum lagning há- og lágspennustrengja frá Kárastöðum á Þingvöllum að Hakinu skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun, og að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, m.a. þar sem með framkvæmdinni verði aflagðar loftlínur á svæðinu, þá verður lögnin að hluta lögð í gamlan veg sem liggur samsíða þjóðvegi, að hluta í stíga innan svæðisins og lagt verður í veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar þar sem við á. Hvorki er þörf á vegagerð vegna verkefnisins og né efnistöku. Leitast verður við að hafa jarðrask sem minnst. Framkvæmdin er framkvæmdaleyfisskyld af hálfu sveitarfélagsins.
20. Afnot af skólastjórabústað í Reykholti – 1910031
Beiðni skólastjórnenda Bláskógaskóla, Reykholti, dags. 16. október 2019, um að skólinn fái skólastjórabústaðinn í Reykholti undir skólastarfið.
Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Áður en ákvörðun verði tekin um ráðstöfun hússins verði gerð úttekt á gömlu Álfaborg og þegar sú niðurstaða liggur fyrir verði tekin afstaða til erindisins.
21. Frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn – 1905022
Gjaldskrá frístundar Bláskógaskóla, Reykholti, gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma.
Lagt var fram erindi skólastjórnenda Bláskógaskóla í Reykholti varðandi breytingar á gjaldskrá fyrir frístund hvað varðar gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma. Sveitarstjórn samþykkir breytingu á gjaldskrá frístundar þannig að gjald fyrir hvert skipti sem barn er sótt eftir að umsömdum vistunartíma lýkur verði kr. 500 miðað við hverjar byrjaðar 15 mínútur.
22. Lög um tekjustofna sveitarfélaga – 1910019
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 27. september 2019, þar sem vakin er athygli á að frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram.
23. Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum – 1910011
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 11. október 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.

Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.

Lagt fram.
24. Orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega – 1910010
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 11. október 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.

Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.

Lagt fram.
25. Lög um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86 2011 – 1910012
Beiðni Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 10. október 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.

Umsagnarfrestur er til 31. október nk.

Lagt fram.
26. Upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál – 1910009
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 11. október 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál

Umsagnarfrestur er til 1. nóvember n.k.

Lagt fram.
27. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – 1812008
Ábending Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 11. október 2019, varðandi það að nýtt skjal frá nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé komið í samráðsgátt.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skila umsögn inn í samráðsgátt vegna áherslna nefndar um stofnun þjóðgarðs sem snúa að lagafrumvarpi um þjóðgarð og fjármögnun.
28. Aðalskipulagsbreytingar í Reykjavík 2019 – 1905007
Erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 4. október 2019, varðandi drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. Áformuð breyting felur í sér færslu Korpulínu milli Geitháls og tengivirkis við Korpu, við Vesturlandsveg. Jafnhliða færslu verður háspennustrengurinn færður í jörð. Breytingin mun einnig ná til lítilsháttar tilfærslu á Rauðavatnslínu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.
29. Tillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga – 1905017
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019 til 2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019 til 2023, 148. mál.

Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir athugasemd við 4. lið um fjármál og skuldaviðmið, þ.e. að skuldaviðmið sveitarfélaga fyrir A- og B- hluta reikningsskila sveitarfélaga verði lækkað úr 150% í 100%. Nokkuð mörg sveitarfélög hafa þurft að fara í stífa forgangsröðun framkvæmda til að ná niður skuldum og lækka skuldaviðmið. Þessi sveitarfélög eru mörg á vaxtarsvæðum þar sem íbúum fjölgar hratt og hefur varla verið unnt að byggja upp viðunandi innviði á sama tíma og gæta hefur þurft ítrasta aðhalds í fjármálum. Hjá mörgum þessara sveitarfélaga hefur náðst ágætur árangur við lækkun skulda og hagræðingu í rekstri, en jafnframt er mikil þörf fyrir uppbyggingu innviða. Í mörgum tilvikum mun verða mjög erfitt, eða jafnvel óyfirstíganlegt, að halda stöðugt áfram niðurskurði og frestun framkvæmda til að koma skuldaviðmiði niður í 100% á nokkrum árum. Þá lítur það fremur undarlega út að jafnframt skuli gert ráð fyrir rýmkun heimilda hvað varðar tímabundin frávik frá meginreglunni. Þykir það benda til þess að yfirvöld geri sér grein fyrir að í mörgum tilvikum sé markmiðið óraunhæft. Eðlilegra væri að fara hægar í sakirnar og hafa almenna reglu sem allir geti unnið eftir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar 11. lið um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni. Mikilvægt er að markmiðið sé orðað sem fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni en ekki sem „störf án staðsetningar“ eins og verið hefur. Svokölluð „störf án staðsetningar“ geta allt eins lent öll í póstnúmeri 101 eins og á landsbyggðinni. Afar mikilvægt er að stefnumörkun sé skýr hvað þetta varðar og kostir þess að dreifa opinberum störum um landið séu metnir, bæði hvað varðar áhrif á atvinnulíf og samfélagið almennt.
30. Samgönguáætlun (5 ára áætlun og 15 ára áætlun) – 1910033
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 16. október 2019, varðandi kynningu á samgönguáætlun, 2020-2024 og 2020-2034.
Sveitarstjórn fagnar því að í samgönguáætlun 2020 til 2024 skuli vera gert ráð fyrir fjármagni til að ljúka framkvæmdum við Reykjaveg og Skeiða- og Hrunamannaveg á milli Einholtsvegar og Biskupstungnabrautar árið 2020. Varðandi þann hluta áætlunarinnar sem varðar greiðar samgöngur, þar sem tilgreind eru markmið hvað varðar fækkun einbreiðra brúa á hringvegi, vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar benda á að rík þörf er fyrir fækkun einbreiðra brúa á umferðarmiklum stofnvegum, t.d. er umferðarmesta einbreiða brú landsins á Biskupstungnabraut yfir Tungufljót á milli fjölsóttra ferðamannastaða að Gullfossi og Geysi. Þá er einnig nauðsynlegt að tryggja Vegagerðinni fjármagn til að viðhalda malarvegum á svæðinu, en á mörgum þeirra er mjög þung umferð allt árið um kring, sama gildir um viðhald vega sem lagðir eru bundnu slitlagi. Sveitarstjórn fer þess á leit að tryggt verði að lagt verði bundið slitlag á Einholtsveg um Eystri-Tungu, sem er mikilvæg samgönguæð innan sveitarfélagsins. Sveitarstjórn fagnar því að veita skuli fjármagni til gerðar hjólastíga utan höfuðborgarsvæðisins.
Á 2. tímabili samgönguáætlunar 2025-2029 er gert ráð fyrir fjármagni í færslu Biskupstungnabrautar á svæðinu við Geysi og Tungufljót. Nauðsynlegt er að sú áætlun haldist, en svæðið ber mjög illa þann umferðarþunga sem þar er í dag. Loks vill sveitarstjórn minna á að nauðsynlegt er að sveitarfélögin hafi aðkomu að ákvarðanatöku um hugsanleg veggjöld og útfærslu þeirra.
31. Aðalfundur Bergrisans bs 2019 – 1910014
Boð á aðalfund Bergrisans bs sem haldinn verður í Ráðhúsi Árborgar á Selfossi kl. 14:30 hinn 23. október 2019.
Lagt fram.
32. Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings – 1910015
Boð á aðalfund Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs, sem haldinn verður í Þingborg 23. október 2019 kl. 13.
Lagt fram.
33. Orkufundur 2019 – 1910013
Orkufundur 2019 verður haldinn 7. nóvember nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
Lagt fram.
34. Kjaramál félagsmanna Bárunnar – 1908025
Lagt fram.

 

 

 

Fundi slitið kl. 18:50.

 

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson   Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir   Eyrún Margrét Stefánsdóttir
Róbert Aron Pálmason  
Ásta Stefánsdóttir