243. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 7 nóvember 2019, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð aðalfundar skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (10. mál) og beiðni um tilnefningu fulltrúa í samstarfshóp (22. mál). Var það samþykkt samhljóða.

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 1901037
185. fundur skipulagsnefndar haldinn 30.10.19. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 14.
-liður 3, Sporðholt 4 (L202231); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1909075
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 3. október 2019 er lögð fram umsókn Kristjáns Ketilssonar fyrir hönd Enginn ehf. dags. 25. september 2019 móttekin 27. september 2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús á sumarhúsalóðinni Sporðholt 4 (L202231) í Bláskógabyggð. Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir sumarhúsi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Óskað er eftir uppfærðri afstöðumynd með málsettum fjarlægðum gagnvart Einholtslæk.
-liður 4, Miðholt 24 og 37; Breyting úr einbýlishúsalóðum í raðhúsalóðir; Deiliskipulagsbreyting – 1908020
Lögð fram í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi þéttbýlis í Reykholti. Breytingartillaga Eflu dags. 8. ágúst 2019, tekur til lóðanna Miðholts 24 og 37, og er gert ráð fyrir að í stað byggingu einbýlishúsa (E3)á lóðunum, verði heimilt að byggja þriggja íbúða raðhús (R) á hvorri lóð. Breytingin tekur til kafla 4.1.1 og kafla 4.1.2. Aðrir skilmálar halda sér í gildandi skipulagi sem öðlaðist gildi 24. maí 2019. Tillagan var grenndarkynnt 2. september 2019 og var gefinn frestur til athugasemda til 2. október 2019. Athugasemdir bárust frá aðilum í Kistuholti 14a,14b, 16a og 16b. Snéru þær að tveimur atriðum, annarsvegar skort á aðgengi fyrir smátæki að miðíbúðum vegna viðhalds og hinsvegar er bent á að huga skuli að algildri hönnun fyrir byggingarnar.
Gerð hefur verið lagfæring á gögnum þar sem tekið er tillit til athugasemda vegna aðgengis á mið-íbúðir svo sem vegna viðhalds. Þá verði skoðað á síðari stigum máls hvort unnt verði að uppfylla ákvæði um algilda hönnun fyrir ofangreindar íbúðir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á gildandi deiliskipulags þéttbýlis í Reykholti vegna Miðholts 24 og 37 þar sem lóðum er breytt úr einbýlishúsalóðum í lóðir fyrir þriggjaíbúða raðhús á hvorri lóð. Skipulagsfulltrúa er falið að svara aðilum sem gerðu athugsemdir og senda skipulagstillöguna Skipulagsstofnun til varðveislu og auglýsa tillöguna í B-deild Stjórnartíðinda.

-liður 5, Mosaskyggnir 18 – 22; Breytt stærð lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1910067
Lögð er fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úthlíðar í Bláskógabyggð. Upprunalegt deiliskipulag öðlaðist gildi 1993 og var gerð breyting á þessum hluta 2006 „svæði vestan Skarðsvegar“ Breytingin tekur til vegstæðis í við lóðirnar Mosaskyggnir 18, 20 og 22. Í breytingunni felst að lóðarmörk Mosaskyggnis 20 breytast vegna breyttrar legu vegar fram hjá lóðinni. Samhliða breyttri legu Mosaskyggnis 20 breytast mörk aðliggjandi lóða Mosaskyggnis 18 og Mosaskyggnis 22 auk þess sem mörk á milli Mosaskyggnis 18 og 20 breytast.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

-liður 6, Laugargerði, L167146 (Garðyrkjustöðin); Breytt nýting lóðar; Aðalskipulagsbreyting – 1708069
Lögð fram að lokinn auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Laugargerðis í Laugarási, Bláskógabyggð. Breytingin fellst í breyttri landnotkun, að lóðin Laugargerði L167146 verði skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði. Á lóðinni verði heimilt að vera með garðyrkjustöð auk veitingareksturs og veitingasölu. Lóðin er í gildandi aðalskipulagi skilgreind sem landbúnaðarsvæði. Tillagan var auglýst 24.júlí 2019 með athugasemdafresti til 4.september 2019. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna, greinargerð og uppdrætti dagsetta 5. júlí 2019 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 7, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Útsýnispallur við Hrafnagjá; Framkvæmdaleyfi – 1910043
Lögð er fram umsókn Ómars Ívarssonar, dags. 16. október 2019, fyrir hönd Þingvallanefndar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu útsýnispalls og stíga að honum á austurbarmi Hrafnagjár við nýtt bílastæði. Fyrirhugaður pallur og stígar að honum er timburgólf sem flýtur yfir landinu. Stígarnir eru tiltölulega flatir og því hjólastólafærir út á útsýnispallinn. Pallurinn er byggður á timburburðargrind á undirstöðum sem ýmist boltast í klöpp eða í steypu í hólkum. Stígar að pallinum eru afmarkaðir með kaðlagirðingum og við pallinn verður byggður setkantur. Á pallbrún að gjánni er þétt stálhandrið úr svörtu flatstáli sem mun ryðga. Pallurinn tekur mið af öðrum pöllum sem smíðaðir hafa verið í Þingvallaþjóðgarði eins og á Haki, við Öxará og við Langastíg. Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.

-liður 8, Árgil L167054; Breyting úr verslun- og þjónustu í íbúðarhúsalóð; Aðalskipulagsbreyting – 1906003
Lögð er fram lýsing Eflu dags. 13. september 2019, fyrir Árgil L167054 í Bláskógabyggð, vegna breytinga á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin fellst í að hluti verslunar- og þjónustusvæðis VÞ18 sem er um 11 ha að stærð, verði minnkað um 2 ha og þeirri landnotkun breytt í landbúnaðarland.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 13. september 2019 sem skýrir væntanlega breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. Óttar Bragi Þráinsson vék af fundi við afgreislu málsins.

-liður 9, Kóngsvegur 5, L167566; Breyting á stærð lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 1910073
Lögð er fram umsókn Geirs Goða ehf., dags. 18. október 2019, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Kóngsvegur 5, L167566, í landi Úthlíðar í Bláskógabyggð. Umsókninni fylgir tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina þar sem lóðin stækkar til suðurs og verður alls 4626,4 m2 að stærð eftir breytinguna. Afmörkun byggingareits breytist ekki né eru gerðar breytingar á byggingarskilmálum. Kvöð er á lóðinni um óskertan umferðarétt um Kóngsveg sem liggur um syðri hluta lóðarinnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda.

-liður 10, Launrétt 1, L167386, Laugarás Breytt notkun í verslunar- og þjónustulóð Aðalskipulagsbreyting – 1803055
Lögð fram að lokinn auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Launréttar L167386 Laugarási, Bláskógabyggð. Breytingin fellst í breyttri landnotkun. Lóðinni Launrétt L167386 er breytt úr reit sem merktur er í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem samfélagsreitur, í verslunar- og þjónustureit, þannig að heimilt verði að gera út rekstraleyfi í fl. II á lóðinni vegna sölu á gistingu. Tillagan var auglýst 24. júlí 2019 með athugasemdafresti til 4. september 2019. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna, greinargerð og uppdrætti dagsetta 5. júlí 2019 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 11, Kárastaðir L170159; Spennistöð; Stofnun lóðar – 1910077
Lögð fram umsókn Marvins Ívarssonar f.h. Ríkiseigna, dags. 3. október 2019, um stofnun 56 fm lóðar fyrir spennistöð úr landi Kárastaða L170159. Gert er ráð fyrir að lóðin fái heitið Kárastaðir spennistöð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi umsókn, enda gerir skipulagsnefnd UTU ekki athugasemd við stofnun né heiti lóðarinnar. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.

-liður 12, Leynir Rimatjörn L207855; Landbúnaðarsvæði; Breytt notkun; Aðalskipulagsbreyting – 1803062
Lögð fram að lokinn auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Leynir Rimatjörn L207855, Bláskógabyggð. Aðalskipulagsbreytingin fellst í að svæði frístundabyggðar (F42) er minnkað um 9 ha og þeirri landnotkun breytt í landbúnaðarland. Þá falla út 12 frístundalóðir við breytingu deiliskipulagssvæðisins. Tillagan var auglýst 24. júlí 2019 með athugasemdafresti til 4. september 2019. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna, greinargerð og uppdrætti dagsetta 11. mars 2019 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 13, Gullfoss 1-2, L167192; Reitur M3; Neðra útsýnissvæði; Deiliskipulagsbreyting – 1910082
Eyrún Margrét Stefánsdóttir leggur fram f.h. Umhverfisstofnunar breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæði M3 (neðra útsýnissvæði)við Gullfoss, Bláskógabyggð. Breytingin fellst í að ítarlegri grein er gerð fyrir bílastæðum, svæðisins, þar með talið rafhleðslustöðvum. Settur verður út byggingarreitur fyrir sand og verkfærageymslu við aðkomuplan. Þá verða gerð breytingar á göngustígum á efrasvæði M3.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Eyrún Margrét Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

-liður 14, Vatnsleysa land B L188581; Breytt notkun lands innan frístundasvæðis F67; Aðalskipulagsbreyting – 1901019
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Vatnsleysa land B, L188581, Bláskógabyggð. Breytingin fellst í að lóðin Vatnsleysa land B, sem nú er skilgreind sem frístundalóð, verður breytt í landbúnaðarland og fyrirhugað er að stofna lögbýli. Lóðin er innan frístundasvæðis F67. Lóðin er rétt rúmir tveir hektarar að stærð en áætlað er að hún verði sameinuð aðliggjandi fjögurra hektara landbúnaðarspildu. Tillagan var auglýst 11. september 2019 með athugasemdafresti til 23. október 2019. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna, greinargerð og uppdrætti dagsetta 11. mars 2019 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins og Valgerður Sævarsdóttir tók við stjórn fundarins.
Fudnargerðin staðfest.

2. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 1901038
107. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 3. október 2019.
Fundargerðin staðfest.
3. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 1901038
108. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 16.10.19
Fundargerðin staðfest.
4. Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 1902024
68. fundur stjórnar UTU.
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð oddvitanefndar UTU – 1903005
Fundargerð oddvitanefndar UTU vegna seyrumála, fundur haldinn 30.10.19, afgreiða þarf sérstaklega liði 2, 3 og 4.
Fundargerðin var lögð fram.
-liður 2, fjárhagsáætlun 2019, sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2020, hvað varðar rekstur og fjárfestingu.
-liður 3, gjaldskrá Seyrustaða 2020, sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá Seyrustaða, þar sem gert er ráð fyrir 2,5% hækkun á milli ára. Einnig samþykkir Bláskógabyggð breytingu vegna skiptingar á föstum kostnaði milli sveitarfélaga.
-liður 4, kostnaðarskipting, sveitarstjórn samþykkir tillögu að kostnaðarskiptingu fyrir árið 2019, jafnframt samþykkir sveitarstjórn tillögu að kostnaðarskiptingu fyrir árið 2020 og að hlutfall fasts kostnaðar verði tekið til endurskoðunar á árinu 2020, þegar nánari forsendur liggja fyrir.
6. Ársfundur UTU – 1910037
Ársfundur UTU haldinn 30. október 2019, afgreiða þarf sérstaklega samþykktir UTU.
Fundargerðin var lögð fram.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingum á samþykktum byggðasamlagsins.
7. Fundargerð stjórnar SASS – 1901045
550. fundur stjórnar SASS haldinn 23.10.19
Fundargerðin var lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 1902005
875. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 25.10.19
Fundargerðin var lögð fram.
9. Verkfundargerð vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, 2. áfangi – 1810005
13. verkfundur haldinn 16.10.19
Fundargerðin var lögð fram.
10. Fundargerðir NOS 2019 – 1904010
Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 2019, haldinn 23. október 2019.
Fundargerðin var lögð fram.
-liður 3, fjárhagsáætlun ársins 2020, sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina.
11. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga og byggingarnenfdar – 1903009
12. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 29. október 2019
5. fundur byggingarnefndar um framkvæmdir að Búðarstíg 22
Fundargerðirnar voru lagðar fram.
12. Styrkbeiðni Kvennaathvarfs fyrir árið 2020 – 1911012
Umsókn Samtaka um kvennaathvarf, dags. 20.10.19, um rekstrarstyrk fyrir árið 2020.
Lögð var fram umsókn um rekstrarstyrk fyrir Kvennaathvarf vegna ársins 2020 að fjárhæð 100.000 kr. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
13. Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020 – 1910038
Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020
Lögð var fram umsókn um styrk til reksturs starfsemi Stígamóta. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
14. Styrkbeiðni UMFÍ – 1911002
Beiðni UMFÍ, dags. 31.10.19 um styrktarlínu í blaðið Skinfaxa.
Lögð var fram beiðni um styrktarlínu eða logo í blaði UMFÍ. Sveitarstjórn samþykkir 10.000 kr styrktarlínu.
15. Styrkbeiðni Sjóðsins góða – 1911013
Beiðni Sjóðsins góða, samstarfsverkefnis félagasamtaka í Árnessýslu, dags. september 2019, um fjárframlög vegna úthlutunar fyrir jólin 2019.
Lagt var fram erindi starfshóps Sjóðsins góða þar sem óskað er eftir stuðningi vegna styrkveitinga til fjölskyldna í Árnessýslu. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
16. Áform um byggingu hótels við Skólaveg – 1911016
Upplýsingar um þörf fyrir lagningu fráveitu vegna áforma um byggingu hótels við Skólaveg, Reykholti.
Lagðar voru fram upplýsingar um þörf fyrir heitt og kalt vatn vegna uppbyggingar hótels við Skólaveg 1, auk upplýsinga um áætlaðan fjölda persónueininga vegna fráveitu. Sveitarstjórn heimilar að unnið verði að undirbúningi lagna fyrir heitt og kalt vatn og fráveitu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar, enda verði gert ráð fyrir fjármagni til verksins í fjárhagsáætlun næsta árs.
17. Sameining sveitarfélaga í Árnessýslu, erindi frá Sveitarfélaginu Árborg – 1911007
Erindi bæjarráðs Árborgar, dags. 21.10.19 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélaga í Árnessýslu til sameiningar sveitarfélaganna og hvort vilji sé til að hefja viðræður og skoðun á þeim möguleika
Sveitarstjórn þakkar erindið, en telur að forsenda þess að hefja viðræður og skoðun á þeim möguleika að sameina Árnessýslu alla sé sú að sveitarfélögin taki öll þátt í þeim viðræðum.
18. Fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun 2021-2023 – 1910029
Fjárhagsáætlun Bláskógaskóla Reykholti.
Hreinn Þorkelsson, skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti, fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
19. Stýrihópur vegna heilsueflandi samfélags, verkefni ársins og næsta árs. – 1911017
Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóri, kemur inn á fundinn kl. 16:45.
Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóri, kom inn á fundinn og ræddi um stýrihóp vegna verkefnisins, verkefni þessa árs og áætlun um verkefni næsta árs.
20. Stjórnunar og verndaráætlun fyrir hellinn Jörund – 1911022
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 7. nóvember 2019, beiðni um tilnefningu fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Jörund í Lambahrauni við Hlöðufell.
Sveitarstjórn tilnefnir Helga Kjartansson til setu í samstarfshópnum.
21. Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum til umsagnar – 1911001
Erindi umhverfisráðuneytisins, dags. 4. nóvember 2019, þar sem vakin er athygli á að drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið birt í Samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 15. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
22. Frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál. – 1911009
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.10.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.

Umsagnarfrestur er til 31. október nk.

Lagt fram.
23. Frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál. – 1911004
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 25.10.19, sent er til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

Umsagnarfrestur er til 15. nóvember n.k.

Lagt fram.
24. Frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga) – 1911005
Erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22.10.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.

Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk.

Lagt fram.
25. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. – 1903044
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 4. nóvember 2019, beiðni um umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.

Umsagnarfrestur er til 18. nóvember n.k.

Lagt fram.
26. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál. – 1903044
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 22.10.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.

Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk.

Lagt fram.
27. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – 1812008
Umsögn Bláskógabyggðar, dags. 30.10.19, um áherslur þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í væntanlegu frumvarpi og um fjármögnun þjóðgarðs á miðhálendi.
Umsögn Bláskógabyggðar var lögð fram.
28. Virkjum hæfileikana – 1910032
Erindi Vinnumálastofnunar, dags. 16.10.19, varðandi mikilvægi þess að auka möguleika fólks með skerta starfsgetu á fjölbreyttri atvinnuþátttöku.
Erindi Vinnumálastofnunar var lagt fram.
29. Ársskýrsla loftgæða – 1911010
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 16.10.19, þar sem vakin er athygli á útgáfu Ársskýrslu loftgæða með gögnum um loftgæði í landinu til ársins 2017 í samræmi við 5. aðgerð (undir 1. markmiði) Aðgerðaráætlunar í loftgæðum 2018-2029.
Lagt fram.
30. Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda – 1911006
Boð á 22. ársfund Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn verður fimmtudaginn 14. nóvember nk á Egilsstöðum.
Lagt fram.
31. Barnaþing, þing um málefni barna 2019 – 1901036
Boð Umboðsmanns barna, dags. 18.10.19, á barnaþing sem fer fram dagana 21. og 22. nóvember nk. í Hörpu. Boðið er sent til sveitarfélaga þeirra barna sem eru þátttakendur á þinginu í ár.
Lagt fram.
32. Kæra vegna deiliskipulags Austureyjar I og III – 1911008
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18.10.19 vegna breytingar á deiliskipulagi Austureyjar I og III og útgáfu byggingarleyfis fyrir sumarhúsi í landi Austureyjar III.
Úrskurðurinn var lagður fram. Kröfu um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 22. ágúst 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Austureyjar I og III var hafnað.
33. Styrkir úr húsafriðunarsjóði – 1911011
Erindi Minjastofnunar þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði.
Lagt fram.
34. Forskoðun á kostum sameiningar (Capacent) – 1911015
Erindi Capacent, ódags., þar sem boðið er upp á forskoðun á kostum sameiningar.
Lagt fram.
35. Markmið og viðmið um starf frístundaheimila – 1911003
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.10.19 varðandi markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum.
Erindinu er vísað til kynningar í skólanefnd.
36. Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna – 1911014
Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 21. október 2019, um áreiðanleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lagt fram.

 

 

 

Fundi slitið kl. 17:38.