244. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

fimmtudaginn 14. nóvember 2019, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti – 1903027
Framtíðarskipan skólamála í Bláskógabyggð
Skipan unglingastigs við Bláskógaskóla Laugarvatni og Bláskógaskóla Reykholti.
Fyrirkomulag kennslu á unglingastigi í grunnskólum sveitarfélagsins hefur verið til skoðunar frá því að fram kom tillaga frá skólastjórnendum um að gera breytingar á fyrirkomulagi samstarfs á milli grunnskólanna, sem hefur falist í samkennslu á unglingastigi, að hluta til. Tillagan fól í sér að tekin yrði upp lotukennsla þar sem nemendur komi saman í 3-5 daga í senn, þrisvar á skólaárinu, í stað þess fyrirkomulags sem hefur verið við lýði um nokkurra ára skeið, þar sem nemendur Bláskógaskóla á Laugarvatni koma í Bláskógaskóla Reykholti tiltekna daga í viku hverri. Í framhaldi af tillögu skólastjórnenda kom fram tillaga sem samþykkt var af meirihluta skólanefndar um að kennsla á unglingastigi yrði sameinuð. Á 235. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að kennsla hæfist með óbreyttu sniði skólaárið 2019-2020, en framkomnar tillögur yrðu unnar áfram, auk þeirra tillagna sem fram kynnu að koma við vinnslu málsins. Samráð og samtal yrði haft við allt skólasamfélagið. Í framhaldinu var Gerður G. Óskarsdóttir fengin sem ráðgjafi til að stýra samráðsferlinu og taka viðtöl sem gæfu sem víðtækasta mynd af viðhorfum og væntingum þeirra sem málið varða. Alls tók Gerður 32 viðtöl og kynnti hún niðurstöður kortlagningar á fundum með sveitarstjórn, skólastjórnendum og skólanefnd. Í framhaldinu var haldinn opinn íbúafundur þar sem öllum þeim sem áhuga höfðu bauðst að hlýða á kynningu og taka þátt í umræðum. Lögð er fram samantekt frá íbúafundi, þar sem listaðar hafa verið upp ábendingar, athugasemdir og svör sem fram komu við þeim fjórum spurningum sem lagðar voru fyrir fundargesti og unnið var með í hópum.
Umræður urðu um málið og fyrirliggjandi gögn.

Í þeim tilgangi að skapa sem víðtækasta sátt í starfi skólanna var eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fyrirkomulag kennslu á unglingastigi í grunnskólum sveitarfélagsins verði með óbreyttu sniði út yfirstandandi skólaár 2019-2020. Frá og með skólaárinu 2020-2021 verði samkennslu unglinga hætt með þeim hætti sem verið hefur um árabil. Skólastjórnendur og starfsfólk beggja skólanna hafa kynnt galla á núverandi fyrirkomulagi og eru jafnframt þeirrar skoðunar að ekki verði hægt að leysa úr þeim ágöllum. Sveitarstjórn harmar að það fyrirkomulag hafi ekki getað gengið. Annað samstarf Bláskógaskóla á Laugarvatni og Bláskógaskóla í Reykholti verði áfram með óbreyttu sniði, eins og smiðjuhelgar, tengslaferðir, gagnkvæmar heimsóknir, íþróttadagar og þessháttar samstarf sem verið hefur. Eftir þessa breytingu verði skólunum veitt svigrúm til að þróast innan þess ramma sem skólastefna sveitarfélagsins markar og í samræmi við áherslur skólanefndar og til að nýta þá styrkleika sem hvor skólinn býr yfir. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að efla skólanefnd sveitarfélagsins og mun leggja fram tillögur þess efnis á komandi ári.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum (VS, GSM, RAP, KS, HK, EMS), gegn einu atkvæði (ÓBÞ).

2. Fundargerðir skipulagsnefndar 2019 – 1901037
186. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 13. nóvember 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði 2-11.
-liður 2, Skeiða- og Hrunamannavegur nr. 30-08; Endurbætur, breytingar og efnistaka úr námum; Framkvæmdaleyfi – 1910107
Lögð er fram umsókn Vegagerðarinnar, dags. 29. október 2019, um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta og breytinga á Skeiða- og Hrunamannavegi ásamt efnistöku úr tveimur námum. Umsókninni fylgir greinargerð Vegagerðarinnar sem inniheldur nánari skýringar á framkvæmdinni ásamt teikningum. Fram kemur að til verksins þurfi allt að 60.000 m3 og reiknað er með efnistöku úr tveimur námum E71 og E72 í landi Gýgjarhólskots.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.
-liður 3, Suðurbraut 13 (170354); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1911008
Fyrir liggur umsókn Guðmundar K. Kjartanssonar og Sigurlaugar Jóhannsdóttur móttekin 30.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 29,4 m2 á sumarbústaðalandinu Suðurbraut 13 (L170354) í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir nýju gestahúsi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

-liður 4, Iða 2 lóðir 1,2,3,4,6,7; Gunnubrekka 1-12; Breyting á afmörkun, stærð og staðföngum lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1910072
Lögð er fram umsókn Ólínu Valgerðar Hansdóttur, dags. 18. október 2019, um breytingu á deiliskipulagi hluta frístundahverfis í landi Iðu II í Bláskógabyggð, ásamt hnitsettum grunni skv. mælingum EFLU og hnitsetningu eftir loftmynd Loftmynda ehf. Þá er einnig óskað eftir að gata innan svæðisins fái nafnið Gunnubrekka.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt götuheit „Gunnubrekka“. Þá verði breytingatillagan kynnt sérstaklega öllum lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins.

-liður 5, Efri-Reykir L167080; Varmaorkuver; Deiliskipulag – 1911009
Lögð er fram umsókn Ragnars Sæs Ragnarssonar, dags. 5. nóvember 2019, fyrir hönd Reykjaorku ehf. um deiliskipulag stakrar framkvæmdar á jörðinni Efri – Reykjum. Umsókninni fylgir lýsing á fyrirhugðu deiliskipulagi til kynningar. Einnig fylgir umsókninni skýringablað á staðsetningu. Um er að ræða nýtt varmaorkuver til rafmagnsframleiðslu í tengslum við núverandi borholu á jörðinni þar sem áætluð framleiðsla er um 1200 kW. Í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, undir kaflanum 2.4.8. „Stakar framkvæmdir“ er þess sérstaklega getið að: „hitaveita í byggð og á hálendi er heimilt að virkja heitt vatn (borholur), allt að 2.500 kW.“
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 05.11.2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

-liður 6, Hrísbraut 2 L218845; Breytt byggingarmagn lóða 4 og 5; Fyrirspurn – 1910011
Lögð er fram fyrirspurn Ragnheiðar Sveinsdóttur, dags. 26. september 2019, um hvort heimilað verði að sameina skilgreint byggingarmagn tveggja óbyggðra byggingareita nr. 4, Hrísteigur, og nr. 5, Hríslundur, á byggingareit nr. 5, Hríslund. Á hvorum byggingareitnum er skilgreint leyfilegt byggingarmagn 80 fermetrar. Á byggingareit nr. 6, Ráðagerði, er 51,8 m2 bústaður byggður 1985. Óskað er eftir að byggingareitur nr. 5 verði stækkaður og heimilað verði að byggja 144 m2 sumarhúss og allt að 40 m2 aukahús sem ætlað er sem gestahús. Byggingamagn á byggingareit nr. 4 fellur út. Lóðir, alls 5 stk. og eru um 6,1 ha., er syðsti hluti af alls 21 ha. frístundasvæði Drumboddsstaða merkt F86 á aðalskipulagi.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og bendir umsækjanda á að vinna þarf breytingartillögu að deiliskipulagi lóðarinnar.

-liður 7, Apavatn 2 L167621; Presthólar; Malarnámur; Aðalskipulagsbreyting – 1808061
Lögð er fram, að lokinni auglýsingu samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, breytt landnotkun. í tillögunni fellst að færð verði inn í aðalskipulag Bláskógabyggðar 4.91 ha merking í landi Apavatns 2, fyrir malarnámu sem væri allt að 50.000 m3 að stærð. Náman fær heitið E129. Tillagan var auglýst frá 26. júní til 7. ágúst 2019 með athugasemdafresti til og með 7. ágúst 2019. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna, dagsetta 15.11.2018 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 8, Geldingafell; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903014
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mg. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010,deiliskipulagstillaga sem tekur tekur til skálasvæðis í Geldingafelli á Kili vestan við Bláfell. Á svæðinu eru alls 7 byggingar, ýmist fyrir starfsfólk og búnað vegna þjónustu vélsleðaferða á Langjökul.Aðkoma er af Kjalvegi um Skálpanesveg. Til stendur að auka gisti- og veitingaaðstöðu fyrir allt að 50 manns. Einnig er gert ráð fyrir byggingum fyrir búnað vegna ferða á Langjökul. Stærð svæðisins er um 2 ha. Geldingafell er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem skálasvæði.
Tillagan var auglýst 24. júlí, með athugasemdafresti til 4. september 2019. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Forsætisráðuneyti, Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna, Náttúrfræðistofnun Íslands og Vegagerðinni.
Athugasemdir bárust frá Landvernd dags. 4.9.2019.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum Bláskógabyggðar við athugasemdum sbr. minnisblað dags.25.9.2019 „Deiliskipulag fyrir sex fjallaskála í Bláskógabyggð“ og samþykkir sveitarstjórn þær tillögur að svörum sem fram koma í minnisblaðinu. Sveitarstjórn telur að uppdráttur og greinargerð hafi verið uppfærð til samræmis við ábendingar og athugasemdir umsagnaraðila, og verður minnisblað sent til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir. Sveitarstjórn áréttar að ekki verður heimiluð uppbygging á skálasvæðunum fyrr en gengið hefur verið frá samningi um lóðir við landeiganda.

-liður 9, Efra-Apavatn 1B L226188; Efra-Apavatn Rollholt; Stofnun lóðar – 1910079
Lögð fram umsókn Guðmundar H. Baldurssonar f.h. eigenda, dags. 27.10.19, um stofnun 23,7 ha spildu úr landi Efra-Apavatns 1B L226188. Aðkoma að landinu er frá Efra-Apavatni 1G vegsvæði. Óskað er eftir að nýja landeignin fái heitið Efra-Apavatn Rollholt og vísar nafngiftin í hól sem er á svæðinu sem kallast Rollholt.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar né heitið skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi umsókn.

-liður 10, Skálabrekka lóð L170784; Skálabrekka land L201769; Stækkun lóðar – 1808051
Lögð fram að nýju umsókn Tófarfjalls ehf, dags. 24. ágúst 2018, um stækkun lóðarinnar Skálabrekka lóð L170784 úr 5.000 fm í 9.107 fm. Stækkunin kemur úr landinu Skálabrekka land L201769. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á afmörkun lóðarinnar. Skipulagsnefnd UTU frestaði málinu á 181. fundi og óskaði eftir ítarlegri gögnum sem nú liggja fyrir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun og afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn.

Fundargerðin staðfest.

3. Fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun 2021-2023 – 1910029
Elfa Birkisdóttir, skólastjóri, fór yfir drög að fjárhagsáætlun Bláskógaskóla Laugarvatni fyrir árið 2020.
4. Fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun 2021-2023 – 1910029
Gjaldskrár – umræða um gjaldskrár 2020
Farið var yfir tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2020.
5. Milliuppgjör 2019 – 1911030
8 mánaða uppgjör fyrir árið 2019
Lagt var fram uppgjör fyrir rekstur sveitarfélagsins janúar til ágúst 2019.
6. Framkvæmdaleyfisumsókn Skeiða og Hrunamannavegur – 1910034
Framkvæmdaleyfisumsókn Vegagerðarinnar, dags. 16.10.19, vegna endurbóta og breytinga á Skeiða- og Hrunamannavegi og efnistöku úr tveimur námum.
Erindið hefur þegar verið afgreitt, sjá lið 2, undir fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.
7. Umsókn um skólavist – 1911024
Umsókn um skólavist í leik- og grunnskóla á Laugarvatni vegna barna sem eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi.
Lögð er fram beiðni Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 8. nóvember 2019, um skólavist á leik- og grunnskóla fyrir tvö börn sem eru með lögheimili í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir skólaárið 2019-2020. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina og felur sveitarstjóra að semja við Grímsnes- og Grafningshrepp um greiðslu kostnaðar sem er umfram skólakostnað skv. viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga, þ.e. fæðiskostnað.
8. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir 2019 – 1901038
109. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 6. september 2019
Fundargerðin staðfest.
9. Rekstarleyfisumsókn Leynir lóð L208283 – 1911031
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 25. október 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna frístundahúss (G) frá Iceland Pro Investments ehf, á sumarbústaðalandinu Leynir lóð Birta II. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Í umsögn byggingarfulltrúa kemur fram að lagst sé gegn útgáfu leyfisins þar sem leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags. Sveitarstjórn hafnar útgáfu rekstrarleyfis á þeim forsendum sem tilgreindar eru í umsögn byggingarfulltrúa.
10. Rekstrarleyfisumsókn Háholt 1 L193514 – 1911032
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 3. október 2019, um umsögn um rekstrarleyfi í flokki II, veitingastofa og greiðasala (C) og kaffihús (E) frá Gallerí Laugarvatn ehf, vegna Háholts 1 (F2264645). Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis í flokki II vegna Háholts 1, Laugarvatni.

 

 

 

Fundi slitið kl. 17:30.