245. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 21 nóvember 2019, kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Axel Sæland í forföllum Óttars Braga Þráinssonar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skólanefndar – 1901042 | |
9. fundur skólanefndar haldinn 13.11.19 | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
2. | Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu – 1901039 | |
96. fundur stjórnar Bláskógaveitu haldinn 06.11.19 | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
3. | Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings – 1903002 | |
35. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar haldinn 12.11.19 | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
4. | Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 1901018 | |
286. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 02.10.19 287. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 13.11.19 |
||
Fundargerðirnar lagðar fram. | ||
5. | Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU 2019 – 1902024 | |
69. fundur stjórnar UTU, haldinn 30.10.19 70. fundur stjórnar UTU haldinn 13.11.19 |
||
Fundargerðirnar lagðar fram. | ||
6. | Verkfundargerð vegna lagningar ljósleiðara – 1911038 | |
1. verkfundur vegna lagningar ljósleiðara í Bláskógabyggð, haldinn 25.10.19. | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
7. | Fundargerðir almannavarnanefndar 2019 – 1902029 | |
Fundur framkvædmaráðs almannavarna Árnessýslu 27.08.19 og 26.09.19, ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og samþykktum fyrir almannavarnanefnd Árnessýslu, sem afgreiða þarf sérstaklega. | ||
Fundargerðirnar voru lagðar fram. Sveitarstjórn staðfestir samþykktir fyrir Almannavarnanefnd Árnessýslu. |
||
8. | Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands – 1902015 | |
200. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 12.11.19 | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
9. | Aðalfundur Bergrisans bs 2019 – 1910014 | |
Aðalfundur Bergrisans haldinn 23.10.19. | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
10. | Verkfundargerðir vegna Seyrustaða – 1909014 | |
2. verkfundur vegna byggingar vinnsluhús Saurbæjar haldinn 03.09.19 3. verkfundur vegna byggingar vinnsluhús Saurbæjar haldinn 11.10.19 4. verkfundur vegna byggingar vinnsluhús Saurbæjar haldinn 05.11.19 |
||
Fundargerðirnar lagðar fram. | ||
11. | Samningur um útflutning á sorpi – 1911037 | |
Erindi Íslenska gámafélagsins hf, dags. 18.11.19 þar sem boðið er upp á samkomulag um útflutning á sorpi. | ||
Boðað hefur verið til samráðsfundar sveitarfélaganna sem eiga aðild að Sorpstöð Suðurlands n.k. þriðjudag um urðunarmál og möguleika til afsetningar á sorpi innanlands á árinu 2020. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að vinna málið áfram í framhaldi af niðurstöðum þess fundar og nær heimild þeirra m.a. til þess að ganga til samninga um útflutning á sorpi, reynist það nauðsynlegt til að tryggja afsetningu þess. |
||
12. | Samstarf um heilsueflandi samfélag – 1911058 | |
Mögulegt samstarf sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu um verkefnisstjóra heilsueflandi samfélags. | ||
Á vettvangi sveitarfélaganna Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur verið rætt um samstarf um verkefni tengd heilsueflandi samfélagi, þ.e. að sveitarfélögin sameinist um verkefnisstjóra til eins árs. Nú er Bláskógabyggð með verkefnisstjóra í 20% starfshlutfalli, en ef af breytingunni yrði þá væri hvert sveitarfélag um sig með 25%. Verkefnisstjóri myndi þá hafa starfsstöð í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Sveitarstjóra er falið að senda sveitarfélögunum áætlun um kostnað við verkefnið og er lagt upp með að Bláskógabyggð myndi halda utan um það. |
||
13. | Styrkbeiðni Landgræðslunnar vegna verkefnisins Bændur græða landið – 1911039 | |
Styrkbeiðni Landgræðslunnar, dags. 18.11.19 vegna verkefnisins Bændur græða landið. | ||
Lagt var fram erindi Landgræðslunnar þar sem óskað er eftir 150.000 kr styrk til samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“ á árinu 2019. Sveitarstjórn samþykkir umbeðinn styrk. | ||
14. | Beiðni um samning um viðhald ljósa á Hvítárbrú við Iðu – 1911040 | |
Beiðni Jakobs Narfa Hjaltasonar, dags. 11.11.19 um að gert verði samkomulag um viðhald ljósa á Hvítárbrú við Iðu. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að veita stuðning til viðhalds ljósanna á Hvítárbrú við Iðu að fjárhæð kr. 150.000 á árinu 2019. | ||
15. | Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 – 1902055 | |
5. viðauki við fjárhagsáætlun 2019 | ||
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun. Rekstrarafgangur samstæðu lækkar í 15.929.000 kr. úr 79.469.000 kr skv. upphaflegri áætlun. Útgjaldaauki vegna viðauka 5 er 25.750.000 í rekstri og 55.150.000 í fjárfestingu, mætt með hækkun skammtímaskulda um 35.000.000 og lækkun á handbæru fé um 45.900.000. Samtals hækka skammtímaskuldir um 35.000.000 og handbært fé lækkar samtals um 139.690.000 frá upphaflegri áætlun. |
||
16. | Gjaldskrá hitaveitu 2020 – 1911051 | |
Gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2020 | ||
Samþykkt var að vísa gjaldskrá hitaveitu til stjórnar Bláskógaveitu og til síðari umræðu í sveitarstjórn. | ||
17. | Gjaldskrá leikskóla 2020 – 1911052 | |
Gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2020 | ||
Samþykkt var að vísa gjaldskrá leikskóla til síðari umræðu í sveitarstjórn. | ||
18. | Gjaldskrá sorphirðu 2020 – 1911055 | |
Gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2020 | ||
Samþykkt var að vísa gjaldskrá sorphirðu til síðari umræðu. | ||
19. | Gjaldskrá vatnsveitu 2020 – 1911050 | |
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir árið 2020 | ||
Samþykkt var að vísa gjaldskrá vatnsveitu til síðari umræðu. | ||
20. | Gjaldskrá fráveitu 2020 – 1911049 | |
Gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2020 | ||
Samþykkt var að vísa gjaldskrá fráveitu til síðari umræðu. | ||
21. | Gjaldskrá mötuneytis 2020 – 1911054 | |
Gjaldskrá mötuneytis fyrir árið 2020 | ||
Samþykkt var að vísa gjaldskrá mötuneytis til síðari umræðu. | ||
22. | Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020 – 1911053 | |
Gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2020 | ||
Samþykkt var að vísa gjaldskrá íþróttamannvirkja til síðari umræðu. | ||
23. | Kaup á vinnubíl fyrir framkvæmda- og veitusvið – 1911043 | |
Beiðni sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs, dags. 19.11.19 um heimild til kaupa á sendibíl fyrir framkvæmda- og veitusvið. | ||
Sveitarstjórn samþykkir kaup á bifreið fyrir framkvæmda- og veitusvið og að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. | ||
24. | Gjaldskrá Aratungu og Bergholts – 1911056 | |
Gjaldskrá Aratungu og Bergholts fyrir árið 2020 | ||
Samþykkt var að vísa gjaldskrá fyrir leigu Aratungu og Bergholts til síðari umræðu. | ||
25. | Fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun 2021-2023 – 1910029 | |
Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun, fyrri umræða. Bjarni D. Daníelsson kom inn á fundinn. |
||
Farið var yfir áætlun fyrir rekstur málaflokka ársins 2020 og rætt um fjárfestingaráætlun. Samþykkt var að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu. |
||
26. | Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál. – 1911045 | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 14.11.19 sent til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.
Umsagnarfrestur er til 5. desember nk. |
||
Lagt fram. | ||
27. | Frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál. – 1911047 | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.11.19 sent til umsagnar frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál.
Umsagnarfrestur er til 2. desember nk. |
||
Lagt fram. | ||
28. | Frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál. – 1911046 | |
Erindi Velferðarnefnd Alþingis, dags. 14.11.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál.
Umsagnarfrestur er til 3. desember nk. |
||
Lagt fram. | ||
29. | Lög um þjóðlendur og afmörkun þeirra – 1909031 | |
Erindi Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 11.11.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál. Umsagnarfrestur er til 2. desember nk. á |
||
Lagt fram. | ||
30. | Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál. – 1911044 | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 06.11.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál. Umsagnarfrestur er til 27. nóvember nk. |
||
Lagt fram. | ||
31. | Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 – 1911042 | |
Erindi skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 15.11.19, þar sem kynnt er skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar. | ||
32. | Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – 1812008 | |
Tikynning umhverfis- og auðlindaráðherra, dags. 18.11.19, um áform um að leggja fram frumvarp til laga um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að áherslum sem frumvarpið mun byggja á. Áformin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 4. desember 2019. | ||
Sveitarstjóra er falið að skila umsögn inn á samráðsgátt stjórnvalda. | ||
33. | Hagavatnsvirkjun – 1810032 | |
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 19.11.19, þar sem óskað er umsagnar um tillögu að matsáætlun vegna Hagavatnsvirkjunar. | ||
Sveitarstjórn óskar eftir fresti til 13. desember til að veita umsögn, fáist ekki frestur er sveitarstjóra falið að svara erindinu. | ||
34. | Ársfundur umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda – 1911006 | |
Erindi Umhverfisstofnunar dags. 14.11.19 þar sem kynntur er upplýsingabæklingur sem ætlaður er sem handbók fyrir sveitarfélög. | ||
Lagt fram. | ||
35. | Gjaldskrár vatnsveitna – 1911048 | |
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 13.11.19, varðandi gjaldskrár vatnsveitna. | ||
Lagt fram. | ||
Fundi slitið kl. 16:15.