247. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 12. desember 2019, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Geirdal, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 4. desember 2019 og beiðni um umsögn um rekstrarleyfi. Var það samþykkt og verða málin tekin fyrir undir 2. og 42. lið.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 1901037 | |
187. fundur skipulagsnefndar haldinn 27. nóvember 2019, asfgreiða þarf sérstaklega liði 2-8. | ||
-liður 2, Skipholt 1 L205374 og 2 L205375; Lögbýli; Sameining lóða og stækkun byggingarreits; Fyrirspurn – 1911044 Lögð er fram fyrirspurn Maríu Þórunnar Jónsdóttur, dags. 29. maí 2019, móttekið 19. nóvember 2019, hvort heimilað verði að sameina lóðirnar Skipholt 1, L205374, og Skipholt 2, L205375, í landi Kjaransstaða í Bláskógabyggð. Einnig er óskað eftir að lóðunum verði breytt í landbúnaðarland þar sem fyrirhugað er að á þeim verði stofnað lögbýli. Þá er jafnframt óskað eftir að byggingareitur verði stækkaður til suðurs um 30m og á lóðinni verði leyft aukið byggingamagn um allt að 3000 fermetrar af útihúsum. Lóðirnar í dag eru innan samþykkts deiliskipulags frístundabyggðar þar sem gert er ráð fyrir að fólk geti haft aðstöðu fyrir frístundabúskap ýmiskonar s.s. hestamennsku eða skógrækt. Samkvæmt skýringauppdrætti er áfram gert ráð fyrir aðkomu að lóðinni frá sameiginlegum vegi frístundasvæðisins. Sveitarstjórn tekur jákvætt í fyrirspurnina og telur að stofnun lögbýlis sé heppileg vegna nálægðar landsspildna við vegtengingu. Landið er í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem landbúnaðarland.-liður 3, Drumboddsstaðir 1 lóð 1 (L221321); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla – 1911018 Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 20. nóvember 2019 er lögð fram umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Straumhvarf ehf. um byggingarleyfi til að byggja véla- og verkfærageymslu 169,1 m2 á íbúðarhúsalóðinni Drumboddsstaðir 1 lóð 1 (L221321) í Bláskógabyggð. Málinu var vísað til skipulagsnefndar þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir véla- og verkfærageymslu með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. -liður 4, Gullfoss 1-2, L167192; Friðlandið; Snjóvarnargirðing; Framkvæmdaleyfi – 1911039 -liður 5, Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Aðalskipulagsbreyting – 1807011 -liður 6, Ferjuholt 12 L203689; Stækkun byggingarreits; Fyrirspurn – 1911045 -liður 7, Efsti-Dalur 1 L167630; Efsti-Dalur 1B, Hlauptunga, Efsti-Dalur 1 vegsvæði; Hlauptunga 1-6 og Setberg 1-2; Landskipti og sameining lóða – 1903023 -liður 8, Stíflisdalur 2 L170166; Stíflisdalur 2A; Stofnun lóðar – 1911046 Fundargerðin staðfest. |
||
2. | Fundargerð skipulagsnefndar – 1901037 | |
188. fundur skipulagsnefndar haldinn 12. desember 2019, afgreiða þarf liði 3, 5 og 6 sérstaklega. | ||
-liður 3, Miðholt 2-12; Deiliskipulagsbreyting – 1912008 Ásta Stefánsdóttir f.h. Bláskógabyggðar leggur fram umsókn og tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi þéttbýlis í Reykholti, Bláskógabyggð. Breytingin tekur lóðarinnar Miðholt 2-12,sem áður gerði ráð fyrir sex íbúða raðhúsi. Lóðinni verður skipt upp í tvær lóðir sem fá númerin 10 og 12. Heimilt verður að byggja á hvorri lóð, fjögurra íbúða raðhús. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.-liður 5, Vatnsleysa land B L188581; Breytt notkun lands innan frístundasvæðis F67; Aðalskipulagsbreyting – 1901019 Lögð fram umsögn umhverfisstofnunar 27.9.2019 til afgreiðslu og umfjöllunar. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að land það sem breyta á í landbúnaðarland, njóti sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Sveitarstjórn áréttar að uppbygging á svæðinu mun einungis ná yfir svæði sem er afmarkað sem byggingarreitur. Ekki verður um framkvæmdir að ræða á vesturhluta svæðis þar sem um er að ræða birkikjarr sem nýtur verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Gerð hefur verið breyting á greinargerð tillögunnar, þar sem ofangreint er áréttað. Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins og Valgerður Sævarsdóttir, varaoddviti tók við stjórn fundarins. -liður 6, Kjarnholt 3 L167129; Ferðaþjónusta, frístundabyggð og íbúðir; Deiliskipulag – 1903026 Fundargerðin staðfest. |
||
3. | Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 1901038 | |
110. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 20. nóvember 2019 111. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 4. desember 2019 |
||
Fundargerðirnar staðfestar. | ||
4. | Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu – 1901039 | |
97. fundur stjórnar Bláskógaveitu, haldinn 5. desember 2019 | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
5. | Haustfundur Héraðsnefndar Árnesinga – 1909003 | |
Aðalfundur Héraðsnefndar Árnesinga, haldinn 15. október 2019. | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
6. | Fundargerð stjórnar Bergrisans bs – 1905012 | |
11. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 28. nóvember 2019 | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
7. | Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 1901018 | |
288. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 26. nóvember 2019 | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
8. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 1902005 | |
876. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 29. nóvember 2019 | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
9. | Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga – 1902041 | |
194. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, haldinn 29. nóvember 2019 | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
10. | Fundargerð oddvitanefndar UTU – 1903005 | |
Fundargerð oddvitanefndar UTU, fundur haldinn 19. nóvember 2019 | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
11. | Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands – 1912009 | |
Aðalfundur Sorpstövar Suðurlands, haldinn 25. október 2019. | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
12. | Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands – 1912004 | |
Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 24. október 2019, ásamt afriti af dómi Landsréttar í máli Krónunnar gegn Sveitarfélaginu Árborg og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. | ||
Fundargerðin lögð fram, ásamt afriti dóms Landsréttar. | ||
13. | Deiliskipulag fyrir Laugarvatn, starfshópur – 1809017 | |
Fundargerðir (minnisblöð) vegna vinnu starfshóps um gerð deiliskipulags fyrir Laugarvatn. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
14. | Samningur um álagningarkerfi fasteignagjalda – 1912005 | |
Erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 4. desember 2019, varðandi þjónustusamning vegna álagningarkerfis fasteignagjalda. | ||
Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann. | ||
15. | Samningur um afsetningu úrgangs – 1912002 | |
Boð Terru hf, dags. 9. desember 2019, um þjónustu við afsetningu úrgangs þar sem ekki verður tekið við óendurvinnanlegum úrgangi frá Suðurlandi í Fíflholtum og Stekkjarvík frá og með næstu áramótum. | ||
Á fundi sveitarstjórnar þann 21. nóvember 2019 voru lögð fram drög að samningi við Íslenska gámafélagið vegna móttöku á almennum blönduðum úrgangi sem ætlunin er að fara til orkuvinnslu erlendis.
Þrjú sveitarfélög í Árnessýslu njóta þjónustu Terra, áður Gámaþjónustunnar, hvað varðar sorphirðu, Hveragerðisbær, Grímsnes- og Grafningshreppur og Bláskógabyggð. Hefur Terra séð um að koma blönduðum úrgangi þessara sveitarfélaga í förgun annað hvort í Fíflholtum eða í Stekkjarvík en á þessum tveimur stöðum var í gildi samkomulag milli Sorpstöðvar Suðurlands og viðkomandi urðunarstaðar. Þeim samningi hefur nú verið sagt upp og því eru þau mál enn og aftur í uppnámi. Í bréfi frá Terra sem er lagt fram á fundinum fullvissar fyrirtækið sveitarfélögin um að afsetning á blönduðum úrgangi frá Bláskógabyggð verði á næsta ári í ásættanlegum farvegi og eftir fremsta megni verði leitast við að finna farveg fyrir blandaðan úrgang innanlands. Terra leggur jafnframt ríka áherslu á að reynt verði eins og nokkur er kostur að auka flokkun í sveitarfélaginu við upprunastað enda sé það langbest frá umhverfislegu og fjárhagslegu sjónarmiði. |
||
16. | Samningur um útflutning á sorpi – 1911037 | |
Boð Íslenska gámafélagsins hf um gerð samnings um útflutning á úrgangi þar sem ekki verður tekið við óendurvinnanlegum úrgangi frá Suðurlandi í Fíflholtum og Stekkjarvík frá og með næstu áramótum. Áður á dagskrá á 246. fundi. | ||
Sveitarstjórn þakkar Íslenska gámafélaginu fyrir erindið, ákveðið hefur verið að halda áfram samstarfi við Terra hf um afsetningu úrgangs frá Bláskógabyggð. | ||
17. | Lántökur vegna Byggðasafns Árnesinga 2020 – 1912008 | |
Erindi safnstjóra Byggðasafns Árnesinga, dags. 2. desember 2019, vegna fyrirhugaðrar lántöku. | ||
Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:
Bláskógabyggð samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku stofnunar Héraðsnefndar Árnesinga, Byggðasafni Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 120.000.000 kr. til allt að 15 ára. |
||
18. | Beiðni um vilyrði fyrir lóð við Einbúa, Krikinn þjóðmenningarsetur – 1810008 | |
Beiðni Þórarins Þórarinssonar, dags. 6 desember 2019, um framlengingu á vilyrði fyrir lóð við Einbúa. | ||
Sveitarstjórn samþykkir framlengingu á vilyrði fyrir lóðinni til sex mánaða, eða til loka maí 2020. | ||
19. | Samningur um afnot af landi fyrir óvirkan úrgang – 1911057 | |
Samningur, dags 20.11.19, við Eyvindartungu ehf um land til að urða óvirkan úrgang, til staðfestingar. | ||
Sveitarstjórn samþykkir samninginn. | ||
20. | Beiðni um samning eða samstarfsyfirlýsingu vegna verndunar hraunhella – 1802018 | |
Erindi Hellarannsóknafélags Íslands, beiðni um samstarfssamning, áður á dagskrá á 226. fundi | ||
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur oddvita að undirrita hann. | ||
21. | Verðkönnun vegna trygginga sveitarfélagsins 2019 – 1910036 | |
Niðurstöður verðkönnunar vegna trygginga fyrir Bláskógabyggð. | ||
Lagt var fram yfirlit yfir niðurstöðu verðkönnunar vegna trygginga fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Sjóvár í tryggingar og felur sveitarstjóra að undirrita samning við tryggingafélagið. |
||
22. | Skáknámskeið á landsbyggðinni – 1912011 | |
Erindi Birkis Karls Sigurðssonar, dags. 24. nóvember 2019, þar sem kynnt eru skáknámskeið fyrir ungmenni og fullorðna. | ||
Sveitarstjórn vísar erindinu til ungmennaráðs til umsagnar. | ||
23. | Samþykktir um stjórn Bláskógabyggðar – 1912015 | |
Samþykktir um stjórn Bláskógabyggðar, breytingar á nefndaskipan, fyrri umræða | ||
Samþykkt að vísa tillögu um breytingar á samþykktum til síðari umræðu. | ||
24. | Styrkbeiðni Aflsins – 1912003 | |
Styrkbeiðni Aflsins, dags. 9. desember 2019. | ||
Sveitarstjórn hafnar erindinu. | ||
25. | Gjaldskrá hitaveitu 2020 – 1911051 | |
Gjaldskrá hitaveitu 2020 síðari umræða | ||
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá. | ||
26. | Gjaldskrá vatnsveitu 2020 – 1911050 | |
Gjaldskrá vatnsveitu 2020 síðari umræða | ||
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá. | ||
27. | Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020 – 1911053 | |
Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020 | ||
Sveitarstjórn samþykkir að gjaldskrá íþróttamannvirkja verði óbreytt á milli áranna 2019 og 2020. | ||
28. | Gjaldskrá Aratungu og Bergholts – 1911056 | |
Gjaldskrá Aratungu og Bergholts 2020, síðari umræða | ||
Afgreiðslu frestað til næsta fundar. | ||
29. | Gjaldskrá fráveitu 2020 – 1911049 | |
Gjaldskrá fráveitu 2020 síðari umræða | ||
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá. | ||
30. | Gjaldskrá sorphirðu 2020 – 1911055 | |
Gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2020, síðari umræða | ||
Óttar Bragi Þráinsson lagði til að ekki verði innheimt sorphirðu og sorpeyðingargjald fyrir brúnu tunnuna í þeim tilvikum sem fólk nýtir hana ekki, hann leggur jafnframt til að hvatt verði til að fara í átak til moltugerðar.
Tillagan var borin undir atkvæði og greiddu ÓBÞ og EMS atkvæði með tillögunni, en á móti HK, RAP, GSM, AG og VS. Framlögð gjaldskrá var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, ÓBÞ greiddi atkvæði gegn tillögunni og óskaði eftir að gera grein fyrir atkvæði sínu: Ég er samþykkur gjaldskránni að öðru leyti en því að ég er andvígur gjaldtöku fyrir brúnu tunnuna. |
||
31. | Gjaldskrá mötuneytis 2020 – 1911054 | |
Gjaldskrá mötuneytis fyrir árið 2020, síðari umræða | ||
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá. Áfram verði gjaldfrjálst í mötuneyti fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. | ||
32. | Gjaldskrá leikskóla 2020 – 1911052 | |
Gjaldskrá leikskóla 2020, síðari umræða | ||
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá. | ||
33. | Fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun 2021-2023 – 1910029 | |
Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023, síðari umræða | ||
Fjárhagsáætlun 2020 – 2023 fyrir sveitarfélagið Bláskógabyggð lögð fram til lokaumræðu og afgreiðslu. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni og skýrði ýmsa liði. Helstu forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 eru eftirfarandi:1. Útsvar: Útsvar fyrir árið 2020 verði 14,52%. 2. Verðlag: 3. Aðrar forsendur: 4. Fasteignagjöld: ii) Vatnsgjald: iii) Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð: Fráveitugjald verði 0,25% af heildarfasteignamati eigna sem tengjast fráveitukerfum sveitarfélagsins. iv) Lóðarleiga: v) Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2019: Sorphirðugjald fyrir grunneiningu íláta Ílátastærð 240 l ílát, stækkun 1 44.678 kr. (stækkun á brún/blá/græntunnu) Grátunna: söfnun á 21 dags fresti. Sorpeyðingargjald vegna heimilisúrgangs: Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjald fyrir íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði fá afhent klippikort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð í 12 skipti á ári, fyrir samtals 4,5 m³. Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m³ þess úrgagnsmangs sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs. Fyrirtæki, lögbýli eða frístundahúsafélög sem afsetja rekstrarúrgang á móttökustöðvum eða nýta þjónustu verktaka vegna hirðingar og eyðingar úrgangs vegna atvinnureksturs skulu greiða móttökugjald á móttökustöð eða verktaka fyrir þá þjónustu. Gjaldtaka á móttökustöð eða gjaldtaka þjónustuverktaka er ekki hluti af gjaldi sveitarfélagsins skv. 2. og 3. gr gjaldskrár þessarar. Gjaldtaka á móttökustöð miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs. Móttökugjald á einn m³ af flokkuðum eða óflokkuðum úrgangi 5.500 kr. Gjalddagar fasteignagjalda verði 6 talsins, innheimt mánaðarlega frá 1. febrúar 2020. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga. 5. Gjaldskrár aðrar: Lögð var fram eftirfarandi greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023: Greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 Á móti framkvæmdum í umferðar- og samgöngumálum koma gatnagerðargjöld og tengigjöld veitna sem dragast frá í fjárfestingaráætlun. Stefnumörkun Fjárfestingar eru áætlaðar fyrir um 600 millj.kr. samtals á tímabilinu 2021-2023 og eru fjölbreytt verkefni sem falla þar undir. Áhersla er áfram lögð á að byggja upp innviði samfélagsins og að grunnkerfi þau sem sveitarfélagið rekur, s.s. gatnakerfi og veitur geti annað því álagi sem á þeim er. Helstu forsendur áætlunar 2021 – 2023 Skatttekjur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Fasteignaskattur Þjónustutekjur Laun Rekstrarkostnaður Helstu niðurstöður áætlunar 2020 – 2023 Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (43.989) (49.894) (47.031) (44.484) Rekstrarniðurstaða 93.597 104.900 97.744 95.155 Efnahagsreikningur 2020 2021 2022 2023 Eignir Eignir samtals 2.642.114 2.827.114 2.934.042 2.989.507 31. desember 2020 2021 2022 2023 Eigið fé og skuldir Eigið fé og skuldir samtals 2.642.114 2.827.113 2.934.042 2.989.507 Fjármagnsliðir Fjárfestingar Lántökur IV Lokaorð Umræða varð um tillögu að fjárhagsáætlun. Oddviti bar upp fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2020 til 2023 til samþykktar. Tillagan var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að annast skil á áætluninni til viðkomandi aðila. |
||
34. | Lántökur 2020 – 1912014 | |
Lántökur skv fjárhagsáætlun 2020 | ||
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 240.000.000, með lokagjalddaga þann 5.apríl 2034, í samræmi við þau lánskjör þegar lánið er tekið. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu, gatnagerð, veituframkvæmdir og aðrar framkvæmda ársins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Bláskógabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. |
||
35. | Frumvarp til nýrra fjarskiptalaga – 1912013 | |
Tilkynning Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 10. desember 2019, um drög að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga sem eru til umsagnar til 6. janúar nk. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
36. | Hagavatnsvirkjun – 1810032 | |
Beiðni Skipulagsstofnunar dags. 19. nóvember 2019 um umsögn um tillögu að matsáætlun um Hagavatnsvirkjun. Áður á dagskrá á 246. fundi. | ||
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með það að Skipulagsstofnun hafi samþykkt að fyrirhuguð framkvæmd fari í fullt ferli mats á umhverfisáhrifum eins og um væri að ræða framkvæmd í flokki A. Af hálfu sveitarstjórnar er ekki gerð athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að matsáætlun hvað varðar þá umhverfisþætti sem áætlað er að meta. Sveitarstjórn óskar þó eftir að kannað verði hvaða áhrif framkvæmdin kemur til með að hafa á grunnvatnsstöðu á svæðinu og hvaða áhrif sveifla á vatnsyfirborði um allt að 5 metra komi til með að hafa hvað varðar fok jarðvegsefna og svifryksmengun. Sveitarstjórn leggur sérstaka áherslu á að ítarlega verði kannað hver áhrif framkvæmdarinnar kunna að verða á jarðvegsfok og svifryksmengun frá svæðinu. | ||
37. | Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 – 1912010 | |
Tilkynning frá Landsneti hf, dags. 22. nóvember 2019, varðandi kerfisáætlun 2020-2029. Umsagnarfrestur er til 23. desember 2019. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
38. | Lög um tekjustofna sveitarfélaga – 1910019 | |
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 29. nóvember 2019,til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.
Umsagnarfrestur til 9. desember. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
39. | Tillaga til þingsályktunar fimm ára samgönguáætlun 434. mál og samgönguáætlun fyrir árin 2020 – 2034, 435. mál – 1912016 | |
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 9. desember 2019,til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2024, 434. mál og tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034, 435. mál
Umsagnarfrestur er til 10. janúar n.k. |
||
Sveitarstjórn fagnar því að í samgönguáætlun 2020 til 2024 skuli vera gert ráð fyrir fjármagni til að ljúka framkvæmdum við Reykjaveg og Skeiða- og Hrunamannaveg á milli Einholtsvegar og Biskupstungnabrautar árið 2020. Varðandi þann hluta áætlunarinnar sem varðar greiðar samgöngur, þar sem tilgreind eru markmið hvað varðar fækkun einbreiðra brúa á hringvegi, vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar benda á að rík þörf er fyrir fækkun einbreiðra brúa á umferðarmiklum stofnvegum, t.d. er umferðarmesta einbreiða brú landsins á Biskupstungnabraut yfir Tungufljót á milli fjölsóttra ferðamannastaða að Gullfossi og Geysi. Þá er einnig nauðsynlegt að tryggja Vegagerðinni fjármagn til að viðhalda malarvegum á svæðinu, en á mörgum þeirra er mjög þung umferð allt árið um kring, sama gildir um viðhald vega sem lagðir eru bundnu slitlagi. Sveitarstjórn fer þess á leit að tryggt verði að lagt verði bundið slitlag á Einholtsveg um Eystri-Tungu, sem er mikilvæg samgönguæð innan sveitarfélagsins. Sveitarstjórn fagnar því að veita skuli fjármagni til gerðar hjólastíga utan höfuðborgarsvæðisins. Á 2. tímabili samgönguáætlunar 2025-2029 er gert ráð fyrir fjármagni í færslu Biskupstungnabrautar á svæðinu við Geysi og Tungufljót. Nauðsynlegt er að sú áætlun haldist, en svæðið ber mjög illa þann umferðarþunga sem þar er í dag. Loks vill sveitarstjórn minna á að nauðsynlegt er að sveitarfélögin hafi aðkomu að ákvarðanatöku um hugsanleg veggjöld og útfærslu þeirra. |
||
40. | Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125 1999 (öldungaráð), 383. mál. – 1912018 | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 4. desember 2019, til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.
Umsagnarfrestur er til 13. janúar nk. |
||
Lagt fram. | ||
41. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 71998 436. mál – 1912017 | |
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 9. desember 2019, til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7 1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál
Umsagnarfrestur er til 10. janúar n.k |
||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir bókun heilbrigðisnefndar Suðurlands um frumvarpið. | ||
42. | Rekstrarleyfisumsókn Gullfosskaffi (224 9760) – 1912020 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 12. nóvember 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna sölu veitinga í flokki II, veitingahús að Gullfossi (Brattholti) fnr. 224-9760, Gullfosskaffi. Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. | ||
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfisumsóknina. | ||
43. | Ársfundur umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda – 1911006 | |
Erindi og samantekt umræðna frá ársfundi Umhverfisstofnunar, sem haldinn var 14. nóvember sl. | ||
Lagt fram. | ||
44. | Leiðbeiningar um breytingar á samþykktum sveitarfélaga – 1912007 | |
Leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. desember 2019, varðandi breytingar á samþykktum sveitarfélaga vegna breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum | ||
Lagt fram. | ||
45. | Saga Fræðslunets Suðurlands – 1912006 | |
Erindi Fræðslunets Suðurlands, dags. 3. desember 2019, tilkynning um að Saga Fræðslunets Suðurlands hafi verið gefin út í rafrænum búningi. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 18:02.