248. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

248. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
9. janúar 2020, kl. 14:00.

Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Geirdal, og Ásta Stefánsdóttir.

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

1. Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings – 1903002
36. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar, haldinn 18. desember 2019.
Fundargerðin staðfest.

2. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 1901038
112. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 18. desember 2019.
Fundargerðin staðfest.

3. Verkfundargerð vegna lagningar ljósleiðara – 2001032
2. verkfundur vegna lagningar ljósleiðara haldinn 30. nóvember 2019.
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar SASS – 1901045
551. fundur stjórnar SASS haldinn 29. nóvember 2019.
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 1902005
877. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 13. desember 2019.
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands – 1902015
201. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 17. desember 2019.
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 1902024
71. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 12. desember 2019.
Fundargerðin lögð fram.

8. Náttúrufræðistofa í Bláskógaskóla Reykholti – 1912024
Beiðni nemenda í 9. og 10. bekk Bláskógaskóla Reykholti um náttúrufræðistofu í skólanum.
Sveitarstjórn þakkar nemendum í Bláskógaskóla, Reykholti, fyrir erindið og tekur jákvætt í að koma upp náttúrufræðistofu. Sveitarstjórn vísar erindinu til skólastjórnenda til nánari útfærslu og gerðar kostnaðaráætlunar.

9. Afsláttur af lóðagjöldum – 1905016
Tillaga um að framlengja gildistíma afsláttar af lóðagjöldum af tilteknum lóðum.
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja tilboð um afslátt af gatnagerðargjöldum vegna Háholts 4, 6 og 8, Laugarvatni, Vesturbyggðar 7, Laugarási, og Bjarkarbrautar 14 og 16, Reykholti, til ársloka 2020.

10. Efnistaka og lagning Kjalvegar frá Árbúðum að afleggjara til Kerlingarfjalla – 1905021
Tilkynning Skipulagsstofnunar, dags. 20. desember 2019, um að fyrirhugaðar vegaframkvæmdir á Kjalvegi skuli háðar mati á umhverfisáhrifum.
Lögð var fram niðurstaða Skipulagsstofnunar, þar sem fram kemur að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum, þar sem það sé niðurstaða stofnunarinnar að hún geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Meðal annars er vísað til þess að áformaður vegur sé umfangsmeira mannvirki heldur en núverandi Kjalvegur og muni sem slíkur varanlega rýra óbyggð víðerni, sem áhersla sé á að vernda samkvæmt lögum um náttúruvernd og landsskipulagsstefnu. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við Vegagerðina um áframhald málsins fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

11. Samningur um hjólhýsasvæði Laugarvatni – 1912027
Beiðni Sigvalda sf, dags. 17. desember 2019, um framlengingu á samningi um rekstur hjólhýsasvæðis á Laugarvatni.
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samninginn til eins árs, þar sem unnið er að breytíngum á skilmálum fyrir notkun svæðisins.

12. Afslættir af aðgangseyri í sund og íþróttasal – 1905019
Afsláttur af aðgangseyri að íþróttamannvirkjum til einstaklinga sem hafa fengið ávísaða hreyfiseðla, tillaga um framlengingu tilraunaverkefnis.
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja tilraunaverkefni um afslátt af aðgangseyri til einstaklinga sem hafa fengið ávísaða hreyfiseðla á heilsugæslu út árið 2020.

13. Umsókn um námsvist í Bláskógaskóla Reykholti veturinn 2019-2020 – 2001028
Beiðni Sveitarfélagsins Árborgar um námsvist í Bláskógaskóla, Reykholti veturinn 2019-2020, fyrir nemanda sem er með lögheimili í Árborg skv. viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga https://www.samband.is/verkefnin/skolamal/grunnskoli/vidmidunarreglur-grunnskoli/
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

14. Gjaldskrá sorphirðu 2020 – 1911055
Gjaldskrá sorphirðu (gámasvæði)
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir gámasvæði sveitarfélagsins.

15. Beiðni um nafnabreytingu á landi – 1908031
Beiðni um breytingu á heiti lands (Böðmóðsstaðir Brúará), áður á dagskrá á 238. og 239. fundi.
Fyrir liggur beiðni Harðar Arnarsonar og Beatrix Fiona Erler um að nafnið Böðmóðsstaðir 1 lóð (nr. 194752) verði fellt niður og breytt í Brúará 1 og Böðmóðsstaðir 1 land (nr. 222890) verði fellt niður og breytt í Brúará 2.
Fyrir liggur álit UTU á skráningu staðfanga í landi Böðmóðsstaða.
Sveitarstjórn hafnar beiðni um að fella niður heitin Böðmóðsstaðir 1 lóð og Böðmóðsstaðir 1 land og taka upp í staðinn Brúará 1 og Brúará 2.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að um skráningu staðfanga í Bláskógabyggð fari samkvæmt leiðbeiningum í handbók Þjóðskrár Íslands um staðfestingu staðfanga, en handbókin er gefin út sem leiðbeiningar með reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga og er birt á vef Þjóðskrár, https://www.skra.is/library/Samnyttar-skrar-/Fyrirtaeki-stofnanir/Stadfong/Handbok_um_skraningu_stadfanga.pdf.

16. Samningur um vöktun Þingvallavatns – 2001034
Drög að samningi um vöktun á vistkerfum Þingvallavatns á grundvelli friðlýsingar þess, framhald á samstarfi.
Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram samstarfi um vöktun á vistkerfi Þingvallavatns og felur oddvita eða sveitarstjóra að undirrita samninginn. Kostnaður við verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar.

17. Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál. – 1904042
Tilkynning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 18. desember 2019 um að frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða sé til umsagnar til og með 15. janúar 2020.
Lögð eru fram drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða. Bláskógabyggð skilaði inn athugasemdum við frumvarp það sem lagt var fram á síðasta þingi, svo og við frumvarpsdrög um sama mál haustið 2018. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ítrekar fyrri athugasemdir sínar, m.a. um skipan stjórnar Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Gert er ráð fyrir að í sjö manna stjórn verði einn fulltrúi tilnefndur af sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem þjóðgarðurinn nær til. Hugmyndir hafa verið um verulega stækkun þjóðgarðsins, sem þá næði til fleiri sveitarfélaga en áður. Yrðu þá viðkomandi sveitarfélög að koma sér saman um einn fulltrúa. Bláskógabyggð getur ekki fallist á þetta. Þá er einnig bent á að gert er ráð fyrir að í öðrum stjórnum þjóðgarða verði meirihluti stjórnarmanna skipaður af sveitarstjórnum. Bláskógabyggð fer þess því á leit að kveðið verði á um að fleiri stjórnarmenn í stjórn Þjóðgarðsins á Þingvöllum komi úr röðum sveitarstjórnarmanna.
Hvað varðar skipan umræmisráðs skv. 12. gr. er bent á að óheppilegt er að hafa fjölda fulltrúa í umdæmisráðum 10 talsins og að veita atkvæði formanns aukið vægi eins og lagt er til í 3. mgr. 12. gr. ef atkvæði falla jöfn.

18. Rekstrarleyfisumsókn vegna Aratungu – 2001033
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. október 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Aratungu, leyfi í flokki III.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um útgáfu rekstrarleyfis fyrir Aratungu.

19. Tækifærisleyfi fyrir þorrablót á Laugarvatni 2020 – 2001027
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 27. desember 2019, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í íþróttahúsinu á Laugarvatni þann 1. til 2. febrúar 2020.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna útgáfu tækifærisleyfis vegna þorrablóts á Laugarvatni.

20. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – 1812008
Tilkynning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 18. desember 2019, um að drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð, umsagnarfrestur er til 15. janúar 2020.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar krefst þess að áform um stofnun þjóðgarðs fari í umhverfismat. Mat verði lagt á umhverfisþætti, þ. á m. samfélag, umhverfi, menningarminjar, kostnaðaráhrif o.fl. Nauðsynlegt er að meta þessa þætti þar sem hvorki hefur farið fram samráð né greining á kostum þess og göllum hvort yfirhöfuð skuli stofna þjóðgarð eða ekki.
Bláskógabyggð hefur á fyrri stigum málsins skilað inn athugasemdum við allar tillögur þverpólitísku nefndarinnar varðandi einstaka áhersluþætti og frumvarpsdrög. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ítrekar fyrri athugasemdir sínar og þá afstöðu að leggjast alfarið gegn áformum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu líkt og frumvarpsdrögin gera ráð fyrir.
Hér verður stiklað á stóru um helstu athugasemdir sem Bláskógabyggð hefur sett fram: Inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga er of mikið, þar sem stjórnunar- og verndaráætlanir gilda framar skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Aðkoma sveitarfélaga að stjórnun þeirra svæða sem liggja innan þeirra marka verður ekki nægjanleg miðað við áform í frumvarpsdrögunum. Bláskógabyggð ítrekar fyrri efasemdir sínar um að fyrirheit um fjármagn og væntanlegar tekjur standist og bendir enn og aftur á þann tvískinnung sem felst í því annars vegar að byggja á sjónarmiðum um friðun og verndun, umhverfis- og loftslagsmál, og hins vegar sjónarmiðum um þjóðhagslega hagkvæmmi sem sé fólgin í því að skapa sterkt vörumerki sem laði að fjölda fólks. Þá er bent á að aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs verður takmarkað með gjaldtöku og aukinni stýringu. Þá er viðbúið að við það að svæðið verði á forræði ríkisstofnunar muni draga úr framlagi sjálfboðaliða sem til þessa hafa lagt vinnuframlag og fjármuni til gróðuverndar og uppgræðslu, merkinga og þjónustu við þá sem fara um svæðið. Sveitarstjórn gerir einnig athugasemd við víðtækar heimildir ráðherra til setningar reglugerða er varða mörk, friðlýsingu o.fl.

21. Almenningssamgöngur 2020 – 2001026
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 2. janúar 2020 varðandi fyrirkomulag almenningssamgangna frá 1. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar.

22. Jafnréttisþing 2020 – 2001029
Auglýsing um Jafnréttisþing sem haldið verður í Hörpu 20. febrúar 2020.
Lagt fram til kynningar.

23. Uppgræðsla á jörðinni Hólum – 2001001
Skýrsla Landgræðslunnar um uppgræðslu á landi úr jörðinni Hólum, Bláskógabyggð.
Lagt fram til kynningar.

24. Skýrslur um þörunga í Þingvallavatni – 1903036
Skýrsla um kísilþörunga í Þingvallvatni.
Lagt fram til kynningar.

25. Skýrsla vegna verkefnis um seyrudreifingu – 2001031
Skýrsla Landgræðslu ríkisins um samstarfsverkefni um dreifingu seyru.
Lagt fram til kynningar.

26. Ný umferðarlög – 2001030
Tilkynning Samgöngustofu um gildistöku nýrra umferðarlaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 15:40.