249. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 23. janúar 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Axel Sæland, Róbert Aron Pálmason var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Geirdal og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir – 2001045
113. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 15. janúar 2020.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
189. fundur skipulagsnefndar haldinn 8. janúar 2020.
-liður 1, Leynir lóð L167906: Geymsla: Fyrirspurn – 1801009
Haraldur Ásgeirsson leggur fram fyrirspurn ásamt uppdrætti til skipulagsnefndar UTU, um hvort leyfi fáist til að byggja allt að 40m2 geymslu á lóðinni Leynir lóð L167906. Núverandi geymsla á lóðinni verur rifin og fjarlægð.
Skipulagsnefnd UTU tekur jákvætt í erindið. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.
Fundargerðin staðfest.
3. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2001015
13. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 14. janúar 2020.
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerðir almannavarnanefndar – 1902029
Fundargerðir framkvæmdaráðs almannavarna og almannavarnanefndar frá 13. nóvember 2019
Fundargerðirnar lagðar fram.
5. Persónuverndaryfirlýsing Bláskógabyggðar – 1812025
Endurskoðun persónuverndaryfirlýsingar Bláskógabyggðar.
Svetiarstjórn samþykkir endurskoðaða persónuverndaryfirlýsingu Bláskógabyggðar.
6. Samþykktir fyrir samráðshóp um málefni aldraðra – 2001049
Samþykktir fyrir samráðshóp um málefni aldraðra í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn samþykkir samþykktir fyrir samráðshóp aldraðra.
7. Aðalskipulagsbreyting Reykjavegur tenging við lóðir í landi Syðri-Reykja 2 – 1909017
Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar, vegtenging við Reykjaveg í landi Syðri-Reykja 2, samþykkt af sveitarstjórn 1. nóvember s.l. Athugasemdir Skipulagsstofnunar (beiðni um frekari rökstuðning).
Umsögn Vegagerðarinnar, dags. 3. desember 2019, var lögð fram. Þar kemur fram að Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur rétt að vinna formlega breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna vegtengingar við Reykjaveg í landi Syðri-Reykja 2, sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. nóvember s.l. Um er að ræða nýja tengingu við stofnveg og fjölgar þar með tengingum við veginn, þar sem aðkoma að landi og lóðum Syðri-Reykja 2 L137163 hefur til þessa farið um sömu tengingu og aðkoma að Syðri-Reykjum 1. Með breytingunni er því tryggð óheft umferð að landi Syðri-Reykja 2, sem áður hefur þurft að fara í gegnum hlaðið að Syðri-Reykjum 1. Sveitarstjórn telur breytinguna óverulega þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér, breytingin tekur ekki til svæðis sem nýtur náttúruverndar, áhrif hennar taka til lítils svæðis og er breytingin ekki talin líklega til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila, aðra en þá sem eiga land Syðri-Reykja 2, L137163, en þeir hafa óskað eftir að breytingin yrði gerð. Breytingin er jákvæð fyrir eigendur Syðri-Reykja 1, þar sem umferð mun ekki lengur fara um hlaðið á Syðri-Reykjum 1.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna í samræmi við 2. mgr, 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa UTU að senda Skipulagsstofnun rökstuðning sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.
8. Land til uppgræðslu á Haukadalsheiði – 2001048
Beiðni Herdísar Friðriksdóttur, f.h. Understand Iceland, dags. 14. janúar 2020, um landvæði til uppgræðslu á Haukadalsheiði.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
9. Afslættir af aðgangseyri í sund og íþróttasal – 1905019
Tillaga um að framlengja tilboð um afslætti af aðgangseyri í íþróttahús og sundlaug fyrir íbúa, 60 ára og eldri, sem taka þátt í verkefninu Hreyfifélagar.
Sveitarstjórn samþykkir að afslættir af aðgangseyri í íþróttahús og sundlaug fyrir íbúa, 60 ára og eldri, sem taka þátt í verkefninu Hreyfifélagar, gildi út árið 2020.
10. Verkefni Heilsueflandi samfélags 2020 – 1912012
Yfirlit yfir verkefni Heilsueflandi samfélags 2020
Farið var yfir hugmyndir að verkefnum fyrir árið 2020. Áhersla verður á fræðslu um næringu. Sveitarstjórn samþykkir að unnið verði áfram að uppbyggingu leikvalla og útivistarsvæða.
11. Friðlýsing Geysissvæðisins – 2001047
Auglýsing um friðlýsingu Geysissvæðisins, umsagnarfrestur er til 23. apríl 2020.
Lögð var fram auglýsing Umhverfisstofnunar um friðlýsingu Geysissvæðisisins. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við friðlýsingaráformin og fagnar því að verkefnið skuli vera komið í þennan farveg.
12. Efnistaka og lagning Kjalvegar frá Árbúðum að afleggjara til Kerlingarfjalla, beiðni um umsögn – 1905021
Efnistaka og uppbygging Skeiða- og Hrunamannavegar, umhverfismat, áður á dagskrá á 248. fundi.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu fundar með Vegagerðinni vegna málsins. Sveitarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með það að útlit sé fyrir að Vegagerðin muni ekki láta verða af framkvæmdinni þar sem ráðast þurfi í umhverfismat. Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdin snýst um að laga veg sem er fyrir og hvetur Vegagerðina til að vinna að því í samráði við Skipulagsstofnun að af framkvæmdinni geti orðið. Framkvæmdin mun draga úr utanvegaakstri og öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum, auka umferðaröryggi og bæta aðgengi þeirra sem um veginn fara.
13. Stýrihópur heilsueflandi samfélags – 2001053
Tillaga um breytingu á stýrihóp fyrir verkefnið Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu verkefnisstjóra um skipan stýrihóps, sem verði þannig samsettur:

· Fulltrúi íþrótta- og æskulýðsnefndar
· Fulltrúi Öldungaráðs
· Fulltrúi Ungmennaráðs
· Fulltrúi sveitarstjórnar
Fulltrúi skólanefndar
· Verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Bláskógabyggð

14. Ráðning persónuverndarfulltrúa – 1809018
Ráðning persónuverndarfulltrúa
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samning sveitarfélagsins við Dattaca Labs um að gegna hlutverki persónuverndarfulltrúa til ársloka 2020.
15. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – 1812008
Tillaga um að óskað verði eftir opnum íbúafundi með þingmönnum Suðurkjördæmis vegna áforma um þjóðgarð á miðhálendinu.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga Guðrúnar S. Magnúsdóttur:
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar óskar eftir opnum íbúafundi með þingmönnum Suðurkjördæmis þar sem áform umhverfisráðherra um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verða rædd.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
16. Samgöngur innan Bláskógabyggðar – 2001054
Ályktun til Vegagerðarinnar um að auka við vetrarþjónustu á umferðarmiklum tengivegum innan sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar beinir því til Vegagerðarinnar að hugað verði að vetrarþjónustu á umferðarmiklum vegum, svo sem Skálholtsvegi. Þess er farið á leit að tíðni þjónustu verði aukin, en eins og staðan er nú er ekki veitt vetrarþjónusta alla daga vikunnar þrátt fyrir mikla umferð. Þá hefur einnig borið á því að mokstri og hálkuvörn sé ekki lokið fyrr en á miðjum degi, þrátt fyrir að þjónustustig sé skilgreint þannig að mokstri skuli lokið fyrir kl. 8 að morgni. Sveitarstjórn bendir á að heilsugæslustöð fyrir Uppsveitir Árnessýslu er í Laugarási, skólaakstur er um þessa vegi, auk umferðar íbúa og rekstraraðila.
17. Styrkur vegna húsaleigu, þorrablót – 2001055
Beiðni sóknarnefndar Bræðratungusóknar, dags. 21. janúar 2020, um styrk vegna húsaleigu í Aratungu vegna þorrablóts.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu sem nemur leigu í Aratungu vegna þorrablóts Bræðratungusóknar. Styrkveitingin rúmast innan fjárhagsáætlunar.
18. Rekstrarleyfisumsókn – Torfastaðakot 5 (L205122) – 2001046
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 17. desember 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Torfastaðakots 5, Bláskógabyggð, L205122, rekstrarleyfi í flokki II, frístundahús (G), umsækjandi Útsýn ehf.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Torfastaðakots 5, L205122, vegna rekstrarleyfis í flokki II, frístundahús.
19. Stefna um samfélagslega ábyrgð – 2001044
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. janúar 2020, kynning á Stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð.
Lagt fram til kynningar.
20. Framlög til stjórnmálaflokka, viðmiðunarreglur – 2001043
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. janúar 2020, kynning á viðmiðunarreglum um framlög til stjórnmálaflokka.
Lagt fram til kynningar.
21. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020 – 2001050
Boðun XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. mars 2019.
Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 16:25.