25. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar

haldinn þriðjudaginn 2. desember 2003,

  1. 13:30 í Fjallasal, Aratungu.

Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins:   Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Kjartan Lárusson og Sigurlaug Angantýsdóttir auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð

  1. Kynntir kaupsamningar vegna fjögurra landspildna úr landi Skálabrekku, Þingvallasveit.  Meðfylgjandi eru lóðarblöð með hnitum fyrir viðkomandi lóðir.  Lóðirnar eru merktar nr. 3 stærð 37.700 m2 kaupandi Þórður Sigurjónsson, lóð nr. 18, stærð 8.300 m2 kaupandi Reynir Sigurðsson,  lóð nr. 22 stærð 8.700 m2 kaupandi Davíð V. Erlendsson og lóð nr. 28. stærð 16.000 m2 kaupandi Einar Örn Jónsson. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti.   Sveitarfélagið hefur gengist undir að starfað sé í anda svæðisskipulags sem fellt var úr gildi s.l. vor en byggðaráð áréttar að hvorki liggur fyrir samþykkt aðalskipulag né deiliskipulag af svæðinu.
  2. Kynntur kaupsamningur vegna landspildu,  u.þ.b. 15.000 m2 úr jörðinni Brúarhvammi, Biskupstungum. Kaupandi er Hildur Ríkharðsdóttir kt. 181052-3929.   Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti.
  3. Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2004.   Vinnu lokið fyrir fyrri umræðu um fjárhagsáætlun sem verður á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 16. desember 2003.

 

 

 

Fundi slitið kl. 19:15.